Morgunblaðið - 06.02.2018, Side 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2018
Veðurguðirnir
breyttu um stíl í
dag – eftir hryss-
ingslegt veður
undanfarna daga datt allt í dúna-
logn. Fjörðurinn okkar fallegi
kvaddi elsku Ínu vinkonu mína
með froststillu og umhverfið var
eins og undursamlegt málverk.
Það hefði hún kunnað að meta
og ég reyndar trúi að hún hafi
einhvers staðar tekið af skarið í
dag og haft í gegn betra veður.
Vinátta okkar Ínu hófst fyrir
rúmum þrjátíu árum þegar ég
réð mig í vinnu hjá henni og
Jósefína Guðrún
Gísladóttir
✝ Jósefína Guð-rún Gísladóttir
fæddist 24. janúar
1940. Hún lést 22.
janúar 2018.
Útför Jósefínu
fór fram 27. janúar
2018.
Úlfari. Ég hafði
reyndar alltaf vitað
af þeim því þau voru
foreldrar Gauts
heitins skólabróður
míns. Eftir að hafa
ráðið mig í vinnu
hjá Ínu og Úlfari og
á leiðinni heim
mætti ég konu sem
ég átti tal við og
sagðist vera að fara
að vinna í Hamra-
borg. Þú verður nú ekki lengi
þar, sagði konan með vorkunn-
arsvip og fór yfir þær sögusagnir
að Ína væri harður húsbóndi.
Jæja, ég hafði svo sem engu að
tapa og mætti og lét á það reyna.
Til að gera langa sögu stutta þá
tók það okkur Ínu stuttan tíma
að læra hvor á aðra. Ég bar virð-
ingu fyrir henni sem vinnuveit-
anda en var fljót að átta mig á því
að þó ég teldi stundum að þetta
ætti að vera svona og hinsegin þá
hafði hún úrslitavaldið, hún átti
jú búðina. Eftir þetta gekk sam-
starf okkar Ínu næstum því
snurðulaust og ég verð að játa að
hún hafði miklu meira vit á þess-
um hlutum en ég. Ég var ekki
búin að vinna marga daga í
Hamraborg þegar Ína hafði tekið
eftir því að ég mætti í ullarsokk-
um og gúmmískóm í vinnu. Einn
daginn þegar ég mætti til vinnu
beið Ína eftir mér með gjöf sem
hún rétti mér. Þegar ég opnaði
pakkann þá voru í honum ítalskir
leðurskór af dýrustu gerð. Ég
faðmaði Ínu, þakkaði henni gjöf-
ina og lagði gúmmískónum henni
til mikillar gleði. Það má því
segja að vinátta okkar sé byggð á
góðum grunni. Ég var löngu búin
að átta mig á því að Ína var dama
fram í fingurgóma, alltaf óaðfinn-
anleg í útliti og klæðaburði.
Ína þjálfaði mann í ýmsum
störfum og var mjög metnaðar-
full bæði fyrir mína hönd og ann-
arra. Hún kenndi mér að smyrja
snittur og brauðtertur og eitt
sinn í sextugsafmæli þeirra
hjóna fékk hún mig til að vera
kynnir á sviði í félagsheimilinu í
Hnífsdal þar sem hún ákvað að
hafa tískusýningu í afmælinu og
sýna allt kjólasafnið sitt frá því
hún var ung stúlka og til þess
dags og ekki bara kjóla heldur
fylgihluti, hatta, skó, veski og
þess háttar. Ég kynnti svo sögu
kjólanna, af hvaða tilefni þeir
voru notaðir og hvar og hvenær
hún hefði fengið þá. Toppurinn
var þegar Magnúsína, ein af
stúlkunum í Hamraborg, kom í
brúðarkjólnum hennar Ínu og
gekk ásamt uppáklæddum
herramanni inn á sviðið. Hafi
einhver efast um að Ína vinkona
mín væri heimsborgari þá var
þetta staðfesting á því. Ína mín
færði mér margar fallegar gjafir
í gegnum tíðina en dýrmætust er
sú gjöf að hafa átt hana að vin-
konu öll þessi ár, hún var mér og
börnunum mínum alltaf svo góð
og bar hag okkar fyrir brjósti,
fyrir það viljum við þakka.
