Morgunblaðið - 06.03.2018, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.03.2018, Blaðsíða 13
myndum af fólki í misgáfulegum að- stæðum og merkja viðkomandi eða tagga eins og það er kallað. Þeim fannst það svo vera á ábyrgð þess sem myndin var af að taka merk- inguna í burtu,“ segir Finnur og bætir við að oft séu þetta djamm- myndir og það sé eins og ungling- arnir átti sig ekki á því að mynd- irnar lifi áfram á netinu. „Á sama tíma hugsa þau vel um og vanda sig með þær myndir sem þau birta af sjálfum sér.“ Finnur segir að unglingarnir þroskist með aldrinum og eldri unglingum á menntaskólaaldri blöskri oft hversu svakalegar myndir yngri unglingar setji á fés- bókina. „Við skoðuðum líka hvað unglingarnir voru að skrifa í stöðu- uppfærslum og athugsemdum. Niðurstaðan var að unglingar eru almennt meðvitaðir um hvað þeir setja á netið og vanda valið þegar kemur að því að skapa góða sjálfs- mynd á fésbókinni,“ segir Finnur og bætir við að sálfræðirannsóknir sýni að fésbókin sé gróðrarstía fyrir sjálfsdýrkendur sem draga fram skýra mynd í stóra samhenginu af eigin ágæti. Forvitnileg skrif unglinga Finnur segir að kveikjan að rannsókninni hafi orðið til fyrir nokkru þegar hann fylgdist með dóttur sinni spjalla við vini á fés- bókinni. „Ég varð forvitinn um hvort notkun þeirra á fésbók væri öðru- vísi en fullorðinna og hvaða áhrif skrif unglinga á fésbókinni hefðu á málnotkun. Mér fannst forvitnilegt að sjá hvernig þau skrifa, ekki síst með tilliti til þess hvernig þau nýta miðilinn á myndrænan hátt og hvaða möguleika það gefur milli tal- máls og ritmáls,“ segir Finnur og upplýsir að það hafi verið lítið skoð- að í íslensku samhengi. En nú séu Eiríkur Rögnvaldsson, Sigríður Sigurjónsdóttir og fleiri að skoða þessi atriði með tilliti til enskunnar. „Það er ljóst að á netinu skipt- ir hraðinn mestu máli. Setn- ingaskipun skiptir litlu máli og skammastafanir eru mikið notaðar. Við verðum kannski að endur- skipuleggja ritmálsferlið,“ segir Finnur. Hann segir mjög greinilegt að unglingar séu vel meðvitaðir hver um markhópur þeirra sé og leyfa sér ákveðin galgopaskap en séu samt meðvitaðir um að foreldar eða afi og amma geti hugsanlega lesið færslurnar þeirra. „Það kom fram í viðtölum að þegar unglingar skrifa færslur á opna netmiðla þá vanda þau mál- farið líkt og þau séu að skrifa rit- gerð. Einn viðmælandi sagði að hún segði ekki hvað sem væri ef hún héldi að mamma hennar gæti lesið það,“ segir Finnur sem bætir við að það þurfi að skoða í heild sinni um- gengni á samfélagsmiðlum, mál- notkun og framsetningu. „Þetta er að mestu leyti óplægður akur í rannsóknum á Ís- landi.“ Er á mótþróaskeiði Utan kennslu og rannskónar- starfa er Finnur á talsverðum hlaupum eins og hann orðar það. En hann er hlaupari og segist vera í allskonar lokuðum hlaupahópum á fésbókinni. „Ég er ekki duglegur að setja færslur inn á hópana. Það eru aðrir en ég duglegri við að setja inn færslur um eigið ágæti og árangur. Ég er eiginlega á hálfgerðu mót- þróaskeiði varðandi það að láta vita af því hvað gerist hjá mér þegar ég fer út að hlaupa,“ segir Finnur og bendir á að það gangi varla að vera á