Morgunblaðið - 06.02.2018, Qupperneq 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2018
Að beita aðra per-
sónu kynferðislegu of-
beldi eða nauðgun hef-
ur verið refsiverður
glæpur á Íslandi leng-
ur en elstu menn
muna. Af #metoo-
umræðunni mætti ætla
að mönnum hafi ekki
verið þetta ljóst. Ég
get ekki neitað því að
mér hefur fundist öll
þessi umræða einkennast af tauga-
spennu, þótt tilgangurinn sé auðvit-
að sá að vekja athygli á kynferð-
islegu ofbeldi, og það er svo
sannarlega tímabært. En metoo-
aðferðin er hreint sjónarspil hvað
sem alþingismenn, ráðherrar og
aðrir segja þar um. Við getum nefnt
ýmis kynferðisbrot sem varða við
lög svo sem: brot yfirmanns eða til-
sjónarmanns, brot karlmanns gegn
lesbíu, heimilisofbeldi af ýmsu tagi
og síðast en ekki síst kynferðislegt
ofbeldi gegn börnum, ekki síst
vegna þess að slík brot eru algeng-
ust innan fjölskyldunnar. Ef við
skoðum #metoo-lýsingarnar, aðrar
en þær sem varða við lög, og ég legg
áherslu á það, þá er ljóst að þær
beinast nánast einungis að „flörti,“
sem hingað til hefur ekki þótt sak-
næmt.
Kynlíf barna og unglinga
Það hefur lengi verið vitað, og
kannanir staðfesta, að börn, allt frá
því þau verða kynþroska, eru farin
að „geraða“, svo notað sé algengt
barnamál. Það vakti þónokkra at-
hygli, og mér er það minnisstætt,
þegar sagt var frá því í dagblöðum
fyrir nokkrum árum að ungar stelp-
ur væru iðulega látnar taka pilluna,
þegar mæður þeirra fengu vitneskju
um „að þær væru farnar að vera
með strákum“. (Pillan var fyrst
tekin í notkun á Íslandi
1966).
„Það var fyrir átta
árum.“
Og nú ber það til tíð-
inda að einhverjir
ónafngreindir karl-
menn eru farnir að
biðjast afsökunar á því
að hafa ekki gætt sín í
ástarleik æskuáranna
fyrir 20-30 árum þegar
þeir voru byrjaðir „að
vera með stelpum“ og
enn á barnsaldri. Það væri kannski
fróðlegt að heyra lýsingu þessara
para á því sem skeði, en ég efast um
að þau telji metoo-aðferðina æski-
lega þótt hún sé hátt rómuð þegar
aðrir eiga í hlut.
Hin eiginlega kvennabylting
Ef við lítum á þróun þessara mála
í sögulegu samhengi þá hófust,
nokkru fyrir síðustu aldamót, af-
drifaríkar þjóðfélagsbreytingar á
högum kvenna, barátta fyrir kyn-
bundnu jafnræði. Við getum með
réttu nefnt það kvennabyltingu. Nú
er svo komið að í sveitum landsins
er „húsmóðirin“ á bak og burt og
nefnist nú „bóndi“. Og í bæjum og
þorpum er orðið „húsmóðir“ á
hraðri leið út úr málinu og í staðinn
bera giftar konur hin ýmsu starfs-
heiti: kennari, læknir, forstjóri, al-
þingismaður, ráðherra og prestur.
Það sama gildir um karlmenn.
Maður hefur það jafnvel á tilfinning-
unni að þessi orð, húsmóðir og hús-
bóndi, séu orðin hálfgerð skammar-
yrði.
Á sviði menntunar hafa orðið
stórkostlegar breytingar á högum
kvenna, sem nú útskrifast með há-
skólapróf á hverju ári til jafns við
karla og vel það. Stofnun Öldunga-
deildarinnar við Menntaskólann við
Hamrahlíð að frumkvæði Guðmund-
ar Arnlaugssonar árið 1972 var
tímamótaskref í átt að aukinni
menntun kvenna.
Eins og kunnugt er er það skoðun
kvennahreyfingarinnar (ég tala hér
almennt um samtök kvenna) að kyn-
bundið jafnrétti „komi ekki af sjálfu
sér,“ eins og komist er að orði og því
sé nauðsynlegt að framfylgja svo-
nefndu kvótakerfi þegar skipað er í
embætti og raðað á lista til próf-
kjörs. Þessi kenning stangast raun-
ar á við lýðræðislegt jafnræði en
hefur eigi að síður náð að festa
rætur. Mér virðist þó ljóst, eftir
ítarlega skoðun, að konur kjósa yf-
irleitt þann frambjóðanda sem þær
treysta best, hvort sem það er karl
eða kona og eru tilbúnar að hafna
þingmanni sem þær telja að hafi
ekki staðið sig, hvort sem um er að
ræða karl eða konu.