Elsku hjartans Ína, ég á eftir
að sakna þess að þú hringir og
spyrjir ertu heima, ég kem, mig
vantar svo að hlæja … ég tek
kallinn með mér.
Skrifað á Ísafirði 27. jan. 2018,
Kolbrún Sverrisdóttir.
Í desember árið
1990 kom inn í líf
mitt dýrmæt kona
sem varð á auga-
bragði amma mín. Í mikilli sorg
komst þú og einkadóttir þín,
Anna, inn í líf mitt. Það var aldrei
spurning um að þú yrðir amma
mín, þú bara smallst inn í líf mitt.
Þú tókst mig í faðm þinn þar sem
ég og Maggi bróðir vorum búin að
missa mömmu okkar og systur í
hörmulegu slysi. Þú varðst á
augabragði kletturinn minn. Eftir
því sem árin liðu var mikið um að
vera í lífi mínu og alltaf varst þú til
staðar. Þó svo að það hafi ekki
verið mikið samband á tímabili,
þá varstu alltaf okkur krökkunum
innan handar. Þú varst svo mikil
barnagæla, þú elskaðir börnin.
Þegar Ásthildur Ben. gaf þér
geisladisk í jólagjöf með lögum
Edda Ingveldur
Larsen
✝ Edda Ingveld-ur Larsen
fæddist 3. febrúar
1932. Hún lést 16.
janúar 2018.
Útför hennar fór
fram 29. janúar
2018.
sem hún söng sjálf
þá sagðir þú okkur
hve hlýtt þér varð að
fá hann. Þú spilaðir
hann aftur og aftur
og alltaf varstu jafn
glöð. Mikið var gam-
an að fá að spjalla
við þig um daginn og
veginn og gott
fannst okkur að losa
um, þú veist hvað ég
meina. Það var svo
gaman að koma til þín og hlæja og
hafa gaman, það var alltaf svo
mikil gleði hjá okkur.
Elsku Edda amma, ég veit að
þér líður vel núna, eins og Ágústa
Ben. litla segir að þú sért nú kom-
in til mömmu þinnar og pabba, og
að nú getur þú líka hreyft þig mun
meira. Mikið sem við söknum þín,
við elskum þig alltaf.
Svala Birna, Davíð Ben. og
stelpurnar.
Elsku Edda, þegar ég verð stór
þá ætla ég að verða eins og þú og
líklega langar það mjög marga.
Það sem einkenndi þig var þín
sterka útgeislun, fólk hópaðist í
kringum þig, þú dæmdir engan og
allir voru vinir þínir.
Þú hættir aldrei að taka þig til
og lifa lífinu eða gera það sem
gladdi þig.
Ég man þegar ég hitti þig á
Dalbraut, þú sast úti, búin að gera
þig voða fína og sæta og ég skaut
því að þér, þú tókst eitthvert djók
á móti og við hlógum og hlógum.
Persónuleiki þinn var svo risa-
stór, hjarta þitt líka, það var eng-
inn eins og þú.
Þegar ég kynntist Önnu Maríu
fyrir 22 árum þá komst þú inn í líf-
ið mitt. Ég kallaði þig alltaf Eddu
ömmu þó svo þú værir ekki amma
mín, þú varst það samt smá vegna
þess að þú vast amma bestu vin-
konu minnar, vinskapur okkar
Önnu Maríu var þér kær enda
varst þú dugleg að segja það við
mig. Á samkomum hvíslaðirðu að
mér setningum eins og „hún Anna
María er svo heppin að eiga þig,
takk fyrir að vera svona góð við
hana“. Þetta var svo einlægt og
fallegt. Hún hefur líka talað svo
mikið um þig í öll þessi ár enda
hefurðu alltaf verið í algjöru
uppáhaldi hjá henni.
Ég man þegar hún setti hluta
af þínu nafni við sitt nafn, það var
svo dýrmætt og þið báðar yfir
ykkur hamingjusamar, sam-
bandið á milli ykkar var sterkt.
