Morgunblaðið - 06.02.2018, Side 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú ert svo upptekin/n af tækni-
legum atriðum þess sem þú ert að bauka
við að þú verður að passa þig að missa
ekki sjónir af stóru myndinni.
20. apríl - 20. maí
Naut Það er líklegt að yfirmenn þínir setji
fram ákveðnar hugmyndir um breytingar í
dag. Einfaldar gjörðir, eins og að spyrja um
líðan annarra, skipta miklu.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Reyndu að skipuleggja þig því
annars er hætt við að hlutirnir fari úr
böndunum og þú sitjir eftir með sárt enn-
ið.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Á kafi í leiðindaverkefnum er undir
þér komið að skemmta sjálfri/um þér.
Beindu athyglinni að björtu hliðum lífsins
en mundu að fæst orð hafa minnsta
ábyrgð.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Fólk í umhverfi þínu er að ræna þig
orkunni með einum eða öðrum hætti –
sannkölluð sníkjudýr. Stutt hugleiðsla,
sundsprettur eða nokkrar jógaæfingar geta
skipt sköpum.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Einhver kemur inn í líf þitt og hon-
um fylgja ýmsir spennandi möguleikar.
Taktu þér tíma til að reyna að leysa gömul
vandamál eða finna nýjar leiðir.
23. sept. - 22. okt.
Vog Mál, sem þú berð mjög fyrir brjósti,
fær óvænt fylgi, sem getur hjálpað þér vel
í átt að takmarki þínu. Vertu óhrædd/ur.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Hláturinn lengir lífið og það er
mikil guðsgjöf að geta séð spaugilegu hlið-
ar tilverunnar. Leyfðu sjálfstraustinu að
njóta sín því það er þitt besta vopn.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þér hættir til að vilja fórna þér
fyrir aðra í dag og þú tekur þarfir þeirra
fram yfir þínar eigin. Kannski kemur fjöl-
skyldumeðlimur þér á óvart.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú heldur áfram að trúa því að
það besta eigi enn eftir að koma. Varkárni
er dyggð en getur svo sem gengið of langt
eins og allt annað.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það sparar tíma að tala hreint
út um hlutina og þá þarftu að temja þér að
vera gagnorður. Kurteisin kostar nefnilega
ekki neitt.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Stjórnendur eru ekki á sama máli
og þú, sem dregur úr þér mátt. Fólk er
staðráðið í að telja aðra á sitt band og
neitar því að hlusta á nokkrar mótbárur.
Víkverji viðurkennir að hann á erf-itt með að átta sig á úrslita-
leiknum í bandaríska fótboltanum,
Ofurskálinni, eins og hann kallast á
hinu ástkæra ylhýra. Leikurinn fór
fram á sunnudagskvöldið og sem
fyrr snerist viðburðurinn meira um
sjónvarpsauglýsingar á leiktíma og
leikhléssýninguna en fótboltann
sjálfan, eða ruðninginn, eins og sum-
ir kalla þann ágæta leik. Víkverji
hefur raunar á tilfinningunni að úr-
slitin í leiknum séu algjört auka-
atriði, nema fyrir hörðustu fylgj-
endur liðanna tveggja.
x x x
Víkverji vakti ekki eftir leiknum(enda þótt hann hafi stundum
gert það í gamla daga) og þegar
hann vaknaði í gærmorgun og opn-
aði vefmiðla kom fyrst fram að ís-
lenskir víkingar hefðu orðið svo
frægir að leika í auglýsingu sem
sýnd var meðan á leiknum stóð og að
söngvarinn Justin Timberlake hefði
gætt velsæmis og ekki frelsað eina
einustu geirvörtu í leikhléssýning-
unni. Skruna þurfti vel og vandlega
áður en hægt var að komast að því
að Ernirnir frá Fíladelfíu hefðu farið
með sigur af hólmi.
