Morgunblaðið - 09.02.2018, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2018
Farið er yfir hildarleikinn í
Ísafjarðardjúpi í byrjun
febrúar 1968. Sigurður Þ.
Árnason, þá skipherra á Óðni,
er á meðal viðmælenda.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
24-37
09.02.2018
09 | 02 | 2018
Útgefandi
Árvakur
Umsjón
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Blaðamenn
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturjg@mbl.is
Líney Sigurðardóttir
lineysig@simnet.is
Sigtryggur Sigtryggson
sisi@mbl.is
Skapti Hallgrímsson
skapti@mbl.is
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Auglýsingar
auglysingar@mbl.is
Forsíðumyndina tók
Halldór Sveinbjörnsson
Prentun
Landsprent ehf.
Myndefni forsíðu 200 mílna að þessu sinni þekkja eflaust margir, en
þar gefur að líta Bjarnanúp og Snæfjallaströnd handan Ísafjarð-
ardjúps. Þar átti sér stað fyrir réttum fimmtíu árum mikill harm-
leikur, þegar ofsaveður geisaði á landinu og herjaði einna verst á
Vestfirði. Fjallað var um hamfarirnar í Sunnudagsblaði Morgunblaðs-
ins 4. febrúar, en hér í þessu blaði er reynt að gera þeim enn betri
skil. Fjölmargar og ólíkar sögur urðu til þessa örlagaríku daga, hvort
sem um ræðir skipherra um borð í varðskipinu Óðni, 19 ára vélstjóra
í siglingu upp á líf og dauða, eða ungan Breta sem á ótrúlegan hátt
kemst lífs af eftir að togari hans sekkur í hríðarbyl.
Sjónum er þó ekki aðeins beint aftur í tímann og til marks um það
er myndin hér að ofan, þar sem sjá má hvar nýsmíði HB Granda,
Engey RE, lætur úr höfn í Reykjavík. Í blaðinu er meðal annars komið
við í laxeldi Arnarlax á Vestfjörðum, farið yfir samkeppnisforskot
Kanada í sjávarútvegi og slegið á þráðinn norður í Barentshaf.
Ljósmynd/Borgar Björgvinsson
Engey RE lætur úr höfn í Reykjavík
Blaðamaður Morgunblaðsins á Ak-
ureyri spyr hvernig nýi togarinn
Kaldbakur hafi reynst, en hann
kom til landsins fyrir tæpu ári.
10
Gísli Unnsteinsson skipstjóri er
norður í Barentshafi á snjó-
krabbaveiðum. Þær hefur hann
stundað frá árinu 2014 en þar mun
veðrið vera betra en hér við land.
46
Hafborg EA, nýtt skip útgerðar-
félagsins Hafborgar í Grímsey, er
komið til landsins. Stefnt er að því
að hefja fyrstu veiðarnar á morgun.
18
Markús Alexandersson fór fyrst til
sjós fyrir um 66 árum. Hann er enn
með skipstjórnarréttindi og verður
84 ára í sumar. Markús rekur ævin-
týri sín um heimsins höf.
42-43