Morgunblaðið - 09.02.2018, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2018
Líney Sigurðardóttir
skrifar frá Þórshöfn
F
rá áramótum er búið að landa um 13
þúsund tonnum af loðnu hjá Ís-
félaginu á Þórshöfn, þar af hafa um
1.400 tonn verið fryst en annað far-
ið í fiskimjölsverksmiðjuna,“ segir Siggeir
Stefánsson, framleiðslustjóri Ísfélagsins á
Þórshöfn. Skipin liggja nú í landi vegna
þess að mjög lítið bættist við úthlutun á
loðnu og verður því sem eftir er haldið eft-
ir fyrir hrognatöku sem hefst í lok febrúar.
Skip Hafrannsóknastofnunar hafa mælt
magn loðnu í sjónum undanfarið og síðasta
föstudag gaf stofnunin út að ekki yrði
mælt með nema 77 þúsund tonna viðbót-
arkvóta.
Í samtali við Siggeir kemur fram að
þetta séu mikil vonbrigði fyrir bæði fyr-
irtæki, starfsmenn og sveitarfélög sem
stóla á tekjur og vinnu
við vinnslu á loðnu-
afurðum.
„Á loðnuvertíðinni í
fyrra kom í ljós þegar
leið á vertíðina að það
var miklu meira af
loðnu í sjónum alls-
staðar í kringum landið
en stofnunin hafði
mælt fyrir og í byrjun
vertíðar. Það vekur
furðu að ekki skuli vera hægt að mæla
loðnustofninn með nákvæmari hætti með
þeirri aðferð sem beitt er við loðnurann-
sóknir í dag, samanborið við fyrri aðferðir.
Í ljósi niðurstöðunnar í fyrra hefði verið
eðlilegt og sjálfsagt að stofnunin hefði far-
ið í greiningu á því hvað hefði farið úr-
skeiðis og hvað hefði mátt gera betur í
samvinnu við útgerðirnar.“
Loðnuvertíðin endaslepp eftir tillögu Hafró
Ljósmyndir/Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn Siggeir segir niðurstöðu Hafrannsóknastofnunar mikil vonbrigði fyrir þá sem stóli á loðnuna.
Siggeir
Stefánsson
Ísfélag Vestmannaeyja hefur verið í
fararbroddi við vinnslu á loðnu-
hrognum á Íslandi í gegnum tíðina.
Sömu aðilarnir hafa keypt hrogn af
Ísfélaginu í nokkra áratugi og hafa
myndast sterk og góð viðskiptabönd.
Markaðir fyrir hrognin eru víða um
heim og eru helstu markaðirnir í As-
íu og Austur-Evrópu.
Á Þórshöfn er verið að endurnýja
frá grunni allan búnað við loðnu-
hrognavinnslu félagsins og verður
hún eftir þær breytingar með full-
komnustu hrognavinnslum í heimi.
Gert er ráð fyrir að nýja verk-
smiðjan verði klár upp úr miðjum
febrúar.
Vinna Verið er að endurnýja allan búnað við loðnuhrognavinnsluna frá grunni.
Með fullkomnustu
hrognavinnslum í heimi
Loðna Hrogn í vinnslu hjá Ísfélaginu.
Í desember 2015 kom nýr bátur til hafnar á
Þórshöfn þegar Ísfélag Vestmannaeyja hf.
keypti Litlanes ÞH-3. Með í kaupunum fylgdu
aflaheimildir og auk þess keypti félagið viðbót-
araflaheimildir á síðastliðnu ári þannig að í
dag eru þær um 900 þorskígildistonn á bátnum
og er það að mestu þorskur. Haustið 2016 voru
gerðar viðamiklar breytingar á bátnum þar
sem hann var lengdur, byggt var yfir hann,
sett mjög góð slægingaraðstaða um borð ásamt
ýmsum öðrum minni breytingum. Eftir breyt-
ingarnar er Litlanes betur útbúið á veiðar og
til þess að koma með góðan fisk í land til
vinnslu í frystihúsinu á Þórshöfn.