Bandaríski fótboltinn er alveg
áhugaverð íþrótt, þannig lagað, en
það sem fælir Víkverja frá honum er
þessi endalausu leikhlé. Eitt er að
taka snarpt leikhlé til að ráða ráðum
sínum, eins og í handbolta, en annað
að víkja reglulega fyrir auglýs-
ingum. Markaðsöflin hafa fyrir
margt löngu straujað yfir þessa
íþrótt og engin leið til baka. Og að
þurfa svo að bíða í hálftíma eftir
seinni hálfleik meðan Justin Timber-
lake slettir úr klaufunum!
x x x
Færum þetta til gamans yfir áenska fótboltann, íþrótt sem er í
raun og veru leikin með fótunum.
Hvað ef gera hefði þurft auglýsinga-
hlé á Anfield á sunnudaginn tveimur
mínútum fyrir leikslok? Hefðum við
þá fengið endasprettinn og upp-
bótartímann sem lengi verður í
minnum hafður? Varla. Leikmenn
hefðu snarkólnað og misst þráðinn.
Það hefði verið eins og að hætta í
miðjum samförum! vikverji@mbl.is
Víkverji
Ég hef elskað yður eins og faðirinn
hefur elskað mig. Verið stöðug í elsku
minni
(Jóh: 15.9)
Gísli Kolbeinsson sendi mérskemmtilegt bréf. Þar segir:
„Í Vísnahorni einhvern tíma um
daginn var fjallað í limrum (ef ég
man rétt) um sumar þær kvinnur
sem skemmtu sér eitt laugardags-
kvöldið á Gili. Þá lagði ég orð í
þann belg, svona við eldhúsborðið
heima hjá mér, því að ég hef
hvorki tíma, nennu né kunnustu
til að sitja á bekk með hrað-
skáldum og snillingum. En þetta
gæti ég hugsað mér um þessar
dömur:
Fraukan á Facebook var tæk;
já, fín var hún Dóra og spræk;
og einnegin Stína
og Ása og Lína
og María litla fékk like.“
Sigurlín Hermannsdóttir lætur
þess getið, að í sinni ætt sé mikið
langlífi. – „Þessi limra er ort í
orðastað allra minna formæðra
sem hafa orðið meira en 100 ára,“
bætir hún við:
Í koníak stundum ég stelst
og stórsígar reyki ég helst
ég háma’ í mig hamsa
ég hamast og dansa
og allra verð kerlinga elst.
Ármann Þorgrímsson er með
nýstárlega og athyglisverða kenn-
ingu um galdrabrennur á leirnum:
„Á sextándu og sautjándu öld
voru Vestfirðingar langt á undan
öðrum Íslendingum í hugvís-
indum. Það er skoðun mín að með
galdrabrennum þar hafi framþró-
un á Íslandi tafist um einhver
hundruð ára:
Lifðu mest á skötu og skreið
skriðu aldrei fyrir neinum,
finna reyndu færa leið
í fornum hugvísinda greinum.“
Gunnar J. Straumland orti á
Boðnarmiði á sunnudaginn:
Þetta regn er mér um megn
möglar þegn til vægðar.
Er það hegning okkur gegn
eða vegna lægðar?
Undur heims og eðli má
eflaust njóta og kanna
en furðu oft ég fæ að sjá
fegurð regndropanna.
Kristjana Sigríður Vagnsdóttir
bætti við:
Það rignir, það rignir,
á regnvana jörð.
Brátt lygnir, brátt lygnir,
svo birtast klakalaus skörð.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simne.is
Vísnahorn
María litla, langlífi
og galdrabrennur
„SLAPPAÐU AF, ÉG SKRIFA EKKERT NIÐUR.
ÞETTA ER BARA LYFJAÁVÍSANAHEFTI.“
„HEY, VILLI, SJÁÐU!“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að skilja og
samþykkja að
áhugamál ykkar eru
ólík.
GLÚG
G
GLÚG
G
GLÚG
G
GEFÐU MÉR EITTHVAÐ TIL ÞESS
AÐ GLEYMA VANDAMÁLUM
MÍNUM!
TOLLUR
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
GETTU HVAÐ ÉG GET SETT
MARGAR HLAUPBAUNIR
UPP Í MIG
HVE
MARGAR?
EINA ÞVÍ AÐ EINHVER
STAL RESTINNI!
PRAKKAR I
ÞARNA ERTU! ÞEKKI ÉG
ÞIG?