Morgunblaðið - 21.02.2018, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 21.02.2018, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2018 Suðurlandsbraut 6, Rvk. | Sími 419 9000 info@handafl.is | handafl.is Við útvegum hæfa starfskrafta í flestar greinar atvinnulífsins Markmið okkar er að spara viðskiptavinum tíma, fyrirhöfn og fjármuni. VANTAR ÞIG STARFSFÓLK Handafl er traust og fagleg starfsmannaveita með margra ára reynslu á markaði þar sem við þjónustum jafnt stór sem smá fyrirtæki. Fótboltinn verður tengingin í her- ferð sem Íslandsstofa mun kynna á næstu vikum, en knattspyrnan hef- ur beint kastljós- inu að Íslandi. Tækifærið verð- ur notað til að vekja áhuga fólks á öðrum þáttum í íslensku sam- félagi eins og út- flutningi, gæðum í matvæla- framleiðslu, iðn- aði, þjónustu og fjárfestinga- möguleikum, að ógleymdu því hversu góður áfangastaður Ísland er. „Við hyggjumst draga fram góðar sögur og hafa þær til taks þegar kastljósið vex enn meira er nær dregur úrslitum heimsmeistara- keppninnar í knattspyrnu,“ segir Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri hjá Íslandsstofu. Hún segir að Íslandsstofu hafi þeg- ar borist talsvert af fyrirspurnum frá stórum, erlendum miðlum sem vilji koma til Íslands. Margir velti fyrir sér hvernig það geti gerst að þessi litla þjóð komist á þetta mót. Að sögn Sigríðar Daggar verður verkefnið Inspired by Iceland víkk- að út og áherslan verði ekki ein- göngu á ferðaþjónustu. Úrslit HM séu einn stærsti íþróttaviðburður í heimi og reynt verði að nýta kast- ljósið sem keppninni fylgi íslenskum útflutningi til hagsbóta. Hún segir að í tengslum við úrslit Evr- ópumótsins í Frakkklandi fyrir tveimur árum hafi Íslandsstofa fundið fyrir gríðarlegum áhuga og menn hafi því viljað vera vel undir- búnir núna. Tæpur helmingur jarðarbúa Á kynningarfundi Íslandsstofu fyrir rúmum mánuði var fjallað um þetta verkefni og kom þar fram að áætla mætti að 3,5 milljarðar manns, tæpur helmingur jarðarbúa, myndi fylgjast með úrslitum HM, að minnsta kosti að hluta. Fram kom í frétt blaðsins af fundinum að blásið yrði til markaðs- herferðar undir nafninu #TeamI- celand. Nýta ætti Inspired by Ice- land í ár til þess að Ísland sýndi sínar bestu hliðar í kringum HM. Þar kom fram að meðan á EM stóð hefði ferðatengd leit á Google aukist um 73%. aij@mbl.is Fótboltinn verð- ur tengingin í ár  Íslandsstofa undirbýr markaðsherferð Sigríður Dögg Guðmundsdóttir menn að breyta takti í verkefninu Inspired by Iceland og í ár verði þátttaka Íslands á HM notuð til að vekja athygli á landinu og ímynd þess. Sú staðreynd að Íslendingar séu minnsta þjóðin í sögunni til að komast í úrslitakeppni HM sé spennandi og eftir henni hafi verið tekið. Kínversk skrifstofa í London „Kína er sérstakt að því leyti að þar í landi heita samfélagsmiðlar annað og eru með öðru sniði, en á Vesturlöndum,“ segir Ómar. „Við höfum engan sérstakan aðgang þar svo við gerðum samning við kín- verska umboðsskrifstofu í London, sem mun sjá um samfélagsmiðla fyrir KSÍ í Kína. Markmiðið með þessu er að fjölga verulega fylgjendum á samfélags- miðlum í Bandaríkjunum, Evrópu og Kína og gera KSÍ betur í stakk búið eftir heimsmeistaramótið til þess að sækja samstarfsaðila í þess- um löndum og þar með fjármagn. Samfélagsmiðlar eru orðnir svo stór hluti af því sem fyrirtæki vinna með að þegar fyrirtæki hafa samband við okkur og vilja ræða mögulegt samstarf, hvort sem það er banda- rískt, kínverskt eða evópskt, er undantekningalaust spurt hvert fylgið sé á samfélagsmiðlum og til hversu margra þau geti náð með því að vera í samstarfi við okkur. Þessa stöðu viljum við styrkja og markmiðið er að eftir HM verðum við komnir með umtalsvert fleiri fylgjendur og verðum þar af leið- andi í mun betri stöðu til að ná hag- stæðum samningum við erlenda samstarfsaðila. Þetta mun auðvitað líka nýtast þeim innlendum sam- starfsaðilum sem starfa á erlendum vettvangi.