Morgunblaðið - 09.02.2018, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2018
Stendur í þeim ritað að um hádegi
hafi ísing byrjað að hlaðast á togar-
ann og hreyfingar hans orðið þyngri.
Var áhöfninni þá skipað út að
höggva ísinn, þrátt fyrir bágborinn
verkfærakost. Um kvöldið var
ástandið svo orðið ískyggilegt en
skipið var þá orðið yfirísað, báðar
ratsjárnar óvirkar vegna ísingar og
dýptarmælirinn virkaði ekki vegna
hafróts. Loftskeytamaðurinn hafði
þá heyrt síðasta kallið frá Ross Cle-
veland, sem greint er frá á síðu 32,
og ef til vill hugsuðu skipverjarnir
hvort þeir færu niður næst.
En skyndilega var eins og skipið
tæki stökk og í fyrstu vissu menn
ekki hvað var að gerast. Ærandi
brimgnýr kæfði flest annað en í
gegn heyrðust lætin þegar skipið
nuddaðist við grýttan sjávarbotninn.
Skipið hafði strandað á Snæ-
fjallaströnd.
Björgunarbátar voru settir út en
skipstjórinn gaf fyrirmæli um að
ekki mætti fara út í þá. Þeir áttu að
vera til taks við síðuna ef skipið
skyldi brotna í briminu. Þegar fyrsti
gúmbáturinn var sjósettur gekk sjór
yfir skipið og hreif hann með sér.
Einn hásetanna kastaði sér um borð
í bátinn meðan hann flaut með síð-
unni. Gekk þá aftur sjór yfir skipið
og hvolfdi bátnum og maðurinn fór í
sjóinn en á undraverðan hátt tókst
skipsfélögum hans að bjarga honum
um borð. Maðurinn var mjög kaldur
og fljótlega fór að draga verulega af
honum. Lést hann í höndum félaga
sinna
Sendingar Heiðrúnar slitnuðu
Um tólf tímum áður, klukkan 12.20 á
hádegi sunnudagsins, hafði Ísafjarð-
arhöfn tilkynnt varðskipinu Óðni að
mótorbáturinn Heiðrún II ÍS-12
hefði farið frá bryggju í Bolungarvík
og væri í Djúpinu með bilaða ratsjá
og dýptarmæli. Mælirinn komst þó
fljótlega í lag og ætlaði áhöfnin þá að
setja út ljósdufl til að lóna við.
„Klukkan 21.55 óskaði Heiðrún
eftir að við kæmum til hennar, til að
staðsetja bátinn, þar sem hann and-
æfði við ljósdufl undir Bjarnanúp, að
hann taldi,“ segir Sigurður.
Komu skilaboðin í gegnum Guð-
mund Péturs ÍS-1, sem var við
bryggju á Ísafirði og hafði verið í
sambandi við bátinn, en mjög illa
gekk að hafa samband við Heiðrúnu
þar sem sendingar frá henni slitn-
uðu mikið í sundur. Hún virtist þó
heyra vel til annarra stöðva.
„Klukkan 23.15 töldum við okkur
vera við hlið Heiðrúnar, 1,2 sjómíl-
um sunnan við Bjarnanúp, og var
bátnum tilkynnt um staðinn.
Skömmu áður en komið var til báts-
ins herti veðrið þó mjög mikið og um
sama leyti fór Kelvin Hughes-
ratsjáin að sýna illa vegna ísingar,
en Sperry-ratsjáin var þegar óvirk
af sömu orsökum.“
Skip sáust ekki í ratsjánni
„Það hvarflaði að manni, þegar mað-
ur var inni í Djúpi í þessu veðri, með
ekkert skyggni, að fara út á rúmsjó
og andæfa þar. Árekstrarhættan var
svo mikil. Ég hef ekki ennþá heyrt
neinar áreiðandi tölur, hversu marg-
ir togarar voru í vari í Djúpinu, en
fjöldinn var þónokkur,“ segir hann
og bætir við að hann telji að undir
Grænuhlíðinni þessa nótt hafi verið
um tuttugu til fjörutíu íslenskir tog-
arar.
„Þá hef ég aldrei, hvorki fyrr né
síðar, lent í annarri eins krísu hvað
varðar að sjá í kringum skipið. Það
var ekki hægt að opna gluggana í
brúnni vegna veðurs. Ratsjáin var
nánast það eina sem hélt okkur frá
því að sigla upp á land, því í henni
mátti sjá móta fyrir útlínum strand-
lengjunnar. Smærri hlutir á borð við
skip sáust ekki.“
Var ákveðið að lóna undir Grænu-
hlíð til að freista þess að hreinsa loft-
netið.
