Morgunblaðið - 06.02.2018, Síða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2018
✝ GuðbjörgPálmadóttir
fæddist 20. október
1933 á Akureyri.
Hún lést á Elli- og
hjúkrunarheimil-
inu Grund 26. jan-
úar 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Pálmi
Friðriksson, sjó-
maður á Akureyri,
f. 29.10. 1900, d.
16.2. 1970, og Guðrún Jóhann-
esdóttir, húsfreyja, f. 21.9.
1904, d. 23.3. 1993. Guðbjörg
var ein af fjórum systkinum, en
f. 4.10. 1960. 2) Bragi Gunnars-
son lögfræðingur, f. 1.1. 1964,
kona hans er Ásta Kristjáns-
dóttir lögfræðingur, f. 21.5.
1971. Börn Braga eru María El-
ísabet, Gunnar Þorgeir, Hörður
Tryggvi, Eva Sóldís og stjúp-
sonur hans og sonur Ástu er
Kristján Eldur Aronsson. 3)
Anna Guðrún Gunnarsdóttir
hjúkrunarfræðingur, maður
hennar er Páll Briem Magnús-
son lögregluvarðstjóri, f. 2.1.
1964. Barn Önnu Guðrúnar er
Hans Gunnar Danielsen og
stjúpdóttir hennar er Arnbjörg
María Danielsen.
Guðbjörg starfaði lengst af
sem hjúkrunardeildarstjóri á
göngudeild háls-, nef- og eyrna-
deildar Borgarspítalans.
Útför Guðbjargar fer fram
frá Háteigskirkju í dag, 6. jan-
úar 2018, klukkan 13.
systkini hennar
eru Jóhanna
María, f. 28.8.
1927; Andrea, f.
10.12. 1930, d.
26.10. 1979; og Jó-
hannes, f. 12.7.
1944.
Guðbjörg giftist
18.12. 1928 Gunn-
ari Magnúsi Guð-
mundssyni, hæsta-
réttarlögmanni og
hæstaréttardómara, f. 12.2.
1928, d. 23.4. 1997. Þau eign-
uðust þrjú börn. Þau eru 1)
Hörður Gunnarsson trésmiður,
Þegar ég hugsa um ömmu
mína, Guðbjörgu Pálmadóttur,
hugsa ég fyrst um hendurnar
hennar því það voru fallegustu
hendur sem ég hef þekkt. Hún
hafði langa, granna fingur og fín-
legar neglur, ævinlega snyrtileg-
ar en sjaldan lakkaðar. Á baug-
fingri hafði hún gylltan
trúlofunarhring, með dökkbláum
steini sem í áranna rás hafði slíp-
ast til. Hendur sem inntu öll verk
óaðfinnanlega af hendi, aldrei
flausturslega, smávægilegustu
verk voru leyst af stakri vand-
virkni. Hendur sem voru fullkom-
lega blíðar, traustar og gefandi.
Næst hugsa ég um hláturinn
hennar, hjartanlegan og auðvak-
inn, hann hélst alltaf ungur. Tólf
ára var amma rúmliggjandi eftir
botnlangaskurð. Skólafélagar
hennar færðu henni bók sem hét
Órabelgur. Hún hló svo mikið við
lesturinn að hún tók andköf af
sársauka því hlátrasköllin rifu í
saumana á maganum. Það er lýs-
andi fyrir ömmu. Glaðsinna með
ljúfa skaphöfn en hafði til að bera
festu, æðruleysi og skarpa hugs-
un. Æskudraumur ömmu var að
hjúkra holdsveikum á eyju í Ind-
landshafi þegar hún yxi úr grasi.
Á sjúkrabeðinum varð hún enn
staðráðnari í að verða hjúkrunar-
kona.
Amma var bókelsk og hélt allt-
af að mér bókum. Lítil átti ég
bágt með svefn en aldrei hjá
ömmu. Hún las fyrir mig og við
töluðum fram á rauðanótt, uns ég
færðist í ró. Seinasta bókin sem
hún lánaði mér var Veröld sem
var eftir Stefan Zweig, við vorum
báðar hugfangnar. Mér finnst ég
sjá hana fyrir mér sem ungling,
sitjandi í lystigarðinum á Akur-
eyri í glaðasólskini. Niðursokkna
í ferðasögur Markó Póló. Með
kaffibrúna fótleggi, hátt og bjart
enni, stór, blá augu undir dökkum
augabrúnum og nef sem hún kall-
aði „þúfunef“ en amma hennar
Anna svaraði um hæl: Þakkaðu
Guði fyrir útlitið þitt, það gæti
verið svo miklu verra. Rétt eins
og raunin er með mig sjálfa, þótti
ömmu minni undurvænt um sína
ömmu, Önnu Guðmundsdóttur.
