Morgunblaðið - 02.02.2018, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 02.02.2018, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2018 VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Setjum undir á staðnum Dráttarbeisli undir flestar tegundir bíla Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Þorgerður Anna Gunnarsdóttir thorgerdur@mbl.is Mat á stofnkostnaði fyrir Miklubraut í stokk er 21 milljarður króna. Þetta kom fram í máli Dags B. Eggertsson- ar borgarstjóra á fjölmennum íbúa- fundi um málefni Hlíða á Kjarvals- stöðum í gær. Á fundinum fór Dagur meðal ann- ars yfir þjónustu borgarinnar, þróun hverfisins, fyrirhugaðar framkvæmd- ir og aðra uppbyggingu. Það sem bar hæst í máli borgarstjóra var umfjöllun hans um að setja Miklubraut í stokk. Íbúafjöldi þeirra hverfa sem liggja að Miklubraut á þessum stað er um 17.000. Meðfram Miklubraut raðast fjölmörg uppbyggingarsvæði borgar- innar og áætlun gerir ráð fyrir um 6.500 nýjum íbúum. Því má ætla að umferð um Miklubraut aukist töluvert á næstu árum. Dagur greindi frá því að í rýnihópi vegna hverfisskipulags hefðu íbúar Hlíða verið sérstaklega spurðir út í tvær mismunandi hugmyndir um breytingar á Miklubraut. Möguleik- arnir hefðu annars vegar verið ein- hvers konar breiðstræti í borg með ró- legri umferð þar sem allir samgöngumátar myndu blandast saman og hins vegar að taka umferð- ina undir og í gegn með rólegri umferð á yfirborði. Á móti kæmu byggingar á yfirborði sem myndu standa undir hluta framkvæmdarinnar. „Ég bjóst fyrir fram við því að fólk væri með svolítið skiptar skoðanir, en miðað við þennan slembivalda hóp íbúa voru eiginlega allir á stokka- lausninni,“ sagði Dagur. Næsta skref viðræður við ríkið Þá kynnti borgarstjóri helstu for- sendur stokksins, sem næði frá Snorrabraut og austur fyrir Kringlu, yrði 1.750 m langur með tveimur ak- reinum í hvora átt, en borgargata á yfirborði hefði eina akrein í hvora átt fyrir bílaumferð, akrein í hvora átt fyrir almenningssamgöngur, hjóla- stíga og gangstéttir. Frummat á stofnkostnaði vegstokks, yfirborðs- götu og veitukerfa miðað við gefnar forsendur er 21 milljarður króna. „Það er aðeins búið að kynna þetta fyrir Vegagerðinni, en næsta skref væru viðræður við ríkið. Við förum ekki í þær án þess að heyra tóninn hér,“ sagði Dagur. Ekki bar á öðru en að góður tónn væri í íbúum Hlíða varðandi málið, en í kjölfar kynningarmyndbands um Miklubraut í stokk upphófst mikið lófatak meðal viðstaddra. Þegar Dagur hafði lokið máli sínu tók Þorsteinn Rúnar Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkur, við og sagði frá borgarlínu. Að lokum sagði Sigþrúður Erla Arnardóttir, fram- kvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, frá heilsueflandi verkefni í hverfinu, Vít- amín í Valsheimilinu, sem snýr að heilsueflingu eldri borgara. 21 milljarður í stofnkostnað  Dagur B. Eggertsson fjallaði um möguleikann á að setja Miklubraut í stokk  Fjölmenni á íbúafundi borgarstjóra um málefni Hlíða á Kjarvalsstöðum Morgunblaðið/Árni Sæberg Íbúafundur Fjölmenni var á íbúafundi um málefni Hlíða á Kjarvalsstöðum í gærkvöldi. Þar fór borgarstjóri meðal annars yfir þróun hverfisins. Þorgerður Anna Gunnarsdóttir thorgerdur@mbl.is „Þetta er alveg frábært, þetta er æðisleg borg,“ sagði Jóhann Ágúst Hansen þegar Morgunblaðið náði í hann eftir að honum var tilkynnt að hann hefði unnið ferð til Barcelona í áskriftarleik Árvakurs og WOW air. Jóhann segist einu sinni áður hafa komið til Barcelona og verið hrifinn. „Það var reyndar bara örstutt ferð, í tvo daga, og ég hefði viljað vera mun lengur.“ Hann stefnir á að vera lengur í þetta skiptið og hlakkar mikið til að skoða söfnin og ströndina. „Síðan ég man eftir mér, held ég bara, öll mín fullorðinsár,“ segir Jó- hann þegar hann er spurður hve lengi hann hafi verið í áskrift að Morgunblaðinu. „Það var nú svolítið gaman þegar auglýs- ingin um leikinn kom í blaðinu í morgun, þá sagði konan: „Jæja, nú förum við til Barce- lona!“ Hún kvaddi mig með þeim orðum í morgun.“ Aðspurður segist hann líklega ekki komast upp með annað en að bjóða henni með. „Hún hefur fundið þetta á sér.“ Þá leit Jóhann einnig á stjörnuspá blaðsins, en hann er hrútur og þar sagði: „Eftir þér verður tekið á al- mennum vettvangi í dag.