Morgunblaðið - 06.03.2018, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 06.03.2018, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. kvæmustu hópana á húsnæðis- markaði. Þeir hafa farið verst út úr því ástandi sem hefur einkennt markaðinn undanfarin ár. Skortur er einn þeirra þátta sem hafa ýtt undir íbúðaverð að undan- förnu. Þegar framboð eykst ekki í takt við eftirspurn leiðir það almennt til verðhækkana. Síðustu áramót skorti níu þúsund íbúðir. Ef ráðist yrði í stórfellt átak til að vinna þetta upp á næstu þremur árum myndi það kalla á mikla fjölgun starfa og stóraukna fjárfestingu í byggingar- iðnaði. Slíkt vekur spurningar, með- al annars um afkastagetu. Hvaðan eiga allir þessir iðnaðarmenn að koma? Það eru vísbendingar um vaxtarverki í byggingargreininni. Hvar á innflutt vinnuafl að búa?“ Samtals þúsund milljarðar Hann segir áhrif slíkrar fjárfest- ingar ekki bundin við iðnaðinn. „Svo er það hagstjórnin. Spreng- ing í fjárfestingu myndi væntanlega kalla á viðbrögð af hálfu peninga- Baldur Arnarson baldura@mbl.is Samkvæmt greiningu Íbúðalána- sjóðs var uppsöfnuð þörf fyrir 9.000 íbúðir um síðustu áramót. Sú áætlun nær til landsins alls. Til samanburð- ar hafi Samtök iðnaðarins spáð því að 4.100 nýjar íbúðir komi á markað á höfuðborgarsvæðinu 2018 og 2019. Ólafur Heiðar Helgason, hagfræð- ingur hjá Íbúðalánasjóði, segir erfitt að spá hvenær framboð íbúða verður fyllilega í takt við þörf. Þó sé ljóst að það verði ekki fyrr en á næsta ára- tug. Til dæmis sé ekki sjálfgefið að framboð ódýrra íbúða muni aukast í takt við eftirspurn á næstu árum. Kemur niður á hagkvæmni Hann bendir á að hátt hlutfall byggingarfyrirtækja á Íslandi hafi fáa starfsmenn. Fyrir vikið myndist ekki æskileg stærðarhagkvæmni til að ná niður byggingarkostnaði. „Með aukinni hagkvæmni má byggja hagkvæmar íbúðir fyrir við- stefnunefndar. Það myndi aftur hafa ruðningsáhrif á aðrar greinar,“ segir Ólafur Heiðar og nefnir aðspurður vaxtahækkanir og launaskrið. Þá segir hann aðspurður að hagdeild Íbúðalánasjóðs hafi stuðst við efna- hagsspá Seðlabankans í þeirri áætlun að fjárfest verði fyrir samtals eitt þúsund milljarða í mannvirkjum á Íslandi á árunum 2018 til 2020. Ari Skúlason, sérfræðingur hjá Landsbankanum, hvetur til varkárni í spám um eftirspurn eftir íbúðum. „Spár um skort á tugþúsundum íbúða eru að mínu mati ekkert sér- staklega trúverðugar. Þær eru hugs- anlega hættulegar. Það er enda verið að hvetja menn til að byggja mikið án fullvissu um að þörfin sé til stað- ar,“ segir Ari. Það sé mjög erfitt að spá fyrir um hvenær jafnvægi mynd- ast milli framboðs og eftirspurnar. Margir fermetrar, fáar íbúðir Sigurður Hannesson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir skipulagsyfirvöld í sumum til- fellum hvetja til framleiðslu stærri íbúða. Slíkar íbúðir séu of dýrar fyrir tekjulægstu hópana. „Það er umhugsunarefni að upp- byggingin fer nú að mestu leyti fram innan þéttbýlismarka. Það er lögð mikil áhersla á þéttingu byggðar. Það er góðra gjalda vert. Vanda- málið er samspil fermetrafjölda og fjölda íbúða. Skipulagið segir til um hámarksfjölda íbúða og fermetra. Samspilið þarna á milli veldur því að íbúðirnar verða að meðaltali stærri en markaðurinn sækist eftir. Það má byggja marga fermetra en fáar íbúðir,“ segir Sigurður. Erfitt að mæta áætlaðri íbúðaþörf  Hagfræðingur segir mikla fjölgun íbúða reyna á þanþol byggingariðnaðarins  Það hafi ruðnings- áhrif að vinna upp skort á 9.000 íbúðum í einni atrennu  Sérfræðingur varar við ofmati á eftirspurn Fjárfesting í mannvirkjum 2000-2020 600 500 400 300 200 100 0 2000 2005 2010 2015 2020 Heimild: Hagstofan, Seðlabankinn, og hagdeild Íbúðalánasjóðs milljarðar kr. Fjárfesting 2000-2017 Spá Seðlabankans 2017-2020 Ef mæta á undirliggjandi þörf fyrir íbúðir árið 2020 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Undirbúningur er hafinn að innleið- ingu mótvægisaðgerða vegna inn- flutnings á hráu ófrosnu kjöti og fleiri búvörum í kjölfar dóms EFTA-dómstólsins sem taldi að inn- flutningstakmarkanir Íslendinga stæðust ekki. Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir að það taki tíma að koma þeim í fram- kvæmd. Því sé ekki hægt að ráðast nú þegar í breytingar á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Kristján sagði í sínu fyrsta ávarpi sem landbúnaðarráðherra við setn- ingu Búnaðarþings að vinna væri hafin við að sækja um til Eftirlits- stofnunar Evrópu svokallaðar við- bótartryggingar vegna salmonellu í alifuglum og eggjum. Lönd á Norð- urlöndum hafa fengið heimildir til að krefjast slíkra vottorða. Kristján sagði að lögð yrði rík áhersla á ör- yggi matvæla og vernd búfjárstofna. Komið hefði verið á samstarfi við þýsku áhættumatsstofnunina BfR um ráðgjöf um sýnatöku á markaði og aðgerðir til að koma í veg fyrir útbreiðslu kampýlóbakter og salm- onellu. „Allt þetta og fleira verður gert til að koma til móts við þau áhrif sem þessar breytingar fela í sér. Þá hef ég á fundum mínum með forystu Bændasamtakanna hvatt þau til að koma að þessari vinnu og til að leggja fram raunhæfar hug- myndir að mótvægisaðgerðum. Þannig væri hægt að takast á við þessar breytingar í sameiningu,“ sagði ráðherrann en minntist ekki á óskir Bændasamtaka Íslands um að taka upp beinar viðræður við Evr- ópusambandið vegna breyttrar stöðu. Felur í sér tækifæri Tollasamningur við Evrópusam- bandið tekur gildi 1. maí og kemur að fullu til framkvæmda árið 2021. Ráðherrann sagðist hafa skilning á því að hluti bænda upplifði óvissu og óöryggi um sína framleiðslu vegna hans en lagði um leið áherslu á að samningarnir fælu í sér tækifæri, bæði fyrir neytendur og landbúnað. Nefndi hann nokkur tækifæri til útflutnings búvara. „En á sama tíma og við ætlum að grípa þessi tækifæri og flytja matvæli í auknum mæli til annarra landa þá verðum við að leyfa öðrum að flytja inn – annað gengur ekki upp. En allt verður þetta að vera á jafnræðisgrunni og án þess að við fórnum því markmiði að tryggja Íslendingum heilnæm matvæli á hagstæðu verði. Við get- um ekki og megum ekki vanmeta mikilvægi þess fyrir heilbrigði þjóð- ar að matvæli uppfylli strangar kröfur um heilnæmi og hollustu.“ Innkaupastefna á matvælum Landbúnaðarráðherra greindi frá því að hann hefði sett af stað vinnu við að móta heildstæða matvæla- stefnu fyrir Ísland sem yrði grund- völlur sóknar til aukinnar verð- mætasköpunar. Þá sagði hann frá því að ríkisstjórnin hefði samþykkt að setja á fót starfshóp til að móta tillögur um innkaupastefnu opin- berra stofnana á matvælum. Mark- miðið væri að lágmarka kolefnisspor matvæla og styrkja með þeim hætti innlenda framleiðslu. Morgunblaðið/Eggert Búnaðarþing Fjöldi gesta og búnaðarþingsfulltrúa var við setninguna. Lögum um dýrasjúk- dóma ekki breytt strax  Undirbúa mótvægisaðgerðir vegna innflutnings á kjöti Hofdalabúið í Syðri-Hofdölum í Skagafirði og ábúendur í Nesi í Höfðahverfi í Eyjafirði fengu af- hent landbúnaðarverðlaun fyrir árið 2017. Verðlaunin eru þakk- lætis- og virðingarvottur frá landbúnaðarráðherra til bænda og íslensks landbúnaðar. Þau hafa verið veitt í tuttugu ár, allt- af við setningu Búnaðarþings. Búnaðarþing stendur í tvo daga að þessu sinni og lýkur í kvöld. Er þingið það stysta í sögunni. Síðasta Búnaðarþing stóð í þrjá daga en hér áður fyrr var oft fundað í hálfan mánuð. Sú nýjung er viðhöfð nú að þingið er pappírslaust. Öll skjöl eru rafræn og geta fulltrúar nálgast þau með tölvum sínum. Í dag skila nefndir af sér og þingið afgreiðir mál. Tvö bú voru heiðruð í ár LANDBÚNAÐARVERÐLAUN Ekkert óeðlilegt átti sér stað við framkvæmd símakosningar Söngva- keppninnar 2018 sem fram fór á laugardag. Þetta segir í tilkynningu frá RÚV, en að keppni lokinni bár- ust ábendingar um að mögulega hefðu einhver atkvæði ekki skilað sér vegna álags á símkerfi. Í yfirlýsingu frá Vodafone, sem annaðist símakosninguna, segir enn- fremur að óhugsandi sé að kosninga- kerfið hafi hegðað sér ólíkt milli kosninga símanúmera keppenda. Í fyrsta sæti varð lagið „Our Choice“ í flutningi Ara Ólafssonar, með 44.919 greiddum atkvæðum, en í öðru sæti varð lagið „Í stormi“ í flutningi Dags Sigurðssonar, með 39.474 atkvæði. Kerfið virkaði án truflana Vodafone rannsakaði hvernig kjörið fór fram og gekk úr skugga um að ekkert óeðlilegt hefði átt sér stað. „Bæði SMS-leiðin og inn- hringileiðin virkuðu án truflana. Símstöðin sem notuð var í kosn- inguna er sérstaklega hönnuð með símakosningar í huga og hefur verið notuð í sama tilgangi um árabil og án hnökra,“ sagði í yfirlýsingu fé- lagsins, en þar sagði einnig að radíó- kerfi gætu verið fljót að fyllast við aðstæður þar sem þúsundir manna tækju upp símann. Álagsvandamál gætu einnig orðið milli fjarskiptafyr- irtækja og jafnvel símstöðva innan hvers fjarskiptafyrirtækis. Ekkert óeðlilegt við símakosninguna  Our Choice vann Söngvakeppnina Morgunblaðið/Eggert Sigur Ari Ólafsson flutti sigurlagið og keppir í Portúgal í maí.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.