Frá tíu ára aldri svaf amma í
herbergi inn af lítilli stofu sem
amma hennar hafði til umráða.
Anna, formóðir mín, var hlý en
raunamædd kona sem ræktaði
rauðar og hvítar pelargóníur í
glugganum. Hún brosti en hló
aldrei enda hafði hún misst þrjá
syni og eiginmann á sex árum.
Hún kenndi ömmu að lesa, þuldi
fyrir hana bænir og færði henni
þykkt og dísætt fjallagrasate
þegar hún kom inn af skíðum.
Fimmtán ára spurði ég ömmu
hvort hún saknaði enn ömmu
sinnar. Hún sagðist alltaf sakna
hennar. Mér þóttu það þungbær
örlög þá en nú veit ég að sökn-
uðurinn lýsti gæfu ömmu minnar.
Minningar mínar og tilfinning-
arnar sem ég mun alltaf bera til
ömmu eru fjársjóður sem hvorki
mölur né ryð fær grandað. Ljósið
sem hún var í mínu lífi og annarra
er enn kvikt. Það er óháð tíma og
rúmi. Ástin og umhyggjan sem
hún sýndi mér var ekki forgengi-
leg, hún á samastað í Guði og ei-
lífðinni.
Ég á blóm sem amma gaf mér.
Sankti Pálía með stökkum, djúp-
grænum og loðnum blöðum og
bleikum blómum. Afi hafði blómið
á skrifstofunni sinni en eftir að
hann skildi við hélt amma lífi í því
með afleggjurum í rúm 20 ár.
Blómið er táknrænt, hún sinnti
öllu af einstæðri alúð svo allt
dafnaði í kringum hana. Hún
hafði auga fyrir því sem var fal-
legt. Hún lifði fögru lífi. Alla tíð
verður hún mér innblástur til
góðra og fallegra verka. Henni
fylgdu góðar vættir til æviloka,
ástríkir foreldrar hennar, elskuð
amma og systir hennar, Addý.
Amma heldur nú áfram að vera
góða vætturin mín, eins og hún
hefur alltaf verið. Guð blessi
hana.
María Elísabet Bragadóttir.
Með örfáum orðum langar mig
að þakka Guðbjörgu Pálma-
dóttur, fyrrverandi tengdamóður
minni, fyrir alla þá umhyggju sem
hún sýndi börnunum mínum;
fyrir skjólið sem hún var þeim og
fyrir að vera þeim frábær fyrir-
mynd til orðs og æðis.
Guðbjörg Pálmadóttir og
Gunnar Magnús Guðmundsson
voru einstaklega glæsileg hjón.
Gunnar féll frá þegar barnabörn-
in voru lítil og hann rétt að byrja
að njóta þess að vera samvistum
við þau. Það er sorglegt til þess að
hugsa að þau hafi ekki fengið
meiri tíma með honum. Amma
þeirra Guðbjörg náði hins vegar
að fylgja þeim inn í fullorðinsárin.
Þau sjá nú á eftir henni með
hafsjó af yndislegum minningum
um konu sem í þeirra huga, með
orðum Gunnars Þorgeirs sonar
míns, var nánast í dýrlingatölu.
Guðbjörg var vitur kona, hóg-
vær, umtalsfróm, glaðlynd og það
streymdi frá henni góðvild. Hún
var fríð sýnum, hávaxin, grönn og
bein í baki með hlýlegt bros, fág-
aða framkomu og – það verður að
segjast eins er – óaðfinnanlega til
fara. Um Guðbjörgu sagði Gunn-
ar Magnús eitt sinn að allt sem
hún tæki sér fyrir hendur gerði
hún vel. Hörður Tryggvi, yngri
sonur minn, stóð lengi í þeirri trú
að amma hans hefði samið kross-
gáturnar sem þau leystu í ótal
sumarbústaðaferðum saman.
