Morgunblaðið - 21.02.2018, Síða 20

Morgunblaðið - 21.02.2018, Síða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2018 Í Morgunblaðinu birtist þann 14. febrúar sl. grein eftir Helgu Völu Helgadóttur al- þingismann þar sem fjallað var um aðkomu barnaverndaryfirvalda að forsjár- og um- gengnisdeilum. Þar virðist nokkurs mis- skilnings gæta varðandi leiðbeiningar sem Barnaverndarstofa hefur veitt barnaverndarnefndum sveitarfélaga varðandi þeirra þátt í málum. Barnaverndarnefndir kanna uppeldisaðstæður og líðan barna Barnaverndarstofa hefur brýnt það fyrir barnaverndarnefndum að ávallt beri að kanna tilkynningar þar sem rökstuddur grunur er um að barn búi við óásættanlegar uppeldis- aðstæður, óháð því hvort foreldrar deila eða ekki, enda eru á hverjum tíma fjölmörg barnaverndarmál í vinnslu hjá nefndunum þar sem for- eldrar deila um forsjá og/eða um- gengni. Barnaverndarnefnd kannar þá málið með venjubundnum hætti og ber að beita sama mati á aðstæður og líðan barns og í öðrum málum sem tekin eru til skoðunar. Þegar könnun nefndarinnar leiðir í ljós að barni líður illa eða býr við óásættanlegar uppeldisaðstæður getur nefndin beitt þeim úrræðum og stuðningi sem lög heimila til að bæta aðstæður og líðan barns og fel- ast yfirleitt í stuðningi við barnið og/ eða fjölskyldu þess. Í alvarlegustu tilvikum hafa barnaverndarnefndir fjarlægt barn af heimili vegna ástandsins og vistað á hlutlausum stað, þó það sé sem betur fer afar sjaldgæft. Deilur um forsjá og umgengni eiga heima hjá sýslumannsembættum Það er rétt að Barnaverndarstofa hefur lagt á það áherslu að barna- verndarnefndir hafi ekki heimildir í lögum til að blanda sér í deilu for- eldra eða taka afstöðu með öðru þeirra, deilu sem Alþingi hefur falið sýslumönnum og dómurum að leysa úr. Barnaverndarnefndir verða að hafa trúverðugleika og traust beggja foreldra, sem getur aldrei orðið ef nefndirnar taka þátt í deil- um þeirra. Ráðgjöf til barnaverndarnefnda hefur miðast við að tryggja að þær beiti sér ekki í málum án lagaheim- ilda. Hér er mikilvægt að hafa í huga að á árinu 2012 tók Alþingi sjálft þá ákvörðun að barnaverndarnefndir ættu ekki að koma að deilum um um- gengni þar sem það þótti ruglings- legt og myndi lengja feril málanna ef þau væru samtímis til skoðunar hjá sýslumönnum og nefndunum. Barnaverndarkerfið má ekki misnota Þegar foreldrar eiga í hörðum deilum leiðir það stundum til þess að foreldrar reyna að koma höggi á hinn aðilann til að fá vilja sínum framgengt. Það er mikilvægt að barnaverndarnefndir skoði hverja tilkynningu fyrir sig svo barna- verndarkerfið verði ekki misnotað. Hafa barnaverndarnefndir þar gegnt mikilvægu hlutverki í að gæta hagsmuna barnanna svo ekki sé lagt á þau óþarfa álag með tilhæfulaus- um viðtölum. Mikilvægt að efla stjórnsýslu varðandi forsjá og umgengni Barnaverndarstofa tekur heils hugar undir ábendingar um að mik- ilvægt sé að efla embætti sýslu- manna og dómsmálaráðuneytið svo hægt verði að vinna málin miklu hraðar en gert er í dag og efla sér- fræðiþekkingu á málefnum og hags- munum barna og veita ítarlega ráð- gjöf og leiðbeiningar til foreldra, óháð því hvort formlegt erindi hafi borist þangað eða ekki. Barnaverndarstofa hefur