Morgunblaðið - 09.02.2018, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2018
Hildarleikur í Djúpinu
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
M
aður hefði ekki trúað því
að veðrið gæti orðið
svona vont,“ segir
Pálmi Hlöðversson,
sem var II. stýrimaður
á Óðni í hamfaraveðri febr-
úarmánaðar 1968, þá 25 ára. „Það
hefur aldrei neitt veður komist ná-
lægt þessu, öll þessi ár síðan.“
Var það þá vindurinn eða ísingin
sem var svona erfitt að eiga við?
„Hvort tveggja, frostið var það
mikið að allt sem kom á skipið, það
fraus. Hvort sem það var snjókoma
eða sjávardropar – það skipti ekki
máli, það var frosið um leið,“ segir
Pálmi, sem síðar varð skipherra.
Vindurinn sá um ferðina aftur
Eins og fjallað var um hér á undan, í
samtalinu við Sigurð Þ. Árnason, þá
skipherra á Óðni, fór Pálmi ásamt
Sigurjóni Hannessyni, sem þá var I.
stýrimaður, á litlum Zodiac-gúmbát í
ólgusjó yfir í strandaða togarann
Notts County.
„Reyndar stóð vindurinn af landi,
þannig að við vorum ekki í neinum
brotsjó. En það mátti ekkert standa
upp úr, þá var það fokið á haf út.
Enda var lítið búið að lægja þegar
þarna var komið við sögu, til þess að
gera. En dagsbirtan var þó komin og
því var allt annað að eiga við þetta.“
Um borð í bátnum höfðu þeir
Pálmi og Sigurjón tvo óútblásna
björgunarbáta, sem nýttust þeim
sem ballest á leiðinni á móti veðrinu.
„Þegar við komum að togaranum
blésum við upp annan björgunarbát-
inn, en þá var þegar björgunarbátur
við síðu togarans, sem þeir voru bún-
ir að henda út. Þessa tvo báta gátum
við bundið saman og þeir fóru níu í
hvorn bát. Þá drógum við svo á eftir
okkur, en vindurinn sá nú eiginlega
um að koma okkur frá togaranum og
yfir í Óðin.“
Níutíu tonn af ís á dekkinu
Pálmi segir Bretana um borð í Notts
County í raun hafa verið búna að gef-
ast upp.
„Það sem bjargaði þessum mönn-
um hreinlega var að togarinn strand-
aði. Annars hefði honum hvolft og
hann sokkið. Mönnum reiknaðist til
að það hefðu verið ein níutíu tonn af
ís ofan á dekkinu á togaranum. Þetta
var það lítill togari að hann hefði ekki
þolað meira.“
Pálmi segir vélarrúmið hafa fyllst
af sjó, en vistarverur og annað hafi
ekki blotnað.
„Það voru íbúðir þar fyrir aftan og
þær voru alveg þurrar, þegar við
komum um borð daginn eftir ósköp-
in. Öll þeirra sængurföt og teppi, allt
var þetta þurrt. Þá var eldhúsið
þurrt og þar var sömuleiðis fjöldi
dagblaða sem hefðu getað nýst til að
kveikja upp í eldavélinni, en einnig
voru þarna kol til að kynda. Þrátt
fyrir þetta allt saman varð að taka að
ég held tólf eða þrettán tær og fingur
af mönnum, þegar komið var til Ísa-
fjarðar, vegna kals,“ segir Pálmi.
„En málið var að þeir fóru ekki úr
brúnni, því þeim fannst togarinn
vera að farast – hann náttúrlega
hreyfðist eitthvað í botninum. Þetta
hefði ekki þurft að fara svona illa. En
þeir vissu það ekki, skipstjórinn gaf
skipun um að allir þyrftu að vera
uppi í brú, þar væru þeir öruggastir.“
„Allir að reyna að bjarga sér“
Alla nóttina leitaði varðskipið að
Heiðrúnu, mótorbátnum frá Bolung-
arvík.
