Morgunblaðið - 06.03.2018, Síða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2018
✝ Sigríður HelgaÍvarsdóttir
fæddist 1. desember
1929 á Ísafirði. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Skjóli 22.
febrúar 2018.
Hún var dóttir
hjónanna Stefaníu
Eiríksdóttur, f. á
Geirseyri 22. ágúst
1899, d. 20. mars
1930, og Ívars Alex-
anders Jónssonar, f. á Ísafirði 21.
júlí 1903, d. 29. febrúar 1972. Al-
bróðir Sigríðar var Jón Gunnar
Ívarsson, f. 30. janúar 1927, d. 10.
ágúst 2006. Hálfsystkini sam-
mæðra voru Björgvin Leó, Lára
og Pétur Jens sem öll eru látin.
Hálfbróðir samfeðra var Elías
Alexander Ívarsson sem einnig
er látinn.
Hinn 31. desember 1949 giftist
Sigríður Guðjóni Magnússyni frá
Vestmannaeyjum, f. 12. ágúst
1927, d. 8. júní 1997.
Þau eiga fjögur börn 1) Guð-
rún Stefanía, f. 26. ágúst 1949,
gift Sigurði V. Gunnarssyni, hún
á tvo syni, Rúnar Stein og Ragn-
ar Stein, og fjögur barnabörn. 2)
Sólrún Ása, f. 1. ágúst 1952, gift
Rúnari Friðgeirs-
syni, þau eiga þrjár
dætur, Sigríði
Helgu, Bryndísi og
Önnu Dögg og 10
barnabörn, þar af
er eitt látið. 3) Vign-
ir, f. 26. júlí 1962,
kvæntur Guðnýju
Atladóttur Hraun-
fjörð, eiga þau fjög-
ur börn, Arnar Má,
Katrínu Huld, Vikt-
oríu Ósk og Guðjón Atla, og tvö
barnabörn. 4) Guðjón, f. 9. júní
1966, kvæntur Margréti Grét-
arsdóttur.
Sigga, eins og hún var alltaf
kölluð, ólst upp á Ísafirði með
Nonna bróður sínum hjá Guð-
rúnu föðurömmu þeirra sem þá
var orðin ekkja með tvö yngstu
börnin sín, en móðir þeirra lést
þegar Sigga var þriggja mánaða
og faðir þeirra var sjómaður.
Hún fluttist til Reykjavíkur um
14 ára aldur og var í vist þar til
hún kynntist eiginmanni sínum,
Guðjóni Magnússyni, og þau
byrjuðu ung að búa saman.
Útför Sigríðar fer fram frá
Langholtskirkju í dag, 6. mars
2018, klukkan 13.
Elsku mamma.
Augun eru tárvot þegar ég
skrifa þessi fátæklegu orð til þín.
Það sem kemur upp í huga mér
er allur sá kærleikur sem þú gafst
okkur börnunum þínum og síðar
barnabörnum og barnabarna-
börnum, fjölskyldan var þér allt.
Eldamennskan þín, baksturinn
og að sjálfsögðu brauðterturnar,
margir hafa reynt að ná fram
þeim töfrum.
Tónlist var ofarlega í þínum
huga og manni er minnisstætt
þegar húsið var þrifið, þá var út-
varpið á hæsta styrk. Nágrann-
arnir sögðu að nú væri hún Sigga
að þrífa.
Ferðalög ykkar pabba, fyrst
innanlands og síðar erlendis, voru
ykkur hugleikin og margar ferðir
planlagðar fram í tímann.
Þegar ég og Guðný mín flutt-
um til Kaupmannahafnar þá var
ekki annað tekið í mál en að koma
með og sjá til þess að við kæmum
okkur almennilega fyrir. Eins
þegar þú fréttir að von væri á
fyrsta barni okkar, honum Arnari
Má, þá ákvaðstu að koma út til
okkar og aðstoða okkur eins og
kostur væri. Margar skemmtileg-
ar minningar eru frá þessum tíma
enda komuð þið pabbi nokkrum
sinnum í heimsókn til okkar. Öll
eiga börnin mín góðar og
skemmtilegar minningar. Hjálp-
semi og dugnaður eru mjög of-
arlega í minningaflóðinu, morg-
unleikfimi, göngutúrar og þegar
þú fluttir í Hátúnið þá varð stig-
inn frekar fyrir valinu en lyftan.
Börnin mín kölluðu þig Hvítu
ömmu til aðgreiningar frá hinni
ömmunni þar sem þið hétuð sama
nafni, alltaf var gleði hjá þeim
þegar farið var í heimsókn til
Hvítu ömmu, þá var þar hlaðborð
af veitingum og eða uppáhalds-
maturinn framreiddur.
