Morgunblaðið - 09.02.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.02.2018, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2018 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is V arla þarf að kynna skipa- smíða- og hönnunarfyr- irtækið Rafnar fyrir les- endum blaðsins. Mikið hefur verið skrifað um þetta spennandi fyrirtæki og bylt- ingarkennda skipsskrokkinn sem Rafnar hefur þróað. Undanfarin þrjú ár hefur fyrirtækið notað til að kynna hönnun sína um allan heim og greinilegt að margir hafa áhuga. Að sögn Páls Einarssonar yfir- hönnuðar er núna komið að kafla- skilum hjá Rafnar og tímabært að hefja fjöldaframleiðslu. „Við höfum notað síðustu ár í að skapa okkur sem mestan sýnileika og það hefur skilað tilætluðum árangri. Margar fyrirspurnir og samningagerð í gangi, undanfari pantana og auk undirritaðra smíðasamninga sem þegar liggja fyrir, svo að auka þarf framleiðslugetuna.“ Rafnar hefur m.a. sótt snekkju- sýninguna í Mónakó og fengið mikla umfjöllun í virtum tímaritum. Á þessu ári verður Rafnar áberandi á sýningum bæði í Evrópu og Banda- ríkjunum og stefnt er að því að sýna skemmtibátaútgáfu af bátnum Leiftur 1100 í Mónakó. Árið 2016 fékk Leiftur 1100 viðurkenningu Royal Institution of Naval Archi- tects fyrir tímamótahönnun og mun Flengur 850 fá sömu fjöðrina í hatt- inn fyrir árið 2017. „Við höfum náð þetta langt með frekar smáu teymi fjölhæfra sér- fræðinga sem geta og gera allt, kunna að bjarga ýmsu og hafa lagt mikið af mörkum við vöruþróunina hjá fyrirtækinu, en nú er runnið upp nýtt skeið sem mun kalla á annars konar sérhæfingu og áherslu á framleiðslu frekar en þróun,“ segir Páll. Þægilegri sigling Skipsskrokkur Rafnar hefur ein- staka eiginleika. Hann heggur síður í öldurnar sem gerir siglinguna mun mýkri, jafnvel ef siglt er á miklum hraða. Páll segir þetta þýða að minni hætta sé á slysum um borð og hægt sé að gera ferðina töluvert þægilegri fyrir fólkið um borð. Þá láta skip með Rafnar-skrokknum líka betur að stjórn við erfiðar að- stæður. Þetta felur í sér að áhöfn er óþreyttari til að takast á við krefjast verkefni, en þreyta er einmitt ein meginástæða mannlegara mistaka sem aftur leiða til flestra slysa á sjó. Meðal þeirra fyrstu til að koma auga á möguleika Rafnar-skrokks- ins var Landhelgisgæslan sem unnið hefur náið með fyrirtækinu að þróun slöngubáts. Sá bátur hefur reynst vera lykillinn að erlendum mörk- uðum: „Upphaflega stóð til að smíða skemmtibáta og snekkjur, en gekk erfiðlega. Hins vegar hefur verið mikill áhugi hjá snekkjueigendum að nota slöngubáta frá Rafnar bæði sem þjónustubáta til að ferja fólk og vörur á milli lands og snekkju og sem öryggisbáta sem vakta snekkj- urnar og verja,“ útskýrir Páll og bætir við að það geti verið mikið æv- intýri að koma til móts við óskir snekkjueigenda. „Þetta eru mjög kröfuharðir viðskiptavinir og biðja okkur iðulega um að smíða mjög lít- inn bát með mjög miklum útbúnaði. Stundum verðum við hreinlega að segja þeim að ekki sé gerlegt að verða við óskum þeirra ef báturinn á ekki að sökkva.“ Páll segir að vonir standi til að vinsældir slöngubátanna verði á endanum til þess að vekja áhuga fjársterkra kaupenda á möguleikum Rafnar-skrokksins í stærri bátum og gera fyrirtækinu kleift að ráðast í smíði stærri báta og skipa en einn- ig að gera leyfissamninga við skipa- smíðastöðvar erlendis um að nota skrokkhönnunina. „En það er harð- ur slagur á þessum markaði enda mikið upp úr því að hafa ef vel gengur.