Morgunblaðið - 09.02.2018, Side 43
FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2018 MORGUNBLAÐIÐ 43
Bandaríkjum. „Það var ævintýri að
vera í New York. Norðmennirnir
voru með margra hæða hótel í Bro-
oklyn fyrir sjómenn. Þarna voru
líka danskar, sænskar og norskar
ráðningarskrifstofur og frá fleiri
löndum með störf fyrir sjómenn,“
sagði Markús. Hann fékk pláss á
norska skipinu Acadia. Þeir lestuðu
kol í Norfolk og sigldu með þau til
Muroran í Japan með viðkomu í
Honolulu þar sem tekin var olía.
„Þar með hafði ég lokað hringnum
í kringum hnöttinn árið 1957,“
sagði Markús.
Friðrik bróðir hans var orðinn
stýrimaður hjá United Fruit
Company (UFC), sem var um-
fangsmikið í bananarækt. Skipin
sigldu undir fána Hondúras en all-
ur aðbúnaður eftir bandarískum
kröfum. Markús sagði að vel hefði
verið búið að mannskapnum.
„Þetta var eins og fimm stjörnu
hótel, enda voru þeir með eitthvað
af farþegum líka.“
Lauk farmannaprófi 1960
Markús fékk bréf frá Friðriki bróð-
ur sínum sem sagðist vera orðinn
leiður á að hafa litla bróður sem
hásetablók hjá Norðmönnum.
„Ég er búinn að ráða þig sem 3.
stýrimann þegar þú ert búinn með
skólann,“ skrifaði Friðrik. Markús
sagði það ekki hafa hvarflað að sér
fram að því að fara í Stýrimanna-
skólann. Hann dreif sig heim 1958
og fór í undirbúningsdeild og lauk
farmannaprófi
vorið 1960. Þá fór
hann til New
York og varð 3.
stýrimaður á syk-
urskipi frá UFC,
S.S. Toltec. Þeir
gerðu út fimm
sykurskip sem
voru eins og
gamli Tröllafoss.
Markús var ekki
lengi á sykurskipinu og var þá ráð-
inn á svonefndan bananabát, ban-
anaflutningaskip. Hann sigldi hjá
þeim næstu fimm árin og sneri þá
heim 1965, alkominn. Næstu átta
árin starfaði hann við ýmislegt í
landi. Þá fór hann aftur á sjóinn.
Fyrsti túrinn er eftirminnilegur.
„Ég fór einn túr á Selfossi til
Bandaríkjanna. Við lágum í New
Jersey þegar rafmagnið fór af
norðausturríkjunum. Það bara
slökknaði á Manhattan! Það var dá-
lítið sérstakt að sjá það,“ sagði
Markús. Hann leysti af sem stýri-
maður á elsta Herjólfi 1974 og um
haustið varð Markús skipstjóri á
flutningaskipinu Hvalsnesi sem
Skapti Skúlason gerði út. Þeir voru
í flutningum í Norðursjónum,
Eystrasaltinu og suður í Miðjarð-
arhaf. Skapti keypti annað skip,
Frendo Simbi, og sigldi Markús því
m.a. með sprengju- og vopnafarm
til landa í Afríku og við Persaflóa.
Þá var nýbúið að opna Súez-
skurðinn aftur eftir átta ára lokun í
kjölfar sex daga stríðsins 1967.
Afleysingaskipstjóri víða
Steypustöðvarnar keyptu dæluskip-
ið Perlu. Markús var skipstjóri á
því í um tvö ár. Þá keypti Kristinn
Guðbrandsson í Björgun skipið.
Markús var eftir það mikið í afleys-
ingum á hinum og þessum skipum,
meðal annars hjá Pálma Pálssyni
sem átti útgerðina Nes. Hann var
skipstjóri á Svaninum, sem var
systurskip Hvalsness, og viðloðandi
Nes til ársins 1999. Þá var Hauk-
urinn, sem áður hét Freyfaxi og
var sementsflutningaskip, seldur.
Norskir kaupendur Hauksins báðu
Markús að sigla honum suður í
Karíbahaf. Þar var Markús með
skipið í tæpt ár í malarflutningum,
aðallega á milli eyjanna Curaçao og
St. Martin, sem er hollensk-frönsk
eyja.
„Þeir vilja ekki nota sandinn af
ströndunum sínum í steypu og
flytja því inn steypumöl. Á Curaçao
eru þeir að brjóta niður heilt fjall
og flytja mölina út. St. Martin er
lítil eyja. Maður
er klukkutíma að
keyra hringinn og
hefur þá bæði
verið í Hollandi
og Frakkalandi!
Við sigldum líka
til Kólumbíu og
menn með afsag-
aðar haglabyssur
gættu skipsins út
af eiturlyfjarugl-
inu,“ sagði Markús. Hann var hjá
þessu norska skipafélagi í þrjú ár
alls. Sigldi m.a. innan fjarða í Nor-
egi með möl og sand fyrir norsku
vegagerðina og steypustöðvar í
Ósló.
Markús sneri aftur heim og var
þá dálítið í því að lóðsa erlend
flutningaskip með áburð eða salt á
hafnir á ströndinni. Hann var ráð-
inn lóðs á flutningaskipinu Axel,
sem gert var út frá Akureyri, en
skipstjórinn var rússneskur. Skipið
var með þrjá öfluga krana, sá
stærsti gat lyft 52 tonnum. Skipið
flutti m.a. flotbryggjur til margra
hafna. Axel var einnig frystiskip.
