Morgunblaðið - 06.02.2018, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2018
Sogavegi við Réttarholtsveg og Miklubraut
Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | gardsapotek.is | appotek.is
Lágt lyfjaverð - góð þjónusta
Einkarekið apótek
Nú einnig netapótek: Appotek.is
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Landbúnaðarsýningin „Íslenskur
landbúnaður“ verður í Laugardals-
höll 12.-14. október í haust. „Um 50 ár
eru frá sýningunni 1968 og því er við
hæfi að blása nú til veglegrar sýning-
ar,“ segir Ólafur M. Jóhannesson,
framkvæmdastjóri sýningarinnar,
sem unnin er í samvinnu við Bænda-
samtök Íslands.
Ólafur segir að ástæða sé til þess að
vekja athygli á öllu því góða sem sé að
gerast í íslenskum landbúnaði. „Ég
hef lengi unnið að undirbúningi sýn-
ingarinnar og verkefnið er eitt það
áhugaverðasta sem ég hef fengist
við,“ segir Ólafur, sem hefur staðið að
ýmsum sýningum í 23 ár.
„Það er mikill sóknarhugur í bænd-
um víða um land,“ heldur hann áfram.
„Menn sækja fram á nýjum sviðum,
til dæmis á sviði umhverfisvænnar
ferðaþjónustu, og margir huga að því
að setja upp hraðhleðslustöðvar við
bændagistinguna.“
Fjölþætt starfsemi
Störf bænda eru af margvíslegum
toga og segir Ólafur það aldrei of
metið. „Ég held að íslenskur landbún-
aður sé miklu stærri en fólk geri sér
almennt grein fyrir,“ segir hann og
bendir á að fyrir utan að vinna við
hefðbundinn búskap stundi margir
bændur mikilvæg störf eins og til
dæmis skógrækt, fiskeldi, laxveiði,
heimilisiðnað, fullvinnslu búvara,
framleiðslu á endurnýjanlegri orku
og ferðaþjónustu. „Hreint land er eitt
mesta dýrmæti sem við eigum og sýn-
ingunni er ætlað að endurspegla hvað
íslenskur landbúnaður er fjölþættur,“
segir Ólafur. Hann bætir við að auk
þess verði boðið upp á nokkra fyrir-
lestra þar sem fjallað verði um efni
eins og til dæmis matarferðaþjón-
ustu, fæðuöryggi, möguleika í ferða-
þjónustu í sveitum og skógarbændur.
Landbúnaðar-
sýning í haust
Sækja fram á mörgum sviðum
Laugardalshöll Ólafur sá um
Sjávarútvegssýninguna þar 2016.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður
Alþingis, fjallaði um aðferðir við
hæfnismat á umsækjendum um opin
berar stöður í skýrslu sinni fyrir árið
2016 sem birt var í ágúst 2017. Til-
efnið var þróun
sem umboðs-
maður taldi sig
hafa séð þar sem
notast væri öðru
fremur við stiga-
gjöf á kostnað
efnislegs mats á
umsækjendum.
Nýlegt dæmi
um slíka stigagjöf
er þegar hæfnis-
nefnd vegna skip-
anar dómara við Landsrétt gaf
doktorsprófi í lögfræði og viðbótar-
gráðum 10 stig en embættisprófi 1
stig í stigagjöfinni. Skilja má á
skýrslu umboðsmanns að aðferða-
fræðin við slíka stigagjöf geti borið
tilganginn ofurliði. Þ.e. að veiga-
miklir þættir, á borð við starfs-
reynslu, séu fundnir léttvægari en
tilefni er til. Af því virðist mega
álykta að erfitt geti verið fyrir þá
sem ekki veljast í starfið að leita
skýringa í matsgerðinni.
Sjónarmiðum gefið vægi
Umboðsmaður rifjaði upp að skv.
óskráðri meginreglu stjórnsýslu-
réttar bæri almennt að ráða hæfasta
umsækjanda í opinbert starf.