Já, ég gæti haldið endalaust
áfram því þær eru svo margar
minningarnar.
Elsku mamma, hvíl þú í friði og
megir þú njóta þess að vera kom-
in í faðm pabba.
Elskulega mamma mín
mjúk er alltaf höndin þín.
Tárin þorna sérhvert sinn
sem þú strýkur vanga minn.
Þegar stór ég orðin er
allt það skal ég launa þér.
(Sigurður Júlíus Jóhannesson)
Þinn sonur,
Vignir Guðjónsson.
Jæja, elsku mamma mín.
Nú er því miður komið að
kveðjustund.
Ég hefði ekki getað óskað mér
betri móður en þig.
Margar minningar koma upp í
hugann hjá mér sem framkalla
ýmist hlátur eða grát. Ég var nú
ekki alveg auðveldasta barn í
heimi en alltaf hafðir þú lag á
mér.
Fyrsta sem ég man eftir var
þegar ég var sendur í leikskóla –
og var ekki alls kostar sáttur við
það. Eftir skamma dvöl mína þar
gengur systir mín framhjá – og
Gaui litli byrjar að væla. Endar
það með að systir mín tekur mig
með sér og fór ég aldrei aftur í
leikskólann, heldur var heima hjá
mömmu ásamt systkinabörnum
mínum – enda var ég nú alltaf
svolítið ofdekraður.
Ógleymanlegar eru allar ferð-
irnar til Ísafjarðar – en þar voru
alltaf rætur þínar, elsku mamma
mín, og varstu ætíð stolt af að
vera Ísfirðingur.
Gistum við yfirleitt í litla gula
húsinu hjá henni Gunnu frænku,
þar sem sturtan var á miðju gólfi
í kjallaranum. Oft og iðulega var
farið niður að tjörn að dorga og
komum við oft heim með litla titti
sem þú neyddist til að elda.
Man alltaf þegar fór að gjósa í
Vestmannaeyjum og amma
hringdi í þig, þú varst alveg full-
viss um að gamla konan væri nú
alveg komin út úr heiminum. Síð-
an dvaldi amma og Gísli hjá okk-
ur þar til húsnæði fannst fyrir
þau.
Þið pabbi fóruð mikið til út-
landa saman en eftir að hann dó
fórum við Magga mín með þér í
fjölmargar ferðir. Margar
skemmtilegar minningar á ég úr
þeim ferðum. Nú hef ég þann ósið
að taka í vörina, en þú trúðir því
nú aldeilis ekki upp á litla gutt-
ann þinn. Svo í einni ferðinni til
Mallorca biður þú mig um að
hætta að drekka bjór því ég verði
alltaf svo skrítinn til munnsins
við það. Einnig í ferðinni kynnt-
umst við þjóni sem við kölluðum
herra klaufabárð, alltaf þegar
hann sá þig varð hann svo ofsa-
kátur að hann gleymdi hvað hann
var að gera og kom og fagnaði
okkur, t.d. missti hann hnífapör á
gólfið og í eitt skiptið missti hann
fullan kassa af kóki.
Ógleymanleg er líka ferðin til
Lagos í Portúgal – þegar við
löbbuðum upp á hæð til að sjá út-
sýnið betur – þú vildir sko ekki
missa af fegurðinni þannig að
með þrjósku og mikilli vatns-
drykkju komstu alla leið upp og
sást sko ekki eftir því – því feg-
urðin var einstök. Í þeirri ferð
fannst þér ótrúlega gaman að
ferðast með litlu „lestinni“ og
njóta útsýnisins.
Sú ferð var síðasta ferðin sem
þú komst með okkur þar sem
heilsu þinni hrakaði mjög það ár.
Því miður, elsku mamma mín,
fékkstu þann sjúkdóm sem þú
óttaðist mest, minnistap og voru
síðustu ár þér mjög erfið. Við átt-
um þó inn á milli yndislegar
stundir þar sem þú virtist þekkja
okkur – þær stundir mun ég ætíð
varðveita í hjarta mínu.
Elsku mamma mín – ég mun
ætíð ylja mér með öllum fallegu
og skemmtilegu minningunum
um þig – sakna þín alveg enda-
laust.
Elska þig, elsku mamma!
Sem ungu barni þú ruggaðir mér
í svefninn, með söng á vörum þér
svaf ég þá vel og svaf ég fast
því ég vissi, alla þína ást mér gafst
(Höf.ók.)
Guðjón Guðjónsson.
