Morgunblaðið - 02.02.2018, Síða 10

Morgunblaðið - 02.02.2018, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2018 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir stöðuna alvarlega hjá mörgum íslenskum iðnfyrirtækjum. Það geti kallað á sársaukafulla aðlögun á þessu ári. Tilefnið er að 86 starfsmönnum Odda verður sagt upp samhliða því sem innlendri framleiðslu á plast- og bylgju- umbúðum í verk- smiðjunum Plast- prenti og Kassagerðinni verður hætt. Fram kom í til- kynningu frá Odda að undanfarin ár hefði starfsumhverfi íslenskra fram- leiðslufyrirtækja versnað hratt. Það megi m.a. rekja til sterks gengis krónunnar og launahækkana „langt umfram það sem þekkist í sam- keppnislöndum“. Þróunin hafi veikt mjög samkeppnisstöðu innlendrar framleiðslu. Boginn spenntur hátt Guðrún varaði við því í setningar- ræðu á Iðnþingi í mars 2015 að launakröfur væru þá langt umfram það sem iðnfyrirtækin gætu borið. Hún segir aðspurð að því miður hafi þessi varnaðarorð gengið eftir. „Ég fór aldrei í grafgötur með að í þeirri kjarasamningalotu var boginn spenntur til hins ýtrasta. Auðvitað höfum við þungar áhyggjur af því að innlend framleiðsla sé á brún hengi- flugs. Sá hryggilegi atburður sem varð í vikunni hjá Odda gæti verið upptaktur að hagræðingaraðgerðum fleiri fyrirtækja. Mörg fyrirtæki hafa ekki getað látið miklar kostnaðarhækkanir fljóta út í verðlagið. Það var auðvit- að líka krafan að við myndum halda niðri verðbólgunni. Þannig að at- vinnulífið hefur sannarlega tekið mikið á sig og borið mikla ábyrgð síðustu árin. Því miður held ég að atvinnulífið, og sérstaklega innlend framleiðslufyrirtæki, hafi ekki notið þess. Kostnaður þeirra hefur aukist gríðarlega mikið. Á tímabili hjálpaði styrking krón- unnar mörgum fyrirtækjum, til dæmis í fyrra. Engu að síður voru hækkanirnar innanlands meiri en svo að sterkara gengi krónu gæti vegið á móti. Samkeppnisstaða margra fyrirtækja sem eru í útflutn- ingi er til dæmis að engu orðin.“ Minnkaði um jafnvel 20-30% Guðrún segir að vegna versnandi samkeppnisstöðu verði aðlögun. „Ég hræðist það á margan hátt. Við erum á brún hengiflugs. Mörg fyrirtæki í matvælaiðnaði fengu til dæmis á sig gríðarlegt högg í fyrra með tilkomu Costco. Sala margra fyrirtækja minnkaði verulega, jafn- vel um 20-30%. Þessi þróun snerti Odda, sem er birgir fyrir mörg fyrirtæki, enda bættist samdráttur í sölu við miklar kostnaðarhækkanir. Starfsumhverfið hér er með ein- dæmum. Það er fáheyrt á byggðu bóli að hafa viðlíka gengissveiflur og launahækkanir á jafn stuttum tíma.“ Saman í liði með launafólki „Við þurfum öll á stöðugleika að halda, hvort sem það eru heimilin eða fyrirtækin. Öflugt atvinnulíf er forsenda góðra lífskjara almenn- ings. Við erum saman í þessari bar- áttu, atvinnurekendur og launafólk. Okkar framleiðsla mun aldrei geta keppt við ódýrustu framleiðslulönd í heimi. Þegar öllu er á botninn hvolft stöndum við frammi fyrir spurning- unni í hvernig landi viljum við búa.“ Spurð hvaða kerfisbreytingar þurfi að koma til vegna versnandi samkeppnisstöðu iðnaðarins nefnir Guðrún hátt gengi krónunnar. Stuðla þurfi að meira jafnvægi í skráningu gengisins. Það bitni á mörgum iðnfyrirtækjum hvað raun- gengið hafi hækkað mikið. „Við ræddum það á sínum tíma að til að halda aftur af styrkingu krón- unnar yrði að hleypa út fé. Lífeyris- sjóðir fóru með fé úr landi í fyrra. Það kann að hafa stöðvað frekara ris krónunnar. Það er ekki hægt að fleyta erlendum gjaldeyri stjórn- laust inn í landið án þess að það hafi afleiðingar. Hann þarf að fljóta í báðar áttir,“ segir Guðrún. Ekki hægt að hækka laun mikið Guðrún segir aðspurð að kröfur um miklar launahækkanir hjá hin- um tekjulægstu séu óraunhæfar. „Nú eru lausir kjarasamningar hjá kennurum og fleiri hópum. Heyrist þá víða að hækka þurfi launin verulega. Það er að mínu mati ekkert í spilunum sem rétt- lætir gríðarlegar launahækkanir. Því miður. Þetta var það sem ég sagði 2015. Við fórum í launahækk- anir sem stjórnuðust ekki af fram- leiðni í landinu. Þegar svo háttar er ekki von á góðu. Útflutningsgrein- arnar stýrðu ekki launahækkunum heldur opinberi geirinn. Það er mjög hættulegt að stíga þannig skref.