Morgunblaðið - 13.03.2018, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2018
2024 SLT
L iðLé t t ingur
Verð kr
2.790.000
Verð með vsk. 3.459.600
Austurvegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir
Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is
Ellefu fastagestir sundlaugarinnar
í Laugardal syntu í gærmorgun
samtals 21,2 km til að minnast
þeirra sem fórust með Hellisey
VE-503 að kvöldi 11. mars 1984 og
afreks Guðlaugs Friðþórssonar, þá
aðeins 22 ára, sem synti um 6 km í
land í ísköldum sjónum um nótt.
„Við erum bara óformlegur sund-
klúbbur sem hittumst í sundi í
Laugardalslauginni á morgnana.
Við syndum og förum í heitu pott-
ana. Ég hef verið með síðan árið
2006 og við höfum gert þetta 12.
mars ár hvert, til að minnast þessa
hörmulega atburðar og þeirra sem
fórust, en líka sundafreks Guðlaugs
Friðþórssonar,“ segir Skúli J.
Björnsson, einn sundgarpanna.
Hann segir þau ekki tengjast
Vestmannaeyjum sérstaklega en
þau geri þetta samt sem áður, m.a.
til að minnast sjóslysa.
„Hópurinn hefur haldið þessari
hefð síðan árið 2002 en þar á undan
hafði ég synt nokkrum sinnum í
Vestmannaeyjum,“ segir Kristján
Gíslason, en hann og Birgir Þór
Jósafatsson syntu fullt sund, 6 km
hvor. Aðrir skiptu afganginum á
milli sín. ernayr@mbl.is
Sundhópur í Laugardalslaug minnist þeirra sem farast í sjóslysum og sundafreks Guðlaugs Friðþórssonar er Hellisey VE-503 fórst
Ljósmynd/Guðmundur Kristjánsson
Synda ár-
lega Guð-
laugssund
Sundhópurinn F.v. Guðný Hallgrímsdóttir, Páll Arnór Pálsson, Skúli J. Björnsson, Elísabet Guðmundsdóttir, Pétur Ó. Stephensen, Guðjón H. Bernhards-
son, Þormar Ingimarsson, Birgir Jósafatsson og Kristján Gíslason. Á myndina vantar Arnar Pál Hauksson og Björn Jónsson.
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
„Ég hringdi í Sólveigu Önnu í morgun
og óskaði henni til hamingju með
þennan sigur, hann er glæsilegur og
þetta er mjög afgerandi niðurstaða
fyrir hana, sem er auðvitað bara gott.
Ég held að formaður í svona stóru fé-
lagi þurfi einmitt að hafa svona afger-
andi stuðning og þessi er óumdeild-
ur,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti
ASÍ, um sigur Sólveigar Önnu Jóns-
dóttur í formannskjörinu í Eflingu.
Gylfi hefur verið erlendis undan-
farna viku og kom heim í gærmorgun.
Hann gerir ráð fyrir að hitta Sólveigu
fljótlega. „Hún tekur við þessu verk-
efni í lok apríl og síðan fer seinni hluti
kosninga í Eflingu yfirleitt fram að
hausti, en þá er trúnaðarráðið og
samninganefndin kosin. Mér þykir
ekki ólíklegt að nýr meirihluti vilji
hafa einhverja hönd í bagga með því
og það er bara eðlilegt. Hún er að
taka við stóru verkefni og auðvitað
fær hún allan stuðning Alþýðusam-
bandsins eins og allir sem taka við
svona verkefnum,“ segir Gylfi.
Harðari tónn síðustu misseri
Boðuð hefur verið herskárri stétta-
barátta eftir sigur Sólveigar Önnu og
harðari gagnrýni beinst að forystu
ASÍ og Gylfa sem forseta, einkum frá
Ragnar Þór Ingólfssyni, formanni
VR, og Vilhjálmi Birgissyni, formanni
Verkalýðsfélags Akraness.
Gylfi segir að ekki fari neitt á milli
mála að tónninn í verkalýðshreyfing-
unni hafi orðið harðari síðustu misseri
og harkan einskorðist ekkert við þau
þrjú. Það sé rétt metið, t.a.m. í skrif-
um Styrmis Gunnarssonar, fyrrver-
andi ritstjóra, að framganga stjórn-
málamanna og kjararáðs eigi stóran
hlut að máli. „Það getur ekki hafa far-
ið framhjá neinum sem hefur fjallað
um þessi mál að
ég hef talið hreyf-
inguna þurfa að
bíta frá sér,“ segir
Gylfi, sem kveðst
ekkert hafa dreg-
ið af sér í gagn-
rýni á stjórnmála-
öflin í landinu.