Kynlíf Íslendinga
Að lokum ætla ég að víkja örlítið
að máli, sem enginn vill tala um og
varðar kynlíf Íslendinga. Sam-
kvæmt upplýsingum Hagstofu Ís-
lands hafa hjónaskilnaðir og sam-
búðarslit verið um það bil 35 þúsund
á tímabilinu frá árinu 2000 til 2017.
Þarna er því um að ræða u.þ.b. 70
þúsund einstaklinga. Algengasti að-
dragandi skilnaðar er framhjáhald,
sem þó er aðeins brot af þeim tugum
þúsunda einstaklinga sem halda
framhjá maka sínum. Framhjáhald
er ein tegund heimilisofbeldis, sú
tegund sem enginn vill tala um. Það
væri áreiðanlega spennandi að
hlusta á lýsingar á framhjáhaldi,
fyrir opnum tjöldum. En hver vill
beita sér fyrir því? Auðvitað enginn.
Dálítið um #metoo og
kvennabaráttuna og örlítið
um kynlíf Íslendinga
Eftir Braga
Jósepsson »Metoo-aðferðin er
hreint sjónarspil.
Bragi Jósepsson
Höfundur er prófessor emeritus og
rithöfundur.
kormakurb@gmail.com
Alls voru sam-
þykktar lóðaúthlutanir
fyrir 1.711 íbúðir í
Reykjavík á síðasta ári.
Mikill meirihluti út-
hlutaðra lóða var fyrir
byggingarfélög sem
starfa án hagnaðar-
sjónarmiða. Til að setja
þessar lóðaúthlutanir í
eitthvert samhengi er
gott að hafa í huga að í
árslok 2016 voru einmitt 1.711 íbúðir
á Seltjarnarnesi. Lóðaúthlutun síð-
asta árs í Reykjavík var þannig á pari
við heilt bæjarfélag á höfuðborgar-
svæðinu.
Kraftmikil húsnæðisuppbygging
stendur nú yfir í Reykjavík sem allir
taka eftir. Húsnæðisáætlun borgar-
innar gerir á næstunni ráð fyrir upp-
byggingu á hagkvæmu húsnæði á
vegum húsnæðisfélaga á sambæri-
legum mælikvarða og við höfum ekki
séð áður fyrir utan metár þegar
Breiðholtið var í uppbyggingu.
Þannig eru 3.700 staðfest áform um
íbúðir fyrir stúdenta, eldri borgara,
fjölskyldur með lægri og millitekjur
auk annarra íbúða.
Ábyrg byggingafélög
Eftir litla sem enga uppbyggingu
íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæð-
inu á árunum eftir hrun og með stór-
auknum áhuga erlendra ferðamanna
á Íslandi undanfarin ár skapaðist
þröng staða á húsnæðismarkaði. Að
auki hefur landsmönnum fjölgað jafnt
og þétt og alltaf búa færri og færri
undir sama þaki. Sveitarfélögin á
höfuðborgarsvæðinu hafa mætt þess-
um veruleika með ólíkum hætti.
Megináhersla Reykjavíkur hefur
verið og er á samstarf við bygginga-
félög sem reisa íbúðir án hagnaðar-
sjónarmiða. Auk þess sem nýtt land
er ekki brotið undir þessa uppbygg-
ingu. Hrunárið 2008 fóru 348 íbúðir í
byggingu í Reykjavík samanborið við
667 árið undan. Árið 2010 var algjört
frost á byggingamarkaði en þá fóru
ekki nema tíu íbúðir í byggingu. Mikil
vöntun er eftir húsnæði á höfuð-
borgarsvæðinu og því er ánægjulegt
að bæði 2015 og 2016 fóru yfir 900
íbúðir í byggingu í Reykjavík og gera
áætlanir ráð fyrir umtalsverðri aukn-
ingu á næstu árum. Í dag eru um 52
þúsund íbúðir í Reykavík.
Félagsleg uppbygging
Húsnæðisáætlun Reykjavíkur ger-
ir ráð fyrir mikilli fjölgun félagslegra
íbúða, sértækra búsetuúrræða auk
annarra leiguíbúða og búseturéttar-
íbúða á næstu árum. Slík uppbygging
stuðlar að heilbrigðari húsnæðis-
markaði sem kallað hefur verið eftir
um árabil.
