Morgunblaðið - 02.02.2018, Síða 19
FRÉTTIR 19Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2018
aðstoðarmanna hans við stjórnvöld
í Rússlandi. Hann hefur m.a. sakað
alríkislögregluna um blekkingar og
sagt að orðspor hennar hafi verið
„rifið í tætlur“.
Forsetinn vék James Comey frá
sem forstjóra FBI í maí á síðasta
ári og rannsókn sérstaks saksókn-
ara, Roberts Muellers, beinist nú
meðal annars að því hvort Trump
hafi reynt að hindra framgang rétt-
vísinnar með brottvikningunni.
Forsetinn á nú í útistöðum við
Wray, manninn sem hann valdi
sjálfur í forstjórastöðuna.
Fleiri brottvikningar?
Áður en FBI birti yfirlýsingu
sína ræddi Rod Rosenstein
aðstoðardómsmálaráðherra við
embættismenn í Hvíta húsinu og
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Útlit er fyrir nýja rimmu með
bandarísku alríkislögreglunni FBI
og Donald Trump Bandaríkjafor-
seta eftir að leyniþjónustunefnd
fulltrúadeildar Bandaríkjaþings
samþykkti að birta umdeilt minnis-
blað sem formaður hennar, repú-
blikaninn Devin Nunes, skrifaði
ásamt samstarfsmönnum sínum.
Nunes er bandamaður Trumps
og segir að alríkislögreglan og
dómsmálaráðuneytið hafi misnotað
vald sitt í kosningabaráttunni
haustið 2016 með því að óska eftir
heimild til að hafa eftirlit með
Carter Page, sem var þá ráðgjafi
Trumps í utanríkismálum. Page
hefur þó ekki verið sakaður um
lögbrot.
Alríkislögreglan fékk heimildina
frá sérstökum dómstól á grundvelli
laga (FISA) um eftirlit með mönn-
um sem grunaðir eru um njósnir
fyrir önnur ríki. Í minnisblaðinu er
skírskotað til trúnaðargagna sem
Nunes og samstarfsmenn hans
segja sanna að FBI og dómsmála-
ráðuneytið hafi misnotað lagaheim-
ildina í pólitískum tilgangi til að
rannsaka meint tengsl aðstoðar-
manna Trumps við menn sem
tengjast stjórnvöldum í Rússlandi.
„Gífurlegt gáleysi“
Leyniþjónustunefndin samþykkti
á mánudagskvöld að birta minnis-
blaðið þótt dómsmálaráðuneytið
hefði ráðið henni frá því í bréfi og
sagt að það væri „gífurlegt gáleysi“
að gera trúnaðargögnin opinber.
Bandarískir fjölmiðlar, þeirra á
meðal Fox News, sögðu síðdegis í
gær að Trump forseti hefði ákveðið
að nýta ekki heimild til að hindra
birtingu minnisblaðsins og það yrði
líklega gert opinbert fyrir helgina.
Eftir samþykkt leyniþjónustu-
nefndarinnar fór Cristopher Wray,
forstjóri FBI, í Hvíta húsið til að
reyna að telja Trump og embættis-
menn hans á að heimila ekki birt-
ingu minnisblaðsins. „FBI fékk
takmarkað tækifæri til að fara yfir
minnisblaðið daginn áður en nefnd-
in samþykkti í atkvæðagreiðslu að
birta það,“ sagði í yfirlýsingu frá
alríkislögreglunni. „Við höfum
áhyggjur af því að í minnisblaðinu
er sleppt mikilvægum staðreyndum
sem hafa áhrif á nákvæmni minnis-
blaðsins í grundvallaratriðum.“
Í sögu Bandaríkjanna eru ófá
dæmi um að komið hafi upp ágrein-
ingur milli forseta landsins og FBI
en deilur Trumps við alríkislög-
regluna eru óvenju tíðar, auk þess
sem þær fara oft fram fyrir opnum
tjöldum, að sögn The Wall Street
Journal. Blaðið skírskotar til þess
að forsetinn hefur veist harkalega
að FBI á Twitter vegna rann-
sóknarinnar á meintum tengslum
hvatti þá einnig til að heimila ekki
birtingu minnisblaðsins, að sögn
Washington Post. Rosenstein skip-
aði Mueller sem sérstakan sak-
sóknara í Rússamálinu eftir að for-
setinn vék Comey frá og hefur
umsjón með rannsókninni fyrir
hönd dómsmálaráðuneytisins. Að
sögn bandarískra fjölmiðla er talið
að forsetinn íhugi nú að víkja
Rosenstein úr embætti fyrir að
sýna honum ekki næga hollustu.
Áður höfðu bandarískir fjölmiðlar
sagt að hann hefði ákveðið að víkja
Mueller frá en hætt við það, en for-
setinn neitaði því.
Reynt að spilla
fyrir rannsókninni?
Þingmenn demókrata segja að
minnisblað Nunes og samstarfs-
manna hans sé villandi og þeir hafi
aðeins notað upplýsingar sem henti
málstað þeirra en sleppt öðrum
sem geri það ekki. Demókratar
segja að minnisblaðið sé liður í til-
raunum stuðningsmanna Trumps í
Repúblikanaflokknum til að koma
óorði á alríkislögregluna og grafa
undan rannsókn Roberts Muellers
á meintum tengslum aðstoðar-
manna forsetans við stjórnvöld í
Rússlandi.
Adam Schiff, demókrati í leyni-
þjónustunefndinni, hefur einnig
sagt að Nunes og samstarfsmenn
hans hafi breytt minnisblaðinu eftir
að nefndin samþykkti birtinguna.
Hann segir að nefndin þurfi því að
greiða aftur atkvæði um málið.