Elsku hjartans mamma okkar,
nú ertu búin að fá hvíldina eftir
erfið síðust ár. Við eigum margar
góðar minningar frá okkar æsku
með þér og pabba.
Hann vann mikið en þú varst
heimavinnandi okkar fyrstu ár og
þú tókst á móti okkur með heitu
kakói og bakkelsi þegar við kom-
um heim kaldar úr skóla, útvarp-
ið á fullu og þú syngjandi með.
Þú varst frábær húsmóðir,
alltaf að þrífa, baka, elda góðan
mat og svo saumaðir þú á okkur
fullt af fallegum fötum. Alltaf var
tekið vel á móti fólkinu okkar ut-
an af landi og gistu margir þó
þröngt væri.
Vignir bróðir fæddist þegar við
systur vorum 10 og 13 ára og 4 ár-
um síðar bættist Guðjón við.
Stuttu síðar fórstu að vinna úti
við. Þegar við systur fórum að
búa og eignast okkar eigin börn
varstu alltaf tilbúin að aðstoða
okkur og börnin okkar elskuðu að
vera hjá ömmu og afa.
Elsku mamma, þér fannst
gaman að fara í leikhús og á tón-
leika með okkur og fórum við
mjög oft. Þér fannst einnig gam-
an að dansa, svo varstu dugleg að
labba og fara í leikfimi.
Þú varst mitt líf, þú varst mitt skjól
í veröld sem hverful er.
Öll þín bros, öll þín hól,
ætíð gleði vöktu hjá mér.
Nú ertu horfin og ég einmana er,
ég sakna þín alla daga.
Enginn sem heldur í höndina á mér,
eða hjálpar mér lífið að laga.
Í mínu hjarta samt hef ég þig
og hugurinn hjá þér er.
Ég veit þú ávallt verndar mig
og vakir áfram yfir mér.
Elsku mamma, ég kveð þig nú,
með ekkatárum á kinn.
Mín huggun er og hjartans trú
á himni þig seinna ég finn.
(Heiða Jónsd.)
Elsku mamma, það mun eng-
inn geta fyllt það skarð sem þú
hefur skilið eftir í hjörtum okkar
en við munum ylja okkur við allar
þessar minningar sem við eigum
um þig og þökkum fyrir þann
tíma sem við höfðum þig hjá okk-
ur.
Við vitum að pabbi tók vel á
móti þér.
Þínar dætur,
Guðrún og Ása.
Hún opnaði hurðina og bauð
mér inn. Strauborðið var á
miðjum ganginum, á því voru ný-
pússaðir skór, hún sagði mér að
hún væri að klára að strauja
skyrtuna. Þarna var hún Sigga
mín ljóslifandi að passa upp á það
að drengurinn færi glansandi fínn
út með nýju kærustunni. Það var
eins og ekkert væri of mikið verk
þegar það sneri að syninum. Eig-
inmaðurinn hann Gaui var ekki
síður stífstraujaður og glansandi.
Ég hafði ekki verið lengi hluti
af fjölskyldunni þegar Sigga
ákvað að það væri best að þjálfa
mig í því að sjá um drenginn
hennar. Þó svo ég hafi verið sein
til að læra eldamennskuna þá
skemmtum við okkur mikið við að
útbúa veitingar í veislur. Þessi
lærða smurbrauðsdama var fag-
maður fram í fingurgóma, öll
smáatriði voru skoðuð, útlit og
bragð alltaf óaðfinnanlegt. Hún
reyndi á mjúklegan hátt að segja
mér að ég gæti alveg lært að
strauja af honum Vigni, það var
algjör óþarfi að hann væri greyið
að strauja. Sigga hafði meiri trú á
að ég gæti orðið almennileg hús-
móðir en efni stóðu til.
Mér þótti ofurvænt um þegar
hún saumaði á mig kornunga
buxnadragt, það hafði enginn
gert áður. Ógleymanlegt er líka
þegar við vorum í Danmörku og
von var á fyrsta krílinu, þá kom
hún til okkar og saumaði barna-
treyjur sem hún handsaumaði
munstur í. Hún kom einnig með
treyjur af pabbanum sem hún
hafði passað vel upp á. Ég klæddi
nýfæddan soninn í þessa dýrgripi
og öll börnin eftir það. Það myndi
færa þeim lukku var ég viss um.
Hún lagði mikla vinnu í barna-
teppi þegar það yngsta fæddist
og barnið gat ekki sofnað án þess
að hafa það hjá sér, ég var viss um
að það væru svefntöfrar í teppinu
sem hún hafði vafið inn í saum-
ana. Hún lét okkur líka vita að
hana hafði dreymt draum þar
sem afinn vitjaði nafns síns og að
sjálfsögðu fékk barnið Guðjóns-
nafnið, hún Sigga mín hafði sínar
leiðir til að fá sínu fram.
