Morgunblaðið - 13.03.2018, Side 2

Morgunblaðið - 13.03.2018, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is „Sokkarnir voru veðurtepptir í Dyfl- inni í viku sökum snjóa, því tafðist salan á þeim aðeins í byrjun,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmda- stjóri Krabbameinsfélagsins, um sölu á sokkum til styrktar Mottu- mars. „Það gengur mjög vel að selja sokkana, en það er ennþá nóg til. Pökkunardeildin í Skógarhlíðinni leggur sig fram nánast dag og nótt.“ Safnað er fyrir „Karlaklefanum“, vefgátt fyrir karla til upplýsingar um krabbamein. Halla segir rann- sóknir sýna að karlmenn nýti sér upplýsingar, stuðning og ráðgjöf á annan hátt en konur og félagið vilji mæta því með vefsvæði fyrir karla. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ís- lands, fékk afhent sokkapar í byrjun átaksins og klæddist þeim nýverið á mynd. „Við erum sannfærð um að það hefur haft mikil áhrif, Guðni er áhrifavaldur í tísku,“ segir Halla og hlær við. Sokkarnir eru röndóttir, hvítir, rauðir og bláir, í stærðunum 36-40 og 41-45, og fást í netverslun félags- ins auk ýmissa verslana. Aðspurð segir Halla að karlasokkarnir seljist mun betur. „Okkur langar að höfða meira til kvenna, karlar eru t.d. mjög dugleg- ir að styðja bleiku slaufuna, sem er krabbameinsverkefni kvenna.“ Halla hvetur þjóðina til að taka þátt í Mottudeginum 16. mars nk. Sokkarnir biðu veðurtepptir í viku á flugvellinum í Dyflinni  Mottumars fer vel af stað  Konur hvattar til þátttöku Ljósmynd/Krabbameinsfélagið Sokkarnir Biðu veðurtepptir í viku en fást nú til styrktar Mottumars. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við höfum gríðarlegar áhyggjur af ástandinu í umferðarmálum hér á landi. Það er ekki bara það að veg- irnir séu að molna niður heldur er umferðin orðin svo ótrúlega mik- il. Frá okkar bæj- ardyrum séð er ástandið þannig að það þarf að ráðast í þjóðar- átak til að koma vegunum í lag. Það þarf að hugsa stórt þarna og fjárfesta í þessum innviðum án taf- ar,“ segir Sigurjón Andrésson, for- stöðumaður markaðsmála og for- varna hjá Sjóvá. Morgunblaðið greindi í gær frá umferðarslysi sem varð við Kirkju- bæjarklaustur. Mörg alvarleg um- ferðarslys hafa orðið í vetur og fimm hafa látist í umferðinni það sem af er ári. Hávær krafa er uppi í samfélag- inu um úrbætur í vegamálum. Sigurjón bendir á að frá hruni hafi þessi mál stöðugt þróast til verri vegar. Ferðamönnum hafi fjölgað hratt og umferð aukist, en á sama tíma hafi endurbætur og fram- kvæmdir setið á hakanum. „Við erum komin á eftir. Ég nefni sem dæmi að frá Klaustri austur að Höfn í Hornafirði eru um 20 ein- breiðar brýr og innviðir í samfélag- inu þar eru mjög þandir út af ágangi vegna fjölda ferðamanna. Það er afar löng vegalengd í heilbrigðisstarfs- fólk og lækni sitthvorumegin við Jökulslárlón og nánast útilokað að bregðast hratt við mögulegu stór- slysi.“ Hann kveðst fagna því að sam- gönguráðherra boði að auknu fjár- magni verði varið í framkvæmdir á vegum í ár. Ekki veiti af. „Þegar við byggjum þessa vegi þá þarf að byggja þá til framtíðar og hugsa stórt. Vegirnir þurfa að vera að minnsta kosti 2+2 og uppfylla bæði nútímastaðla og nútímakröfur. Við höfum því miður stunduð sparað aurinn en kastað krónunni í þessum efnum eins og sést á Reykjanes- braut. Hún er til fyrirmyndar að mörgu leyti en er aðeins hálfkláruð. Það þýðir ekki að hugsa þetta svona. Við höfum nýleg dæmi um tvö slys þar sem bílum er ekið yfir á rangan vegarhelming og framan á aðra bíla. Þetta gerist þegar umferðin er ekki akreinaskipt. Þarna er verið að keyra á upp undir 90-100 kílómetra hraða og það eru einungis tveir metrar á milli bíla. Svo reka rútur næstum saman speglana þegar þær mætast á þessum vegum.