Morgunblaðið - 06.03.2018, Side 19

Morgunblaðið - 06.03.2018, Side 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2018 Austurvöllur Flestir jólasveinarnir létu sig hverfa snemma árs og slokknað hefur á ljósunum jafnt og þétt. Jólatré hafa samt sést hér og þar en í gær var tréð í miðbæ Reykjavíkur loks tekið. Eggert Sé gengið um götur Reykjavíkur um þess- ar mundir er viðbúið að ekkert heyrist nema erlend mál. Þá sjaldan til íslensku bregður er líklegt að þrjú orð séu þar vin- sælust. Nýlega kom út bók um áhrif málfars einn- ar tungu á annarrar. Þessi bók er ekki um áhrif enskrar tungu á íslensku, hún er óskrifuð enn. Þessi bók nefnist That’s the way it Crumbles, sem mér skilst að þýði eitthvað sem: Svo í pottinn búið, er eftir breskan blaðamann, Matthew Engell, og fjallar um áhrif amerísku á enska tungu, sem hluta af almennum áhrifum frá Bandaríkjunum á það sem einu sinni hafði verið móð- urlandið. Sifjar Shakespeares eru sem sagt komnir í varnarstöðu. Þessi bók er bráðskemmtileg, nema kannski fyrir Englendinga, og harla lærdómsrík. Þarna rek- umst við á marga frasa, sem við höfum tekið upp og haldið góða ensku, en þá kemur í ljós að það er béaður kaninn sem hefur troðið þessu upp á heimsbyggðina. Dæm- in eru mýmörg, enda fylgja orð- listar sem aldrei ætla að taka enda. Fyrir útlending verður enskan ein- faldlega miklu orðfleiri og litríkari við þessa landtöku, og var hún þó orðmörg fyrir. Reyndar. Sumt í þessari nýju málnotkun hefur verið þýtt á íslensku og sómir sér þar prýðilega. Bókin varð tilefni til hugleiðinga um vinsælustu orð sem Íslendingar nota. Nú er til dæmis aflagt að segja Hamingjan sanna og Hægan hægan, sem einu sinni var vinsælt í leikritaþýðingum og vel mátti missa sig, en líka: Ég á ekki orð!, Ég er alveg bit!, Þú segir ekki!?!, Guð hjálpi mér, og ein tuttugu önnur orðatiltæki, jafnvel bara gamla góða: Ja, hérna! Nei, það sem unglingarnir hrópa upp í tíma og ótíma er Ohmæ gawd. Það er sem sagt nauð- synlegt að ávarpa Guð á ensku, þegar mikið liggur við. Um áhrifa- mátt þess skal ég ekki fjölyrða, því að ég hef aldrei prófað það. Svo er það orð sem virðist vera handhæg- ast til áherslu um þessar mundir og heitir fokking. Í er- lendum málum er fremur litið niður á þetta orð, vegna uppruna þess, en einnig vegna þess, að það þykir bera vott um orðafátækt illa menntaðs fólks sem aldrei myndi komast í gegnum neina PISA-könnun. Hjá okkur er þetta öðru nær. Hér er litið á þetta orð sem frels- andi blessun sem hægt er að nota í hverri setningu, einkum til áherslu, en líka bara til almenns skrauts. Þetta sparar manni að kunna grúa af áhersluorðum og orðatiltækjum, þar næmleiki reynslunnar hefur kennt fólki að skynja blæbrigði, sem það upplifir sem auðlegð. En um málnotkun gilda ekki bönn, þó að sumum finnist þágufallssýkin til spillis; hver kynslóð verður að fá að ráða sínu máli. En hægt er að hafa áhrif á málsmekk, það hefur sagan kennt okkur. En vinsælasta merkingarbæra orð í íslenskri tungu um þessar mundir er þó vafalaust hið stutta og laggóða: OK. Um uppruna þess eru margar tilgátur. Sumir segja að Andrew Jackson, sá sem „frels- aði“ New Orleans og varð forseti Bandaríkjanna fyrir vikið, hafi fyrstur tekið sér þetta hugtak í munn, sjá þar um í Síðasta móhík- ananum. Aðrir fullyrða að mál- tækið sé komið úr símritaraum- hverfi, enn aðrir tengja það við járnbrautir eða kremkex og enn aðrir við nafn á indíánahöfðingja. Meira að segja dirfast einhverjir að halda því fram að þetta tengist þýskum hershöfðingjum og áber- andi áhuga þeirra á aga; sumir segja líka að þetta sé stytting á nafni á fallegu þorpi á Tahiti þar sem romm sé öðru rommi betra. Um það leyti sem Evrópumenn voru að strádrepa hver annan við ána Somme í fyrri heimsstyrjöld- inni flutti þáverandi Bandaríkja- forseti, Woodrow Wilson, áhrifa- mikla ræðu: „Lyftið augum ykkar að sjóndeildarhring viðskiptanna,“ sagði forsetinn og sagði að kanna bæri smekk og hugsanir þess fólks sem ætti að taka viðskiptunum og haga vörunni í samræmi við það. En svo bætti hann við: „Og inn- blásin af þeirri hugsun, að við er- um Ameríkumenn og ber því að flytja frelsi og réttlæti og inntak mannúðar hvar sem við förum, far- ið og seljið vörur sem gera veröld- ina þægilegri og fólkið hamingju- samara, og snúið því að grundvallarhugsun Bandaríkja- manna.