Morgunblaðið - 09.02.2018, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2018
Hnakkaþonið – hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Háskól-
ans í Reykjavík, þar sem þeir keppast við að þróa lausnir fyr-
ir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki, fór fram fyrr á árinu. Í dóm-
nefnd sátu Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandic Group,
Bylgja Hauksdóttir, umboðsaðili North Coast Seafoods Ltd.,
Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskipa, Heiðrún Lind Marteins-
dóttir, framkvæmdastjóri SFS, Jóhanna Vigdís Guðmunds-
dóttir, framkvæmdastjóri tengsla í HR, Karl Már Einarsson,
útgerðarstjóri Brims, og Þorgeir Pálsson, aðjunkt við við-
skiptadeild HR.
Í áskorun keppninnar að þessu sinni þurftu nemendurnir
að finna leiðir til að auka sölu á sjófrystum ufsa til hótela og
veitingahúsakeðja í Bandaríkjunum og var verkefnið þróað í
samvinnu við Brim hf., Eimskip og umbúðagerðina Sam-
henta.
Liðið „Say Iceland“ bar sigur úr býtum, en það skipuðu
þau Tinna Brá Sigurðardóttir, meistaranemi í mannauðs-
stjórnun og vinnusálfræði, Sóley Sævarsdóttir Meyer laga-
nemi, Julia Robin de Niet, skiptinemi í tækni- og verk-
fræðideild, og Serge Nengali Kumakamba og Yvonne
Homoncik, skiptinemar í lagadeild.
Hópurinn mun heimsækja Seafood Expo North America,
stærstu sjávarútvegssýningu N-Ameríku í Boston í mars, í
boði Icelandair Group og sendiráðs Bandaríkjanna á Íslandi.
Hópurinn lagði til að lögð yrði aukin áhersla á íslensk
gæði, sjálfbærni og jafnt framboð allt árið um kring í mark-
aðssetningu á ufsa á Bandaríkjamarkaði. Þróað verði nýtt
vörumerki, „Say Iceland“, og byggð upp aðstaða til full-
vinnslu í Portland í Maine í Bandaríkjunum, þar sem ufsinn
verði marineraður, reyktur eða hjúpaður brauðraspi.
Sérstök áhersla verði þá lögð á markaðssetningu á minni
einingum fyrir mötuneyti háskóla, hjúkrunarheimila og
vinnustaða. Sem dæmi um stærð þess markaðar bentu nem-
endurnir á að yfir ein milljón nemenda sækti háskóla í New
York-borg einni. Aukin áhersla verði þá lögð á markaðs-
setningu beint til neytenda í framtíðinni.
Beindu sjónum að lausnum í sjávarútvegi
Morgunblaðið/Eggert
Verðlaun Liðið fær að
launum ferð til Banda-
ríkjanna á sjávarútvegs-
sýninguna í Boston.
Gleði Liðsmenn „Say Ice-
land“ gátu fagnað þegar
úrslitin voru kynnt.
Framtak-Blossi er umboðsaðili
fyrirVOLVO PENTA á Íslandi
Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is
Framtak-Blossi
kappkostar að bjóða
góða þjónustu og
sanngjarnt verð á
varahlutum.
Hafið samband við
þór í síma 895-3144
eða hafthor@blossi.is
Haf