Morgunblaðið - 06.03.2018, Page 29

Morgunblaðið - 06.03.2018, Page 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ættir að gera eitthvað fyrir sjálfan þig, ekkert stórt, en það má margt gera án mikillar fyrirhafnar eða kostnaðar. Taktu þér tíma til að tala frá hjartanu við einhvern í dag. 20. apríl - 20. maí  Naut Hafðu varann á í samningaviðræðum og viðskiptum. Samstarfsfélagar virða það sem þú segir. Þú mátt ekki missa móðinn þótt eitthvað blási á móti. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Morgunninn er kannski eilítið óreiðukenndur, en þá er mikilvægt að muna að láta ekki smáatriði slá sig út af laginu. Leitaðu ráða varðandi málið hjá ábyggilegum aðilum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú lætur aðgerðir annarra fara í taug- arnar á þér og þarft að hafa hugfast að aðrir verða að ráða sínum málum. Einbeittu þér að eigin málum og láttu aðra eiga sig um hríð. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Efasemdir um mann sjálfan eru alger tímasóun og þú mátt engan tíma missa í dag. Sýndu að þú sért til í að breytast ef það verð- ur til þess að halda ástinni lifandi. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Gefðu þér tíma til að stofna til nýrra kynna sem og að rækta samböndin við gömlu félagana. Hlustaðu á þá sem þarfnast hjálpar en vísaðu þeim burt sem vilja bara athygli. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þér er óhætt að fara eftir hugboði þínu í því máli sem þú og vinir þínir bera mest fyrir brjósti. Og hver veit nema einhver þeirra eigi eftir að opna þér dyr. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Sjálfsagt er að sýna skoðunum annarra virðingu, þótt þær fari ekki saman við okkar eigið álit. Þú ert ánægð/ur með þig þessa dagana og mátt það vel. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það þarf lag til að stefna öllum þáttum þannig að þeir beri að þeim brunni sem þú vilt. Oft var þörf en nú er nauðsyn að halda sig á mottunni hvað fjárútlát varðar. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það gæti legið illa á fjölskyldu- meðlimum vegna óleystra ágreiningsefna heimafyrir. Alveg eins og líkami þinn þarfnast líkamlegrar næringar gerir andi þinn það líka. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er að mörgu að hyggja þegar samningar eru gerðir. Láttu kíkja á þig ef van- líðan hefur verið að angra þig, eða losaðu þig við neikvæðar venjur sem spilla heilsunni. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það kæmi sér betur fyrir þig að leyfa öðrum að ráða ferðinni um tíma. Litlu skrefin sem þú tekur til þess að bæta starfsaðstöð- una leiða til stórfelldra breytinga. Þegar guðirnir brosa niður til Vík-verja gefa þeir honum tíma til að undirbúa alvörusunnudagsmáltíð fyrir fjölskylduna. Jafnvel stórfjöl- skylduna ef því er að skipta. Á þess- um árstíma felur það í sér að upp úr hádegi hefst undirbúningur og hann felst í niðurskurði á grænmeti og fleiru sem fær að malla í steypu- járnspotti með vænum kjötbita fram á kvöld. x x x Á stundum sem þessum gefst Vík-verja færi á að láta hugann reika. Það er ekki endilega ávísun á merkilega hluti en að þessu sinni varð honum hugsað til þeirra ótrú- legu breytinga sem hér hafa orðið síðustu ár. Oft er erfitt að átta sig á breytingum meðan þær eru að verða en þær breytingar sem íslenskt þjóð- félag er að fara í gegnum fara ekki fram hjá neinum. Þetta ber auðvitað fyrst að fremst að þakka auknum ferðamannastraumi en þessir gestir okkar hafa fært ófáar krónurnar í baukinn. x x x Jói á bolnum og Víkverji njóta góðsaf þessu góðæri. Nýjar bygg- ingar spretta upp