Morgunblaðið - 06.02.2018, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.02.2018, Blaðsíða 11
Carnivalkokteilar1.790 kr. Þú mátt ekki missa af þessu! Borðapantanir á sushisocial.is og í síma 568 6600. Sushi Social Þingholtsstræti 5 • 101 Reykjavík Sushi Social bjór 950 k r. CARNIVAL CARN IVAL RÉTTI R Á HÁTÍÐ AR- VERÐ I CARNIVALRÉTTIR SUSHI SOCIAL Surf&turf (4 bitar) 1.490 kr. Volcano (6 bitar) 1.890 kr. Samba (4 bitar) 1.390 kr. Nautalund 1.790 kr. Spínatsalat 1.290 kr. Japönsk BBQ Baby back rif 1.590 kr. Nautatataki 1.490 kr. Humarvindill 1.290 kr. Laxa ceviche 1.390 kr. Súkkulaðifudge 1.290 kr. Þér er boðið í Carnival á miðvikudaginn og fimmtudaginn. Sigga Kling, DJ Goggi, brasilíska dansdrottningin Josy Zareen og fleiri frábærir gestir halda uppi sjóðheitri sambastemningu. Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2018 Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is „Okkur gekk betur en við þorðum að vona. Við unnum fyrsta leikinn okkar gegn Kosta Ríka en þetta voru síðan frekar ójafnir leikir eftir það,“ segir Gabríella Sif Beck Atla- dóttir, landsliðskona í roller derby, en liðið lauk nýverið keppni á heimsmeistaramótinu í roller derby í Manchester-borg. „Það er þvílík reynsla fólgin í þessu. Við erum núna búnar að vera að keppa tveim- ur til þremur getustigum ofar en við höfum verið að gera áður þannig að við komum alveg reynslunni rík- ari heim,“ segir Gabríella. Liðið flaug út til Englands í lok janúar og fór keppni fram dagana 1. til 4. febrúar. Fjölbreytt lið frá öll- um heimshornum tóku þátt á mótinu en íþróttin stækkar með hverju árinu. „Seinni leikurinn okk- ar var á móti liði frumbyggja, hvað- anæva úr heiminum. Við töpuðum honum og svo kepptum við á móti Skotlandi,“ segir Gabríella. Íslenska liðið nýtti tækifærið og spilaði einn- ig vináttuleik gegn Rússlandi og segir Gabríella að sá leikur hafi ver- ið jafnari og mjög skemmtilegur. „Hann var aðeins jafnari. Það var ótrúlega skemmtilegt að fá að spila svona jafnan leik við lið á okkar getustigi.“ Nóg er um að vera hjá íslenska roller derby-liðinu og munu núna í mars koma tvö lið frá Bandaríkjunum til Íslands til að keppa við liðið. Þá er einnig stefnt á fleiri leiki í apríl og maí á þessu ári. Þá bendir Gabríella á að áhuga- samir geti mætt á nýliðaæfingu hjá liðinu dagana 13. og 15. febrúar í Kaplakrika. Íslenska landsliðið í roller derby reynslunni ríkara Morgunblaðið/Kristinn Roller derby Íslenska landsliðið í roller derby fær reglulega erlend lið til landsins í æfingaleiki. Keppir liðið við tvö bandarísk lið 10. mars.  Kepptu á HM í Manchester-borg Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Eins og margir vita eru óvíða ef nokkurs staðar betri lendingarskil- yrði af náttúrunnar hendi, hvort sem litið er til veðurfars eða fjalla, en á Sauðárkróki. Það vantar bara að bæta búnað og fleira slíkt og spurningin er hvað þarf til að koma því í kring,“ segir Bjarni Jónsson, varaþingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Bjarni lagði fram fyrirspurn á Alþingi í liðinni viku um hvaða framkvæmdir eða fjárfesting í bún- aði þyrfti að koma til svo Alexand- ersflugvöllur við Sauðárkrók gæti orðið