Morgunblaðið - 13.03.2018, Síða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 3. M A R S 2 0 1 8
Stofnað 1913 61. tölublað 106. árgangur
GÓÐUR LEIKUR
OG STÓRFÍN
KVIKMYND KRAFTMIKLIR UNGLINGAR
VIÐGERÐARBYLTING
TIL AÐ VINNA
GEGN SÓUN
DANS- OG SVIÐSLISTAHÁTÍÐ 31 GERT VIÐ BILUÐ TÆKI 12ANDIÐ EÐLILEGA bbbbm 33
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Benedikt Eyjólfsson, forstjóri Bíla-
búðar Benna, segir að leita þurfi
samanburðar við olíuríki til að finna
jafnmikla sölu á Porsche-bílum
miðað við höfðatölu og á Íslandi.
Hann óttast að umboðið muni ekki
geta flutt inn nógu marga Porsche-
bíla í ár til að anna eftirspurn.
BL hefur opnað nýjar höfuð-
stöðvar fyrir Jaguar og Land Rover.
Íris B. Ansnes er framkvæmdastjóri
Jaguar Land Rover á Íslandi.
Spáir mjög góðri sölu lúxusbíla
Hún segir að m.t.t. hagsveiflunnar
eigi sala til einstaklinga mikið inni.
„Við teljum að þetta ár verði mjög
gott í sölu lúxusbíla. Kaupmáttur er
góður sem og andinn í þjóðfélaginu.
Við teljum okkur því vera með rétta
vöru á réttum tíma,“ segir Íris. »14
Anna ekki pöntunum á lúxusbílum
Bílabúð Benna skortir Porsche-bíla
BL opnar söluskála fyrir lúxusbíla
Morgunblaðið/Hari
Glæsikerrur Íris B. Ansnes í nýjum Jaguar-sportbíl í nýju sýningarrými BL
á Hesthálsi. Vandaðasta útfærslan af Jaguar F kostar 30,39 milljónir.
Sólskinsstundirnar í Reykjavík fyrstu átta daga marsmánaðar eru nú jafnmargar og flestar hafa
mælst áður sömu daga, 68 talsins. Svo margar voru þær einnig 1962, eða fyrir 56 árum. Þetta kemur
fram í samantekt Trausta Jónssonar veðurfræðings. Sólin hefur skinið glatt í höfuðborginni og víð-
ar um sunnan- og vestanvert landið síðustu daga þannig að nokkrar stundir hafa bæst við.
Mánuðurinn hefur jafnframt verið í kaldara lagi, en t.a.m. er meðalhiti í Reykjavík -1,4 stig.
Metjöfnun í mars í borginni
Morgunblaðið/Hari
Sólin hefur leikið við landsmenn, m.a. þennan íselskandi krakkahóp
Guðmundur Magnússon
Höskuldur Daði Magnússon
Samræmdu grunnskólaprófin í ensku og íslensku,
sem hætta varð við í miðjum klíðum í síðustu viku
vegna tæknilegra mistaka, verða ekki endurtekin í
Garðaskóla í Garðabæ. Þetta segir skólastjórinn,
Brynhildur Sigurð-
ardóttir. Hún segir
jafnframt að stjórn-
endur skólans áskilji
sér rétt til að meta
það í næstu atrennu
hvort þeir taki þátt í
að leggja samræmd
könnunarpróf
Menntamála-
stofnunar fyrir nem-
endur.
Í yfirlýsingu sem
Menntamálastofnun
sendi frá sér í gær
segir að bandaríska
fyrirtækið Assess-
ment Systems, þjón-
ustuaðili prófakerf-
isins, hafi viðurkennt
að mistök í uppsetningu evrópsks gagnagrunns
stofnunarinnar hafi truflað próftöku í síðustu viku.
