Morgunblaðið - 09.02.2018, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2018
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
„Við erum staddir lengst norður í
Barentshafi, við ísröndina,“ segir
Gísli Unnsteinsson, skipstjóri á
norska skipinu Northeastern, þegar
blaðamaður slær á þráðinn til hans.
Þar er hann á snjókrabbaveiðum.
„Það er að koma sá tími þegar ísinn
kemur hérna yfir og það kólnar,“ seg-
ir Gísli.
Um borð í skipinu eru jafnan á
bilinu tuttugu til tuttugu og sex í
áhöfn, en það fer eftir árstímanum.
Gísli er einn fjögurra Íslendinga um
borð og eru þeir sjaldséðir á þessum
slóðum.
„Það eru engir aðrir Íslendingar í
þessum bransa sem ég veit af, en það
eru stundum rækjuskip hérna sem Ís-
lendingar geta verið á. Þetta er til-
tölulega nýr bransi í Noregi, þessar
snjókrabbaveiðar, þær hafa bara
staðið yfir í nokkur ár núna,“ segir
hann og bætir við að hann hafi byrjað
haustið 2014, þegar skipið var sett af
stað í þetta verkefni.
„Þetta er gamalt selveiðiskip sem
var endurbyggt fyrir þetta, sextíu
metra langt.“
Krabbarnir soðnir og frystir
Veiðarnar fara þannig fram að gildr-
ur eru settar í sjó og síðar athugað
með þær þegar það er talið tímabært.
„Við erum með tuttugu þúsund
gildrur í sjó á tvö til þrjú hundruð
metra dýpi. Það eru tvö hundruð
gildrur í hverri stæðu og þær fara
aldrei í land. Túrarnir eru svona fimm
til sex vikur og allt er þetta unnið um
borð,“ segir Gísli. Bendir hann á þætti
bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar
Discovery, Deadliest Catch, sem not-
ið hafa mikilla vinsælda víða um heim,
en þar er fylgst með sjómönnum á
krabbaveiðum undan ströndum
Alaska.
„Við erum að veiða sömu krabba,
nema hvað við gerum þetta á aðeins
annan hátt. Við erum með öðruvísi
gildrur og fullvinnslu um borð en þeir
hafa þetta ferskt og lifandi. Hér er
þetta allt soðið og fryst.“
Spurður um stærð krabbanna segir
hann skelina vera á stærð við góða
karlmannslúku. „Svo eru svona fimm-
tán sentimetra lappir á þessu.“ Sára-
lítill meðafli fæst þá í gildrurnar. „Það
er lítið sem ekki neitt, það sést ein-
staka þorskur en það er mjög sjald-
gæft. Þetta er bara þessi krabbi.“
Sökkva línunum vegna íssins
Heldur krabbinn sig það norðarlega
að við getum ekki spáð í þetta hér á
Íslandi?
„Það held ég. Í upphafi byrjuðu
þessar veiðar í Smugunni, en nú er
búið að loka henni þannig að við meg-
um ekki vera þar lengur. Núna erum
við á svæðinu í kringum Svalbarða og
mér skilst að hér geti enginn fengið
leyfi nema norsk skip.“
Spurður hvar þeir landi aflanum
segir Gísli að oftast sé það gert í
Tromsö.
„Það er bara ekki nógu góð þjón-
usta neins staðar annars staðar, þótt
það sé mjög langt að fara – ferðin
þangað tekur um tvo og hálfan sólar-
hring. Aðalveiðisvæðið er svona beint
austur af Svalbarða, við mörkin á
Smugunni og Svalbarðasvæðinu.“
Veiðihættirnir eru nokkuð breyti-
legir eftir árstíðum, en náttúruöflin í
norðurhöfum eru vitanlega illviðráð-
anleg.
„Nú erum við að búa okkur undir
að ísinn komi hér yfir aftur. Þá fjar-
lægjum við alla belgi og baujur af lín-
unum og sökkvum þeim bara, þannig
að við þurfum að slægja þær upp aft-
ur til að draga þær.“
Gísli segir að á síðasta ári hafi út-
gerðin lent í miklu tjóni út af ísnum.
„Þegar ísinn fer yfir slítur hann frá
alla belgi og baujur og jafnvel dregur
veiðarfærin í burtu, þannig að við
finnum þau ekki aftur. Við misstum
töluvert af veiðarfærum í fyrra. En
við ætlum að vera betur undirbúnir í
þetta skiptið.“
Myrkur allan sólarhringinn
Á þessum slóðum rekst áhöfnin oft á
spangir af hafís. Þar leynast gjarnan
selir, sem eru fljótir að stinga sér í
hafið um leið og skipið siglir nærri –
nú eða hvítabirnir. Einn slíkur varð á
vegi Gísla á síðasta ári og vöktu
myndir af honum athygli á Facebook.
Spurður hvenær áhöfnin megi
helst eiga von á að sjá hvítabirni segir
Gísli að þeir fylgi auðvitað ísnum. „Í
fyrra flæddi ísinn yfir um miðjan
febrúar og var alveg langt fram á
sumar. En á þessum árstíma, núna í
febrúar, þá sér maður náttúrlega
ekki neitt. Það er myrkur allan sólar-
hringinn meira og minna frá því
snemma í nóvember og fram í febr-
úar. Það er aðeins farið að minnka
núna milli tíu og tólf á morgnana en
annars er þetta stöðugt svartnætti.“
Öðruvísi horfi við á sumrin. „Þá er
bjart allan sólarhringinn.“
Gott veður meirihluta ársins
Áður hefur Gísli lengi stundað sjóinn
við strendur Íslands. Blaðamaður
spyr hann hvort það séu ekki tölu-
verð viðbrigði að fara svona langt
norður.
„Maður hefur svo sem komið svona
norðarlega áður, á rækjuveiðunum,
og þetta er náttúrlega miklu norðar
en Ísland nokkurn tímann. En auðvit-
að er þetta bara sjór eins og venju-
lega, úti um allt, nema þegar ísinn
er.“
Veðráttuna segir hann þó öðruvísi
en hann hafi átt að venjast.
„Það er yfirleitt gott veður meiri-
hlutann af árinu, en síðan frá nóv-
ember til febrúar er eiginlega leið-
inlegt veður allan tímann. Frá mars
og alveg fram í október erum við hins
vegar í nokkuð góðu veðri. Það virð-
ast vera skarpari skil hérna en heima,
þar sem er alltaf vont veður allt árið
um kring,“ segir Gísli og hlær. „Eða
svoleiðis.“
Bræla Gísli segir veðrið leiðinlegt yfir vetrarmánuðina. Það batni svo um vorið.
Ljósmyndir/Guðfinnur Jón Karlsson
Hafís Ísinn fór illa með veiðarfæri áhafnarinnar í fyrra. Nú eru menn betur búnir.
Bjarndýr Þessi björn varð á vegi Gísla og áhafnarinnar á Northeastern á síðasta ári. Hann virtist láta sér fátt um finnast.
Myrkur Frá október og fram í febrúar eru miðin hulin myrkri frá morgni til kvölds.
Krabbarnir Gísli segir skel snjókrabbans vera á stærð við góða karlmannslúku.
Ísing Áhöfnin á Northeastern vinnur að því að höggva klaka af skipinu.
Snjókrabbaveiðar á
slóðum hvítabjarna
Í brúnni Gísli Unnsteinsson, skipstjóri
Northeastern, hóf veiðarnar 2014.
Gísli Unnsteinsson
stýrir skipi og áhöfn í
Barentshafi. Þar eru
þeir þó ekki einir.