Til að mæta bráða-
vanda hefur Reykja-
víkurborg keypt tugi
íbúða í vetur. Þar fær
fólk húsnæði úthlutað
tímabundið áður en
varanleg lausn finnst,
meðal annars hjá
Félagsbústöðum, sem
bætt hafa í eignasafn
sitt síðustu ár með sér-
stakri áherslu á 1-2ja
herbergja íbúðir og
íbúðum fyrir barnafólk.
Þá var samþykkt í haust
að Félagsbústaðir
byggðu fjögur fjölbýlishús með 8-10
einstaklingsíbúðum hvert og eitt.
Samfélagsábyrgð skortir
Um 2.000 félagslegar íbúðir eru í
Reykjavík og 16 íbúðir á hverja þús-
und íbúa. Hlutfallið er tvær íbúðir á
hverja þúsund íbúa í Garðabæ og á
Seltjarnarnesi. Félagslegar íbúðir í
Reykjavík eru því hlutfallslega átta
sinnum fleiri miðað við þessi tvö
bæjarfélög sem gangast ekki við sam-
félagslegri ábyrgð sinni.
Á nýjum uppbyggingarsvæðum í
Reykjavík eins og í Vogabyggð er
stefnt að því að 20-25% íbúða verði
leigu- eða búseturéttaríbúðir, þar af
5% í eigu Félagsbústaða.
Það er sannarlega vöntun á hús-
næði á höfuðborgarsvæðinu. Reykja-
víkurborg hefur brugðist við stöðunni
sem kom eftir hrun með metnaðar-
fullum hætti á meðan önnur bæjar-
félög á höfuðborgarsvæðinu hreyfa
sig hægt og huga ekki að fjölgun
leiguhúsnæðis og uppbyggingu fé-
lagslegs húsnæðis í sama mæli og
Reykjavík. Húsnæðisuppbyggingin í
Reykjavík er þannig allt í senn kraft-
mikil, róttæk og félagsleg.
Kraftmikil hús-
næðisuppbygging
í Reykjavík
Eftir Magnús Má
Guðmundsson
Magnús Már
Guðmundsson
» 2.000 félagslegar
íbúðir eru í Reykja-
vík og 16 íbúðir á hverja
þúsund íbúa. Hlutfallið
er tvær íbúðir á hverja
þúsund íbúa í Garðabæ
og á Seltjarnarnesi.
Höfundur er formaður borgar-
stjórnarflokks Samfylkingarinnar.
magnus.mar.gudmundsson-
@reykjavik.is
Fyrir tæpum 16 ár-
um stóðu Norðmenn í
þeim sporum að velja
um tvennt: Annað-
hvort gera fjölda svo-
nefndra þakrennu-
virkjana á ósnortnum
víðernum norska há-
lendisins eins og búið
var að teikna upp, eða
að hætta við slíkt og
hafa þar þjóðgarða og
friðuð svæði. Kjell Magne Bonde-
vik, þáverandi forsætisráðherra,
lýsti því þá yfir, að tími slíkra virkj-
ana væri liðinn í Noregi og hafa
þau orð staðið til þessa dags. Eng-
um í Noregi datt í hug að halda því
fram, sem þá var haldið fram á Ís-
landi, að „virkjanir og þjóðgarðar
færu vel saman“ og engin merki er
að sjá þar í landi að menn hyggist
hverfa frá þessari ákvörðun. Þegar
Kárahnjúkavirkjun var í bígerð
setti Landsvirkjun texta á stórt
skilti þar sem ekið var frá Möðru-
dal inn á hálendið, en í þessum
texta sagði að Kárahnjúkavirkjun
gæti verið forsenda fyrir því að
þjóðgarður yrði stofnaður á hálend-
inu! Hvergi þar sem ég hef farið er-
lendis hef ég séð annað eins. Því
var haldið fram hér heima að það
tíðkaðist víða um heim að „virkja til
þess að friða“ eða að „virkja fyrst
og friða svo“. Nefnd voru tvö dæmi
um slíkt og til þess að
komast að hinu sanna
var ekki um annað að
ræða fyrir mig en að
kynna mér svæðin tvö
í kynnisferðum um
þjóðgarða, friðuð
svæði og virkjana-
svæði í sjö löndum í
Evrópu og Ameríku.