vottaður varaflugvöllur fyrir millilandavélar sem ekki geta lent á öðrum flugvöllum landsins. Jafn- framt spurði Bjarni samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um hvaða sjónarmið réðu þegar teknar væru ákvarðanir um uppbyggingu flug- valla sem varaflugvalla fyrir milli- landaflug eða fyrir reglulega um- ferð millilandaflugvéla og hver stefna ráðherra í þeim málum væri. Bjarni telur raunhæft að Alex- andersflugvöllur verði varaflugvöll- ur fyrir millilandaflug hér. „Miðað við ýmsar mælingar er hann sá flugvöllur sem sjaldnast myndi verða ófært á, hann væri í efsta sæti yfir þá flugvelli sem síst myndu lokast. Við þekkjum vel um- ræðuna um erfitt aðflug á Akureyri á meðan varla er til völlur með betri skilyrði en Alexandersflug- völlur. Svo er það staðsetningin. Það er einn og hálfur tími að keyra til Akureyrar, það er bara eins og Keflavík og Reykjavík. Sauðár- krókur er heldur ekki það langt frá Reykjavík, öfugt við Egilsstaði. Það er þó nokkur munur á þriggja og hálfs tíma ferðalagi og tíu tíma ferðalagi,“ segir hann. Bjarni kveðst telja að þessar hugmyndir séu fullkomlega raun- hæfar. Þær hafi verið ræddar í sveitarstjórn Skagafjarðar, en þar á Bjarni sæti. „Þetta steinliggur. Ef menn hugsa þetta líka á rökrænum nót- um þá sjá þeir að með þessu styrk- ist aðstaðan gagnvart sjúkraflugi. vélum í ferjuflugi sem núna hafa heimild til þess að fljúga um völl- inn. Þetta er í sjötta sinn sem til- laga þessi er lögð fram. Í greinargerð með tillögunni er rakið að við meðferð samgöngu- áætlunar fyrir árin 2015-2018 á 145. löggjafarþingi taldi meirihluti um- hverfis- og samgöngunefndar þörf á að styrkja innanlandsflug sérstak- lega. Lagði meirihlutinn til 300 milljóna byrjunarframlag árið 2018 sem lið í að styrkja stöðu flug- samgangna sem hluta af almenn- ingssamgöngukerfinu. Skoða ætti að veita minni vélum í millilanda- flugi heimild til að lenda meðal ann- ars á Hornafirði. Það gæti hjálpað til við dreifingu ferðamanna, minnkað álag á Keflavíkurflugvöll og aukið flugöryggi. Undir þetta taka flutningsmenn þingsályktunartillögunnar nú og leggja áherslu á „mikilvægi þess að ráðist verði í þá vinnu sem fyrst til að treysta enn frekar atvinnulíf í Hornafirði og nágrenni og stuðla að frekari uppbyggingu og vexti Vatnajökulsþjóðgarðs“. Skagafjörður geti tekið við millilandaflugi  Þingmenn vilja millilandaflug á Sauðárkrók og Hornafjörð Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hornafjörður Þingmenn Suðurkjördæmis vilja að minni vélar í millilanda- flugi geti lent á Hornafirði. Það muni treysta atvinnulíf á svæðinu. Bjarni Jónsson Unnur Brá Konráðsdóttir Þetta hefur verið rætt í sveitar- stjórinni og sveitarstjórnin mun fylgja þessu betur eftir.“ Millilandaflug á Hornafjörð Níu þingmenn Suðurkjördæmis, þar á meðal Unnur Brá Konráðs- dóttir varaþingmaður, lögðu í síð- ustu viku fram þingsályktunartil- lögu um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll. Tillagan felur það í sér að skoðað verði hvort á Hornafjarðarflugvelli sé nægjanleg- ur búnaður og aðstaða til að hægt sé að sinna þaðan millilandaflugi með minni farþegaflugvélum og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.