Morgunblaðið - 21.02.2018, Blaðsíða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2018
Haldið verður upp á alþjóðadag
móðurmálsins í dag, miðvikudag, í
Veröld – húsi Vigdísar. Einkunnar-
orð alþjóðadags móðurmálsins í ár
snúast um að viðhalda fjölbreytni
tungumála og ýta undir fjöltyngi,
sem eru einnig meginmarkmið Vig-
dísarstofnunar – alþjóðlegrar mið-
stöðvar tungumála og menningar.
Í tilefni dagsins verður haldið
málþingið „Orðabækur: Fjölbreytni
tungumála, fjöltyngi og þýðingar“
þar sem rætt verður um mikilvægi
orðabóka fyrir tungumálafjöl-
breytni og til að byggja brýr á milli
menningarheima.
Jón Atli Benediktsson, rektor Há-
skóla Íslands, og fulltrúar margra
mikilvægra stofnana á þessum svið-
um, á Íslandi og í Evrópu, verða á
staðnum og taka þátt í málþinginu.
Með málþinginu er einnig haldið
upp á komu einstaks safns orða-
bóka og tímarita til landsins, en lík-
lega er um eitt stærsta safn orða-
bóka í heiminum að ræða. Safnið
verður varðveitt í Veröld. Að mál-
þinginu loknu verður haldin mót-
taka og gestum gefst kostur á því
að skoða orðabókasafnið.
Málþingið hefst kl. 14.30 og lýkur
17.30. Jón Atli opnar þingið og aðr-
ir sem taka til máls eru Sebastian
Drude frá Vigdísarstofnun; Christi-
an Galinski frá InfoTerm í Vínar-
borg; Robert Lew frá samtökum
evrópskra orðabókastofnana;
Ágústa Þorbergsdóttir og Ásta
Svavarsdóttir frá Stofnun Árna
Magnússonar; Arnt Lykke Jakob-
sen frá European Society for
Translation Studies; Renata Em-
ilsson Peskova frá „Móðurmál“;
Sofiya Dimitrova Zahova frá Vig-
dísarstofnun og Björgvin Andersen
frá þýðingamiðstöð utanríkisráðu-
neytisins.
Málþing um orðabækur og tungumál
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Rektor Jón Atli Benediktsson er einn
þeirra sem taka til máls í dag.
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
„Fyrir mér er þetta sérstakur við-
burður því að þetta verður í fyrsta
sinn sem ég spila sólótónleika á Ís-
landi,“ segir Ingi Bjarni Skúlason
djasspíanóleikari sem flytur eigin
tónsmíðar á Háskólatónleikum í dag.
Fara þeir fram á Litla torgi og hefj-
ast kl. 12.30. Aðgangur er ókeypis.
Verkin sem Ingi Bjarni mun spila
eru af ýmsum toga en öll undir áhrif-
um af norrænum þjóðlögum og
djassi.
Ingi Bjarni nam við Tónlistarskóla
FÍH, til 2011, og hélt eftir útskrift í
bachelor-nám í Den Haag í Hollandi.
Nú er hann búsettur í Gautaborg og
hefur verið í norrænu meistaranámi
sem tónlistarmaður og tónskáld.
„Það fer fram í Gautaborg, Kaup-
mannahöfn og Osló, ein önn í hverri
borg. Þetta er mjög áhugavert og
sérstakt nám sem ég hef notið,“ seg-
ir hann. „Þetta er fyrir tónlistar-
menn sem leika mikið sína eigin tón-
list – einmitt það sem ég geri.“
Hann bætir við að í náminu hafi
hann mikið stúderað tónsmíðar og
æft stíft en líka spilað á djass-
klúbbum, eins og hann gerði í gær-
kvöldi á Kex hostel með Frændfólk-
inu. „Áherslur í náminu í þessum
borgum hafa verið ólíkar, sem og
kennararnir og fólkið í skólunum –
þá eru borgirnar mjög ólíkar.“
En hvernig lýsir Ingi Bjarni
tónsmíðunum sem hljóma á Háskóla-
tónleikunum?