í miðbænum, spennandi veitingastaðir eru á hverju horni og miklu meira líf yfir öllu en áður var. Vissulega fylgja þessu vaxtarverkir en þau vandamál sem upp koma eru smávægileg í stóra samhenginu. Nú er meira að segja hægt orðið að fara í sund aftur á kvöldin eins og ættu að teljast sjálf- sögð mannréttindi hér á landi. Það gæti reyndar tengst því eitthvað að fyrir höndum eru sveitarstjórn- arkosningar. x x x Víkverji reyndi að sinna sjónvarps-áhorfi meðfram áðurnefndum verkum. Best bar í veiði á Netflix þar sem kokkurinn David Chang fjallaði um menningarfyrirbærið pítsu í fyrsta hluta þáttaraðarinnar Ugly Delicious. Þvílíkt gæðaefni. Síðasta verk helgarinnar var að fylgjast með ævintýrum lögreglumannsins Banks sem var á dagskrá DR1. Getur ein- hver frætt Víkverja um af hverju það eru alltaf bresk sakamál á dagskrá DR1? vikverji@mbl.is Víkverji En öllum þeim sem tóku við honum gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim sem trúa á nafn hans. (Jóh: 1.12) Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is silestone.com Bakteríuvörn Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum. Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri bakteríu- og sveppavörn. Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone. Blettaþolið Sýruþolið Högg- og rispuþolið Kvarts steinn í eldhúsið Hér er fallegt „síðvetrarljóð“sem Ólafur Stefánsson hefur skráð í Leirinn: Ég hélt um stund það væri’ að koma vor, vindinn lægði, máðust klakaspor. Sólin skein á skafl sem tórði enn, og skíðabrekkan rann hér út í for. En það er breytt og þræsingsvind ég finn, „þorraveður“ ríkir enn um sinn. Bjartsýnn laukur leggur saman blöð, sér leika inni viðkvæm krakkaskinn. Víst að lokum verður betri tíð, þá veltast lömb og börn í grænni hlíð. Göngumaður grípur staf og mal, við gneypa tinda heyr sitt einkastríð. Ármann Þorgrímsson yrkir líka fallega um vorið og kallar „Tíð- arfarið“: Fellur hvít til foldar mjöllin fannir hylja móður jörð aldurhnigin tárast tröllin tæta vindar fjalla skörð. En það er bráðum von á vori veður hlýna og sólin skín Lífið mun þá spretta úr spori og spóinn vella kvæðin sín Því skal reyna að þreyja góu þorri talsvert betri var. Þó að kannski muni mjóu mun ég standa í lappirnar. „Góa hálfnuð,“ segir Sigmundur Benediktsson um tíðarfarið. „Hættulegt mun vera að fara með hól að henni þó stillt sé sunnan heiða, því enn dustar hún pilsin fyrir norðan og viðsjál er hún, en kannski fer hún að láta undan síga. Lægðaskriðan liðin hjá lífs ófriðinn tefur. Góða hliðin góu á gæðasniðið vefur. Allur er varinn góður. Gunnar J. Straumland yrkir á Boðnarmiði: Ef hún nú kemur sú ylvolga tíð opna ég líklega dyrnar. Á meðan ég varfærinn, vongóður bíð, vökva ég frostrósirnar. Fimbulvetrarfrostsins rós fegrar glerjaljóra. Hjúpar frerans hreisturljós hrímsins blómaflóra. Gjósta var einn af gæðingum Ein- ars E. Sæmundsen. Hann orti: Vel hefur sóst á vinarmót, vín er í brjósti inni. Yfir hrjóstur hrauna’ og grjót hleypti’ eg Gjóstu minni. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Enn er skafl og þó vor í lofti „MIG LANGAR TIL AÐ SJÁ ÞIG AÐ MINNSTA KOSTI EINU SINNI Í VIKU. GÆTIRÐU REDDAÐ MÉR ÁRSMIÐUM?“ „VIÐ KLÁRUÐUM VÍNGLÖSIN OKKAR. ÞIÐ ÞURFIÐ AÐ SITJA NÆR HVORT ÖÐRU.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... vitandi að þú ert alltaf á bak við mig. GERUM EKKERT Í DAG JÆJA ÞÁ… SVO LENGI SEM ÉG FÆ TÍMA TIL ÞESS AÐ LÁTA EINS OG ASNI ÉG VEIT AÐ ÉG HEF VERIÐ GAGNRÝNINN UPP Á SÍÐKASTIÐ… EN ÞÚ HLÝTUR AÐ FARA AÐ GERA EITTHVAÐ SEM ÉG GET FLOTTUR VINSTRI KRÓKUR!! Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.