Annað dæmið, sem
nefnt var, heitir Hetch
Hetchy og er norðan
við Yosemite-þjóð-
garðinn í Kaliforníu.
Fyrir meira en öld var gerð stífla í
þessum dal til að miðla ferskvatni
handa norðurhluta Kaliforníu. Deil-
um um nytjar Yosemitedalsins fyrir
sunnan Hetch Hetchy lauk með því
að hann var friðaður og gerður að
þjóðgarði. Varla var nokkurn mann
að sjá við Hetch Hetchy þegar ég
og kona mín fórum þarna um – allt
ferðafólkið var í hinum dalnum,
sem malar gull í ferðamannatekjum
og viðskiptavild fyrir þetta stolt
Kaliforníubúa. Hitt dæmið, sem
nefnt var, var Miklavatn (Grand
Lake) syðst í Klettafjallaþjóðgarð-
inum um 120 kílómetra fyrir norðan
Denver. Í ljós kom, að nýting þessa
vatns felst í því að yfirborði vatns-
ins er haldið jöfnu og stöðugu og
umhverfi þess verndað, en hins veg-
ar liggja jarðgöng inn í það, sem
vatni er veitt í gegn yfir í miðl-
unarlón með yfirborðssveiflu og er
utan þjóðgarðsins. Bæði þessi
nefndu dæmi voru um aðgerðir
löngu áður en nútímalegar skil-
greiningar og viðhorf í þessum mál-
um komu til sögunnar.
Nú hefur fullyrðingin um að
virkjanir og þjóðgarðar fari vel
saman verið endurnýjuð hér á
landi. Á opnu málþingi í Árnesi í
fyrrasumar hélt stjórnandi mats á
umhverfisáhrifum Hvalárvirkjunar
því fram að það væri alsiða víða um
lönd að virkja í þjóðgörðum og að
þjóðgarðar og virkjanir færu vel
saman. Þegar hann var beðinn um
að nefna dæmi um þetta kom ekk-
ert svar. Og nú hefur oddviti Ár-
neshrepps hnykkt á þessu og bætt
því við að ótækt sé að taka tilboði
Sigurðar Gísla Pálmasonar um að
kosta athugun á þeim möguleikum
fyrir sveitarfélagið, sem í boði eru
varðandi þetta mál, því að það verði
að virkja áður en hugað er að þjóð-
garði. Um það gildir erlent mál-
tæki: „Það er ekki hægt að eiga
kökuna og éta hana líka“. Lág-
marksáhrifasvæði Hvalárvirkjunar
er 180 ferkílómetrar og innan þess
eru flest náttúruverðmætin á þessu
svæði, ósnortnar tjarnir og vötn, ár
og fossar, sem stórar stíflur og
tilbúin miðlunarlón munu ýmist
afmá, raska eða breyta. Landslags-
heildin er þó mun stærri, eins og
Styrmir Gunnarsson lýsti vel í
Morgunblaðsgrein. Öll víðernin
þarna, norður um Drangajökul og
Hornstrandir eru efni í hálendis-
þjóðgarð Vestfjarða, sem getur gef-
ið af sér mörg störf og miklar
tekjur til frambúðar eins og orðið
hefur raunin um aðra þjóðgarða hér
á landi. Í því liggur gildi svæðisins
og tækifærið sem það skapar. Hins
vegar liggur fyrir að virkjunin
skapar ekkert starf til frambúðar.
Þarna gildir lögmálið um þann
mikla mun á virkjunum og friðun,
að friðun kemur ekki í veg fyrir að
virkjað verði síðar, en virkjun kem-
ur hins vegar í veg fyrir að friðað
verði síðar vegna hins mikla kostn-
aðar sem fylgir því að rífa niður og
fjarlægja svona mikil mannvirki.
Erfitt er að sjá af hverju vönduð at-
hugun og greining á þessu máli í
ljósi raka og staðreynda geti verið
óæskileg. Um er að ræða ákvörðun
sem snertir komandi kynslóðir en
ekki aðeins þá sem nú lifa.
Er hægt að eiga kökuna
og éta hana samtímis?
Eftir
Ragnarsson »Hálendisþjóðgarður
Vestfjarða norður
um Drangajökul og
Hornstrandir gæti
skapað mörg störf til
frambúðar, en virkjun
gæfi ekkert starf til
frambúðar.
Ómar Ragnarsson
Höfundur er fréttamaður og áhuga-
maður um kjör og jafnrétti borinna
og óborinna kynslóða.
Allt um
sjávarútveg