Morgunblaðið - 09.02.2018, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2018
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
É
g ætlaði aldrei að verða
sjómaður,“ sagði Markús
Alexandersson skipstjóri.
Hann fór fyrst til sjós fyr-
ir um 66 árum og hefur
verið skráður í skiprúm samtals í
meira en 50 ár. Markús verður 84
ára í sumar og ber aldurinn vel,
gengur teinréttur og kvikur í
hreyfingum. Fyrir einu og hálfu ári
fór hann í Slysavarnaskóla sjó-
manna og aflaði annarra tilskilinna
vottorða til að endurnýja skip-
stjórnarréttindi sín til fimm ára.
Hann fer enn til sjós.
Markús fæddist 1. júlí 1934 á
Grund í Kolbeinsstaðahreppi en
þaðan var Alexander M. Guð-
mundsson, faðir hans. Margrét A.
Friðriksdóttir, móðir hans, kom úr
Hnífsdal og var af sjómannsættum.
Þau bjuggu í Reykjavík þar sem
Markús ólst upp.
„Fyrstu kynni mín af sjó-
mennsku voru að fara með Lax-
fossi upp í Borgarnes, ælandi og
spúandi,“ sagði Markús. „Upp úr
stríðinu var mikill aumingjadómur í
þjóðfélaginu. Atvinnuleysi og svo-
leiðis. Mig langaði að læra vél-
virkjun en komst hvergi að sem
lærlingur. Friðrik bróðir minn, sem
var ári eldri en ég, fór til Noregs
að ná sér í siglingatíma. Ég komst
að því að ef maður færi til Noregs
að vori til væri alltaf hægt að fá
þar pláss. Svo ég fór út 17 ára, vor-
ið 1952, og réði mig sem dekks-
dreng á 16.000 tonna tankara.
Þetta þótti risaskip í þá daga.“
Siglt um heimsins höf
Pláss á tankskipum voru ekki eft-
irsótt því skipin voru mikið í hafi
og stoppuðu stutt í höfn. Á ráðn-
ingarskrifstofunni var Markúsi
bent á pláss um borð í Etnefjell og
sagt að útgerðin væri góð, skipið
gott og yfirmennirnir góðir. Hann
þáði plássið, fór um borð rétt við
Liverpool í Englandi og fann ekki
til sjóveiki enda var skipið stórt og
fór betur í sjó en gamli Laxfoss.
Þeir sigldu fyrst suður til Frakk-
lands, svo til Kúveits í Persaflóa og
aftur til Englands. Næst lá leiðin
til Curaçao í Karíbahafi og þaðan
til Alsír og Líbanon við Miðjarð-
arhaf. Einnig var siglt til Banda-
ríkjanna, Japans og víðar. Í Japan
var losuð brennsluolía á herskip
sem tóku þátt í Kóreustríðinu.
Markús var á tankskipinu fyrstu 11
mánuði sína til sjós. Þeir komu aft-
ur til Bandaríkjanna í byrjun árs
1953 þegar McCarran lögin höfðu
tekið gildi. Þau voru sett til að
verja Bandaríkin fyrir áhrifum
kommúnisma.
„Okkur var stillt upp og fullt af
liði spurði hvort við værum komm-
ar og um alls konar aðra útúrdúra.
Áður hafði þetta verið ósköp eðli-
legt,“ sagði Markús. Hann sagði að
áhöfnin hefði öll staðist prófið. „Við
vorum kornungir og ekkert að
spekúlera í stjórnmálum. Það var
nóg fyrir okkur að spekúlera í
stelpunum í höfnunum!“
Vorið 1953 fór Markús á frakt-
skip hjá norsku Wilh. Wilhelmsen
útgerðinni. Hún átti 50 skip, hvert
þeirra 10.000 tonn. Þetta voru svo-
nefndir línufraktarar, sigldu sam-
kvæmt áætlun með farm og gat
hvert skip einnig flutt 12 farþega.
Þeir lögðu upp frá Ósló og svo voru
þræddar 43 helstu hafnirnar á leið-
inni til Muroran í Norður-Japan og
aftur til Ósló. Túrinn tók sex mán-
uði. Japanstogararnir svonefndu
voru einmitt smíðaðir í Muroran.
Markús átti eftir að sigla einum
þeirra, Jóni Vídalín, til Írans. Það
gerði hann fyrir um tveimur árum.
Markús kom heim vorið 1954 eft-
ir tvö ár í siglingum. Þá réði hann
sig á togarann Þorstein Ingólfsson
RE. Skipstjóri var Þórður Her-
mannsson frá Ísafirði, bróðir
Sverris, fyrrverandi bankastjóra og
ráðherra, Gísla útgerðarmanns og
þeirra bræðra.