Ég fæ seint þakkað henni fyrir
þann tíma sem við eyddum mán-
uðum saman eftir að Guðjón Atli
fæddist. Ég fór að vinna fljótlega
eftir að hann kom í heiminn og
hvern vinnudag minn mætti hún
með mér til að sinna krílinu svo
ég gæti unnið, þegar hann tók síð-
degislúrinn laumaði hún sér í
strætó heim. Aldrei kvartaði hún
og gerði þetta alltaf með bros á
vör. Guðjón Atli sá ekki sólina
fyrir ömmu sinni. Hún vildi
barnabörnum sínum allt hið besta
og lagði mikið á sig til að sýna það
í verki.
Mig langar að enda þetta á
minningu þegar ég fór með Siggu
mína og börnin í ferðalag upp á
hálendið, þangað hafði hún aldrei
farið. Við höfum oft áður gert
nýja hluti saman og prófað okkur
áfram og hlógum mikið þegar
mistökin voru gerð en í þetta
skipti fannst henni nokkuð langt
gengið. Tengdadóttirin ætlaði að
keyra hálendið sjálf, yfir læki og
ár, upp fjöll og niður dali. Ertu
viss? spurði hún oft, „já, já“ var
svarið. Spenningurinn var stund-
um alveg að fara með hana svo
skríkti og ískraði í henni þegar
við komumst yfir áfanga og hún
dásamaði hverja þúfu. Þessi tími
er sá sem ég ætla að geyma vel í
minningunni um fallega konu sem
vissi hvað hún vildi og elskaði sína
ofur heitt.
Guðný Atladóttir
Hraunfjörð.
Tveggja manna vist og spila-
borg undir sófaborðinu, það er
ein af fjöldamörgum minningum
okkar um hana Siggu ömmu. Hún
gerði morgunæfingarnar með út-
varpinu á morgnana og við tókum
stundum þátt. Hún fór með okkur
í göngutúra, var stefnan oftast
tekin á Klambratúnið og þar var
farið í leiki. Í göngutúrana fór
hún í glans-íþróttagallann og hæ-
laskóna, setti á sig bláan augn-
skugga, bleikan varalit og slæðu.
Eftir göngutúrana var farið í búð-
ina og keypt hvítt skyr í sellófani
sem hún hrærði upp með rjóma
og sykri. Ömmuskyr var besta
skyr í heimi og svo gerði hún
handa okkur örbylgjuaroma-
tostabrauð sem enginn hefur náð
að gera alveg eins. Ekki má
gleyma ballerínukexi með sultu.
Arnar fór sérferðir til ömmu þeg-
ar hann vissi að hún átti rabar-
baragraut. Viktoría fékk oft að
fara með í Kringluna á sunnudög-
um þar sem þær fóru í glugga-
verslunarferð. Sigga amma fór í
langan leiðangur með Katrínu til
að finna hárband sem var auðvit-
að flottasta hárband sem til var. Í
hvert skipti sem Guðjón Atli kom
var spilað og hann látinn vinna.
Það var líka gaman þegar við
fórum út í garð að finna fjögurra
blaða smára, hún gat verið svo
uppfinningasöm á skemmtilega
hluti sem kostuðu ekkert annað
en tíma sem hún gaf okkur enda-
laust af. Sigga amma var dugleg
að hnoðast með okkur barna-
börnin, alltaf til í strætóferð og
labb. Þó svo hún væri að elda eða
baka gaf hún sér tíma til að lita
smá eða spila við okkur.
Við eigum minningar um góðar
bíómyndir þar sem við sátum öll
með ömmu að horfa á eða vorum
undir stofuborði með smáa boll-
astellið sem við héldum svo mikið
upp á.
Svo var það hvíti kassinn með
tveimur spilastokkum, þar voru
afaspil. Sigga amma passaði að
við færum varlega með þau en
hún lét samt eftir Viktoríu að fá
alltaf drottningarnar því þær
þurftu að kyssa kónginn. Amma
var alltaf tilbúin með hitapoka
fyrir fæturna hans afa þegar
hann kom heim úr vinnu, hún var
svo stolt af öllu sem afi smíðaði
fyrir hana eins og rúmgaflinn og
stofuskápinn. Já, hún amma elsk-
aði afa afar heitt og kom aldrei
neinn annar maður til greina fyrir
hana.
Amma sá um faðirvorskennsl-
una og geymdi allar teikningar
sem við gerðum og sýndi okkur
stundum. Hún hvatti okkur
áfram, hafði trú á okkur.
