Morgunblaðið - 21.02.2018, Síða 22

Morgunblaðið - 21.02.2018, Síða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2018 ✝ Jón Gunnar Jó-hannsson fæddist í Hafn- arfirði 6. ágúst 1933. Hann lést á Landspítalanum 10. febrúar 2018. Foreldrar hans voru hjónin Krist- jana Júlía Jónsdóttir hús- móðir, f. 28. októ- ber 1911, d. 21. mars 1998, og Jóhann Ólafur Jónsson rennismíðameistari, f. á Hróbjargarstöðum í Kolbeinsstaðahreppi 17. sept- ember 1911, d. 10. desember 1996. Þau eignuðust fjögur börn: 1) Jón Gunnar, f. 6. ágúst 1933, d. 10. febr. 2018, 2) Guð- jón Kristinn, f. 4. júní 1938, 3) Hjalti, f. 16. febr. 1944, 4) Edda Kristín, f. 1. mars 1947. Jón Gunnar kvæntist 15. okt. 1955 eftirlifandi eiginkonu sinni Unni Jóhannsdóttur, f. 1. sept .1932. Þau eignuðust þrjár dætur, þær eru: 1) Kristjana Júlía, f. 27. des. 1953, giftist 5. október 1974 Eyjólfi Karlssyni, f. 3. nóv. 1952, d. 14. nóv. 2010. dóttir þeirra er Hulda Lind. 2) Berglind Jónsdóttir, f. 1. júní 1957, gift Kristjáni Þór Kristjánssyni, f . 2. des. 1956. Börn þeirra eru Elva Ruth, Jón Gunnar og Thelma Karen. 3) Hrafnhildur, f. 5. nóv. 1960, gift Patrick Anthony Martin, f. 2. júlí 1958. Börn þeirra eru Edward Jón, Rosa- leen Edda og Cholé Elizabeth. Barnabarna- börnin eru 13. Jón Gunnar ólst upp á Suðurgötu 47 í Hafnarfirði og gekk þar í barna- og gagnfræða- skóla. Hann lærði vélvirkjun í Vél- smiðju Hafnar- fjarðar hjá föður sínum . Hann útskrifaðist úr Vélskóla Íslands 1956 sem vélfræðingur. Jón Gunnar vann við hvalveiðar hjá Hval hf. og á millilanda- skipum hjá Eimskipafélagi Ís- lands. Árið 1963 stofnaði faðir hans Vélaverkstæði Jóhanns Ólafs. Jón Gunnar hætti til sjós stuttu síðar og gekk inn í rekstur föður síns ásamt bræðrum sínum. Vélaverk- stæðið varð fjölskyldufyrirtæki til ársins 2016 er starfsemi þess lauk. Jón Gunnar hafði alla tíð mikinn áhuga á útivist og stundaði m.a. skíðaíþróttina. Síðari árin var hans helsta áhugamál fuglamerkingar og fór hann víða um land, einnig til útlanda, til að merkja fugla með félögum sínum hjá Nátt- úrfræðistofnun Íslands. Útför Jóns Gunnars fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 21. febrúar 2018, og hefst at- höfnin klukkan 13. Í dag kveðjum við með sökn- uði elskulegan föður okkar. Ynd- islegar minningar streyma um í hugum okkar. Á langri ævi er margs að minnast. Þú kenndir okkur margt sem hefur hjálpað okkur í gegnum lífið. Hjartahlýj- an, umhyggjan fyrir okkur var alltaf í fyrirrúmi hjá þér. Þú máttir ekkert aumt sjá hvort sem það var manneskja eða lítill fugl. Þú varst engum öðrum lík- ur þegar kom að því að hjálpa fjölskyldunni,vinum og vanda- mönnum, þú reddaðir alltaf mál- unum og öllum þótti gott að leita til þín. Þú þurftir alltaf að knúsa okk- ur og kyssa okkur öll þegar við komum til þín, helst vildir þú fá að sitja með okkur í fanginu, burtséð frá því á hvaða aldri við vorum. Gestagangurinn var oft mikill á Svalbarðinu. Þegar við komum í heimsókn var alltaf við- kvæðið: á ég ekki að hella upp á „gott kaffi“ handa okkur? Í hvert sinn sem heimsókn lauk á Sval- barðinu hófst leit að skófatnaði okkar en iðulega var skófatnað- urinn á ofninum og við fórum alltaf í upphituðum skóm frá þér, einnig voru vettlingarnir heitir ef þeir voru meðferðis. Við ferðuðumst mikið með ykkur mömmu í gegnum tíðina, ævintýrin þín voru mörg. Sem dæmi má nefna Krýsuvíkuræv- intýrið þar sem þú varst alltaf boðinn og búinn að hjálpa til við uppbygginguna þar. Þær voru ófáar ferðirnar sem við fórum með þér þangað, bæði eftir lang- an vinnudag hjá þér og líka oft um helgar, á leiðinni var mikið spjallað um lífið og tilveruna. Fuglaáhugi þinn byrjaði snemma og entist alla tíð. Það var oft stórhættulegt að ferðast með þér um þjóðvegi landsins, ef þú sást fugl þá var snarhemlað til að spá í það hvaða fuglategund væri á ferð og hvert för fuglsins væri heitið. Þú hafðir líka það góða sjón að við héldum stundum að þú sæir fyrir horn. Trú þín var mjög sterk og signdir þú okkur með kross- marki þínu kvölds og morgna. Elsku pabbi, við eigum eftir að sakna þín um ókomna framtíð en minningarnar um þig lifa í hjörtum okkar. Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást þín var. Ó, pabbi minn, þú ávallt tókst mitt svar. Aldrei var neinn svo ástúðlegur eins og þú. Ó, pabbi minn, þú ætíð skildir allt. Liðin er tíð, er leiddir þú mig lítið barn. Brosandi blítt, þú breyttir sorg í gleði. Liðin er tíð, er leiddir þú mig lítið barn. Brosandi blítt, þú breyttir sorg í gleði. Ó, pabbi minn, ég dáði þína léttu lund. Leikandi kátt, þú lékst þér á þinn hátt. Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást þín var. Æskunnar ómar ylja mér í dag. (Þorsteinn Sveinsson) Hvíl þú í friði, elsku pabbi. Kristjana Júlía og Berglind. Elsku pabbi minn, kveðjan var stutt hjá mér á spítalanum þegar ég fór heim til Englands, ég faðmaði þig og kyssti og sagði að ég kæmi aftur eftir tvær vikur, þá horfðir þú á mig með stóru brúnu augunum, brostir og sagðir „two weeks“. Viku seinna fæ ég þá frétt að þinn tími sé að nálgast og náði ég í flug heim sem fyrst. Í flugvélinni á leiðinni heim fann ég fyrir nærveru þinni og hrökk upp úr svefni við að haldið var í hend- ur mínar. Ég fékk hringingu eftir lendingu að þú værir farinn frá okkur, það var erfitt að skilja, þetta átti ekki að vera svona. Ég missti af þér. En ég átti fallega kveðjustund með þér, þakkaði þér fyrir öll árin og fyrir að vera besti pabbi í heimi. Þakkaði þér fyrir kærleik- ann og stuðninginn sem þú veittir mér allt mitt líf. Margar eru minningarnar sem munu lifa með mér að eilífu. Minnist þess þegar við vorum litl- ar systurnar teknar út á tröpp- urnar á köldum vetrarkvöldum að horfa á stjörnubjartan himin- inn þakinn norðurljósum. Við fengum að fylgjast með flestum ævintýrum þínum, sérstaklega var gaman að fara upp í Krýsuvík að heimsækja frændfólk okkar, oft var sungið í bílnum og borð- aður brjóstsykur, þú áttir alltaf nammi í vasanum. Mörg kvöldin var farið upp á hraun til ömmu og afa og stoppað á bryggjunni til að skoða fiskibátana á leiðinni heim. Vinnan var alltaf ofarlega í huga þér. Hér á Svalbarðinu var mikill gestagangur og alltaf var til ný- lagað kaffi. Þú varst svo mikill orkukarl og áttir erfitt með að sitja kyrr. Öll þín áhugamál voru tekin af miklum krafti og heilum hug. Mamma sá vel um okkur stelpurnar og var stoð þín og stytta þegar á reyndi. Það var alltaf yndislegt að fá ykkur mömmu í heimsókn til okk- ar. Börnin mín elskuðu að vera með ykkur. Þú reyndist þeim eins hlýr og góður, alltaf knúsuð í bak og fyrir, þau eiga margar eftir- minnilegar minningar. Afi kom alltaf með góðan skammt af ís- lensku nammi. En þrátt fyrir að þú værir í fríi hjá okkur, þurftir þú alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni, svo ég passaði upp á að þú hefðir eitthvað fyrir stafni, laga grindverk, smíða hlið o.s.frv. Allir mínir vinir voru þínir vinir og þú reddaðir þér vel í enskunni. Allir voru fræddir um Ísland, þú hafðir mikið þjóðarstolt og allir nutu samveru þinnar. Þakka þér fyrir að vera besti pabbi og afi, þín verður sárt sakn- að. Hvíl þú í friði, elsku pabbi. Hrafnhildur. Elsku besti afi minn, ég á þér mikið að þakka. Það eru svo margar góðar minningar sem koma upp í huga mér þegar ég hugsa til þín, ég gæti skrifað margar síður. Allar fuglaferðirn- ar sem þú bauðst mér í sem eru mér