Hún var víðlesin og börnin komu
aldrei að tómum kofanum hjá
henni. Hún var mikil hannyrða-
kona og prjónaði á þau fallegar
flíkur allt frá því að þau voru
ungabörn. Hún var hjúkrunar-
fræðingur að mennt og margir
minnast hennar í starfi svo fram-
úrskarandi sem hún var. Bróðir
minn rifjar upp hve vel hún tók
honum sem ungum læknanema
en hún hafði þannig viðmót að
fólki leið vel í návist hennar.
Engum þó betur en barnabörn-
unum en þeim er í fersku minni
hve notalegt var að gista hjá
ömmu, ekki síst ef þau voru veik
og hún stjanaði við þau.
Í hugann koma upp minningar
frá liðnum samverustundum:
Kvöldverðarveislur Guðbjargar
og Gunnars Magnúsar á Sjafnar-
götu 3; heimsóknir Guðbjargar til
fjölskyldunnar þegar við
bjuggum í Svíþjóð og síðustu árin
þegar hún kom við, oftast með
Herði syni sínum, til að fara með
krakkana upp í sumarbústað.
Hún var fjölskyldukona fram í
fingurgóma og virtist njóta þess
mest og best að vera innan um
fólkið sitt. Þegar sá sjúkdómur
ágerðist sem leiðir til hrörnunar
heilans og minnisleysis birtist
Guðbjörg engu að síður með
geislandi brosið sitt og heilsaði
glaðlega eins og ekkert amaði að.
Nú síðast á aðfangadag þegar þau
Hörður litu við með rauða túlíp-
ana sem var fastur liður. Hún
breiddi út faðminn þegar hún sá
uppkomin barnabörnin sín.
„Þetta er fólkið mitt,“ sagði hún
fagnandi. Þau standa nú á þeirri
klöpp sem hún átti stóran þátt í
að styrkja og þannig mun hún
alltaf vera hluti af tilvist þeirra og
áhrifavaldur um ókomna tíð.
Guð blessi minningu mikil-
hæfrar konu.
Herdís Þorgeirsdóttir.
Á degi lífs hve dýrmæt gjöf
var dama eins og þú.
Við ferðuðumst um fjöll og höf.
Ég fagna vil því nú
Að eiga með þér yndisstund
var okkar gæfa hér.
Hve gott að eiga gleðifund
með gulli eins og þér.
En lífið er ei laust við þraut
og leikur senn á enda.
Hægt þú okkur hvarfst á braut.
Þinn hugur vildi’ei lenda.
Nú liðið er að lokastund,
ljúfust mín vinkona.
Opin leið á englafund
því endirinn er svona.
(SGS)
Sigríður Theodóra
Guðmundsdóttir.
„Vinur þinn er þér allt. Hann er akur
sálarinnar, þar sem samúð þinni er sáð
og gleði þín uppskorin. Hann er brauð
þitt og arineldur, þú kemur til hans
svangur í leit að friði.“
(Kahlil Gibran)
Okkar elskulega vinkona, Guð-
björg Pálma, hefur kvatt okkur,
komin til sumarlandsins þar sem
hún er laus úr viðjum illvígs sjúk-
dóms.
Við vorum átta vinkonur sem
byrjuðum saman í saumaklúbb.
Guðbjörg er önnur í vinkonu-
hópnum sem kveður. Kristín okk-
ar Sveinbjörnsdóttir lést árið
2006. Blessuð sé minning hennar.
Allar áttum við það sameigin-
legt að vera gagnfræðingar frá
Gagnfræðaskóla Akureyrar.
Allar höfðu alist upp í návígi við
Guðbjörgu, frá barnsaldri, nema
ein sem er rammvestfirsk, mætti
bara í Gagnfræðaskólann. Síðan
bættust við tvær vinkonur um
leið og mætt var til höfuð-
borgarinnar.
Það hefur oft verið glatt á
hjalla hjá okkur og við átt margar
ánægjustundir saman. Eitt sinn
fórum við til Akureyrar, allt með
tilstilli Guðbjargar, fórum á tón-
leika og gengum um götur Akur-
eyrar og rifjuðum upp gömlu
góðu Akureyrarárin. Einnig fór-
um við til Ítalíu í alveg ógleym-
anlega ferð.
Eins og allir vita sem hafa
þekkt Guðbjörgu þá fór þar
glæsileg kona sem stráði elsku
alls staðar.