“ Sigurður Hannesson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, hefur að undanförnu fjallað um mikla húsnæðisþörf á markaði. Guðrún segir aðspurð að hár hús- næðiskostnaður fyrir tekjulága valdi spennu á vinnumarkaði. „Ástandið á húsnæðismarkaði undanfarin ár, þar sem verð á íbúð- um og leiga hefur hækkað gríðar- lega, veldur því að krafan um launa- hækkanir verður háværari. Svona misræmi á húsnæðismarkaði eins og verið hefur undanfarin misseri boð- ar ekki gott. Stór hluti ráðstöfunar- tekna fólks, og í sumum tilfellum nær allar ráðstöfunartekjur, fara í húsnæði. Auðvitað hlýtur sú pressa að koma síðan fram annars staðar.“ Neikvæð þróun ýti iðnfyrirtækjum á Íslandi á „brún hengiflugsins“  Formaður Samtaka iðnaðarins óttast uppsagnir  Varnaðarorð formannsins frá 2015 hafa ræst Guðrún Hafsteinsdóttir Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýir bílar í Sundahöfn Formaður SI segir styrkingu krónunnar hafa veikt samkeppnisstöðu íslenskra útflutnings- fyrirtækja. Innflutningur hefur aukist með sterkara gengi. Mikið innflæði gjaldeyris hefur áhrif á gengi krónunnar. Sigurjón Þór Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Norrænu ferðaskrifstofunnar, segir marktækt hafa dregið úr spurn eftir dýrari ferðalögum erlendra ferða- manna eftir að gengi krónunnar styrktist. „Ferðamenn- irnir halda miklu fastar í pyngjuna. Þeir sem selja hringferðir og ferðir sem meira er lagt í finna fyrir því. Það er orðið mun erfiðara að selja ferðirnar. Ísland er orðið mjög dýr áfangastaður og hugsanlega búið að verðleggja sig út af markaðnum. Gengi krónu er of hátt skráð.“ Gengi krónu of hátt skráð ERFIÐARA AÐ SELJA DÝRARI FERÐIR Sigurjón Þór Hafsteinsson Sigurður Hannesson, framkvæmda- stjóri Samtaka iðnaðarins, segir það rangt hjá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að skortur á bygginga- krönum hamli uppbyggingu íbúða. „Í samtölum okkar við verktaka kemur í ljós að þau ummæli borgar- stjóra að það vanti krana og mann- skap til að byggja meira standast ekki skoðun. Það vantar hvorki krana né mannskap. Það sem er skortur á eru lóðir. Samtök iðnaðar- ins skora því á borgarstjóra að birta strax lista yfir lóðir hjá borginni sem eru lausar til úthlutunar og upp- bygging getur hafist á. Verktakar munu þá ekki láta sitt eftir liggja,“ segir Sigurður af þessu tilefni. Væri hægt að tvöfalda kraftinn Dagur lét ummælin falla í kvöld- fréttum RÚV í gær: „Áhyggjur okk- ar lúta meira að því að það sé ekki nógu mikið af stórum og öflugum verktökum til að takast á við öll þessi verkefni … Það væri hægt að tvö- falda kraftinn ef það væri nógu mikið af krönum og mannskap til þess að gera það,“ sagði Dagur m.a. Sigurður segir þetta af og frá. „Kranar eru ekki takmarkandi þáttur þar sem verkefni eru skipu- lögð fram í tímann og það tekur ein- ungis 3-4 vikur að koma nýjum bygg- ingarkrana á svæðið tilbúnum til vinnu. Eins og stendur er verið að taka niður stóra krana sem munu fara í geymslu vegna skorts á verk- efnum,“ segir Sigurður. Því sé ekki hægt að kenna skorti á krönum um að ekki sé meira byggt. „Verktakar innan raða Samtaka iðnaðarins segja engin vandræði að fá starfsfólk,“ segir Sigurður. baldura@mbl.is Borgarstjóri vantelji kranana Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Byggt í miðborginni Borgarstjóri sagði skort á byggingakrönum.  SI segja nóg til af byggingakrönum hafðu það notalegt Njóttu þess að gera baðherbergið að veruleika miðstöðvarofnar Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177 FINGERS 70x120 cm Ryðfrítt stál JAVA 50x120 cm Ryðfrítt stál COMB 50x120 cm Ryðfrítt stál

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.