Morgunblaðið - 06.02.2018, Síða 1
Deila Eiginnafnið Alex fæst ekki
viðurkennt sem kvenmannsnafn.
Mannanafnanefnd samþykkir ekki
nafn Alexar Emmu Ómarsdóttur,
fjögurra ára stúlku sem enn er
skráð Stúlka Ómarsdóttir hjá Þjóð-
skrá. Ástæðan er sú að nefndin
samþykkir ekki eiginnafnið Alex
sem kvenmannsnafn. Foreldrar
stúlkunnar ætla að leita réttar síns
hjá dómstólum, en þau benda á að í
öðrum löndum sé nafnið notað jafnt
sem karl- og kvenmannsnafn.
Samkvæmt lögum verða börn að
hafa fengið nafn innan árs og því er
svo komið að ekki verður hægt að
endurnýja vegabréf Alexar Emmu,
sem rennur út á þessu ári. „Við er-
um orðin svolítið stressuð út af
þessu,“ segja foreldrar hennar. »4
Má ekki
heita Alex
Þ R I Ð J U D A G U R 6. F E B R Ú A R 2 0 1 8
Stofnað 1913 31. tölublað 106. árgangur
VETRARBRÆÐUR
MEÐ NÍU RÓBERT-
VERÐLAUN
KULDALEG EN
HEILLANDI HLJÓÐFÆRI
SKONDNAR OG
LITRÍKAR TEIKNI-
MYNDAPERSÓNUR
ÍSTÓNLISTARHÁTÍÐ 17 FALLEG FUGLASAGA 30SKYNJAR TÍMAMÓT 33
Þyrla Landhelgisgæslunnar neyddist til þess að lenda á grasflöt
við Eiðsgranda vegna veðurs í gær. Hafði hún verið kölluð út
vegna umferðaróhapps á Suðurlandi en þegar hún ætlaði að
lenda aftur í Reykjavík hafði skyggni við flugvöllinn spillst
vegna dimmra élja og ekki reyndist unnt að lenda þyrlunni þar.
Eftir um klukkustundar bið var TF-GNA komin á Reykjavíkur-
flugvöll. Það er mjög sjaldgæft að þyrla Landhelgisgæslunnar
neyðist til að lenda annars staðar á höfuðborgarsvæðinu en á
flugvellinum. Áhafnirnar eru þó þaulreyndar í að lenda utan
flugvalla, til dæmis á þjóðvegum og fjallstindum. Í gær gekk á
með allhvassri eða hvassri suðvestanátt og éljagangi á vestan-
verðu landinu og gerði um tíma blindhríð.
TF-GNA lenti á grasflöt við Eiðsgranda vegna dimmra élja
Morgunblaðið/RAX
Heiða Kristín Helgadóttir, fram-
kvæmdastjóri viðskiptahraðalsins
Efnis, segir að nær útilokað sé fyrir
smærri aðila að halda uppi fram-
leiðslu á vönduðum vörum og selja
úr landi vegna himinhás sendingar-
kostnaðar frá Íslandi.
Hún segir t.d. að sendingarkostn-
aður á vörum sem Efni selur í gegn-
um vefverslun sína, ArcticBeauty-
.com, á 30-80 bandaríkjadali, sé að
lágmarki 5.000 krónur. »16
Sendingarkostn-
aður þröskuldur
Raforkuvinnsla hjá Landsvirkjun
gekk afar vel á síðasta ári. Vinnslu-
met voru sett í Fljótsdalsstöð, Sig-
öldustöð, Búðarhálsstöð, Sultar-
tangastöð og Steingrímsstöð við
Sog, sem tekin var í notkun árið
1959. „Helsta skýringin á þessu er
aukið álag (aukin sala) og þar með
aukin nýting vinnslukerfisins. Auk
þess hefur vatnsbúskapurinn á sama
tíma verið hagstæður,“ segir Einar
Mathiesen, framkvæmdastjóri orku-
sviðs Landsvirkjunar. »18
Met sett í fram-
leiðslu á raforku
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Álagið á Landspítalanum hefur verið
mikið síðustu vikur og búist er við að
svo verði áfram. 40 einstaklingar voru
í einangrun á spítalanum í gær, sem
er með því mesta sem gerist. Þar af
lágu 10 á bráðamóttöku. Langflestir
eru með einkenni inflúensu.
Mikið að gera vegna hálkuslysa
Verið er að leita leiða til að útskrifa
sjúklinga og koma þeim fyrir á deild-
um, að sögn Guðlaugar Rakelar Guð-
jónsdóttur, framkvæmdastjóra flæði-
sviðs.
Staðan á bráðamóttöku er betri en í
seinni hluta síðasta mánaðar þegar um
20 sjúklingar biðu á bráðadeild eftir að
komast á legudeildir. Þeir eru nú 12.
Í gær var mikið um hálkuslys og
hefur mikið álag verið á spítalanum
vegna beinbrota og meðferðar þeirra.
„Ástandið er aðeins skárra núna,
en það er þungt og við búumst við að
það þyngist aftur þegar líður á febr-
úar því við teljum að inflúensufarald-
urinn sé enn ekki búinn að ná há-
marki,“ segir Jón Magnús.
Töluvert er um veikindi starfsfólks
spítalans, sem gerir erfiðara að
manna deildir og einingar til að taka
við sjúklingum. Jón Magnús segir að
deildin finni verulega fyrir lokun
sjúkrarúma vegna skorts á hjúkrun-
arfræðingum. Ekki er hægt að nota
20-25 rúm vegna þess. „Ef þau væru
opin myndu flestallir þeir sjúklingar
sem eru í bið eftir plássi á bráðadeild-
inni komast inn á sínar sérhæfðu
legudeildir,“ segir Jón Magnús og
segist ekki sjá annað fyrir sér en að
ástandið muni versna.
Fjörutíu sjúkling-
ar í einangrun
Álag á Landspítala vegna inflúensu ekki náð hámarki
Landspítali Annir eru á bráðadeild
og fleiri deildum sjúkrahússins.
MÁframt þungt álag »4