„Þetta er mín eigin þjóðlagatónlist
sem er opin fyrir spuna og svolitlar
tilraunir á köflum; með mínimal-
ískum en þó skilvirkum laglínum
ásamt hljómum sem endurspegla
hluti og fólk í lífi mínu …“ Hann
þagnar, bætir svo við: „Ef ég lýsti
tónlistinni of mikið finnst mér það
vera eins og að mála myndina of ít-
arlega fyrir hlustandann. Ég mun
leika tónlist og hlustandinn getur
ákveðið hvað honum finnst það
vera,“ segir hann. „Það er engin
ástæða til að setja þetta í flokka en
ef fólk vill kalla þetta djass þá er það
í lagi; það er þá þeirra upplifun á
tónlistinni.“
Sumarið 2015 gaf Ingi Bjarni út
sinn fyrsta geisladisk, Skarkala, og
fékk hann ágæta dóma í erlendum
djasstímaritum. Seinna á þessu ári
kemur svo út nýr tríódiskur með
tónlist Inga Bjarna, sem fengið hef-
ur nafnið Fundur.
Ingi Bjarni hefur nokkrum sinn-
um komið fram á Jazzhátíð Reykja-
víkur og hefur líka spilað á alþjóð-
legum hátíðum eins og í Kaup-
mannahöfn, Vilníus, Lillehammer og
Duketown í Hollandi.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Píanóleikarinn „Ef fólk vill kalla þetta djass þá er það í lagi; það er þá
þeirra upplifun á tónlistinni,“ segir Ingi Bjarni um verkin sem hann flytur.
„Eigin þjóðlagatónlist
sem er opin fyrir spuna“
Ingi Bjarni Skúlason kemur fram á Háskólatónleikum
Streymisþjón-
ustan Storytel,
sem er áskrift-
arþjónusta fyrir
hljóðbækur í
Evrópu, var opn-
uð hér á landi og
á íslensku í gær.
Storytel er með
yfir hálfa milljón
áskrifenda í níu
löndum og er Ís-
land tíunda landið þar sem þjón-
ustan er í boði á þjóðtungunni. Vef-
síðan er storytel.is og er áhuga-
sömum boðið að njóta þjónustunnar
frítt í tvær vikur.
Í tilkynningu segir að Storytel
megi lýsa sem „Spotify“ eða „Net-
flix“ hljóðbókanna nema hvað þjón-
ustan er á íslensku og viðskipta-
vinir geta hlustað ótakmarkað á
fjölbreytt úrval hljóðbóka í miklu
magni gegnum smáforrit á far-
símanum sínum … Þetta er fyrsta
þjónusta sinnar tegundar sem er
opnuð á Íslandi þar sem áhersla er
lögð á nýja jafnt sem eldri titla á ís-
lensku og ensku.“
Þá segir að markmið Storytel sé
að auka veg hljóðbóka hér og vera
leiðandi í þeirri þróun. Markaðs-
rannsóknir sýni að Íslendingar vilja
hlusta á íslenskar hljóðbækur og
Storytel muni leggja áherslu á ís-
lenskar bókmenntir.
Í byrjun býður Storytel hér upp á
bækur á íslensku og ensku. Í til-
kynningunni segir að í upphafi
verði nokkur hundruð íslenskir titl-
ar og yfir 30.000 á ensku í boði. Auk
þeirra bjóðist gott safn rafbóka en
aðeins sé greitt eitt áskriftargjald
fyrir rafbækur og hljóðbækur. „Úr-
val íslenskra hljóðbóka verður auk-
ið verulega á næstu árum og mun
útgáfuarmur Storytel framleiða um
eina bók á dag auk þess sem þjón-
ustan stendur öðrum útgefendum,
innlendum sem erlendum, sem vilja
koma efni sínu á framfæri til boða.“
Stefán Hjörleifsson er fram-
kvæmdastjóri Storytel á Íslandi.
Haft er eftir honum að opnun
Storytel á Íslendi marki ákveðin
vatnaskil fyrir íslenska hljóð-
bókaunnendur, sem hingað til hafi
setið eftir í miklum vexti hljóð-
bókageirans víðast erlendis.
Storytel er sænskt fyrirtæki en
annar stofnandi þess er íslenskur,
Jón Hauksson. „Fyrir mig sem Ís-
lending eru það nokkur tímamót að
geta farið heim og kynnt Storytel.
Það er góð tilfinning að geta gefið
eitthvað tilbaka, eitthvað sem ég er
viss um að verði hjartfólgið Íslend-
ingum,“ segir Jón.
Hljóðbókaveitan
Storytel opnuð
Stefán
Hjörleifsson
fyrir öll tölvurými og skrifstofur
Rafstjórn tekur út
og þjónustar kæli- og
loftræstikerfi
Kæling
Stangarhyl 1A • 110 Reykjavík • Sími 587 8890 • rafstjorn.is
Verð frá kr.
181.890 m/vsk
/////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////