Elsku Guðbjörg okkar, við vin-
konurnar kveðjum þig með sár-
um söknuði og þökkum þér fyrir
allar fallegu minningarnar. Hvíl í
friði, elsku vinkona.
Kæru börn, Hörður, Bragi og
Anna Guðrún, tengdabörn og
barnabörn, við vottum ykkur
okkar dýpstu samúð, megi allar
góðar vættir styðja ykkur og
styrkja á þessum erfiðu tímum.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
og bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Anna, Arna, Arnfríður,
Erla, Guðrún, Jóna,
Marsibil og Unnur.
Þegar ég lít til baka á ég auð-
velt með að hugsa með hlýju til
Guðbjargar og hennar nærveru í
lífi mínu í uppvextinum á Tún-
götunni, þar sem hún birtist svo
oft í gamla daga. Hún var svo fal-
leg, brosandi og góð og kom til að
heilsa upp á fjölskylduna og ég
naut góðs af og systkini mín. Hún
var gift bróður mömmu minnar
og því hæg heimantök að kynn-
ast mér, mömmu minni og öllum
systkinahópnum.
Ég verð henni ævinlega þakk-
lát fyrir allt sem hún gaf okkur
og ætla því með þessu litla ljóði
mínu að senda henni og börnum
hennar þakklæti fyrir það sem
hún gaf okkur frá því sem hún
átti í hjarta sínu.
Ég votta öllum ættingjum og
aðstandendum Guðbjargar
Pálmadóttur innilega samúð
mína.
Í hel trega eilífðra tára
í tilvist eftirlifenda orða.
Fugl heljar í fánýti sára
er flaug á væng í doða
rósar í engladal fráfalls,
Herrann kær heilsar þér.
Fall í fang heljar í kæru
ofin ástúð í nánd þinna.
Félagi farinn í dal hinna,
fallinn ástvinur í Paradís
rós lifir í engladal Guðs,
Jesús vill fá vernda þig.
Lát fær fólk þitt að finna
falleg englasál fylgi þér.
Fórst frá í rósblik þinna
í ferðalag eilífðar þar er
rósaljós í engladal hels.
Herrann kær heilsar þér.
Kveðja kærust hjá gröf
kyrrsett er rósin í sorg.
Flýgur fugl um æðri höf
í ferð ástvinar um torg
rósin í engladal úr gröf,
Jesús vill fá vernda þig
Eilíft flug fugls um höf,
ferðlag ástvins á skýi.
Í anda tára er ekki töf
hjá helfara heimur nýi.
Rósblik í engladal hels.
Herrann kær heilsar þér
Lát er endastöð eilífðar
í ósk látsþjóns í hjarta,
að fugli farnist líka þar
fáir boð Almættis bjarta
og klið þinna í Paradís,
Jesús vill fá vernda þig.
(J.R.K.)
Jóna Rúna Kvaran.
Guðbjörg
Pálmadóttir
HINSTA KVEÐJA
Guðbjörg Pálmadóttir
átti mikilvægan þátt í að
móta starfsemi göngudeild-
ar háls-, nef- og eyrnadeild-
ar Borgarspítalans. Hún
hóf störf þar 1. september
1975 sem fyrsti hjúkrunar-
fræðingur og síðar deildar-
stjóri deildarinnar.
Fagmennska, metnaður
og góðvild einkenndu henn-
ar störf. Það var því lær-
dómsríkt og ánægjulegt að
vinna með henni um fimm
ára skeið, þar til hún sneri
sér að öðrum verkefnum.
Margra góðra stunda er að
minnast frá þeim tíma.
Blessuð sé minning
hennar.
Bára Þ. Þorgrímsdóttir.
Göfgi, tign og fegurð fylgdi þér,
flest það besta, sem að konu ber.
Er heldur þú í eilífðina inn,
ættingjar þig kveðja í hinsta sinn.
Ólafur F. Magnússon.
„Sé ég samhljóð-
an í sögu þinni
skörungsskapar og
skyldurækni, skaps
og stillingar, styrks og blíðu,
vilja og varúðar, vits og dáðar.“
Þetta erindi Matthíasar Joch-
umssonar datt mér í hug er ég
heyrði andlát Þórs Elíssonar, fv.
skipstjóra. Þó að ég viti að mér
pennafærari menn muni skrifa
um þennan mikla dáðadreng þá
langar mig samt af veikum
mætti að minnast hans.