„Þá voru góð ráð dýr því það var
ekki viðlit að fara að senda mann
upp stigann utan á turninum,“ segir
Sigurður. „En lítil lúga var aftan við
ratsjárloftnetið og ég spurði II.
stýrimann, Pálma Hlöðversson,
hvort hann treysti sér til að fara upp
í turninn innan frá. Hugsaði ég að ef
ég bakkaði skipinu upp í veðrið þá
fengist skjól við lúguna og hann
kæmist upp til að hreinsa ratsjána.
Hann játti þessu, fór upp og þetta
tókst.“
Í sömu andrá og Pálmi nær að
hreinsa loftnetið kemur tilkynning
frá Ísafirði um strand Notts County.
Tekur varðskipið stefnuna þangað.
„Á leiðinni að Notts County töld-
um við okkur sjá í ratsjánni skip,
sem gæti verið Heiðrún. Var hún þá
á svipuðum stað og áður, en þá var
samband við bátinn rofið og heyrðist
ekkert í honum eftir það. Bolvíking-
arnir báðu okkur um að blindsenda
upplýsingar til Heiðrúnar, um að
leita frekar vars undir Grænuhlíð-
inni. Þar væri minni vindur. En við
vissum aldrei hvort þau skilaboð
bárust áhöfninni.“
Á gúmbát yfir í togarann
Þegar komið var á strandstaðinn um
miðnætti aðfaranótt mánudagsins
geisaði ofsaveður á þessum slóðum
og ljóst orðið að langharðast var
veðrið sunnan við Bjarnanúp. Ekk-
ert þótti hægt að gera að svo stöddu,
til bjargar bresku skipverjunum.
Einum og hálfum tíma síðar til-
kynnti togarinn Kingston Andalu-
site að Ross Cleveland hefði sokkið
tveimur tímum áður. Enginn skip-
verja hefði komist af.
Varðskipið hóf aftur leit að Heið-
rúnu klukkan tvö um nóttina og hélt
henni áfram til klukkan sjö, án ár-
angurs. Aftur var haldið á strand-
stað Notts County klukkan átta og
var þá mun meiri vindur þar, undir
Bjarnanúpnum, en vestar í Djúpinu.
Það var fyrst um klukkan 13.35 sem
fært þótti að hefja björgunar-
aðgerðir:
„Ég spurði þá Pálma og Sigurjón
[Hannesson, I. stýrimann] hvort
þeir treystu sér til að fara yfir í
togarann á Zodiac-bátnum, ef ég
færi eins grunnt á skipinu og ég
treysti mér. Þeir þyrftu þá að brúa
tvö hundruð, þrjú hundruð metra.
Þeir játtu því báðir,“ segir Sigurður.
„Þá um leið fór ég að efast, var
þetta rétt ákvörðun? En, maður varð
að ýta því frá sér og halda áfram með
það sem búið var að ákveða.“
Zodiac-báturinn var með utan-
borðsmótor og um borð voru tveir
óútblásnir 10 manna björgunarbátar,
sem nýttust þeim Pálma og Sigurjóni
sem ballest á leiðinni yfir.
Sigurður segir að þarna hafi ekki
verið langt um liðið síðan gúmbát-
arnir komu fram á sjónarsviðið. Þar
áður voru aðeins trébátar um borð í
varðskipunum. „Þá hefði ekki þurft
að spyrja að leikslokum.“
„Eftir að báturinn var farinn frá
okkur hafði ég samband við Ísafjörð,
á rás 16, til að láta vita af því hvað
væri að gerast. Bara svo það vissi
einhver af því, annar en bara við. Á
sama tíma var ég í sambandi við
Pálma og Sigurjón og sagði þeim að
fara ekki frá togaranum fyrr en við
værum tilbúnir, það er komnir eins
nálægt og ég þyrði.“
Einn metri frá botnstykkinu
Voru þessar mínútur langar, sem
biðin tók eftir þeim Pálma og Sig-
urjóni?
„Blessaður vertu, maður hafði
engan tíma til að velta því fyrir sér.
Það var svo mikið að gerast,“ segir
Sigurður og tekur dæmi:
„Ég var með loftskeytamanninn á
dýptarmælinum, og þegar hann segir
mér að það séu einn til tveir metrar
undir skipinu, þá kemur ekki að
gagni að hugsa um neitt annað en
það.“
Ljóst er að varðskipið hefur ekki
mátt fara mikið nær landi.