svo dýrmætar. Það skipti engu máli hvort þú varst á leið- inni með vinunum í fuglaferð, ég var alltaf velkomin með ykkur. Allar fjallgöngurnar, hvort sem þú barst mig á bakinu, því ég var of lítil til að ganga, eða þegar ég nánast hljóp upp og þú með. Öll ferðalögin innanlands og til út- landa sem sköpuðu svo góðar minningar. Allar bakarísferðirn- ar um helgar, allir bíltúrarnir til að athuga fuglatengd mál og sjó- ferðirnar þar sem þú sýndir mér hvernig átti að veiða fisk og verka. Allt brasið í kringum garð- vinnuna og grænmetisræktunina sem var svo skemmtilegt. Alltaf hafðir þú endalausan tíma fyrir mig og að fara í afa- knús eftir skóla eða erfiða daga var svo toppurinn, það var alltaf gott að fá spjall og hlýja afaknús- ið þegar eitthvað gekk ekki eins og það átti að gera í lífinu. Þú varst líka svo góður við Brimi og gafst þig allan í að sýna honum náttúruna, fuglana, fuglamerk- ingar, garðinn, gróðurinn, vín- berin og svo margt fleira þó svo að veikindin hefðu verið farin að segja til sín. Veikindin skiptu ekki máli, aðeins það að hugsa um hann og sýna honum eitthvað nýtt og fræða var það sem skipti máli hjá þér. Þú varst besti afi sem ég hefði getað hugsað mér, ótrúlega hlýr, góður, uppátækja- samur, útsjónarsamur og bjóst yfir þekkingu á allskonar sviðum og varst óhræddur að deila henni og því er erfitt að ímynda sér lífið án þín. Ég verð þér ævinlega þakklát, afi, fyrir allar góðu minningarnar og mun halda þeim hátt á lofti. Elsku afi, ég vildi ég væri laus við dagsins kvíðaþraut. Þá staðreynd, minn helsti kæri, að kallið sé komið, þú hverfir á braut. Við kveðjum þig afi með sorg í hjarta en minning um faðmlag og brosið þitt bjarta mun lifa um aldir og ókomin ár Ég herði upp hugann en þó koma tár. Takk fyrir allt, takk fyrir mig. Elsku besti afi, ég elska þig. Thelma Karen Kristjánsdóttir. Þegar ég minnist þín, afi minn, þá er kærleikurinn efst í huga mér. Þó svo að fjarlægðin og tungumálið hafi aðskilið okkur, þá var það ekkert vandamál, þá tók bara kærleikurinn við. Ég minnist margra heimsókna þeg- ar þú og amma komuð til okkar. Ferðatöskur ykkar voru fullar af skyri, flatkökum og hangikjöti. Og hræðilegur harðfiskur sem þú komst með handa mömmu, hann var hafður utan dyra vegna fýlu. Áhugi þinn á fuglum er ofar- lega í huga mér. Við sátum oft saman og skoðuðum bækur um fuglaheiminn í Ameríku. Þú varst mjög hrifinn af Hummingbird- fuglunum í blómagarðinum okk- ar en þeir eru á stærð við þum- alfingur þinn. Í hvert sinn sem ég sé Hummingbird núna þá hugsa ég til þín, elsku afi. Þín Rosaleen Edda. Afi var yndislegur maður sem lifði lífinu til fullnustu. Ég á margar yndislegar minningar með afa en eftirminnilegust er bátsferðin sem þú fórst með mig í til að sýna mér arnarhreiður, hreiðrið var umkringt stórum fiskibeinum. Þú hikaðir ekki við að kippa erninum upp á beittum klónum og brosandi réttir þú mér örninn. Þetta var ógnvekjandi fyrir mig en ekkert mál fyrir þig. Ég varð skelfingu lostinn þegar þú réttir mér fuglinn og sagðir mér að halda á honum og klappa honum. Aðdáun þín á lífi náttúr- unnar var engu öðru lík og kem- ur til með að lifa með mér alla mína ævi. Ég get ekki lýst með orðum hvað ég sakna þín mikið. Minningin um þig mun alltaf lifa í huga mínum og hjarta. Ég elska þig, afi. Edward Jón. Elsku afi Gunni. Heppinn var ég að eiga þig sem afa, vin og vinnufélaga. Þeg- ar ég var þriggja ára varstu bú- inn að kenna mér að kveikja á rennibekk, tókst mig á háhest þegar ég var orðinn þreyttur í fjallgöngum. Skíðaferðirnar sem við fjölskyldan fórum í Kerling- arfjöll og síðar til Austurríkis standa ofarlega í minningunni. Þegar ég var 12 ára gamall gerð- ir þú mig