“ Hann bendir á að í mörgum nýjum bílum sé búnaður sem láti ökumann vita ef hann er að keyra yfir á öfugan vegarhelming eða keyra út af. „En til þess að búnaðurinn virki þurfa auð- vitað að vera hér vegir sem uppfylla nútímastaðla.“ En hvað með bílstjórana sem valda þessum slysum? Sigurjón kveðst telja að bílaleigur standi sig ágætlega í forvörnum og leiðbeining- um fyrir erlenda viðskiptavini sína. Það verði hins vegar ekki komið í veg fyrir að misjafn sauður leynist í mörgu fé. „Margir þessara ökumanna eru óvanir og lesa aðstæður skringilega. Þeir hafa ekki þekkingu eða kunn- áttu til að takast á við aðstæður sem geta skapast úti á vegunum. Auðvit- að hræðir þetta okkur Íslendinga.“ Þjóðarátak þarf til að koma vegum í lag  Ráðast þarf í mikla uppbyggingu á vegum, að mati forstöðumanns forvarna hjá Sjóvá  Hugsa þarf stórt  Margir erlendir ökumenn eru óvanir og hafa ekki kunnáttu til að takast á við íslenskar aðstæður Sigurjón Andrésson Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Bílalest Suðurlandsvegur var lokaður í fjóra tíma eftir slys við Kirkjubæj- arklaustur á sunnudag. Krafa er uppi um endurbætur á vegum þar. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég á nú eftir að átta mig betur á því hvað gerðist en þessar skýringar sem við fengum voru ekki nógu trúverð- ugar allar,“ segir Guðmundur Andri Thorsson, 1. varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Nefndin fundaði um samræmd próf og framkvæmd þeirra í gær en eins og Morgunblaðið hefur greint frá þurfti að fresta tveimur prófum af þremur í síðustu viku eftir að tækni- leg vandamál komu upp. Lilja Al- freðsdóttir, mennta- og menningar- málaráðherra, kom á fundinn ásamt tveimur sérfræðingum úr ráðuneyt- inu. Auk þeirra kom Arnór Guð- mundsson, forstjóri Menntamála- stofnunar, ásamt sérfræðingi frá stofnuninni. Guðmundur Andri segir augljóst að Menntamálastofnun njóti ekki mikils trausts í samfélaginu eftir þetta klúð- ur við framkvæmd samræmdu próf- anna. „Þetta er búin að vera hrak- fallasaga í nokkur ár, það er alltaf eitthvað. Mér virðist að það hafi kannski verið farið heldur geyst í þessa rafvæðingu. Það er ekki gott að hafa ekki neitt plan B,“ segir Guð- mundur Andri, sem vill ekki segja hvað sé rétt að taka til bragðs varð- andi prófin. „Það er enginn augljós kostur í stöðunni. Ég vona að ráðherra og hennar fólk komist að skynsamlegri niðurstöðu.“ Prófin „hrakfallasaga í nokkur ár“  Samræmdu prófin til umræðu á nefndarfundi Morgunblaðið/Eggert Fundað Arnór Guðmundsson og Lilja Alfreðsdóttir, fyrir miðju, mættu á fund allsherjar- og menntamálanefndar. „Veðurspáin fyrir næstu daga er nokkuð góð og ekki áframhald á snjókomu eins og í síðustu viku sem olli snjóflóðum á Tröllaskaganum,“ segir Tómas Jóhannesson, jarðeðl- isfræðingur á snjóflóðavakt Veð- urstofu Íslands. „Á Tröllaskaga eru enn veik snjóalög sem snjóflóð hlaupa á. Við lækkuðum hættustigið þar úr rauðu í appelsínugult, en það er kalt og tekur tíma fyrir snjóalögin að ná stöðugleika þrátt fyrir að ekki bæti mikið í snjó. Það féll snjóflóð inn- arlega í Skarðsdal nærri Siglufirði um hádegið á sunnudag. Það er til marks um að þessi lög eru enn hættuleg. Á Vest- og Austfjörðum þykir stöðugleiki snævarins nokkuð góður, en þó þarf að fara varlega,“ segir Tómas og bætir við að viðvör- unum sé fyrst og fremst beint til fjallaferðalanga. ernayr@mbl.is Enn flóða- hætta á fjöllum  Veik snjóalög en þó lægra hættustig

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.