Morgunblaðið - 06.03.2018, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.03.2018, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2018 skornirthinir.is Útivistadagar til 31.mars Tonale Fas Ítalskir leðurskór Tepor dry filma veitir 100% vatsheldni 4mm gúmmíborði (grjót- og sandvörn) Innsóli: Ortholite Þyngd: 840gr (í stærð 42) Tilboðsverð: 14.998 Verð áður: 29.995 Stærðir 39-44 30-50% afsláttur af Lytos útivist- arskóm Við erum á facebook Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Vorjakkar Kr. 17.900 Str. 38-52 • Tveir litir Nafn maka misritaðist Nafn maka Ragnheiðar Mörthu Jóhannesdóttur misritaðist í bak- síðuviðtali í laugardagsútgáfu Morg- unblaðsins. Hann heitir Benjamín Þór Þorgrímsson. Þá lauk Ragn- heiður læknanámi hér heima 2012 en ekki 2010 eins og stóð í greininni. LEIÐRÉTT Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Tekjur Hafnasamlags Norður- lands af komum skemmtiferða- skipa fóru yfir 244 milljónir króna í fyrra og höfðu þá aukist hratt árin á undan, en í Hafnasamlag- inu eru hafnirnar í Grímsey, Hrís- ey, Grenivík, Svalbarðseyri, Hjalt- eyri og Akureyri. Á næsta ári er áætlað að tekjurnar fari í 325 milljónir króna og er meðalfjölgun farþega með skemmtiferðaskipum til Akureyrar 10,5% á ári frá 1989, samkvæmt upplýsingum Péturs Ólafssonar hafnarstjóra. Í ár er ráðgert að 128 þúsund manns komi með skemmtiferða- skipum til Akureyrar og fjöldinn fari í 150 þúsund manns á næsta ári. Í fyrra komu 115 þúsund manns með skemmtiferðaskipum til höfuðstaðar Norðurlands og 85 þúsund 2016, en þrjú ár þar á undan hafði fjöldinn verið liðlega 70 þúsund á ári. Hrísey á áætlun í fyrsta skipti Bókaðar eru 124 komur skemmtiferðaskipa til Akureyrar í ár og „úthverfi Akureyrar“ fá sinn skerf af heimsóknum. Þannig eru 38 heimsóknir til Grímseyjar á áætlun í ár og tvær heimsóknir til Hríseyjar, en skipin geta þó ekki lagst upp að bryggju í eyjunum. Hrísey hefur ekki áður verið á áætlun skemmtiferðaskipa, en fyrsta skemmtiferðaskipið kom þó þangað árið 2016. „Þá var ráðgert að skipið Fram færi til Siglu- fjarðar, en vegna veðurs reyndist það ekki hægt,“ segir Pétur. „Þá þurfti að finna aðra lausn og var ákveðið að skipið færi til Hrís- eyjar. Heimamenn skipulögðu ferðir um eyjuna með stuttum fyrirvara og mikil ánægja var meðal farþega. Fyrir vikið ákvað útgerðin að bóka tvær komur skipsins 2018 og síðan fjórar kom- ur 2019.“ Auknar tekjur Akureyrarhafnar vegna skemmtiferðaskipa munu m.a. fara í endurbyggingu á Torfunesbryggju, lengingu á Tangabryggju, auk uppbyggingar smábátahafnarinnar í Hofsbót og Sandgerðisbót og síðast en ekki síst smíði á nýjum dráttarbát, sem kostar hátt í hálfan milljarð. Seifur eykur öryggi Pétur hafnarstjóri reiknar með nýja bátnum, sem fengið hefur nafnið Seifur, til heimahafnar um mánaðamótin maí-júní. Smíði hans er langt komin í Oviedo á Spáni og er nýi dráttarbáturinn 22 metrar að lengd, níu metrar á breidd og togkrafturinn verður um 40 tonn. Báturinn er áþekkur Magna, dráttarbáti Faxaflóa- hafna. Fyrir á Hafnasamlagið Sleipni með 11,2 tonna togkraft og Mjölni með 2,5 tonna togkraft. Seifur er með tvær skrúfur og verður með búnað sem hægt er að stilla þannig að hann getur siglt af krafti út á hlið og er fyrsti dráttarbáturinn hérlendis með þennan búnað. Nýi báturinn verð- ur öflugur og segir Pétur að hann auki mjög öryggi, til dæmis gagn- vart olíuskipum sem koma í Krossanes og þeim flutningum sem eiga sér