Markús leysti síðan af sem skip-
stjóri á Axel og sigldi með frosið
refafóður til Danmerkur. Þar tók
skipið farm sem fluttur var til
hinna ýmsu hafna landsins.
Helga RE sótt til Taívans
Markús fór einnig að ferja íslensk
skip á milli landa. Hann sótti
togarann Helgu RE 49 til Taívans
árið 2009 fyrir Ármann Ármanns-
son, útgerðarmann í Ingimundi hf.
„Þetta var nýtt skip. Ásgeir S.
Ásgeirsson var fyrsti stýrimaður
með mér. Hann hafði áður farið
með mér með gamla Haukinn í
Karíbahafið og við höfðum báðir
siglt mikið í Noregi. Þórarinn Sig-
urbjörnsson hafði haft eftirlit með
smíði skipsins og var yfirvélstjóri.
Elísabet Rós Jóhannesdóttir, kona
Þórarins, var kokkur. Það var al-
veg lúxus að hafa Betu, hún stóð
sig vel. Oft vantar kokkinn um
borð þegar verið er að ferja skip.
Ég get sagt þér að það eru al-
gjörlega sálarlaus skip sem eru
kokklaus. Það er varla hægt að
bjóða mönnum upp á það. Venju-
lega er lágmarksmannskapur, fjór-
ir, um borð, en við vorum sex á
Helgu RE. Hjálmar Halldórsson
var fyrsti vélstjóri og Skúli Björn
Árnason, vinur Ásgeirs, var „fjöl-
miðlafulltrúi“ og hélt dagbók um
ferðina,“ sagði Markús. Komið var
við á Srí Lanka til að taka olíu og
kost og einnig á Möltu. Heimsigl-
ingin tók alls 56 daga.
Markús var einnig skipstjóri
þegar lystisnekkjan Amelia Rose
var sótt í höfn nyrst í Kaliforn-
íuflóa, Kyrrahafsmegin. Mexíkósk-
ur auðjöfur lét smíða snekkjuna en
missti hana vegna fjárhagserf-
iðleika 2007. Þá komst hún í ís-
lenska eigu. Siglt var suður til Pa-
nama og í gegnum
Panamaskurðinn til Fort Lauder-
dale í Flórída. Þar fór snekkjan í
klössun. Að henni lokinni fór áhöfn-
in aftur út og sigldi snekkjunni til
St. Johns á Nýfundnalandi og svo
þaðan til Íslands. „Þetta er ábyggi-
lega flottasta skip á Íslandi,
snekkjan er öll úr útskornum harð-
viði að innan,“ sagði Markús. „Það
var gaman að sigla henni.“
Markús fór sem stýrimaður með
Guðmundi Hafsteinssyni skipstjóra
að sækja Gullfoss, sem nú heitir
Sailor, til Englands. Nú síðast fór
Markús sem stýrimaður á gömlu
Dröfn RE þegar hún var ferjuð frá
Las Palmas á Kanaríeyjum til Co-
nakry í Gíneu í V-Afríku. Þórður
Magnússon togaraskipstjóri var
skipstjóri í þeirri ferð sem tók viku
tíma. Markús fór út 12. desember
og kom heim annan í jólum.
Farsæll sjómannsferill
„Ég hélt að þú ætlaðir að ráða mig
til að sigla þegar þú hringdir,“
sagði Markús þegar hann tók á
móti blaðamanni Morgunblaðsins.
„Ég er alltaf tilbúinn að stökkva af
stað, ef ekki sama dag og hringt er
þá daginn eftir.“
Sjómannsferill Markúsar hefur
verið farsæll. Hann kvaðst aldrei
hafa lent í sjávarháska. Auðvitað
voru oft brælur en skipin það góð
að engin hætta var á ferðum.
Markúsi þótti gott að sigla með
Norðmönnum og átti langan feril á
norskum skipum. Hann sagði að
stundum liti hann á sig sem hálfan
Norðmann eftir góð kynni af
frændum okkar.
Morgunblaðið/Eggert
Skipstjórinn Markús Alexandersson fór fyrst
til sjós fyrir um 66 árum. Hann hefur siglt um
öll heimsins höf og verið skráður í skiprúm
samtals í meira en hálfa öld. Markús er með
skipstjórnarréttindin í gildi og siglir enn.
Ljósmynd/Úr einkasafni
Í siglingum Markús var 3. stýrimaður á sykurflutningaskipi United Fruit Comp-
any, S.S. Toltec, árið 1960, þá nýútskrifaður úr farmannadeild Stýrimannaskólans.
1. stýrimaður var Jónas Þorsteinsson, sem síðar var lóðs í Panama-skurðinum.
„Við fórum í saltfisktúr
á Halanum. Ég hugsaði
hvað ég væri að gera
þarna, kominn úr hita-
beltinu og norður undir
heimskautsbaug!“
Hlíðasmára 11 (neðanverðu) | 201 Kópavogur | Sími 551-3000 | hermann@ledlysing.is
Meira öryggi og afköst með
®
Blue Line
IP67 Series A-II
Einstakur ljósstyrkur
www.rightlux.is