Morgunblaðið - 06.03.2018, Side 12
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Það virðist vera kynjamunurá yfirbragði mynda semsettar eru á fésbókina hjáunglingum og ungu
fólki18 ára og eldra. Strákarnir
setja bíla, bjór, buddý og sjálfs-
myndir á meðan stelpurnar setja
fjölskyldumyndir, fjölbreyttari
vinamyndir og vel útfærðar sjálfs-
myndir þar sem þær eru vel til
hafðar með selfí-stút á munni og
hönd á mjöðm,“ segir Finnur Frið-
riksson, dósent í íslensku við kenn-
aradeild Háskólans á Akureyri, um
niðurstöður rannsóknar frá 2015
um sköpun sjálfsmyndar og tján-
ingu unglinga í máli og myndum á
fésbókinni. Finnur heldur fyrir-
lestur um niðurstöðurnar á þriðju-
dagsfyrirlestri í Listasafninu Ket-
ilhúsi á Akureyri í hádeginu í dag.
„Við vorum meðal annars að
skoða hvaða prófílmyndir og for-
síðumyndir unglingar setja upp á
fésbókinni til þess að draga upp
mynd af sjálfum sér á fésbókinni.
Miðli sem þau stjórna sjálf og
ákveða hvaða ímynd þau vilja draga
upp af sér sjálfum. Það eru sjaldan
myndir af fólki nývöknuðu á fés-
bókinni,“ segir Finnur.
Hann segir það ekki hafa verið
skoðað í rannsókninni hvort og þá
hvaða munur sé á framsetningu
fullorðinna og unglinga á fésbók-
inni. En í umhverfi Finns noti full-
orðna fólkið hlutlausari mynd sem
prófílmynd og passi gjarnan að
stuða engan.
Marka sér stöðu og ögra
„Unglingarnir eru hins vegar
að marka sér stöðu félagslega og
ögra og gera ýmislegt til þess að
verða áberandi svo að eftir þeim
verði tekið. Við eldri erum kannski
öruggari og vitum við hvern við er-
um að tala. Ég er ekki viss um að
unglingar geri sér alltaf grein fyrir
því hvað því fylgir að fá neikvæða
athygli frá misgæfulegu fólki,“ seg-
ir Finnur sem tekur það fram að
hann sé málfræðingur í grunninn
en ekki félagsfræðingur. „Börn og
unglingar í heild vita og kunna bet-
ur á það hvernig netið og netmiðl-
arnir virka og nýta sér það. Þau
eru alin upp við netið. Við sem
komin erum yfir miðjan aldur not-
um líklegast flest aðeins fésbókina
og sumir tvitter, segir Finnur.
Í rannsókn HA var rætt við
tvo rýnihópa eldri unglinga og það
kom í ljós ákveðið ábyrgðarleysi
gagnvart öðrum á netinu.
„Þau sögðu að þeim fyndist í
lagi að henda inn á fésbókina
Vel útfærðar sjálfur
hjá unglingunum
Finnur Friðriksson, dósent í íslensku við Háskólann á Akureyri, segir frá rann-
sókn þar sem skoðað var hvaða prófíl- og forsíðumyndir unglingar setja upp á fés-
bókina til þess að draga upp mynd af sjálfum sér. Unglingar marka sér stöðu fé-
lagslega á fésbókinni og ögra og gera ýmislegt til þess að verða áberandi svo eftir
þeim sé tekið. Þeir vanda sig á fésbókinni, þá grunar að mamma geti séð skrifin.
Fésbókin Finnur Friðrikson, dósent í íslensku við kennaradeild Háskólans
á Akureyri, kynnir niðurstöður rannsóknar á þriðjudagsfyrirlestri í Ketilhúsi.
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2018
Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is
PLUSMINUS | OPTIC
Áhrif fornleifaarfs á kínverskar nú-
tímasjónmenntir er fyrirlestur sem
fram fer á vegum Konfúsíusarstofn-
unarinnar Norðurljós á morgun,
miðvikudag, klukkan 12 til 13.
Dr. Alison Hardie fjallar um notk-
un mynda frá fornum menningar-
slóðum og hefðbundna byggingarlist
í grafískri hönnun sem og öðrum
sjónmenntum í Kína á 20. og 21.
öld. Fjallað verður um spennandi
fornleifarannsóknir, byggingarlist,
uppgötvanir og rannsóknir. Má þar
sem dæmin nefna Shang og Zhou
oracle bein, Wu Liang-helgidóminn,
vegglistir Mural-hellisins og skúlp-
túra.
Fyrirlesturinn fer fram í Odda,
stofu 206, og er öllum heimill að-
gangur.
Fróðleikur frá fornu fari
Fornleifarannsóknir og upp-
götvanir í Kína á 20. og 21. öld
Bókarkápa Teikningar sem fundust í Dunhuang 1987, hönnuð af Zhang Shouyi.
Verkið Allar mínar systur, verður
sýnt á Reykjavík Dance Festival,
Unglingurinn í Reykjavík, í Hafnar-
húsinu 8. og 11. mars
Allar mínar systur er einskonar
femínísk útópía þar sem útgangs-
punkturinn er nornir sem lækn-
ingakonur og hugmyndin um
mæðraveldi. Með samstöðu, auð-
mýkt og sköpunarkrafti töfra norn-
irnar fram hvert ritúalið á fætur
öðru og eru áhorfendur teknir með í
einskonar hugleiðslu eða sálar-
meðferð. Verkið er innblásið af sam-
tímanum og er óður til hans, til
byltingarinnar sem á sér stað núna,
til systralagsins, til fjórðu öldunnar,
til þriðju, annarrar og fyrstu ald-
anna.
Allar mínar systur, er samið af
Unglingurinn í Reykjavík
Femínísk útópía um nornir sem
lækningakonur og mæðraveldi
Leshringurinn konu-og karlabækur í
Borgarbókasafninu Menningarhús
Árbær stendur fyrir leshring á morg-
un kl. 16.15. Leshringurinn er í um-
sjón Jónínu Óskarsdóttur.
Bók mánaðarins sem lesin verður
er eftir Sigríði Þorgrímsdóttur og
heitir, Alla mína stelpuspilatíð. Einnig
verður lesin smásaga úr úr bókinni
Doris deyr, eftir Kristínu Eiríksdóttur;
Þátttakendur þurfa að skrá sig til
þátttöku.
Leshringurinn hefst kl. 16.15 og
stendur til kl. 17.15
Nánari upplýsingar veitir: Jónína
Óskarsdóttir á netfanginu:
jonina.oskarsdottir@reykjavik.is
Blindur er bóklaus maður
Leshringur Gaman að koma saman.
Alla mína stelpuspilatíð