„Af því leiðir að mat á umsækj-
endum þarf að fara fram á grund-
velli faglegra verðleika þeirra í ljósi
þeirra málefnalegu sjónarmiða sem
eiga við hverju sinni samkvæmt lög-
um og eðli starfsins … Í málum þar
sem ráða á opinbera starfsmenn eða
skipa embættismenn virðist hin síð-
ari ár oft hafa verið farin sú leið af
hálfu stjórnvalda eða þeirra ráðn-
ingarfyrirtækja sem þau leita til að
tilgreina þau sjónarmið sem mat á
umsækjendum er grundvallað á og
þeim gefið ákveðið vægi. Umsækj-
anda eru síðan gefin stig fyrir hvert
sjónarmið og heildarstigagjöf hans
reiknuð út. Sá umsækjandi sem hlýt-
ur flest stig telst jafnan vera hæfasti
umsækjandinn að mati veitingar-
valdshafans. Tilgreining sjónarmiða
og ákvörðun um innbyrðis vægi
þeirra áður en umsækjendur eru
metnir á þeim grundvelli er almennt
í góðu samræmi við það verkefni
veitingarvaldshafa að meta
umsækjendur á grundvelli faglegra
verðleika.“
Inntak starfsreynslu ekki metið
Umboðsmaður hefði hins vegar á
síðari árum „orðið þess var að fram-
angreindri aðferð sé beitt með of
formlegum eða fortakslausum hætti
en minna fari fyrir efnislegu mati á
þekkingu og getu umsækjenda“. Til
dæmis sé „einungis litið til þess
hversu löng starfsreynsla þeirra er í
árum talið, hversu mörgum nám-
skeiðum þeir hafa lokið eða hversu
margar fræðigreinar þeir hafa birt
en þess sjást ekki merki að lagt hafi
verið mat á t.d. inntak starfsreynsl-
unnar, þ.á m. hversu vel viðkomandi
hefur staðið sig í starfi og þá með til-
liti til þess hvernig ætla megi að sú
starfsreynsla muni nýtast í því starfi
sem verið er að ráða í“.
Þá nefnir umboðsmaður önnur til-
vik þar sem sjónarmiðunum hefur
verið „stillt upp í matsmælikvarða
þar sem þau hafa verið greind í
flokka, s.s. ólíka flokka starfs-
reynslu, þar sem hver flokkur getur
einungis gefið tiltekinn fjölda stiga“.
Afleiðingin geti oft orðið sú að um-
sækjandi „sem hefur unnið á flestum
stöðum, og sækir því stig úr flestum
flokkum, fær fleiri stig en umsækj-
andi sem hefur tileinkað sér ákveðna
starfsreynslu, án þess að lagt sé
efnislegt mat á hvort hin langa
starfsreynsla þess síðarnefnda sé
engu að síður betri undirbúningur til
að gegna hinu auglýsta starfi en hin
fjölbreytta starfsreynsla þess fyrr-
nefnda,“ skrifar umboðsmaður.
Hann telur ekki ómálefnalegt að
líta til fjölbreyttrar starfsreynslu.
Hins vegar virðist þessar aðferðir
„oft leiða ósjálfrátt til þess að á
skortir að efnislegur samanburður
fari fram á verðleikum umsækjenda
og þar með hæfni þeirra“.
Vafi um stigafjöldann
„Afleiðingarnar eru að raunveru-
legur vafi skapast um hvort hæfasti
umsækjandinn til að gegna starfinu
hafi hlotið flest stigin og útilokist
þar með frá því að koma til greina
þegar ráðið er í starfið. Í þessu sam-
bandi legg ég áherslu á að þær mats-
aðferðir sem stjórnvöld styðjast við
séu til þess fallnar að leggja raun-
verulegt, efnislegt mat á umsækj-
endur með það fyrir augum að hæf-
asti umsækjandinn til að gegna því
starfi sem um ræðir hverju sinni
verði ráðinn. Almennt tel ég að
miðað við eðli þeirrar matskenndu
ákvörðunar sem ráðning í opinbert
starf er og þau sjónarmið sem til
greina kemur að byggja á við slíka
ákvörðun þurfi að gæta varfærni
þegar sú leið er farin við mat á um-
sækjendum að láta niðurstöðuna
ráðast af tölulegu mati með þeim
hætti sem lýst hefur verið hér að
framan,“ skrifaði umboðsmaður.