Amma mín fór á Dalbraut, þú á
sama gang næstum ská á móti
sem var mjög fyndið og skemmti-
legt. Ég var dugleg að heimsækja
ömmu og stundum fór ég til ykkar
beggja. Ég hitti þig líka á göng-
unum eða fyrir utan og ég var allt-
af svo ánægð að sjá þig, það glöð
að ég mig langaði mest að hlaupa
til þín.
Elsku Edda, þú gafst svo
mörgum gleði, hamingju, bros og
kærleika. Takk fyrir að hafa verið
partur af mínu lífi, takk fyrir að
hafa gefið mér minningar. Ég bið
góðan Guð að gefa fjölskyldunni
þinni styrk í þessari miklu sorg.
Núna þig friður og fegurð um vefur,
á himnum er fallegt og tært.
Með augnlokin lokuð nú friðsæl þú
sefur,
elsku vinkona sofðu vært.
Þín vinkona,
Alma Rut.
Mig langar að minnast minnar
kæru vinkonu Eddu Ingveldar
Larsen sem lést eftir erfið veik-
indi á Landspítalanum í Fossvogi.
Mér er efst í huga þakklæti fyrir
að leiðir okkar lágu saman fyrir
tæpum 17 árum og tókst með okk-
ur mikill og góður vinskapur.
Aldursmunur okkar var nokkur
en það skipti engu, hún var sterk-
ur persónuleiki, skemmtileg, geð-
góð og hrókur alls fagnaðar. Mín
fyrstu kynni af henni voru á sam-
eiginlegum stað sem við sóttum
mikið og var okkar. Ég heillaðist
af þessari fullorðnu konu hvernig
hún kom fyrir og sagði frá því
hvað væri að gerast í lífi sínu. Þá
var eitt af barnabörnum hennar
búandi hjá henni og þetta fannst
Eddu sjálfsagður hlutur og svona
var hún í alla staði. Oft var mann-
margt í eldhúsinu hennar á
Grensásveginum og ófáir kaffi-
bollarnir drukknir og þá var mik-
ið hlegið og skrafað þegar margar
vinkonur voru saman komnar.
Eitt sinn var ég í vanda og þá
ákvað ég að kíkja á Grensásveg-
inn sem oftar til hennar og það
var komið kaffi og meðlæti áður
en ég vissi af. Þá sér hún að eitt-
hvað er að hrjá mig og spyr hvað
sé að. Nú, ég segi henni að ég sé
húsnæðislaus. Elskan mín, her-
bergið er laust og þú bara verður
hjá mér, sem ég og þáði og voru
það góðir og skemmtilegir tímar.
Gátum við þá hjálpað hvor ann-
arri, oft minnti hún mig á móður
mína og ég sagði það við hana.
Henni þótti það nú ekki leitt og
sagði mér bara að kalla sig
mömmu.
Edda bar mikla hlýju til
Kjarnakvenna SÁÁ, sem störfuðu
í nokkur ár, og SÁÁ. Mætti hún á
allar skemmtanir, útihátíðir og af-
mælisfundi sem hún gat þegar
heilsan leyfði og var hún einmitt
heiðruð á afmælisfundi í Háskóla-
bíói og fékk fallegan skjöld með
nafninu á, þessi skjöldur hefur
prýtt heimili hennar.
Þegar ég kynnti manninn
minn, hann Rúnar, fyrir henni þá
sagði hún: Já, þetta er yndislegt.
Við spjölluðum yfirleitt saman í
síma fyrir svefninn, þá bað hún
fyrir kveðju til hans og ég átti að
kyssa hann á vangann frá henni.
Svona var var Edda, vildi að öllum
liði vel og var ekkert nema kær-
leikur. Börnin, barna- og barna-
börnin voru Eddu kær og fékk
maður alltaf að heyra hvað hún
átti fallegan og góðan hóp afkom-
enda.
Edda átti ekki alltaf góða daga
en það er bara eins og gengur, líf-
ið er ekki alltaf dans á rósum, en
hún brosti í gegnum tárin og sagði
að þetta væri nú ekki það versta.
Ég fer með bænirnar og þá lagast
þetta.
Ég heimsótti hana á spítalann
nokkru fyrir andlát hennar og
mikið fannst mér notalegt að
koma inn í sjúkrastofuna, heyra
lögin hennar óma í spilaranum
eins og þegar ég kom heim til
hennar og eins var búið að skrifa
æðruleysisbænina á töflu sem
hékk á veggnum. Þetta er sú bæn
sem við fórum mjög oft með.
