Morgunblaðið - 21.02.2018, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2018
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Kynning á miðvikudag,
fimmtudag og föstudag
Gréta Boða verður á staðnum
og kynnir nýja farðan
LE TEINT ULTRA ásamt
vorlitunum í CHANEL
Verið velkomin
20% afslátturaf CHANEL vörumkynningardagana
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is | Ljósmyndir Rutar og Silju
MYND ER MINNING
Fermingarmyndir
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Tillaga fjármála- og efnahags-
ráðherra að fjármálastefnu fyrir ár-
in 2018-2022 sætir talsverðri gagn-
rýni í umsögnum sem borist hafa
fjárlaganefnd Alþingis á undan-
förnum dögum og vikum. Í nokkr-
um þeirra er m.a. varað við og sagt
vafasamt að fjármálastefnan bygg-
ist á afar bjartsýnislegri efnahags-
spá og verulegum launahækkunum
á sama tíma og verðbólga eigi að
haldast innan viðmiðunarmarka.
Viðskiptaráð bendir á að þessi
launaþróun muni þýða að kaup-
máttur íslenskra launa erlendis
muni vaxa um 17% næstu fimm ár,
eftir að hafa vaxið um 86% síðustu
fimm ár eða samtals um 118% á
einum áratug. ,,Þetta þýðir að ís-
lenskur launamaður getur árið
2022 flutt inn rúmlega tvöfalt dýr-
ari bíl fyrir sama hlutfall af laun-
unum sínum og hann gat árið 2012.
Þetta er þróun sem flest ríki geta
einungis látið sig dreyma um þar
sem kaupmáttarhækkun hleypur
yfirleitt á 1-2% á ári. Hér á landi
byggist stefna í opinberum fjár-
málum á slíkri fordæmalausri
hagspá og er það varasamt,“ segir í
umsögn ráðsins.
„Einfaldlega ábyrgðarleysi“
ASÍ telur upp ýmsa annmarka á
stefnunni. og telur tvísýnt hvort
þessi fjármálastefna muni styðja
við efnahagslegan og félagslegan
stöðugleika á komandi árum sökum
þeirra annmarka sem á henni séu.
Ríkisstjórnin ætli að draga úr að-
haldi í opinberum fjármálum og
getu til að standa undir útgjöldum
til frambúðar. Hætt er við því, að
mati ASÍ, að ef hægir á í efnahags-
lífinu muni tekjur ríkissjóðs ekki
duga til að fjármagna núverandi út-
gjöld og við blasi niðurskurður eða
aukin skattheimta þvert á hag-
sveifluna.
Samtök atvinnulífsins leggja fram
ítarlega umsögn og gagnrýna m.a.
að gert sé ráð fyrir litlum rekstrar-
afgangi á komandi árum. Ljóst sé að
uppsveiflan muni taka enda og telja
SA ,,einfaldlega ábyrgðaleysi að búa
ekki betur í haginn því það mun
margborga sig þegar harðnar á
dalnum,“ segir þar.
Jákvætt er hins vegar að mati SA
að stjórnvöld ætli sér áfram að
greiða niður skuldir en samtökin
vara við ef festa eigi Ísland í sessi
sem háskattaríki. „Það er jafn óá-
byrg stefna að stunda þensluhvetj-
andi fjármálastefnu á uppgangs-
tímum og að festa Ísland í sessi sem
háskattaríki,“ segir í umsögn SA.
Slík stefna komi niður á samkeppn-
ishæfni landsins. „Skattar voru
hækkaðir hér eftir 2008 og standa
þær skattahækkanir flestar
óhreyfðar. Í fjárlagafrumvarpi 2018
eru frekari skattahækkanir boðaðar
en engar skattalækkanir. Skapa
þarf rými svo hægt sé að draga úr
álögum á almenning en slíkt er
ómögulegt án þess að stjórnvöld
haldi aftur að útgjöldum.“
BHM segir vekja athygli að ný
ríkisstjórn skuli ekki lýsa því yfir
með afdráttarlausum hætti að mark-
mið hennar sé að koma á nýju og
bættu vinnumarkaðslíkani. Ríkis-
stjórnin verði að hafa skýrari sýn á
framvindu umbóta á vinnumarkaði.
Byggt á 40% hækkun launa
Samtök fjármálafyrirtækja gera
fjölmargar athugasemdir við stefn-
una og gagnrýna m.a. að ekkert sé
þar fjallað um áhrif fjármálastefn-
unnar á hagkerfið og hvaða áhrif
ætlast sé til að ríkisfjármálin hafi á
efnahagsframvinduna. Þá sé gert
ráð fyrir því að laun hækki í þjóð-
hagsspánni um 40% á spátímanum.