Fingraför ráð-
herra blasi við
m.a. við breyting-
ar á kjörum kjararáðs. Þá hafi
ákvarðanir um kjör forstöðumanna
fyrirtækja í eigu ríkisins eftir að þær
voru teknar frá kjararáði, átt að
stuðla að meiri aga og ábyrgð á launa-
hækkunum forstjóranna en niður-
staðan blasi hins vegar við. Einnig
eigi bótaskerðingar líka stóran þátt í
því að tónninn er orðinn mun harðari.
„Það hefur verið mitt mat nokkuð
lengi að hreyfingin þurfi að bíta frá
sér. Ég var þeirrar skoðunar 2014 og
2015 og það var mín tillaga (um sein-
ustu mánaðamót) að segja upp þess-
um kjarasamningum, þannig að sú
harka sem þau eru að endurspegla
held ég að sé ekkert alveg einskorðuð
við þau,“ segir Gylfi.
Hann segist hins vegar vona að
menn átti sig á því að ekki sé hægt að
gera núverandi forystu verkalýðs-
hreyfingarinnar ábyrga fyrir ákvörð-
unum ríkisstjórnar og Alþingis.
Segir hann að Ragnar Þór og Vil-
hjámur hafi sjaldan verið miklir tals-
menn samstöðu og það valdi honum
miklum vonbrigðum að þessi umræða
snúist öll inn á við og fari í einhver
hjaðningavíg inni í hreyfingunni. Það
sé mjög skrítin leið til uppbyggingar
og samstöðu en Gylfi tekur fram að
hann hafi ekki heyrt nýkjörinn for-
mann Eflingar tjá sig neitt um þetta.
Gylfi segist ekki hafa ákveðið hvort
hann gefur kost á sér áfram sem for-
seti ASÍ á þingi þess í haust.
,,Kosning til formennsku, hvort
sem það var í VR í fyrra eða Eflingu
núna er bara kosning til formennsku í
þessum félögum. Síðan verður þing
Alþýðusambandsins haldið í haust.
Ég hef aðeins einu sinni ekki fengið
mótframboð. Ég var sjálfkjörinn á
síðasta þingi, 2016. Ég hef aldrei litið
á þetta sem embætti sem ég ætti,
heldur kjósa 300 þingfulltrúar í það
og það er ekki alltaf gert með velvilja
forystumanna stærstu félaganna.“
Eru ekki allir eins þenkjandi
„Það er ekkert sjálfgefið að fram-
boð til forseta sé endilega með velvilja
forystumanna stærstu félaga eða
sambanda. Það eru bara þingfull-
trúarnir sem ákveða þetta,“ segir
Gylfi. „85 þingfulltrúar VR eða 64
þingfulltrúar Eflingar eru vafalaust
ekki allir eins þenkjandi. En hvort ég
býð mig fram eða ekki, ég hef sagt að
ég muni greina frá því síðar.“
Sólveig fær allan stuðning ASÍ
Hringdi í Sólveigu og óskaði henni til hamingju með glæsilegan sigur Hefur ekki ákveðið hvort
hann gefur áfram kost á sér Hreyfingin þarf að bíta frá sér Reiði vegna stjórnmála og kjararáðs
Gylfi
Arnbjörnsson
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Alvarleg staða er komin upp í kjara-
viðræðum samninganefndar ríkisins
og Ljósmæðrafélags Íslands.
„Við erum að hugsa málið, hvaða
möguleikar eru í stöðunni,“ segir
Áslaug Í. Valsdóttir, formaður Ljós-
mæðrafélags Íslands. „Það er stál í
stál í viðræðum vegna þess að ekki
er um eiginlegar viðræður að ræða,
samtalið er gjörsamlega einhliða af
hálfu ríkisins. Ríkið er ekki tilbúið
að skoða aðra möguleika en það til-
boð sem þeir koma sjálfir með og
við höfum þegar hafnað,“ segir Ás-
laug.
Ljósmæðrafélagið hefur boðað
ljósmæður til áríðandi félagsfundar
á morgun vegna erfiðrar stöðu
kjaramála.
Ljósmæðrafélag Íslands og FÍH,
fyrir hönd Starfsmannafélags Sin-
fóníuhljómsveitar Íslands, eru núna
einu BHB-félögin sem eiga ósamið
við ríkið af þeim 17 aðildarfélögum
BHM sem voru með lausa samninga
eftir að gerðardómur á kjör þeirra
rann úr frá 1. september sl. Deilu
ljósmæðra og SNR var vísað til
ríkissáttasemjara 5. febrúar.
Fram kom í samtali við formann
ljósmæðrafélagsins í seinasta mán-
uði að félagið gat ekki fallist á kjara-
samninginn sem önnur BHM félög
gerðu við ríkið á dögunum þar sem
launaþróun ljósmæðra væri sú lang-
slakasta bæði innan BHM og þótt
víðar væri leitað.
Stál í stál í kjaradeilu ljós-
mæðrafélagsins og ríkisins
Boða á áríðandi
fund um stöðuna
Thinkstock/Getty Images
Á fæðingardeild Ekki hafa náðst
kjarasamningar fyrir ljósmæður.