Ég gæti haldið áfram að segja
margt en ég ætla ekki að hafa
þetta lengra, elsku Edda mín,
minningin lifir, ég veit að þú ert
komin á góðan stað og veit að þér
líður vel. Takk fyrir allt sem þú
hefur gert fyrir okkur, börnin mín
og barnabörnin sem er ógleyman-
legt. Ég sendi börnum og ættingj-
um samúðarkveðjur.
Kveðja, þín vinkona
Íris.
Það þarf fólk eins og þig,
fyrir fólk eins og mig.
Elsku Edda mín, nú ert þú
komin í Sumarlandið laus við
þjáningar og þrautir. Þú varst
einstök kona, kraftmikil, dugleg
og ósérhlífin, gast endalaust á þig
blómum bætt, alltaf var pláss fyr-
ir „alla“. Þér fannst svo gaman að
hafa sem flesta í kringum þig,
elskaðir börnin þín skilyrðislaust,
barnabörnin voru þér allt og alltaf
þótti þér vænt um Bóa þinn sem
hélt í höndina á þér og talaði við
þig á dánarbeðinum, ég er viss um
að þú heyrðir það þegar hann
dásamaði þig.
Ég er svo þakklát fyrir allar
okkar stundir saman, við fórum
margt skemmtilegt og þú svo
óendanlega glöð með allt, þú ljóm-
aðir af gleði og kærleik, elskaðir
allt og alla, kysstir og knúsaðir
flesta, þekktir helminginn af Ís-
lendingum, þú dásamaðir alla og
varst oft lengi að heilsa og kveðja,
sérstaklega á AA-fundum sem
voru lífið þitt.
Ég gæti skrifað endalaust um
okkar 60 ára trausta vinskap sem
ég minnist með þakklæti og kær-
leika. Það er ekki laust við að ryk-
korn falli í augu mín við þessi
skrif. Ég sakna þín, elsku fallega
Edda mín, og mun hugsa til þín á
hverjum degi, góða ferð í Sumar-
landið.
Ég votta börnum, barnabörn-
um, elsku Bóa og öðrum ættingj-
um og vinum Eddu innilega sam-
úð.
Guð, gefðu mér æðruleysi
til að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því
sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.
(Reinhold Niebuhr)
Aðalheiður Árnadóttir
(Heiða).
Kær vinkona mín er látin. Mikil
eftirsjá er að henni. Edda var ung
í anda, glöð í sinni, jákvæð, með
skemmtilegan húmor og frábær
sögumanneskja. Edda sagði ein-
staklega vel frá ýmsu sem á daga
hennar dreif. Frá uppvaxtarárun-
um í Vesturbænum. Frá vistum
sem hún var í sem barn og ung-
lingur, bæði í Reykjavík og úti á
landi. Og þau voru ófá ævintýrin
sem Edda lenti í. Hún þurfti ekki
annað en fara að kaupa mjólk eða
sinna einhverju hversdaglegu er-
indi sem flestir gera án þess að
það sé nokkuð sögulegt – en nei,
frú Edda Larsen, sem var ófeimin
við að spjalla við ókunnuga, lenti í
alls konar skemmtilegum atvik-
um sem hún sagði skemmtilega
frá og gaman var að vera með
henni.
Edda sagðist hafa átt dásam-
lega móðurforeldra sem hún ólst
upp hjá, hún þreyttist aldrei á að
segja frá hve góðar manneskjur
þau hefðu verið og góð sér í upp-
vextinum. Þetta hlýja viðmót og
góða hjartalag sem Edda lýsti í
uppeldi sínu fékk hún í arf, því
Edda var líka sjálf þannig. Edda
var jákvæð, trygglynd, fyrirgaf
allt, og gaf frekar eftir en lenda í
átökum, henni gat sárnað, en ef
eitthvað var, þá var hún búin að
gleyma því næst.
Hún elskaði að fá barnabörnin í
heimsókn, þau gistu oft eða hún
fór með þau í útilegur og á mót.