að sjómanni þar sem þið bræður keyptuð trillu og gerðuð út. Vorum við pabbi á veiðum á grásleppu í net eða þorsk og ýsu á skaki. Þótti okkur skemmtilegast þegar þú hringdir um borð og spurðir hvort við værum búnir að setja sjó á dekk, algjört aukaatriði með aflabrögð. Eitt skipti þegar verið var að sjó- setja trilluna að vori var hún bundin við rampinn og farið í kaffi. Þegar við komum úr kaffi var búið að fjara undan henni og komin göt á skrokkinn, eina sem kom frá þér voru búkhljóð áður en þetta var græjað. Alltaf var hægt að heyra þegar eitthvað var að angra þig, á búkhljóðunum. Eitt skiptið hafði ég fengið gull- molann þinn, Broncoinn, lánaðan í Þórsmörk. Sá nokkuð á honum eftir ferðina. Þá komu nokkuð mörg búkhljóð sem stóðu í smá tíma þar til ég sagði þér að bíllinn hafði farið 18 sinnum yfir Krossá, þá hættu hljóðin og fórst þú að hlæja og sagðir: Við fáum Gulla til að græja þetta. Fuglagildrur, fallbyssur og net einkenndu aðeins okkar Jón Gunnar Jóhannsson HINSTA KVEÐJA Þegar ég lít til baka minnist ég þess hversu blíður og góður þú varst við okkur systkinin. Þú varst alltaf að knúsa okkur og kyssa, kærleikurinn var alltaf í fyrirrúmi. Þær eru ótal margar minningarnar um þig. Þakka þér fyrir alla hvatninguna og áhugann sem þú sýndir því sem ég var að gera í listinni. Ég elska þig, afi minn, og kem til með að sakna þín mikið. Þín Chloé Elizabeth. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, PÉTUR SIGURÐSSON efnafræðingur, Funafold 48, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ fimmtudaginn 15. febrúar. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 22. febrúar klukkan 13. Jóhanna Ólafsdóttir Helgi Pétursson Guðný Unnur Jökulsdóttir Tryggvi Pétursson Kristín Hrönn Guðmundsdóttir Þorkell Pétursson og barnabörn Yndislegi drengurinn okkar, HENRIK BJARNASON, Álftamýri 69, Reykjavík, lést miðvikudaginn 14. febrúar. Útförin fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 23. febrúar klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktarsjóð Barnaspítala Hringsins. Elísabet Guðrún Björnsdóttir Bjarni Jónsson Björn Elí Bjarnason Vigdís Harðardóttir Gestur Gíslason Björn A. Harðarson Nanna Ólafsdóttir Lilja Árnadóttir Jón Bjarnason langafar og aðrir aðstandendur Ástkær faðir minn, sonur og bróðir, ÞÓRÐUR HREINN KRISTJÁNSSON, Aarhus, Danmörku, lést á heimili sínu fimmtudaginn 15. febrúar. Jarðarför verður auglýst síðar. Egill Örn Þórðarson Ásta Þórðardóttir Fjeldsted Jóhanna Ósk Kristjánsdóttir og fjölskylda Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SÆMUNDUR HAFSTEINN JÓHANNESSON, Sóltúni 25, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju föstudaginn 23. febrúar klukkan 14. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Parkinsonsamtökin. G. Magnea Magnúsdóttir Magnús Orri Sæmundsson Guðrún Gísladóttir Jóhanna F. Sæmundsdóttir Katla Magnea, Stígur og Flóki Elskuleg mamma okkar, tengdamamma og amma, INGUNN ERNA LÁRUSDÓTTIR, Kárastíg 13, Reykjavík, er látin. Útförin mun fara fram í kyrrþey. Lára Bjarney Kristinsdóttir Sigurlínus Gunnarsson Helgi Örn Kristinsson Hrafnhildur Gísladóttir Elfa Sif Kristinsdóttir Þórður Már Jónsson Steinar Hannes Kristinsson Anzhela Klimetz Gísli Eysteinn, Helgi Ernir, Axel Örn, Anna Cara, Valgeir Gauti, Einar Örn, Emilía Ósk, Ísabella Rós og Kristín Erna Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma okkar og langamma, ÞÓRUNN BJARNADÓTTIR frá Vigur, sem lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund þriðjudaginn 13. febrúar verður jarðsungin frá Neskirkju miðvikudaginn 28. febrúar klukkan 13. Bjarni Lárusson, Þórunn Hulda Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.