Tryggvi vildi ekki tjá sig frekar
um þessi sjónarmið.
Stigagjöfin varhugaverð aðferð
Umboðsmaður Alþingis telur stigagjöf við ráðningar hjá ríkinu geta borið tilganginn ofurliði
Með þeirri aðferð geti veigamiklir þættir í reynslu verið léttvægir fundnir í mati á umsækjendum
Tryggvi
Gunnarsson
Morgunblaðið/Ómar
Alþingi Deilt er um ráðningar.
Dómnefnd um umsækjendur um 15 dómarastöður við Landsrétt skilaði
niðurstöðu til ráðherra 19. maí í fyrra. Fram kemur í inngangi að
innanríkisráðuneytið hefði með bréfi dags. 2. mars 2017 farið þess á leit
við dómnefnd „að hún léti í té umsögn um hæfni umsækjenda um 15
embætti dómara við Landsrétt sem auglýst voru laus til umsóknar 10.
febrúar 2017 í Lögbirtingablaði“. Virðist nefndin því hafa haft um tvo og
hálfan mánuð til verksins. Vikið er að svonefndum matsþáttum í niður-
stöðum nefndarinnar. „Dómnefnd hefur í mati sínu á hæfni umsækjenda
að því er varðar röðun innan einstakra þátta beitt eins mikilli nákvæmni
og kostur er, en matsgrundvöllurinn er bæði fjölþættur og margbrotinn.
Á hinn bóginn speglar endanlegur útreikningur í samanlögðum þáttum
matsniðurstöður af mikilli nákvæmni,“ segir þar meðal annars.
Tilgreindir eru 12 matsþættir (sjá graf hér fyrir ofan) sem lágu til
grundvallar við hæfnismatið. Umsækjendur voru alls 33 og með því að 12
matsþættir voru fyrir hvern hafa verið gerðir samtals 396 matsþættir.
„Eins og fram kemur í 3. kafla gáfu andmæli umsækjenda í sumum til-
vikum tilefni til breytinga hvað varðar mat á nokkrum umsækjendum
innan einstakra matsþátta. Á hinn bóginn breytti endurskoðað mat ekki
þeim ályktarorðum sem komu fram í drögum nefndarinnar sem um-
sækjendum voru áður send,“ segir þar orðrétt.
Nefndarmenn fjalla um þá rannsóknarvinnu sem er að baki einstökum
matsþáttum. Við mat á því hvort umsækjandi geti til dæmis farið að
fyrirmælum laga um samningu dóma og ritað þá á góðu máli fór nefndin
yfir ýmis fylgigögn. „Þar má telja dóma, stefnur, greinargerðir, úrskurði
og fræðirit,“ segir þar m.a. um þennan matsþátt.
Bendir þetta til að nefndin hafi farið yfir töluvert magn gagna.
Nefndin hafi beitt mikilli
nákvæmni við matsgerðina
DÓMURUM RAÐAÐ Í HÆFNISRÖÐ
Hæfnismat á dómurum í Landsrétt
Matsþáttur Vægi í %
Dómstörf 20
Lögmannsstörf 20
Stjórnsýsla 20
Fræðistörf 10
Nám og framhaldsmenntun 5
Kennsla 5
Stjórnun 5
Reynsla af öðrum störfum sem
nýtast dómaraefni 5
Matsþáttur Vægi í %
Almenn starfshæfni og þekking 5
Reynsla af réttarfari 5
Hæfni til að semja dóma 2,5
Hæfni til að stjórna þinghöldum 2,5
Samtala matsþátta* 105
*Samtala matsþátta er 105%. Heimild: Umsögn dómnefndar um umsækjendur um embætti 15 dómara við Landsrétt.
Skipun dómara