Edda var óvenjulega félagslynd
manneskja, sú félagslyndasta
sem ég hef þekkt. Nánast aldrei
lét hún veikindi sín á seinni árum
aftra sér frá ef mögulegt var, að
sækja þá viðburði sem hana lang-
aði á. Og barnslegri tilhlökkun
tapaði hún aldrei og gat verið
óþreyjufull. Edda fór í meðferð
fyrir 37 árum, og það sem Edda
ákvað stóð, hún var fylgin sér.
Hún tók mikinn þátt í AA-sam-
tökunum og SÁÁ. Hún lifði eftir
hugmyndafræði þeirra samtaka
og það gaf henni mikið. Einnig
var hún dugleg að sækja sam-
komur Samhjálpar.
Edda elskaði glaðlega og fal-
lega tónlist. Mjög oft sat hún á
kvöldin við eldhúsborðið, hlustaði
á tónlist og lagði kapal. Hún fór í
leikhús og á tónleika öðru hvoru
og mín kona var í essinu sínu á
Elly-sýningunni sem við fórum á í
haust. Og alltaf vildi Edda vera
fallega klædd, hafa hárið lagt,
naglalakk og vera elegant. Hún
vildi hafa heimilið snyrtilegt og
smekklegt, vílaði ekki fyrir sér að
fara út í stórframkvæmdir þótt
háöldruð væri orðin, og helst átti
allt að ganga hratt. Og kónga-
blátt, það var hennar litur.
Edda var trúuð kona, bað bæn-
irnar sínar á hverju kvöldu. Trúin
var henni mikill styrkur á erfiðum
stundum. Heilsuleysi hennar var
töluvert síðustu tvo áratugina, og
veikindi í fjölskyldu.
Hún tók öllu með miklu æðru-
leysi en gekk í þau mál sem hægt
var að leysa, hún fór eftir æðru-
leysisbæninni. Edda var alltaf
boðin og búin að leysa hvers
manns vanda ef hún gat það, og
þeir eru ófáir sem hún hefur að-
stoðað á ýmsan máta og/eða hafa
fengið inni hjá henni um lengri
eða skemmri tíma, Edda taldi
ekkert eftir sér.
Það verður skrítið að fá ekki
lengur símtöl frá Eddu eða hitta
hana eftir að hafa verið trúnaðar-
vinkonur í þrjá áratugi. En allt
tekur enda. Ég sakna hennar
sárt. Samúðarkveðjur til fjöl-
skyldu Eddu.
Kær kveðja,
Hanna Karen Kristjánsdóttir.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
JÓNA SIGURRÓS JÓNSDÓTTIR,
Hvanneyrarbraut 32b, Siglufirði,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
föstudaginn 2. febrúar.
Útför hennar fer fram frá Siglufjarðarkirkju
föstudaginn 9. febrúar klukkan 14.
Björgvin Árnason
Kolbrún Björgvinsdóttir Jóhann Kristján Maríusson
Sigurbjörg Björgvinsdóttir Sigurbergur Sveinn Sveinsson
Margrét Björgvinsdóttir Hafsteinn Sverrisson
barnabörn og barnabarnabarn
Okkar yndislega
EMILÍA SIGURÐARDÓTTIR
er látin.
Útför hennar verður fimmtudaginn 8.
febrúar klukkan 13 í Neskirkju.
Brynja Guttormsdóttir Rúnar Hauksson
Björt Rúnarsdóttir Ramón Puey Escartín
Halldóra Aradóttir George L. Claassen
Hjartkær móðir okkar,
ÞÓRA EYJÓLFSDÓTTIR,
áður til heimilis að Fögrukinn 26,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 31. janúar.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
fimmtudaginn 8. febrúar klukkan 15.
Eyjólfur Þ. Kristjánsson Regína B. Hansdóttir
Sigríður Á. Sævaldsdóttir Kjartan Hreinsson
Sigurborg H. Sævaldsdóttir Þorvaldur I. Jónsson
Eiríkur V. Sævaldsson Hafdís Baldursdóttir
Kristinn J. Sævaldsson Brynja B. Bjarkadóttir
FALLEGIR LEGSTEINAR
Í FEBRÚAR
af öllum legsteinum
Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is
Afsláttur