Morgunblaðið - 06.03.2018, Page 33

Morgunblaðið - 06.03.2018, Page 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2018 Glæsilegur veitingastaður á Hótel Örk. Vandaður matseðill og hlýlegt umhverfi. Pantaðu borð í síma 483 4700 eða á hverrestaurant.is. ICQC 2018-20 Óskarsverðlaunin bandarísku voru afhent í nítugasta sinn í Hollywood aðfaranótt mánudags og hlaut kvik- mynd mexíkóska leikstjórans Guill- ermo del Toro, The Shape of Wa- ter, flest verðlaun eða fern og tvenn af þeim sem eftirsóttust þykja, þ.e. sem besta kvikmyndin og fyrir bestu leikstjórn. Næstflest verðlaun eða þrenn hlaut kvikmynd Christophers Nolan, Dunkirk. Fátt kom á óvart á heildina litið, þ.e. hvar verðlaunin lentu að þessu sinni. Og sem betur fer tókst þeim Faye Dunaway og Warren Beatty að kynna rétta mynd sem þá bestu, ólíkt því sem gerðist í fyrra, eins og frægt er. Verðlaun fyrir bestan leik í aðal- hlutverki hlutu Gary Oldman fyrir Darkest Hour og Frances McDormand fyrir Three Billboards Outside Ebbing, Missouri og fyrir bestu frammistöðu í aukahlutverki hlutu verðlaun Sam Rockwell fyrir Three Billboards Outside Ebbing, Missouri og Allison Janney fyrir I, Tonya. Verðlaun sem besta erlenda kvikmyndin, þ.e. á öðru tungumáli en ensku, hlaut Una Mujer Fantás- tica, eða Stórkostleg kona, eftir sí- leska leikstjórann Sebastián Lelio og besta heimildarmyndin í fullri lengd þótti Icarus eftir leikstjórann Bryan Fogel. Af öðrum helstu verðlaunum má svo nefna að Alex- andre Desplat hlaut verðlaun fyrir bestu frumsömdu tónlist, fyrir The Shape of Water; Roger A. Deakins hlaut verðlaun fyrir bestu kvik- myndatöku fyrir Blade Runner 2049, besta frumsamda handritið þótti handrit Get Out eftir Jordan Peele og besta handrit byggt á áð- ur útgefnu efni það sem James Ivory samdi fyrir Call Me by Your Name. Þess má geta að Ivory er elsti handhafi verðlaunanna frá upphafi, 89 ára að aldri. Þó fátt hafi komið á óvart kom þó eitthvað á óvart, t.d. að Kobe Bryant, körfuboltastjarnan fyrrver- andi, skyldi hljóta Óskarsverðlaun en þau hlaut hann fyrir bestu teiknuðu stuttmyndina, Dear Bas- ketball, sem byggð er á bréfi sem hann skrifaði árið 2015 um ást sína á íþróttina og þá fyrirætlan að leggja skóna á hilluna. Glen Keane, leikstjóri myndarinnar, tók við verðlaununum með Bryant en eins og enska dagblaðið The Guardian fjallar um þykir mörgum það bera merki um tvöfalt siðgæði – á tímum #MeToo og afhjúpana á kynferð- islegu ofbeldi karla og áreitni í garð kvenna í Hollywood og víðar – að veita Bryant verðlaunin þar sem hann var fyrir 15 árum kærður fyr- ir nauðgun. Konan sem kærði hann treysti sér ekki til að bera vitni fyr- ir rétti og var málinu því vísað frá. Einn af föstum liðum Óskars- verðlaunahátíðarinnar er að minn- ast látinna listamanna og að þessu sinni var tónskáldið Jóhann Jó- hannsson þeirra á meðal en Jóhann lést í síðasta mánuði. Jóhann var tilnefndur til Óskarsverðlauna tvisvar, árið 2014 fyrir tónlist sína við kvikmyndina The Theory of Everything og ári seinna fyrir Sicario. Jóhann hlaut fjölda verð- launa og tilnefninga á ferli sínum, m.a. Golden Globe-verðlaunin fyrir The Theory of Everything. Aðalkynnir kvöldsins, spjall- þáttastjórnandinn Jimmy Kimmel, sló að sjálfsögðu á létta strengi og benti m.a. á í upphafi hátíðarinnar að Óskar gamli, þ.e. styttan eftir- sótta, ætti að vera körlum í Holly- wood fyrirmynd því hann héldi að sér höndum, talaði aldrei dónalega og væri auk þess ekki með typpi. helgisnaer@mbl.is Fengsæll Mexíkóski leikstjórinn Guillermo del Toro hafði ástæðu til að gleðjast og sést hér með tvenn verðlaun af fernum sem mynd hans hlaut. AFP Stórkostlegt Síleski leikstjórinn Sebastián Lelio hlaut verðlaun fyrir bestu erlendu kvikmyndina, Una mujer fantástica, eða Stórkostleg kona. Best Sam Rockwell, Frances McDormand, Allison Janney og Gary Oldman kát með Óskarsstytturnar sem þau hlutu sem bestu leikarar og leikkonur í aðal- og aukahlutverkum, McDormand og Oldman í fyrrnefnda flokknum. Óskar del Toro  The Shape of Water hlaut fern Óskarsverðlaun, m.a. sem besta kvikmyndin  Jóhanns Jóhannssonar minnst Ofurhetjumyndin Black Panther, Svarti pardusinn, var sú sem mestum miðasölutekjum skilaði í bíóhúsum landsins um helgina og það þriðju helgina í röð. Miðasölutekjur voru rúmar fjórar milljónir króna og sáu myndina um 3.000 manns. Frá upp- hafi sýninga hafa um 30.000 manns séð hana og stefnir því í að hún verði ein af vinsælustu kvikmyndum ársins. Njósnahasarmyndin Red Sparrow var sú næstvinsælasta um helgina en hana sáu um 1.400 manns og grín- myndin Game Night var einnig ágæt- lega sótt, um 1.300 manns sáu hana. Black Panther 1 3 Red Sparrow Ný Ný Game Night 4 2 Fullir vasar 2 2 Lói - Þú flýgur aldrei einn 3 5 Bling 8 3 Early Man – Steinaldarmaðurinn Ný Ný The Shape of Water 7 3 Paddington 2 5 8 Deep (Ævintýri í undirdjúpum) 16 7 Bíólistinn 2.–4. mars 2018 Nr. Var síðast Vikur á listaKvikmynd 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Svarti pardusinn enn á toppnum Vinsæll Svarti pardusinn. Bíóaðsókn helgarinnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.