“ Svo virðist vera sem vinningur Jó- hanns hafi verið skrifaður í skýin. Jóhann var þó ekki einn um að hreppa flug fyrir tvo til Barcelona, en það gerðu einnig þau Arnfríður Einarsdóttir, Ásta Jónsdóttir, Ey- þór T. Heiðberg og Matthías Kjart- ansson. Á næstu vikum eiga áskrifendur Morgunblaðsins möguleika á að hreppa ferð til einhverrar af þeim borgum sem eftir eru í áskrifenda- leik Morgunblaðsins og WOW Air. Fjallað verður um hverja borg fyrir sig í Morgunblaðinu á hverjum fimmtudegi meðan á leiknum stend- ur. San Francisco var fyrsta borgin, og nú er einnig búið að draga út Stokkhólm, Cleveland og Barcelona en eftir eru Tel Aviv, Detroit, Cin- cinnati, St. Louis, Dublin og Dallas. Konan fann þetta á sér  Jóhann Ágúst vann ferð með WOW air til Barcelona Jóhann Ágúst Hansen Villa kom upp í tvígang hjá Reiknistofu bankanna í gær sem olli því að ekki var hægt að nota debetkorta- kerfið, hrað- banka eða af- greiðslukerfi banka. Fyrra at- vikið varði í rúm- ar 20 mínútur í kringum klukkan eitt og það síðara átti sér stað klukkan rétt rúmlega fimm og varði í 55 mínútur, á háannatíma í verslunum. Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Reiknistofu bankanna, sagði í sam- tali við mbl.is að kerfin hefðu verið komin í samt lag í gærkvöldi en nú tæki við greiningarvinna til þess að kortleggja hvað hefði farið úr- skeiðis. Villa kom tvisvar upp í greiðslukerfi á há- annatíma í verslunum Hraðbanki Kerfið lá niðri um tíma. Rúmlega hundrað bifreiðar sátu fastar eða komust ekki leiðar sinnar um Suðurlandsveg á Sandskeiði og Hellisheiði í gærkvöldi vegna ófærð- ar og öngþveitis. Hvasst var um vesturhluta landsins og leysingar. Björgunarsveitir á öllu höfuð- borgarsvæðinu voru kallaðar út til að aðstoða vegfarendur og lögregl- una. Agla Þyri Kristjánsdóttir sem sat í bifreið sinni í gærkvöldi sagði við mbl.is að svo virtist sem bifreiðar gætu ekið í hina áttina en Þorvaldur Hallsson í svæðisstjórn Slysavarna- félagsins Landsbjargar sagði að það skýrðist af því að reynt væri að fá ökumenn til þess að snúa við. Ekki var vitað til þess að slys hefðu orðið. Stormur var á heiðum og var helstu leiðum lokað. Veðrið á að ganga niður þegar líður á daginn í dag en önnur lægð gengur yfir á sunnudag með meiri látum og leys- ingum. Fjöldi bíla fastur á Suð- urlandsvegi Morgunblaðið/Árni Sæberg Hviður Vonskuveður var í Þing- unum í Kópavogi í gærkvöldi. Íbúðalánasjóður hyggst grípa til að- gerða til að bæta stöðu leigjenda og styðja við uppbyggingu nýs húsnæðis á svæðum utan suðvesturhornsins. Kemur það fram í tilkynningu sem sjóðurinn sendi frá sér í gær, að af- loknum stjórnarfundi á Sauðárkróki. „Nauðsynlegt er að ráðast í um- fangsmikla uppbyggingu húsnæðis um allt land,“ segir meðal annars í ályktun stjórnar sjóðsins. Nýfram- kvæmdir á húsnæðismarkaði hafa síðustu ár að mestu einskorðast við suðvesturhornið en greining Íbúða- lánasjóðs bendir til að mikil þörf sé á uppbyggingu hentugs íbúðarhúsnæð- is á ýmsum þéttbýlissvæðum allt í kringum landið. Þörfin fyrir nýtt hús- næði er meðal annars vegna fólks- fjölgunar í kjölfar fjölgunar atvinnu- tækifæra. Fram kemur í tilkynningu Íbúða- lánasjóðs að oft standi nýjum íbúum aðeins til boða illa farið húsnæði eða húsnæði sem uppfyllir ekki kröfur nú- tímans. Hækkun fasteignaverðs sem valdið hefur fyrstu kaupendum á höf- uðborgarsvæðinu vandræðum er ekki mikið vandamál á landsbyggðinni, að mati sjóðsins, heldur sú staðreynd að lítið sem ekkert hefur verið byggt. Viðræður starfsmanna Íbúðalána- sjóðs við stjórnendur sveitarfélaga leiða í ljós að alvarlegasti vandinn er í sveitarfélögum þar sem gróska er í atvinnulífi og ástandið farið að hamla uppbyggingu atvinnuvega. Líta til Husbanken í Noregi Íbúðalánasjóður skoðar nú þær leiðir sem eru færar til að bregðast við. Meðal annars eru til athugunar úrræði til fjármögnunar sem notuð eru í nágrannalöndunum til að styðja við framkvæmdaaðila á strjálbýlum svæðum. Nefnt er í tilkynningu að Husbanken í Noregi hafi fjármagnað og stutt við húsnæðisuppbyggingu meðfram ströndum Noregs og í dreif- býlinu þar um árabil, án þess að verða fyrir alvarlegum útlánatöpum. Lögð er áhersla á að þessi vinna skili árangri sem fyrst og að raunhæf- ar tillögur verði lagðar fyrir félags- málaráðherra og ríkisstjórn. helgi@mbl.is Stuðla að húsbyggingum  Íbúðalánasjóður leggur áherslu á stuðning við uppbyggingu á landsbyggðinni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.