Menntamálastofnun segist hafa gengið frá ráðn-
ingu óháðs aðila til að fara yfir ferlið í heild og leiða
í ljós hvort eitthvað í undirbúningi stofnunarinnar
hefði mátt betur fara.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmála-
ráðherra, og Arnór Guðmundsson, forstjóri
Menntamálastofnunar, mættu á fund allsherjar- og
menntamálanefndar í gær ásamt sérfræðingum.
Guðmundur Andri Thorsson, 1. varaformaður
nefndarinnar, segir augljóst að Menntamálastofn-
un njóti ekki mikils trausts í samfélaginu. „Þetta er
búin að vera hrakfallasaga í nokkur ár, það er allt-
af eitthvað,“ segir hann um framkvæmd prófanna.
Þá telur hann að ekki hafi verið að fullu skýrt á
fundinum hvað fór úrskeiðis: „Þessar skýringar
sem við fengum voru ekki nógu trúverðugar allar.“
Endur-
taka ekki
prófin
Stjórnendur í Garða-
skóla bregðast við ólgu
Óvissa um prófin
» Um 4.300 nem-
endur í 9. bekk áttu
að þreyta samræmd
próf. Fresta varð
prófum í ensku og ís-
lensku.
» Ráðherra hefur
boðað hagsmuna-
aðila á fund sinn á
morgun þar sem far-
ið verður heildstætt
yfir stöðuna.
MSamræmd próf »2 og 18
„Það er ekkert sjálfgefið að
framboð til forseta sé endilega með
velvilja forystumanna stærstu fé-
laga eða sambanda. Það eru bara
þingfulltrúarnir sem ákveða þetta,“
segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti
ASÍ, um gagnrýni verkalýðsfor-
ingja á setu hans í forystu ASÍ. „85
þingfulltrúar VR eða 64 þing-
fulltrúar Eflingar eru vafalaust
ekki allir eins þenkjandi,“ segir
Gylfi, sem hefur ekki tekið ákvörð-
un um hvort hann gefur kost á sér
áfram sem forseti á þingi ASÍ í
haust. Hann hringdi í gær í Sól-
veigu Önnu Jónsdóttur og óskaði
henni til hamingju með sigurinn í
Eflingu. »6
Óskaði Sólveigu
Önnu til hamingju
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Undarleg uppákoma varð við fang-
elsið á Hólmsheiði í gær þegar
Sveini Gesti Tryggvasyni, sem
dæmdur var í sex ára fangelsi í
tengslum við dauða Arnars Jóns-
sonar Aspar á síðasta ári, var
óvænt sleppt úr haldi. Sveinn
áfrýjaði dómi sínum til Lands-
réttar og situr í gæsluvarðhaldi
þar til dómur fellur þar. Gæslu-
varðhald yfir honum rann út
klukkan 16 í gær og svo virðist
sem það hafi farist fyrir að fara
fram á áframhaldandi varðhald í
tæka tíð. Því gekk Sveinn frjáls út
úr fangelsinu í gær – en beint í
flasið á hópi lögreglumanna. Var
hann handtekinn á bílastæðinu við
fangelsið á Hólmsheiði og færður
beint í héraðsdóm þar sem hann
var úrskurðaður í gæsluvarðhald.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins voru fjórir lögreglu-
bílar sendir á vettvang þegar mis-
tökin uppgötvuðust, en ekki
reyndist þörf á þeim liðsafla því
Sveinn Gestur var rólegur og sam-
vinnuþýður.
Helgi Magnús Gunnarsson vara-
ríkissaksóknari var staddur er-
lendis þegar Morgunblaðið náði af
honum tali í gærkvöld og gat ekki
veitt neinar upplýsingar um málið.
Ekki náðist í Björgvin Jónsson,
lögmann Sveins Gests.
Handtekinn
fyrir utan
fangelsið
Sveini Gesti óvænt
sleppt úr haldi í gær
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Gæsluvarðhald Sveinn Gestur
Tryggvason situr aftur í varðhaldi.