Bandarískar leyniþjónustustofn-
anir hafa einnig látið í ljós and-
stöðu við birtingu minnisblaðsins,
að sögn CNN. Fréttaskýrandi sjón-
varpsins segir að hátt settir leyni-
þjónustumenn hafi áhyggjur af því
að með því að gera leynilegu upp-
lýsingarnar opinberar verði hul-
unni svipt af því hvernig heimilda
til eftirlits með meintum njósnur-
um er aflað og hvernig því er
háttað. Það geti orðið til þess að
njósnarar finni leiðir til að komast
hjá eftirliti.
Deilt um minnisblað repúblikana
Segja FBI og dómsmálaráðuneytið hafa misnotað vald sitt í pólitískum tilgangi gegn Trump í kosn-
ingabaráttunni Ráðuneytið, lögreglan og leyniþjónustumenn lögðust gegn birtingu minnisblaðsins
Var kosninga-
stjóri Trumps
frá júní til
ágúst 2016
Aðstoðaði
Manafort í
kosninga-
baráttunni
Aðalstjórn-
málaráðgjafi
Trumps til
ágúst 2017
Dómsmála-
ráðherra í
ríkisstjórn
Trumps
Paul
Manafort
Rick
Gates
Steve
Bannon
Jeff
Sessions
Donald
Trump
George
Papadopoulos
Meint tengsl við Rússa rannsökuð í Bandaríkjunum
Rannsókn Roberts Muellers, sérstaks saksóknara, á tilraunum Rússa til að hafa áhrif á kosningarnar árið 2016
Spurningar Ákærur
Ákærður
27. október
fyrir sam-
særi gegn
Banda-
ríkjunum,
peninga-
þvætti og
fleiri lögbrot.
Neitar sök
Ákærður
27. október
fyrir aðild
að samsæri
gegn Banda-
ríkjunum.
Neitar
sök
Bandarískir
fjölmiðlar
sögðu í
janúar að
Mueller
hefði stefnt
honum til
að svara
spurningum
Svaraði
spurningum
rannsóknar-
manna,
fyrstur
ráðherra
í stjórn
Trumps
Var ráðgjafi
Trumps í
utanríkis-
málum 2016
Játaði sig sekan
5. október
um að hafa
logið að
FBI um
viðræður
við mann
sem talinn er
tengjast
stjórnvöldum
í Rússlandi
Michael
Flynn
Fyrrverandi
þjóðaröryggis-
ráðgjafi
Trumps
Játaði sig sekan
1. desember
um að hafa
logið að FBI
um viðræður
við þáverandi
sendiherra
Rússlands í
Washington,
Sergej Kísljak
Kjörinn forseti
landsins í
kosningunum
árið 2016
Hefur léð
máls á því
að svara
spurningum
rannsóknar-
manna,
bundinn
eiði
„Hissa og hneykslaðir“
» Margir þingmenn repúblik-
ana segja að minnisblaðið geti
orðið að miklu hitamáli.
» Einn þeirra, Matt Gaetz,
segir að margir hafi orðið
„hissa og hneykslaðir“ á upp-
lýsingunum. Þær geti orðið til
þess að FBI-menn verði reknir
og jafnvel sóttir til saka.
» Aðrir repúblikanar hafa gert
minna úr þýðingu minnis-
blaðsins. Einn þeirra, John
Cornyn, segir „vænisýki“ vera
áberandi í umræðunni um
málið.
Ráðamenn í Ísrael, Bandaríkjunum,
Evrópusambandinu og Úkraínu hafa
gagnrýnt umdeilt lagafrumvarp sem
þing Póllands hefur samþykkt um
helförina, útrýmingarherferð nas-
ista gegn gyðingum í síðari heims-
styrjöldinni.
Samkvæmt lagafrumvarpinu
varðar það fjársekt eða allt að
þriggja ára fangelsi að skírskota til
útrýmingarbúða nasista í Póllandi
sem „pólsku útrýmingarbúðanna“
eða að saka Pólland eða pólsku þjóð-
ina um hlutdeild í glæpum nasista.
Neðri deild pólska þingsins sam-
þykkti lagafrumvarpið fyrir viku.
Efri deildin samþykkti það síðan
með 57 atkvæðum gegn 23 í gær-
morgun þrátt fyrir mótmæli stjórn-
valda í Ísrael sem reyndu að fá
pólska þingmenn til að falla frá
frumvarpinu.
Stjórn Ísraels sakaði pólska þing-
ið um að reyna að endurskrifa sög-
una. „Við getum aldrei nokkurn tíma
umborið það að sannleikurinn sé af-
bakaður og sagan endurskrifuð eða
að helförinni sé afneitað,“ sagði Ben-
jamin Netanyahu, forsætisráðherra
Ísraels. Bandaríkjastjórn gagnrýndi
frumvarpið og kvaðst hafa áhyggjur
af því að það græfi undan málfrels-
inu. Donald Tusk, forseti leiðtoga-
ráðs Evrópusambandsins og fyrr-
verandi forsætisráðherra Póllands,
tók undir gagnrýnina.
Þjóðernissinnaður hægriflokkur,
Lög og réttur, er með meirihluta í
báðum deildum pólska þingsins.
Frumvarpið verður ekki að lögum
nema forseti Póllands, Andrzej
Duda, undirriti þau innan þriggja
vikna. Hann hefur lofað að fara yfir
lagafrumvarpið áður en hann tekur
ákvörðun um hvort hann staðfestir
það, að sögn fréttaveitunnar AFP.
Frumvarp um hel-
förina gagnrýnt
Bannað að bendla Pólland við útrým-
ingarherferð nasista gegn gyðingum
AFP
Umdeild ákvörðun Efri deild pólska
þingsins á fundi í gærmorgun.
/////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////