„Við fórum í saltfisktúr á Hal-
anum. Ég hugsaði hvað ég væri að
gera þarna, kominn úr hitabeltinu
og norður undir heimskautsbaug!
En maður lærði góða sjómennsku
þarna um borð. Ég var fyrst settur
í pontuna, skolaði flatta fiskinn upp
úr sjó í kari og henti fiskinum nið-
ur í lest. Svo var ég settur í að
hausa. Körlunum þótti ég ekki
nógu fljótur fyrst en þetta lærðist.
Við fórum svo á ísfisk, það var
miklu rólegra.“
Strandaglópar á Flateyri
Næst lá leið Markúsar á Akureyna
AK þar sem Pétur Breiðfjörð var
skipstjóri. Fiska átti í skipið og
sigla til Þýskalands, en lítið aflað-
ist. Þeir fóru til Flateyrar og um-
skipuðu aflanum um borð í togar-
ann Bjarna Ólafsson AK, einnig frá
Akranesi, svo hann gæti siglt.
„Við drifum í að halda ball á
Flateyri og körlunum tókst ein-
hvern veginn að útvega brennivín.
Ég var bindindismaður, hvorki
reykti né drakk. Einn togarajaxl-
inn sagði við mig: „Markús, þú ert
alltaf edrú. Þú passar fyrir mig
frakkann og bomsurnar.“ Ég hitti
einhverja stelpu á ballinu, fylgdi
henni heim og dreif mig svo um
borð. Þá spurði jaxlinn: „Markús,
hvar er frakkinn og bomsurnar?“
Ég fékk Ólaf Ingimarsson, besta
vin minn um borð, til að fara með
mér að ná í frakkann og boms-
urnar. Við fundum bomsurnar en
frakkinn var farinn. Þegar við kom-
um aftur niður á bryggju sáum við
skutljósin á skipunum á útleið.
Stýrimaðurinn hafði séð okkur um
borð en vissi ekki að við fórum aft-
ur í land.
Það var hávetur og mið nótt. Við
röltum þarna um illa klæddir en
komumst inn í rafstöðina þar sem
maður var á vakt. Við fengum að
leggja okkur á dívan og lentum svo
í sjúkraskýlinu, því það var allt
ófært. Svo náum við Esjunni til
Ísafjarðar og réðum okkur þar á
togarann Ísborgina.“ Um jólin fóru
þeir félagarnir heim til Reykjavík-
ur eftir miklum krókaleiðum vegna
ófærðar á landi.
„Þá réði ég mig á norskan tank-
ara hér í Laugarnesinu,“ sagði
Markús. Þaðan sigldu þeir til Cu-
raçao og svo til Englands. Þar var
skipið selt og Markús kom heim í
annað sinn með Reykjafossi. Hann
fór á vertíð í Vestmannaeyjum og
reri á Blátindi VE. Um sumarið
var hann á togaranum Karlsefni
RE.
Eins og fimm stjörnu hótel
Friðrik, bróðir Markúsar, var
nýbúinn að ljúka Stýrimannaskól-
anum. Bræðurnir fóru til Noregs
vorið 1956 þar sem Friðrik réði sig
á norskt skip og fór um borð í það í
Bandaríkjunum. Markús fékk pláss
hjá Leif Høegh-skipafélaginu.
Áhöfnin tók við splunkunýju frakt-
skipi í Hamborg, Hoegh Cliff, og
sigldi til Bandaríkjanna og þaðan
til Singapúr. Súez-skurðurinn var
lokaður vegna stríðsátaka í um átta
mánuði og þurftu þeir að sigla suð-
ur fyrir Afríku. Eftir ár um borð í
þessu skipi munstraði Markús sig á
annað skip í New York. Farmenn
fengu þá 29 daga dvalarleyfi í
„Ég ætlaði
aldrei að verða
sjómaður“
Markús Alexandersson skipstjóri hefur siglt um öll
heimsins höf. Hann fór 17 ára í siglingar á norskum
skipum og var lengi í siglingum erlendis. Markús
verður 84 ára í sumar og er enn að sigla.
Stema kerrurCompair loftpressur
Breitt úrval atvinnutækjaGæðavörur fyrir sjávarútveginn
FPT bátavélarDoosan báta- og skipavélar
Við græjumþað
Til sjós eða lands
Opið 8:30 - 17:00 virka daga - Sími: 562 3833
asafl.is
HJALLAHRAUNI 2, 220 HAFNARFIRÐI