Það verður líka að muna eftir
öllum ferðalögunum sem hún
kom með okkur í, það skipti engu
máli hvað við vorum að gera hún
var til í að vera með.
Guðjón Atli byrjaði að kalla
hana Hvítu ömmu og við hermd-
um öll eftir því báðar ömmurnar
voru Sigga amma. Hvíta amma
var í miklu uppáhaldi hjá honum
og á tímabilum hittust þau oft í
viku.
Hún sagði okkur margar sögur
af uppvaxtarárum sínum á Ísa-
firði þar sem hún bjó hjá ömmu
sinni og með Nonna bróður. Ísa-
fjörður átti sérstakan stað í
hjarta hennar og þótti henni mjög
vænt um fjörðinn sinn og alla ætt-
ingjana sem hún átti þar.
Amma var alltaf fín og sæt, fór
í lagningu og passaði upp á fötin
sín og vildi vera smart. Við vorum
heppin með hana Hvítu ömmu
okkar.
Arnar Már, Katrín Huld,
Viktoría Ósk og Guðjón Atli.
Elsku Sigga okkar, nú ertu far-
in af stað í ferðina sem bíður okk-
ar allra. Þú varst húsmóðir fram í
fingurgóma. Fallegu snitturnar,
brauðterturnar, brúðarterturnar
og góði maturinn, heimagerði
ömmuísinn, aspassúpan, læris-
sneiðarnar og ekki má gleyma
bernaisesósunni.
Allt svo skínandi hreint, þú svo
flott alltaf með nýlagt hár, falleg-
ar neglur og fallega klædd, rautt
var í sérstöku uppáhaldi hjá þér
og fór þér svo vel.
Alltaf tilbúin að aðstoða okkur
og alltaf tilbúin í flakk um borgina
eða landið.
Smurða nestið þitt var á öðrum
og hærri stalli en hjá flestum öðr-
um, heimabakað alltaf með í ferð
og kaffibrúsinn aldrei langt und-
an.
Þú elskaðir að ferðast og við
eigum öll skemmtilegar minning-
ar með þér bæði innanlands og
erlendis.
Ísafjörður átti alltaf sérstakan
stað í huga þér og minningarnar
sem þú deildir með okkur voru
margar þaðan og oftar en ekki lá
leið ykkar þangað í sumarfrí.
Best leið þér með alla fjöl-
skylduna hjá þér í mat og kaffi og
barnabörnin nutu þess að vera
hjá Siggu ömmu sem gaf sér allt-
af tíma til að leika við þau og
dúkkan Greyið huggaði marga og
hver kaffitími var eins og afmæl-
isveisla. Næstum hvern dag röltir
þú svo niður Laugaveginn með
bláan augnskugga og varalit að
kíkja í búðarglugga, fá þér kaffi-
bolla og skoða mannlífið.
Þú elskaðir að fara á tónleika, í
leikhús, á kaffihús, og undir þér
vel í föndrinu og félagsstarfinu
hjá eldri borgurum, þar sem þú
skapaðir fallegt glerverk, búta-
saumsteppi, dúka og fleira.
Þú sást aldrei neinn annan
mann en hann Gauja þinn. Þið
fellduð hugi saman ung að árum
og voruð alla tíð samheldin og
glöð saman.
Þú saknaðir hans alla tíð eftir
að hann féll frá og í dag eruð þið
loksins sameinuð á ný.
Elsku Sigga okkar, við þökk-
um þér fyrir samfylgdina í gegn-
um lífið, væntumþykjuna,
hlýjuna og allt sem þú kenndir
okkur.
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
Gáfur prýddu fagurt hjarta,
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur
var þitt dýpsta hjartans mál.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Ástarkveðja,
þín tengdabörn,
Sigurður, Rúnar
og Margrét.
Sigríður Helga
Ívarsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Sigríði Helgu Ívarsdótt-
ur bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
Okkar ástkæra
ÞÓRUNN BENNÝ FINNBOGADÓTTIR
lést á Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn
26. febrúar.
Útförin fer fram frá Áskirkju föstudaginn
9. mars klukkan 15.
Aðstandendur
Móðir mín, tengdamóðir og langamma,
MARÍA HILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
laugardaginn 24. febrúar.
Jarðarförin fer fram frá Grafarvogskirkju
fimmtudaginn 8. mars klukkan 13.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á
Lauf - Félag flogaveikra eða Alzheimersamtökin.
Rannveig Sigurgeirsdóttir Sverrir Jónsson
Erla Jóna Sverrisdóttir
Aron Logi Andrason Skarphéðinn Elí Andrason