„Það var búið að biðja áhöfnina á
Heiðrúnu um að lýsa á okkur þegar
og ef við kæmum að henni. En þessa
nótt, á meðan við vorum að leita, þá
voru það heil 24 skip sem lýstu á okk-
ur. Ástandið var þannig að um leið og
við nálguðumst skip þá var þetta eina
tækið sem þau höfðu til að afstýra
árekstri, að lýsa okkur upp. Aldrei
vissi maður hvort þetta voru togarar,
bátar eða hvað – við sáum bara ljós-
bjarmann, því skyggnið var ekki
neitt. Ekki hjálpaði að skipin voru
yfirísuð og því erfitt að greina útlín-
urnar.“
Pálmi segir ringulreið hafa ríkt í
Djúpinu þessa nótt.
„Það voru allir að reyna að bjarga
sér. Það var það eina sem hægt var.
Þegar áhöfnin á Heiðrúnu lætur út
bauju og segist ætla að halda sig við
baujuna, þá vildi svo illa til að þeir fá
ekki leiðbeiningar frá vönum heima-
mönnum um að halda sig frá Bjarna-
núpnum og Snæfjallaströndinni, þar
sem veðrið var verst. Því miður barst
engin tilkynning um að menn ættu að
halda sig þar fjarri,“ segir Pálmi. „Í
dag er vitað hvar hún sökk, rétt und-
an Bjarnanúpnum, ekki langt frá
staðnum þar sem Ross Cleveland
hvolfdi.“
Skást inni á Jökulfjörðum
Afi Pálma, Bæring Pálmi Guð-
brandsson, fórst árið 1912 í Djúpinu.
Segir Pálmi að svo virðist sem engin
framför hafi orðið hvað varðar vitn-
eskju um hvar sé öruggast að vera í
svona áhlaupum.
„En við fundum það þarna um
nóttina að það er skást að vera inni á
Jökulfjörðum. Á móti þorpinu sem
var á Hesteyri er malarfjara sem
hægt er að sigla skipum upp í. En
þetta kom ekki fram í öllu öngþveit-
inu.“
Pálmi segist viss um að varðskipið
hafi eitthvert sinnið um nóttina kom-
ið að Heiðrúnu.
„En við vissum aldrei hvaða skip
var um að ræða. Við sáum bara þenn-
an ljósbjarma í gegnum sortann, og
lítið annað hægt að gera.“
Það tekur hann því sárt að heyra
því fleygt að Óðinn hafi yfirgefið
Heiðrúnu til að koma togaranum til
aðstoðar.
„Það er tóm della. Ef þetta hefur
verið Heiðrún sem við komum að
þarna fyrst, þá vorum við á leið inn á
Jökulfirði til að hreinsa af radarnum.
Það var ekkert hægt að hjálpa togar-
anum í svartamyrkri, en við leituðum
alla nóttina að Heiðrúnu, um allt
Djúpið.“
Hvernig heldurðu að menn séu
búnir undir annað eins veður, ef það
gengi yfir í dag?
„Skipin eru orðin stærri og senni-
lega betri að einhverju leyti. En ég
held að við höfum ekkert lært af
þessu, því miður. Það er til dæmis
ekki búið að gefa neitt út um það, að í
Ísafjarðardjúpi í norðaustanbáli, þá
haldi menn sig þar sem veðrið er
skárra. Það hefur ekki verið rann-
sakað. Í raun finnst mér fátt hafa
breyst síðan afi fórst þarna fyrir
rúmri öld, árið 1912.“
„Hefði ekki þurft að fara svona illa“
Á siglingu Óðinn var smíðaður árið 1959 og reyndist sérlega vel sem björgunarskip. Skiðið bjargaði áhöfnum strandaðra eða sökkvandi skipa samtals fimm sinnum.
Baksíða Morgunblaðið 6. feb. 1968. Óðinn fann ekki skipið í sortanum, segir þar.
Rifjar upp Pálmi Hlöðversson, fyrrver-
andi stýrimaður á Óðni og skipherra.
Pálmi Hlöðversson var
25 ára þegar hann
kom skipverjum Notts
County til bjargar.
Um borð í varðskipinu Óðni, 16. október 1968.
Pálmi tekur við gullorðu, The Sea Gallantry Medal,
úr hendi A. S. Halford-MacLeod sendiherra Breta.
Á milli þeirra er Sigurður Þ. Árnason skipherra.
Ljósmynd/Bragi Guðmundsson