fésbókinni án þess að taka að ein- hverju leyti þátt í umræðum eða setja inn færslur. „Það gengur illa upp til lengd- ar að fylgjast með því sem aðrir eru að skrifa og gera en leggja ekkert af mörkum sjálfur,“ segir Finnur. Ljósmynd/Borgný Finnsdóttir Hlaupari Þegar Finnur er ekki við kennslu eða fræðistörf hleypur hann um fjöll og firnindi. Hér er Finnur á góðum degi á Súlum. Sjálfa Sérstök tækni er notuð til þess að ná góðri sjálfu. Þar get- ur stútur á munn og hönd á mjöðm skipt miklu máli fyrir heildarútlitið hjá mörgum. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2018 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Philo Model 2957 L 214 cm Áklæði ct.70 Verð 550.000,- L 214 cm Leður ct.10 Verð 715.000,- ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla Önnu Kolfinnu Kuran sem einnig sér um búninga. Flytjendur eru FWD Yo- uth Compan-danshópurinn en í hon- um eru þær Alma Kristín Ólafs- dóttir, Andrea Urður Hafsteinsdóttir, Bjartey Elín Hauksdóttir, Guðrún Mist Hafsteinsdóttir, Halldóra Ósk Helgadóttir og Lísandra Týra Jóns- dóttir. Sýningin er sett upp í samstarfi við Dansgarðinn og Klassíska list- dansskólann. FWD Youth Company-danshópur- inn er hugsaður fyrir unga dansara sem hafa góðan grunn í dansi, hafa lokið framhaldsbraut í listdansi og/ eða hafa áhuga á að þróa sig sem danslistamenn. Danshópurinn er hugsaður sem einskonar brú eftir framhaldsnám áður en ungir dansarar halda í há- skólanám eða taka fyrstu skrefin út í atvinnulífið. Hópurinn hefur aðsetur í húsnæði Klassíska listdansskólans á Grens- ásvegi 14 en er sjálfstætt starfandi utan námskrár skólans. Sýningin 8. mars hefst kl. 20.30 í Hafnarhúsinu og sýningin 11. mars hefst kl. 17 á sama stað. Dans FWD Youth Company-danshópurinn dansar Allar mínar systur, á Reykjavík Dance Festival. Magnús Þorkell Bernharðsson, pró- fessor í nútímasögu Mið-Austur- landa, heldur fyrirlesturinn „Hvar liggja mörkin? Egypskar konur og arabíska vorið“ í fyrirlestrasal Þjóð- minjasafns Íslands, n.k fimmtudag 8. mars. Fyrirlesturinn er sá fimmti í fyrir- lestraröð RIKK – Rannsóknastofn- unar í jafnréttisfræðum – og Jafn- réttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-GEST) á vormisseri 2018. Í fyrirlestri Magnúsar Þorkels verður rýnt í sögu egypsku kvenrétt- indahreyfingarinnar, fyrst verður sjónum beint að verkum Huda Shaarawi og endað á margbreyti- legum hreyfingum femínista í Egyptalandi í samtímanum. Hvaða aðferðir hafa skilað árangri og hvaða sigrar verið unnir? Hvar hefur helst orðið vart við afturkippi? Fyrir hvaða málefnum hafa egypskar kon- ur helst barist og hversu líklegt er að ástandið muni batna í Egypta- landi eftir arabíska vorið? Dr. Magnús Þorkell Bernharðsson er prófessor í nútímasögu Mið- Austurlanda við Williams College í Bandaríkjunum. Hann hefur kennt mörg námskeið, bæði hér á landi og við háskóla í Bandaríkjunum og hef- ur gefið út og ritstýrt fjölda bóka. Fyrirlesturinn er á ensku og öllum opinn. Þjóðminjasafnið Morgunblaðið/Hanna Andrésdóttir Magnús Þorkell Bernharðsson Verk Huda Shaa- rawi rædd á há- degisfyrirlestri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.