“ Hefur þetta ekki gengið eftir? Bandaríkjamenn hafa til dæmis verið öðrum þjóðum duglegri að finna upp tæki og tól sem nútíminn telur að til framfara horfi og annað hvert mannsbarn nýtir sér. Þessi tækniundur eru öll hugsuð á ensku, og hugsa á ensku í þeim mæli sem þau hugsa eitthvað. Sá sem nýtir sér þau þarf að hafa ensku á valdi sínu. Tungumálið fylgir þá þeirri vöru sem forsetinn hugði að myndi gera fólk hamingjusamara. Á íslensku er OK iðulega notað þegar menn vita ekki hverju svara skal, en oft þó til samþykktar eða jánkandi. Eftir Svein Einarsson »Nei, það sem ung-lingarnir hrópa upp í tíma og ótíma er Ohmæ gawd. Það er sem sagt nauðsynlegt að ávarpa Guð á ensku, þegar mik- ið liggur við. Sveinn Einarsson Höfundur er leikstjóri. Óhmæ gawd! Burt með útvarps- gjaldið! Þannig hljóm- aði krafa ungliða í flokki frjálslyndra demókrata í Sviss sem nutu stuðnings frá Flokki fólksins. Þeir knúðu fram þjóðar- atkvæðagreiðslu sem haldin var um helgina. Ef Svisslendingar hefðu hafnað útvarps- gjaldinu hefði sviss- neska ríkisútvarpið SRG í raun verið lagt niður í kjölfarið, svo að atkvæðagreiðslan snerist í raun um hvort Svisslendingar vildu rík- isútvarp. Afgerandi niðurstaða Niðurstaðan var afgerandi. Eftir líflega kosningabaráttu voru 71,6% á því að þau vildu greiða afnota- gjald og njóta almannaþjónustu áfram. Kosningaþátttaka var meiri en Svisslendingar eiga að venjast og meirihluti kjósenda í öllum kantónum Sviss sýndi stuðning sinn við ríkisútvarp í verki. Þeir sem styðja almannaþjón- ustu og vilja viðhalda afnotagjald- inu segja mikilvægt að allir íbúar landsins fái fréttir á sínu tungu- máli, en í Sviss eru fjögur opinber tungumál. Þá komst fjölmiðlastofa Sviss að þeirri niðurstöðu að enda- lok ríkisútvarpsins myndu hafa margvísleg neikvæð áhrif og m.a. leiða til hruns auglýsingamarkaðar í ljósvaka þar sem auglýsingar myndu að megninu til flytjast til netmiðla ýmiss konar. Auglýsinga- heimildir SRG hafa til þessa verið nokkru rýmri en heimildir RÚV. Þótt Sviss sé fjölmennara land en Ísland hefur útvarpsgjaldið þar verið nokkru hærra en hérlendis. Til stendur að það lækki nokkuð frá 2019 en það verður eftir sem áður hærra en út- varpsgjaldið á Íslandi, sem hefur lækkað umtalsvert á undan- förnum árum. Mikill stuðningur við almannamiðla Niðurstaða Sviss- lendinga er í takt við stuðninginn sem RÚV nýtur meðal landsmanna en nýleg könnun hér á landi sýnir meiri stuðning við RÚV en um árabil. Almannamiðlar njóta raunar yfirgnæfandi stuðn- ings í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Almenningur gerir ríkulegar kröfur til þessara miðla og vill líflega umræðu um áherslur þeirra og efnisframboð. Það er gott. Almannaþjónustu- miðlar eiga að þjóna almenningi. Þeir gegna mikilvægu lýðræðis- hlutverki, eru menningarstofnanir og söguritarar samtímans. Sviss- lendingar vilja hafa sitt ríkis- útvarp. Eftir Magnús Geir Þórðarson » Almannaþjónustu- miðlar eiga að þjóna almenningi. Þeir gegna mikilvægu lýðræðis- hlutverki, eru menning- arstofnanir og sögurit- arar samtímans. Svisslendingar vilja hafa sitt ríkisútvarp. Magnús Geir Þórðarson Höfundur er útvarpsstjóri. Sviss kýs ríkisút- varp eins og aðrar Evrópuþjóðir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.