líka um nokkurt skeið verið talsmaður þess að breyta þurfi ákvæðum laga er varða tálmanir, m.a. með þeim hætti að í stað þess að beina aðgerðum að barni með aðför þá verði aðgerðum stjórnvalda beint að tálmunarfor- eldri með það fyrir augum að geta komið eðlilegum samskiptum á við hitt foreldrið. Það er því fagnaðar- efni að þingmaðurinn sýni þessum málum áhuga og hvetur Barna- verndarstofa hann til dáða í að knýja fram aukið fjármagn og lagabreyt- ingar í þessum málum. Aðkoma barnaverndar- yfirvalda að forsjár- og umgengnisdeilum Eftir Heiðu Björg Pálmadóttur og Pál Ólafsson »Nokkurs misskiln- ings virðist gæta varðandi leiðbeiningar sem Barnaverndarstofa hefur veitt barnavernd- arnefndum sveitarfé- laga varðandi þeirra þátt í málum. Heiða Björg Pálmadóttir Heiða Björg er yfirlögfræðingur Barnaverndarstofu og Páll er sviðsstjóri ráðgjafar- og fræðslusviðs Barnaverndarstofu. Páll Ólafsson Á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna hinn 8/12 2017 sagði Nikki Haley, sendi- fulltrúi Bandaríkjanna, að stofnunin stæði framarlega í hópi þeirra afla er sýndu Ísrael fjandskap og ásakaði SÞ um kúg- unartilburði gagnvart Ísrael. Ég hafði ekki heyrt neitt í þá veru áður svo ég ákvað að kanna málið. Í ljós kom að Allsherjarþingið samþykkti 20 for- dæmingar á Ísrael árið 2016 en önn- ur lönd fengu samtals 6. Ég skoðaði líka árið 2010 en það ár voru álykt- anirnar gegn Ísrael 16 en Myanmar, Íran og N-Kórea fengu eina hvert. Er Ísrael virkilega það land í heim- inum sem brýtur lang-, langflestar alþjóðareglur? Næst kom röðin að Mannréttinda- ráði SÞ. Frá stofnun 2006 hefur ráð- ið fordæmt Ísrael oftar en öll hin lönd heimsins samanlagt og frá 30/6 2006 hefur árleg gagnrýni á Ísrael verið hluti af starfi ráðsins, en lítt er minnst á hegðun Palestínumanna. Ef til vill ætti ráðið að taka fyrir lög Palestínu nr. 19 frá 2004 sem mæla fyrir um greiðslur til þeirra sem ná að drepa eða særa einhverja Ísra- elsmenn og eru sterk hvatning til hryðjuverka. Gilda lög um mann- réttindi ekki um Ísra- elsmenn? Hinn 12/10 2017 til- kynntu Bandaríkin úr- sögn sína úr UNESCO vegna þess að þau telja stofnunina ekki hlut- lausa í deilum Palest- ínumanna og Ísraela. UNESCO virðist hafa ákveðið að landamærin fyrir 6 daga stríðið eigi að gilda og hefur skráð alla helgustu staði gyð- inga sem palestínskar fornminjar. Slíkt er ekki sanngjarnt gagnvart gyðingum því fyrir 1967, á meðan Vesturbakkinn var undir stjórn Jórdana, var þeim meinaður aðgangur að þessum stöðum og það sem fáránlegast er, sumar þessara fornminja, Grafhýsi Rakelar í Bethlehem og Grafhýsi Jóseps í Nablus, hafa Palestínumenn ítrekað reynt að eyðileggja frá 1996. Þeir hafa líka eyðilagt allt sem minnir á gyðinga á Gaza, líkt og arabar eyði- lögðu hina mikilfenglegu Hurva synagógu þegar þeir náðu austur- borg Jerúsalem á sitt vald 1948. Óvild gagnvart Ísrael eyðilagði einnig Alþjóðaráðstefnuna gegn ras- isma sem haldin var í Durban, S- Afríku 2001. Sendinefndir Ísraels og Bandaríkjanna yfirgáfu ráðstefnuna til að mótmæla því að Síonismi væri lagður að jöfnu við rasisma og fjöl- mörg lönd hafa hunsað síðari ráð- stefnur. Leggur um- heimurinn Ísrael í einelti? Eftir Ingibjörgu Gísladóttur