stað fyrir norðan land. Vertíð fram í október Meðal skipanna sem koma til Akureyrar í sumar er MSC Mera- viglia, stærsta skemmtiferðaskip- ið sem komið hefur til landsins. Það er 315 metrar að lengd, með rými fyrir rúmlega 4.500 farþega og í áhöfn eru 1.540 manns. Skip- ið er væntanlegt í fyrsta skipti 24. maí. Fyrsta skipið sem kemur til Akureyrar í ár er Celebrity Ec- lipse, sem er væntanlegt 5. maí. Komum fjölgar síðan jafnt og þétt og nokkra daga í júlí eru fimm skip væntanleg til Akureyrar. Er líður á september dregur úr skipakomum, en vertíðinni lýkur þó ekki fyrr en 22. október. Stöðug fjölgun skemmtiferðaskipa  Áætlað að 128 þúsund manns komi með skemmtiferðaskipum til Akureyrar í sumar  „Úthverfin“ Grímsey og Hrísey ekki útundan  Tekjur m.a. nýttar í endurbætur og kaup á nýjum dráttarbáti Ljósmynd/Hafnasamlag Norðurlands Vertíð Þegar stór skip koma til Akureyrar kallar það á vinnu 12-14 manna frá höfninni, en mörg störf verða til á landsbyggðinni vegna komu skipanna. Komur skemmtiferðaskipa til Akureyrar og Norðurlands 300 250 200 150 100 50 0 150 125 100 75 50 25 0 þúsund farþegar Tekjur, milljónir kr. Farþegafjöldi með skemmtiferða- skipum til Akureyrar, Grímseyjar og Hríseyjar 1989-2019* Tekjur Akureyrarhafnar af komum skemmtiferðaskipa 2000-2019* *Áætlun fyrir 2017-2019 **Samkv. könnun Cruise Iceland frá 2014 Heimild: Hafnasamlag Norðurlands 11 evrur 79 evrur Meðaleyðsla í hverju stoppi skemmtiferða- skips** Skipverji Farþegi 10,5% 7% Fjölgun farþega með skemmtiferðaskipum Árleg meðalfjölgun frá 1989 Til Akureyrar Á heimsvísu ferðamanna sem koma til Íslands eru farþegar með skemmtiferðaskipum farþega með skemmti- ferðaskipum eru að koma í fyrsta sinn til Íslands** ’89 ’90 ’91 ’92 ’93 ’94 ’95 ’96 ’97 ’98 ’99 ’00 ’01 ’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18 ’19 Heimsóknir skemmtiferðaskipa 2013 2014 2015 2016 2017* 2018* 2019* Til Akureyrar 63 78 86 93 124 129 140 Til Grímseyjar 0 0 18 11 31 38 31 Til Hríseyjar 0 0 0 1 0 2 4 Heildarfjöldi heimsókna 63 78 104 104 155 167 175 Farþegafjöldi (þúsund) 71 72 72 85 116 128 150 85%6% Það eru ekki aðeins komur skemmtiferðaskipa sem hefur fjölgað á Akureyri. Gestum sem nýta sér þjónustu ferðaþjónustu- báta hefur einnig fjölgað mikið. Þeir voru tæplega 38 þúsund í fyrra, 28 þúsund 2016, 14.500 árið 2015 og tæplega níu þúsund 2014. Alls gerðu fjögur hvala- skoðunarfyrirtæki út frá höfnum Hafnasamlags Norðurlands. Auk þess hafa fyrirtæki gert út bæði frá Hauganesi og Dalvík með góðum árangri. Farþegar þeirra eru ekki með í þessum tölum. Margir fara í hvalaskoðun FERÐAÞJÓNUSTUBÁTAR HB Grandi og Samherji eru í tveimur efstu sætum á lista Fiskistofu yfir útgerðir sem réðu yfir mestri aflahlutdeild 1. mars sl., eftir út- hlutun aflamarks í deilistofnun um áramótin og viðbótarúthlutun á loðnu og norsk-íslenskri síld. HB Grandi er með um 10,9% af hlut- deild en var í september með 10,4%. Samherji er með 6,3%. Samanlagt ráða þessi tvö stærstu útgerðarfyrirtæki landsins yfir 17,2% af hlutdeild í kvótakerfinu. Í 3. til 5. sæti eru Síldarvinnslan í Neskaupstað, Þorbjörn í Grindavík og FISK-Seafood, Sauðárkróki. Í krókaaflahlutdeild er röðin á stærstu útgerðunum hin sama og sl. haust. Grunnur í Hafnarfirði er stærstur með 4,6%, Jakob Valgeir í Bolungarvík og síðan Einhamar Seafood með um 4,1% hvor útgerð. Óbreytt röð kvóta- hæstu fyrirtækja Viðskipti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.