Óhætt er að segja að koma Litlaness ÞH
með þetta miklar aflaheimildir sé heilmikil
lyftistöng fyrir stað eins og Þórshöfn þar sem
skapast sex bein störf á sjó og í landi. Öllum
þorskinum er landað til vinnslu í frystihúsi Ís-
félagsins á staðnum og hefur það styrkt grunn-
inn í rekstri þess. Hefur starfsmönnum verið
fjölgað og eru þeir núna um 50 manns vegna
aukins hráefnis sem berst til vinnslunnar. Ís-
félagið gerir einnig út tvo togbáta til bolfisk-
veiða sem landa afla sínum í frystihús félagsins
í Vestmannaeyjum og á Þórshöfn eftir þörfum.
Flutti frá Garði til Þórshafnar
Baldur Reynir Hauksson er skipstjóri á Litla-
nesinu ÞH og hefur verið það frá byrjun.
Hann gerir ráð fyrir að róa frá Djúpavogi út
febrúar og hefur áhöfnin þar ágæta aðstöðu.
Aflanum er ekið til Þórshafnar, þ.e. öllum
þorskinum en meðafli fer á fiskmarkað á
Djúpavogi.
„Það er fínt fiskirí, stór fiskur, milli 5-6 kg
meðalþyngd en tíðin hefur verið afar leiðinleg,“
sagði Baldur, „desember og janúar voru erfiðir
mánuðir en Litlanesið er fínt sjóskip sem fer
vel með mannskapinn.“ Baldur Reynir flutti úr
Garðinum til Þórshafnar fyrir rúmlega tveimur
árum þegar Litlanesið var keypt til Þórshafnar
og leist vel á starfið og staðinn.
„Ég var einn hér fyrsta árið en okkur leist
vel á staðinn og eftir árið ákváðum við fjöl-
skyldan að flytja alveg til Þórshafnar,“ sagði
Baldur en fjölskyldan hefur nú keypt einbýlis-
hús á Þórshöfn og unir þar hag sínum vel.
Sex störf urðu til með Litlanesinu
Á sjó Koma Litlaness hefur reynst mikil lyftistöng fyrir Þórshöfn. Landað er á staðnum, sem styrkir vinnsluna.
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Ísfélag Vestmannaeyja hf. er eitt af stærstu sjávarútvegs- fyrirtækjum landsins
með um 250 starfsmenn til sjós og lands. Það rekur frystihús og
fiskimjölsverksmiðjur í Vestmannaeyjum og á Þórshöfn og gerir út sex skip. Ísfélag
Vestmannaeyja hf. var stofnað árið 1901 og er elsta starfandi hlutafélag landsins.
Frystihúsið á Þórshöfn auglýsir laust starf:
Vinnslustjóri
Nánari upplýsingar veitir Siggeir Stefánsson framleiðslustjóri í síma 894-2608 eða í netfangi siggeir@isfelag.is.
Umsóknir sendist eigi síðar en 20. febrúar 2018 á Eyrarveg 16, 680 Þórshöfn, eða á ofangreint netfang.
Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað.
Menntunar og hæfniskröfur:
· Nám í sjávarútvegi og/eða mikil reynsla
af verkstjórn og mannahaldi
· Þrautseigja og úthald
· Skipulagshæfni
· Sjálfstæði og hæfni í mannlegum samskiptum
Starfssvið og helstu verkefni:
· Dagleg stjórnun vinnslunnar í samráði
við verkstjóra og framleiðslustjóra
· Mannauðsmál
· Umsjón gæðamála
· Sérverkefni
Vinnslustjóri vinnur náið með verkstjórum og framleiðslustjóra. Framleiðsla Ísfélagsins er
vertíðarskipt. Á uppsjávarvertíðum er unnið á vöktum og þess á milli er unninn bolfiskur.