“ Vilja gera nýja björgunarbáta Það gæti verið langt í fyrstu Rafn- ar-snekkjuna, en vonandi er styttra í að fyrirtækið framleiði meðalstóra báta fyrir björgunarsveitirnar. Á dögunum birti Rafnar fallegar tölvuteikningar á Facebook-síðu sinni sem sýna hvernig nýr og betri björgunarbátur gæti litið út. „Lög- um samkvæmt þarf að vera floti björgunarbáta hringinn í kringum landið en þeir bátar sem núna eru í notkun eru töluvert úr sér gengnir og ljóst að ráðast verður í endurnýj- un á næstu árum. Draumurinn okk- ar er að fá að teikna og þróa nýja báta sem gætu komið í staðinn fyrir þá gömlu, og væru á allan hátt betri, öruggari og hraðskreiðari bátar en þeir sem eru núna í notk- un.“ Skipsskrokkur Rafnar býður upp á ótal möguleika og heldur sömu eftirsóknarverðu eiginleikunum hvort sem um er að ræða litla blöðrubáta eða risasnekkjur, vél- knúna báta eða seglbáta. Einu tilvikin þar sem hönnun Rafnar hentar ekki nógu vel er í keppnisbátum, því að mýkri sigling kemur á kostnað örlítið tapaðs hraða. „Ef miðað er við mótorafl erum við að tapa um 5-6% af topphraðanum sem þætti ekki æskilegt í kappsigl- ingu. Þar er fólk líka tilbúið að fórna ýmsu fyrir hraðann, og lætur þægindin mæta afgangi ef það þýðir að takist að komast í mark á undan andstæðingunum,“ segir Páll. Lögun skipsskrokksins ætti líka að geta nýst í sjávar- útvegi og t.d. létt skipverjum siglinguna á litlum trillum og hraðfiskibátum þegar haldið er út á miðin. Páll segir þó ósennilegt að Rafnar hætti sér út á smábátamark- aðinn, enda geta tíðar breytingar á reglum um fiskveiðar breytt rekstrarforsendunum í einni svipan. „Í smíði smárra fiskveiðiskipa eru laga- og reglugerðabreytingar stærsta áskorunin. Mikil vinna fer í að hanna og und- irbúa smíði á smábátum sem fullnægja gildandi reglum, og geta smávægilegar breytingar kippt fótunum undan rekstrinum með því að kveða á um að skip af tiltekinni stærð eða lögun séu skyndilega orðin kvótaskyld eður ei.“ Eins og fyrr var nefnt getur Rafnar selt skipa- smíðastöðvum leyfi til að framleiða skip sem byggjast á skrokkshönnun Rafnar. „Ef eftirspurnin er nægilega mikil gæti það reynst góð leið til að stækka fyrirtækið á næstu árum,“ segir Páll og bætir við að unnið sé að því að stækka tengslanetið við erlenda aðila sem hafa áhuga á leyfissamningum. „Samstarf við erlendar skipa- smíðastöðvar getur líka verið æskilegt enda erfitt að keppa í verði við skipasmíðastöðvarnar umhverfis Eystrasalt sem hafa byggt upp mikla sérþekkingu í smíði trefjabáta. Með leyfissamningum náum við inn á markaði þar sem við ættum annars erfitt með að koma okkur inn sjálfir án þess að auka markaðsstarf og afkastagetu framleiðslu til muna. Sumum af þessum mörkuðum er ekki mögulegt að sinna sem íslensk skipasmíðastöð í út- flutningi, og mætti t.d. nefna stóra útboðssamninga fyrir hernaðaryfirvöld þar sem pantaðir eru margir tugir báta í einu.“ Nýtt skeið að renna upp hjá Rafnar Eftir vel heppnað kynn- ingarstarf er mikill áhugi á bátunum frá Rafnar og setur fyrirtækið sig núna í stellingar fyrir fjöldaframleiðslu. Möguleikar Lögun skrokksins hentar jafnt smáum sem stórum bátum.Öldugangur Bátur af gerðinni Leiftur 1100 málaður í her-gráum lit. Metnaður Páll fyrir framan fullsmíðaðan bát á verkstæði Rafnar. Fyrirtækið langar að hanna nýja og betri björgunarbáta sem yrðu til taks hringinn í kringum landið. Gæti hentað sjávarútveginum Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.