,,Hagþróun í nágrannalöndum hefur
undanfarin ár einkennst af mjög lít-
illi verðbólgu og litlum launahækk-
unum. Útlit er fyrir að svo verði
áfram í meginatriðum á næstu árum
miðað við alþjóðlegar spár. Fari
fram með þessum hætti þyngjast
kostnaðarskilyrði hér á landi veru-
lega miðað við þau ríki sem við kepp-
um við í útflutningi.“
Seðlabankinn heldur því fram í
sinni umsögn að þrátt fyrir að gert
sé ráð fyrir afgangi á ríkissjóði á
tímabilinu feli fjármálastefnan í sér
nokkra slökun á aðhaldsstigi opin-
berra fjármála frá fyrri fjármála-
stefnu. „Á tímabilinu 2017-2020
verður aðhald í ríkisfjármálum því
samtals 2% af landsframleiðslu
minna en gert var ráð fyrir miðað við
fjármálastefnu fyrri ríkisstjórnar.“
Slaknar á aðhaldi og
afgangurinn of lítill
Margar athugasemdir við fjármálastefnuna í umsögnum
Morgunblaðið/Hari
Í þingsal Fjármálastefna til næstu fimm ára er til umfjöllunar á Alþingi.
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
Embætti landlæknis hefur staðfest
að hafa til meðferðar kvörtun
manns í Ólafsvík, sem segir að
læknir á Heilbrigðisstofnun Vest-
urlands í Ólafsvík hafi synjað eig-
inkonu hans um læknisþjónustu
þegar hún slasaðist 21. janúar sl.
Konan lést níu dögum síðar.
Í svari landlæknisembættisins
við fyrirspurn Morgunblaðsins
segir að embættið geti ekki tjáð sig
um mál einstakra sjúklinga eða
heilbrigðisstarfsmanna.
Um kvartanir sé fjallað í lögum
um landlækni og lýðheilsu. Um það
hvort læknar geti neitað sjúkling-
um um þjónustu segi í lögum um
heilbrigðisstarfsmenn að heilbrigð-
isstarfsmanni sé heimilt að skorast
undan störfum sem stangast á við
trúar- eða siðferðileg viðhorf hans,
enda sé tryggt að sjúklingur fái
nauðsynlega heilbrigðisþjónustu.
Í leiðbeiningum landlæknis frá
2017, „Góðir starfshættir lækna“,
segi m.a. að læknir megi ekki neita
sjúklingi um eða fresta meðferð, þó
læknir telji gerðir sjúklings eða
lífsstíl hafa stuðlað að veikindum
hans, og að ekki megi neita sjúk-
lingi um meðferð á þeirri forsendu
að ástand sjúklingsins stofni lækn-
inum sjálfum í hættu. Komist land-
læknir að því að um vanrækslu,
mistök eða brot á starfsskyldum
heilbrigðisstarfsmanns hafi verið
að ræða fari um slík mál sam-
kvæmt lögum um landlækni og lýð-
heilsu.
Skv. upplýsingum frá Lækna-
félagi Íslands er einnig hægt að
leggja kvartanir fyrir siðanefnd fé-
lagsins sem geti veitt áminningu.
Landlæknir mót-
tekur kvörtun
Íbúi í Ólafsvík segir
lækni hafa synjað konu
hans um þjónustu
Morgunblaðið/Kristinn
Embætti landlæknis Hefur kvört-
un vegna málsins til meðferðar.
Hús íslenskra fræða er eitt af þeim
verkefnum sem bíða úrlausnar í
fjármálaáætlun til næstu fimm ára
sem nú er í vinnslu á Alþingi.
Enn stendur grunnurinn sem var
tekinn fyrir Hús íslenskra fræða við
Suðurgötu óhreyfður, tæpum fimm
árum frá því fyrsta skóflustunga
var tekin. Fyrir ári gaf þáverandi
forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins
það út að 400 milljónir yrðu settar í
Hús íslenskra fræða á árinu 2017 og
framkvæmdir áttu að hefjast um
haustið. Ekkert gerðist það ár.
Þrjú ár í framkvæmd
Samkvæmt upplýsingum frá Guð-
rúnu Ingvarsdóttur, forstjóra
Framkvæmdasýslu ríkisins, var
ákveðið í fyrra að fara í endur-
skoðun á kostnaðaráætlun hússins.
Í kjölfarið fór fram endurskoðun á
nokkrum þáttum í efnisvali og
hönnun með það að markmiði að
auka hagkvæmni framkvæmdarinn-
ar.
Að sögn Guðrúnar eru ráðgjafar
að ljúka uppfærslu útboðsgagna á
þeim grunni um þessar mundir.
Þegar niðurstaða fjármálaáætlunar
liggur fyrir er stefnt að útboði. Gert
er ráð fyrir að framkvæmdatími
verði um þrjú ár. ingveldur@mbl.is
Morgunblaðið/RAX
Húsgrunnur Hús Íslenskra fræða
bíður þess að rísa við Suðurgötu.
Hús íslenskra
fræða bíður enn