Ingibjörg Gísladóttir EXPLORE WITHOUT LIMITS ® ARCTIC TRUCKS ÍSLAND EHF. KLETTHÁLSI 3 110 REYKJAVÍK SÍMI: 540 4900 NETFANG: info@arctictrucks.is www.arctictrucks.is DEKKJAÞJÓNUSTA TÍMABÓKANIR Í SÍMA 540 4900 JEPPADEKK fyrir íslenskar aðstæður VÖNDUÐ OG HLJÓÐLÁT DEKK UNDIR FLESTAR GERÐIR JEPPA OG JEPPLINGA. Ég hef mest rætt um kjör þeirra aldr- aðra og öryrkja, sem eingöngu hafa lífeyri frá almannatrygg- ingum, þ.e. hafa engan eða mjög lélegan líf- eyrissjóð. Þessi hópur hefur það verst. Ríkis- stjórnin skammtar honum svo naum kjör, að engin leið er að lifa af þeim. Það verður því að sleppa einhverjum útgjalda- liðum. Oftast verður læknishjálp út- undan, stundum lyf og í einstaka til- fellum er ekki nóg fyrir mat. Það er því ljóst, að það er verið að brjóta mannréttindi á þessu fólki. Þeir, sem vegna slysa, veikinda, örorku eða elli geta ekki framfleytt sér, eiga rétt á aðstoð frá hinu opinbera. Þetta eru stjórnarskrárbundin rétt- indi. Þar stendur, að aðstoða eigi framangreinda aðila, ef þarf. Það er einnig bundið í lög og stjórnarskrá að ekki eigi að mismuna þegnunum; ekki má mismuna öldruðum miðað við aðra þegna þjóðfélagsins. Sam- kvæmt sáttmála Sameinuðu þjóð- anna um réttindi fatlaðra á að með- höndla fatlaða (öryrkja) eins og þá sem ófatlaðir eru. Og Ísland hefur samþykkt þennan sáttmála. Það er kominn tími til, að Ísland fari eftir lögum og stjórnarskrá og virði al- þjóðasamninga, sem þjóðin hefur samþykkt. VG veldur vonbrigðum Vonir stóðu til, að ríkisstjórn und- ir forustu Vintri-grænna myndi leið- rétta kjör þessa hóps sem verst stendur. En því miður svo hefur ekki orðið. Ríkisstjórnin hefur ekki hækkað lífeyrinn um eina krónu. Það litla sem lífeyrir hækkaði um 1. janúar 2018 var ákveðið af ríkisstjórn Framsóknar og Sjálf- stæðisflokksins. Það er ekki unnt að slá því á frest að leysa þetta brýna vandamál. Það verður að gera það strax. Leiðrétta verður verstu kjörin nú þegar. Leiðrétting þolir enga bið Það þolir enga bið að leiðrétta kjör þeirra, sem verst standa, þ.e. þeirra, sem eingöngu hafa lífeyri frá almannatryggingum. Í dag hafa þeir, sem eru giftir og í sambúð meðal þeirra, 204 þúsund kr. eftir skatt. Allir sjá, að engin leið er að lifa af þeirri fjárhæð. Einhleypir hafa 243 þúsuns kr. eftir skatt. Það eru heldur engin ósköp. Lífeyrissjóðirnir áttu að vera viðbót við almannatryggingar Þeir sem hafa lélegan lífeyrissjóð, til dæmis 50 þúsund úr lífeyrissjóði á mánuði eða minna, eru lítið betur settir en þeir, sem hafa engan lífeyr- issjóð. En skerðingar á lífeyri al- mannatrygginga vegna greiðslna úr lífeyrissjóði eru gróf svik við eldri borgara. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var því lýst yfir, að þeir ættu að vera viðbót við almanna- tryggingar. Alþýðusamband Íslands gaf út yfirlýsingu 1969 þess efnis, að lífeyrissjóðirnir ættu að vera viðbót við lífeyri almannatrygginga. Ís- lenskt launafólk fór að greiða í líf- eyrissjóði á þessum forsendum, í trausti þess að lífeyrir úr lífeyris- sjóðum yrði hrein viðbót við lífeyri almannatrygginga. En þetta hefur Bætum kjör aldr- aðra, sem verst standa, strax Eftir Björgvin Guðmundsson Björgvin Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.