Morgunblaðið - 06.02.2018, Side 15

Morgunblaðið - 06.02.2018, Side 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2018 Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is Láttu drauminn rætast. GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Njóttu bakstursins, við hreinsum fötin Við erum sérfræðingar í erfiðum blettum Hágæða umhverfisvænar hreinsivörur fyrir bílinn þinn Glansandi flottur Fást í betri byggingavöruverslunum, matvöruverslunum og bensínstöðvum. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Gunnar Helgi Kristinsson, prófess- or í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir ráðningar embættis- manna í íslenska stjórnkerfinu hafa tekið breytingum. Þróunin hafi verið í átt frá pólitískum ráðn- ingum til svonefndrar faghyggju. „Þróunin hefur verið mikið í þá veru að gera allt ferlið gegnsærra og hlutlægara. Það var ríkjandi sjónarmið – og þá er ég að tala um ráðningar al- mennt – að þetta væri töluvert mikið undir við- komandi ráð- herra komið. Það var þannig bæði að forminu til og oft í reynd, sérstaklega á tímabili tíðra pólitískra ráðninga. Það hefur dregið mjög úr því. Allt réttar- umhverfið fyrir ráðningar er orðið miklu formlegra. Nú eru til kæru- leiðir, sérstaklega þegar um kynja- mál er að ræða,“ segir Gunnar Helgi um þróun síðustu áratuga. Ráðningarvaldið skert „Vald ráðherrans hefur líka verið þrengt. Með núgildandi starfsmannalögum var ráðningar- vald ráðherra til dæmis afnumið fyrir lægri stöður hjá stofnunum. Þróunin er öll í þá veru hvað laga- lega umhverfið varðar. Hvað snert- ir almenningsálitið er líka sífellt meiri kostnaður af því fyrir ráð- herra að blanda sér í ráðningar. Það er almenn þróun í átt til fag- hyggju í samfélaginu sem kallar á vandaðri vinnubrögð. Ráðherrar þurfa að standa betri skil á sínum gjörðum í þessum efnum.“ Gunnar Helgi segir aðspurður að hæfnismatið við mannaráðningar hafi líka breyst. Nú séu gefin stig fyrir hina og þessa þætti. „Allar tilraunir til að gera ráðn- ingar formlegri og hlutlægari fela í sér viðleitni til að gera hluti teljan- lega. Þá einhvern veginn þannig að komist sé að sömu niðurstöðu óháð því hvaða einstaklingur beitir matskerfinu. Það verður aldrei hægt að útiloka hinn huglæga þátt. Þess vegna eru viðmælendur tekn- ir í viðtöl. Stundum eru þeir látnir í reynslutíma og svo framvegis á hinum almenna markaði. Það er í raun kannski besta forspárgildið um hvernig þeir muni standa sig. Þ.e.a.s. þegar þeir þurfa að standa sig í viðtali. Þá skipta hlutir eins og framkoma og sýn þeirra á sitt starf máli. Það er aldrei hægt að njörva þetta algjörlega niður. Það er útilokað. Þeir sem bera ábyrgð á að meta umsækjendur þurfa allt- af í einhverjum mæli að beita hug- lægum viðmiðunum.“ Sumt er ekki hægt að kenna í bókum Skilja má að faghyggjan og póli- tískar ráðningar séu því andstæðir pólar. Verða ráðningar hins vegar ekki alltaf umdeildar? „Það má kannski segja það. Fag- hyggja gengur mikið út á að inn- ræta fólki einhvers konar skilning á eðli starfs og tilgangi. Þegar fólk er sett í starfsþjálfun o.s.frv. er verið að kenna því hluti sem er ekki hægt að kenna því í bókum. Það er verið að kenna því það sem er aðeins hægt að læra á staðnum með ákveðnu innsæi. Innsæi er þrátt fyrir allt hluti af faghyggju. Faghyggjan viðurkennir það. Þess vegna er fólk sett í starfsþjálfun, til dæmis læknar og félagsráð- gjafar.“ Unnu sig upp í kerfinu Gunnar Helgi segir að í gamla embættismannakerfinu hafi menn hafið störf ungir og svo unnið sig upp þegar reynsla var komin á störf þeirra. „Þetta er orðið flókn- ara. Það er enda meiri hreyfanleiki á vinnumarkaði en var. Því eru menn að reyna fyrir sér með alls konar próf, sem er skiljanlegt. Það verður hins vegar alltaf ákveðið svigrúm í ráðningarferlinu fyrir þetta huglæga mat,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson prófessor. Ekki hægt að njörva niður kosti umsækjenda  Prófessor segir huglægt mat setja mark á ráðningar Gunnar Helgi Kristinsson Morgunblaðið/Hanna Dómstólar Tekist er á um skipan dómara í nýjan Landsrétt. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS Hæstiréttur hefur kallað til dómara utan réttarins til að sitja í dómi. Er það gert til að flýta fyrir afgreiðslu mála, samkvæmt upplýsingum Þor- steins A. Jónssonar, skrifstofustjóra Hæstaréttar. Með tilkomu Landsréttar um ára- mótin síðustu var ákveðið að Hæsti- réttur myndi ljúka að dæma í þeim einkamálum sem áfrýjað hafði verið til réttarins um áramót. Nú eru 259 mál ódæmd hjá Hæstarétti, sam- kvæmt upplýsingum Þorsteins. Óvíst er hve langan tíma tekur að ljúka þessum málum en stefnt er að því að lokið verði við að dæma í þeim öllum á fyrri hluta ársins 2019. Á dagskrá Hæstaréttar eru nú talin upp átta mál sem flutt verða á næstunni. Í þeim öllum munu dæma þrír dómarar, tveir hæstaréttardóm- arar og einn utan réttarins. Dóm- arar í þessum málum, utan réttarins, eru fjórir fyrrverandi hæstaréttar- dómarar, þau Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claes- sen og Ingibjörg Benediktsdóttir, héraðsdómararnir Ingimundur Ein- arsson og Símon Sigvaldason, Aðal- heiður Jóhannsdóttir prófessor og Eggert Óskarsson lögmaður. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Hæstiréttur flýtir afgreiðslu mála  Dómarar utan réttarins kallaðir til

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.