Þór Elísson
✝ Þór Elíssonfæddist 2. des-
ember 1929. Hann
lést 17. janúar
2018.
Útför Þórs fór
fram 29. janúar
2018.
Ég kynntist hon-
um 1977 er ég varð
þeirrar heppni og
ánægju aðnjótandi
að vera skráður í
fyrstu áhöfn hans er
hann tók við skip-
stjórn á m/s Stuðla-
fossi sem Eimskipa-
félagið hafði þá
keypt af Jöklu, hf.
Það var á árum
„víns og rósa“ hjá
mér og eins og gefur að skilja
eru þá oft skil á vinnu stopul.
Þór lét mann vita og það á mjög
hreinni og velskiljanlegri ís-
lensku mislíkaði honum vinnu-
brögðin undir þeim kringum-
stæðum. Svo var málið útrætt og
ekki minnst á það sérstaka mál
meir.
Þór sýndi oft mikla snilld í
stjórn á skipi sínu við erfiðar að-
stæður sem oft skapast við hafn-
ir á Íslandi. Þegar þetta var
hafði ég vitað af honum lengi og
séð honum bregða fyrir á heimili
móður hans, Jónu Marteinsdótt-
ur á Langholtsveginum, en
föðursystir mín, Halldóra Jóns-
dóttir, og maður hennar, Árni
Guðmundsson, stýrimaður og
skipstjóri, leigðu hjá henni þar.
En þeir Árni og Þór, ásamt ein-
um öðlingnum til, Sigurjóni Stef-
ánssyni seinna skipstjóri á b/v
Ingólfi Arnarsyni, munu hafa
verið samskipa fyrst á b/v Bel-
gaum og síðar á b/v Fylki.
En eftir að hafa lokið Fiski-
mannaprófi 1952 frá Stýri-
mannaskólanum í Reykjavík
snéri Þór sér að farmennsku og
lauk farmannaprófi frá sama
skóla 1954. Hófst þá farsæll fer-
ill hans sem yfirmaður á skipum
Eimskipafélags Íslands. Þar átti
hann flekklausan feril enda
hæfileikarnir miklir. Lund hans
var létt og glöð, viðmót hans
þægilegt og framkoma öll sér-
staklega látlaus og prúðmann-
leg. Hann bauð af sér mjög svo
góðan þokka hvar sem hann kom
eða fór. Hann var drengur góð-
ur, ötull og ósérhlífinn starfs-
maður að hverju sem hann gekk.
Þór var því mjög ágætur sonur
þeirra sem byggðu þetta land.
Þórs heitins verður sárt sakn-
að af öllum þeim er nokkur
kynni höfðu af honum.
Sár harmur er nú kveðinn að
eftirlifandi ástvinum þegar hann
er burt kallaður og kvaddur.
Minn kæri vinur, megi Guðs
náð og friður vera með þér á
þeirri vegferð sem þú er nú á.
Og nú ertu kominn til ástvina
þinna, sem biðu þín á því heimili
sem bíður okkar allra. Megi
minningin um mjög svo góðan
dreng lifa í minningu okkar
eftirlifandi. Far þú í friði, minn
góði vinur.
Ólafur Ragnarsson.
Ástkæra eiginkona mín, móðir, dóttir
og systir,
ARNDÍS HALLA JÓHANNESDÓTTIR,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
föstudaginn 2. febrúar.
Útför hennar fer fram fram frá Akraneskirkju
miðvikudaginn 14. febrúar klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað, en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Stuðningsfélagið Kraft;
,,Lífið er núna".
Eyjólfur Rúnar Stefánsson
Marín Rós Eyjólfsdóttir
Rakel Rún Eyjólfsdóttir
Guðbjörg Gísladóttir
Jóhannes Finnur Halldórsson
Halldór Bjarkar Jóhannesson
Ástrós Una Jóhannesdóttir
og aðrir aðstandendur
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
sonur og bróðir,
ZAIWANG ZHENG,
lést 23. janúar.
Útförin fer fram frá Fossvogskapellu
fimmtudaginn 8. febrúar klukkan 11.
Eva Qing Ye
Yuanye Jón Zheng
Rushi Rós Zheng
Tianmin Zheng Youchun Tang
Zai Qin Zheng