„Hann tjáði mér að það væri einn
metri til botns undir botnstykki
skipsins. Ég vissi hins vegar sem var,
að botnstykkið var ekki á neðsta
hluta skipsins.“
Pálma og Sigurjóni gekk greiðlega
að ná mönnunum í björgunarbátana
og var aðgerðum lokið um 14.30. Var
þá haldið í land á Ísafirði, þar sem
læknir tók við þeim.
Á þriðjudeginum var haldið á
strandstað til þess að sækja lík skip-
verjans sem lést og það flutt til Ísa-
fjarðar. Síðan hélt varðskipið þaðan
til þess að leita að Heiðrúnu í Jökul-
fjörðum. Sú leit bar engan árangur.
„Við skiljum þetta ekki“
„Ég hef oft hugsað það, ef við hefðum
séð Heiðrúnu og komið að henni,
hvort við hefðum getað aðhafst nokk-
uð þessa nótt,“ segir Sigurður.
„Það eru að eiga sér stað þarna í
Djúpinu undraverðir hlutir, þegar
fimm hundruð upp í átta hundruð
tonna skip eru að farast vegna veð-
urofsans,“ segir hann og bendir á
ótrúlega lífsbjörg Harry Eddom,
skipverjans af Ross Cleveland, sem
fannst kaldur og hrakinn í landi.
„Fyrir okkur sem þekkjum þetta,
við skiljum þetta ekki. Eins og sjór-
inn var þessa nótt, þá er erfitt að
gera sér í hugarlund að nokkur hafi
komist lífs af. Sjórokið varð svo mik-
ið og það fraus jafnharðan og það
kom yfir skipið. Maður þakkaði sín-
um sæla að vera þarna á þetta
traustu skipi, eins og Óðinn hafði
reynst.“
„Foreldrar mínir keyptu sér íbúð vestur á Framnesvegi,
rétt fyrir ofan Selsfjöruna. Fyrstu sporin sem maður fór út,
fjögurra eða fimm ára, þau voru niður í Selsfjöru að skoða
báta,“ segir Sigurður spurður hvort hann hafi alltaf stefnt
að því að starfa á sjó. „Allt mitt líf hefur síðan þá snúist
um báta.“
Sigurður var fastráðinn skipherra hjá Landhelgisgæsl-
unni árið 1959 og hafði því gegnt þeim starfa í tæpan ára-
tug þegar atburðir þessir gerðust.
„En ég var búinn að vera eins og hundur, hlaupandi á
milli í afleysingum, ýmist á skipunum, í fluginu, nú eða á
bílunum,“ segir hann og hlær á sama tíma og blaðamaður
hváir. „Það er lygilegt að segja frá því að maður hafi góm-
að bát í landhelginni á bíl,“ bætir hann við og segir svo frá:
„Ég var kunnugur vestur á Reykjanesi og vissi að undir
Reykjaneskinninni voru togbátarnir oft að toga mjög
grunnt. Svo við fórum, ég og Guðmundur Kjærnested í fé-
lagi við tvo aðra, slóðann út á Reykjanes. Þá sáum við
bátana bara einhver hundruð metra frá klettunum, og
þegar þeir sáu bílinn er ljóst að menn um borð fóru að
hugleiða sinn gang. Við heyrðum hrópin: „Hífa, hífa!“ þeg-
ar við beygðum niður klappirnar. En þeir voru upplýstir í
myrkrinu þannig að við gátum séð nafnið á stýrishúsinu.
Síðar kom í ljós að formaðurinn um borð í einum bátn-
um var fyrrverandi skólabróðir minn úr Stýrimannaskól-
anum. En það er ekki vert að minnast á nein nöfn,“ segir
Sigurður og hlær aftur við.
Ferli hans sem skipherra lauk árið 1989. „Ég var bara
búinn. Það gekk það mikið á,“ segir hann en bætir við að
systursonur hans og nafni, Sigurður Steinar Ketilsson, sé í
dag skipherra á varðskipinu Þór. „Hann tók við mínu kefli
hjá Gæslunni.“
Gómaði togara á bíl Gæslunnar
Lífið snúist um báta Fyrstu
spor Sigurðar voru tekin niður
í Selsfjöruna frá Framnesvegi.
Ísingin þakti Óðin að utan og hlóðst hún á hann með hverri öldu, eins og á önnur skip í Djúpinu. Togarinn á strandstað. Myndirnar tók Valdimar Jónsson, loftskeytamaður á Óðni, eftir að veðrið lægði.
Hildarleikur í Djúpinu
Ljósmynd/Valdimar Jónsson Ljósmynd/Valdimar Jónsson