Morgunblaðið - 21.02.2018, Side 13

Morgunblaðið - 21.02.2018, Side 13
Mistök Versti leikritahöfundurinn, versti leikstjórinn og verstu leikend- urnir voru fengnir til að setja upp söngleik sem ætlað var að mistakast. öryggi og metnaður. Að sögn Mána hafa aldrei jafn- margir komið að söngleik hjá skól- anum. „Fyrir utan sviðslistahópinn sem telur 40 manns koma 100 manns í undirnefndum að söng- leiknum auk 20 stjórnenda. „Við verðum að viðurkenna það þrátt fyrir að við höfum sjálf tekið þátt í nemendasýningum á ýmsan hátt er Framleiðandinn mögnuð sýning og sú besta hingað til,“ sögðu fyrrverandi nemendur frá skólanum sem mættu á sýninguna á mánudag- inn. Grunnskólanemendur sem sóttu sýninguna voru ánægðir með hana og töldu sýninguna fyrir alla aldurshópa. Þeim fannst sumt í söngleiknum gamaldags en góður húmor í verkinu og mæltu með því. Listrænir stjórnendur söng- leiksins eru Vala Kristín Eiríks- dóttir leikstjóri, Margrét Eir Hönnudóttir söngstjóri og Unnur Elísabet Gunnarsdóttir dansstjóri. Næsta sýning á Framleiðend- unum verður sunnudaginn 25. febrúar kl. 14.00. Enn er hægt að fá miða á midi.is. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2018 Með nýju Opn heyrnartækjunum verður auðveldara að taka þátt í samræðum í fjölmenni og hljóðupplifun verður eðlilegri en nokkurn tímann fyrr. Opn heyrnartækin skanna hljóðumhverfið 100 sinnum á sekúndu til að aðgreina talmál frá hávaða og koma jafnvægi á hljóð í kringum þig. Þannig getur þú staðsett, fylgt eftir og einbeitt þér að þeim hljóðum sem þú vilt heyra. Prófaðu nýju Opn heyrnartækin í 7 daga Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880 Hefðbundin heyrnartæki Nýju Opn heyrnartækin Tímapantanir í síma 568 6880 www.heyrnartaekni.is „Það er æðilegt að leikstýra nemendum í Versló. Það hefur alltaf verið mikill metnaður í Verslunarskólanum fyrir árlega söngleiknum. Ég var sjálf í Versló og því er þetta nálægt hjartanu og ég er ótrúlega stolt,“segir Vala Kristín Eiríksdóttir, sem leik- stýrir verkinu, en Framleiðend- urnir eru frumraun hennar sem leikstjóri. Vala Kristín lék sjálf með með Versló og fékk þar staðfestingu á að draumurinn um að gerast leik- kona væri réttur. Hún er leikkona í dag. Vala Kristín segir nem- endur Versló ótrúlega metn- aðarfulla, vinnusama, hugrakka og opna. Það hafi því leikið í höndunum á henni að vinna með krökkunum. „Þau kenndu mér að leikstýra, það má segja það,“ segir Vala Kristín og bætir við að leiklist- arstarf Verslunarskólans hafi mikið aðdráttarafl og nem- endamótssýningin hafi verið ein af ástæðum þess að hún sótti um að komast í skólann. Vala segir það hafa mikla þýðingu fyrir nemendur að taka þátt í leiksýningum. „Að taka þátt í svona starf- semi með hóp þar sem all- ir hlekkir eru mikilvægir, skiptir miklu máli. Það þarf að ríkja traust og virðing milli þeirra sem taka þátt í verkefninu og það hefur mikið að segja á þessum árum í upp- vextinum, að ég tali ekki um fyrir þá sem vilja verða leikarar.“ Metnaðarfull og dugleg FYRSTA LEIKSTJÓRNIN Vala Kristín Eiríksdóttir Litagleði Mikið er lagt upp úr búningum, glamúr og litskrúðugum per- sónum. Fremstur á myndinni er Vilberg í hlutverki Roger Debris. Hark Max Bialystock, í hópi eldri kvenna. Max telur að eina leiðin til þess að fjármagna söngleiki á Broadway sé að gleðja þær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.