“ Tilboð „hægri/vinstri“ Ómar segir að KSÍ hafi verið leg- ið á hálsi fyrir að nýta ekki þau tækifæri sem bjóðast til að sækja á erlenda markaði og auka tekju- streymið. Nú sé unnið að því og áhersla verði lögð á að vanda til verka við val á samstarfsaðilum. Ekki verði stokkið á hverja krónu sem bjóðist, en tilboð berist „hægri/ vinstri“. Knattspyrnusambandið hafi ekki verið í stakk búið til að fara í verk- efni sem þetta þegar Ísland komst í lokakeppni Evrópumótsins í Frakk- landi fyrir tveimur árum. Nú séu menn hins vegar reynslunni ríkari og markaðsstarfið hafi verið eflt á skrifstofu KSÍ. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Stórar stundir Í sumar leikur íslenska landsliðið á stóra sviðinu á HM í Rúss- landi. Myndin er frá sigurleiknum gegn Kósóvó á Laugardalsvelli í haust. KSÍ í víking á samfélagsmiðlum  Fyrirtæki um allan heim vilja tengja sig íslenska knattspyrnuundrinu  Ætla að sækja fleiri fylgj- endur í Evrópu, Bandaríkjunum og Kína  Skapar betri stöðu til að ná hagstæðum samningum SVIÐSLJÓS Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Nánast á hverjum degi fær Knatt- spyrnusambandið erindi erlendis frá þar sem óskað er eftir upplýs- ingum um landslið karla í knatt- spyrnu. Fjöldi fyrirtækja vill tengja sig íslenska knattspyrnuundrinu, landsliðunum og vörumerkinu KSÍ. Þarna leika sam- félagsmiðlar stórt hlutverk og hefur KSÍ nú hafið markvisst starf til að efla stöðuna á þessum miðlum erlendis. „Fyrir utan al- mennan áhuga fjölmiðla á Ís- landi, þá er um allan heim mikill áhugi á þeim fágæta árangri sem þessi litla þjóð hefur náð á fótbolta- vellinum,“ segir Ómar Smárason, markaðsstjóri KSÍ. „Við ætlum að sækja fram í öðrum löndum og ætl- um í víking á samfélagsmiðlum. Við hyggjumst sækja umtalsvert fleiri fylgjendur á stórum mörkuðum, ekki bara í Evrópu heldur meðal annars einnig í Bandaríkjunum og í Kína.“ Um 100 þúsund fylgjendur á Twitter Nú er staðan þannig að stærsti hópur fylgjenda íslenskrar knatt- spyrnu á samfélagsmiðlum er er- lendis og er þá átt við Facebook, Twitter og Instagram. Sem dæmi má nefna að á Twitter eru Íslend- ingar um 1/5 af um 100 þúsund fylgjendum KSÍ. Ómar segir það ágætis árangur miðað við t.d. lönd eins og Noreg, Eistland og Dan- mörku og fleiri. Þetta séu býsna margir fylgjendur án þess þó að höfðatala landsmanna sé höfð til hliðsjónar. Ómar segir að KSÍ sé í samstarfi við Íslandsstofu. Þar á bæ séu Ómar Smárason Ómar segir að lykilatriði í sókn á samfélagsmiðlum sé að geta boðið áhugavert og innihalds- ríkt efni, sem veki athygli á landi og þjóð og íslenskri knatt- spyrnu. Erlendis sé hreinlega hrópað á meira efni og fyrir- spurnir berist frá öllum heims- hornum. „Þróunin á samfélagsmiðlum er þannig að mesta eftirspurnin virðist vera eftir hreyfimyndum annars vegar og hins vegar efni sem veitir meiri innsýn í starf landsliðanna en næst með hefð- bundinni umfjöllun fjölmiðla. Þetta eru leiðirnar sem við er- um að fara og KSÍ mun gera mun meira af því að safna og vinna þannig efni en áður hefur verið gert. Gæðin aukin markvisst Við erum einnig að taka mjög markviss skref í því að auka gæðin á því efni sem við birtum og umgjörð þess efnis, m.a. með því að marka skriflega stefnu í því hvernig við vinnum á hverjum miðli fyrir sig. Dæmi um það má nefna að það er ekki hægt að nálgast vefsíðu KSÍ með sama hætti og t.d. Twitter eða Facebook. Við birtum ekki sama efni á öll- um miðlunum okkar og „tölum“ ekki með sama tóni á öllum miðlunum. Þarna þarf að vanda til verks og vinna eftir skil- greindu skipulagi til að ná sam- fellu og stöðugleika,“ segir Óm- ar Smárason. Hrópað á meira efni erlendis ÁHUGAVERT OG INNIHALDSRÍKT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.