Morgunblaðið - 13.03.2018, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 13.03.2018, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2018 augavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is Falleg hönnun frá Blómahengi verð 970 kr. Bókastoðir verð 860 kr. stk. Hilluvinklar verð frá 660 kr. stk. Snagi HRÓI HÖTTUR verð 980 kr. stk. Snagi ALBER verð frá 1.330 kr. stk. Til í fleiri litum Snagabretti verð 5.980 kr. stk. L Opið virk a dag a frá 9-18 lau frá 1 0-16 Ný vefverslun brynja.is Það er ekki víst að neinn hefðivelt því fyrir sér hversu fáir sóttu „landsfund“ Viðreisnar.    Það er ekki út-bólginn áhugi fyrir þessu klofn- ingsbroti, sem slys- aðist inn í ríkis- stjórn, sem sprakk út af engu, þegar enginn átti von á því og enginn varð leiður yfir því.    Jafnvel þótt einhver hefði velt þessum landsfundi fyrir sér eina örskotsstund hefði hann ekki pælt í því hvort pínlega fáir hefðu setið hann.    En svo var birt frétt um hvemörg prósent formaður Við- reisnar hefði fengið í formanns- kjöri.    Mbl.is taldi augjóst að innslátt-armistök hefðu orðið þegar fjöldi atkvæða sást hvergi, hvern- ig sem leitað var.    En Ásdís Rafnar upplýsti aðþað væri sérstök ákvörðun að gefa ekki upp atkvæðafjöldann!    Viðreisn lætur stundum eins ogí henni sé að finna helstu vörn gegn „leyndarhyggjunni“ og því kom þetta mjög á óvart. Og rétt eins og þegar Björt framtíð dró Viðreisn með sér úr ríkis- stjórn að næturþeli brotnuðu leið- togar hennar nú undan þrýstingi og létu toga út úr sér að formað- urinn hefði aðeins fengið 61 at- kvæði á landsfundi.    Það var vissulega dálítið pínlegten þó ekki nærri eins pínlegt og pukrið og leyndarhyggjan um úrslitin. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Pínlega pínlegt STAKSTEINAR Veður víða um heim 12.3., kl. 18.00 Reykjavík 3 skýjað Bolungarvík -1 heiðskírt Akureyri -1 skýjað Nuuk -5 snjókoma Þórshöfn 5 skýjað Ósló 0 þoka Kaupmannahöfn 4 rigning Stokkhólmur 2 þoka Helsinki 0 súld Lúxemborg 9 skýjað Brussel 11 skúrir Dublin 10 skýjað Glasgow 7 skýjað London 9 skúrir París 10 rigning Amsterdam 10 skúrir Hamborg 10 rigning Berlín 9 rigning Vín 11 skúrir Moskva -3 snjókoma Algarve 14 skýjað Madríd 11 léttskýjað Barcelona 18 léttskýjað Mallorca 17 léttskýjað Róm 13 skúrir Aþena 16 léttskýjað Winnipeg -8 heiðskírt Montreal 1 snjókoma New York 4 heiðskírt Chicago 3 þoka Orlando 20 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 13. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:53 19:22 ÍSAFJÖRÐUR 7:59 19:26 SIGLUFJÖRÐUR 7:43 19:09 DJÚPIVOGUR 7:23 18:51 Uppselt er orðið á tvo leiki á HM í Rússlandi í sumar; úrslitaleikinn sjálfan og leik Íslands og Argentínu í riðlakeppninni, sem fram fer í Moskvu 16. júní nk. Í dag klukkan níu opnast á ný miðasölugluggi vegna mótsins á vef Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Um er að ræða sölu þar sem miðakaupendur fá strax svör frá kerf- inu um það hvort miðarnir fást. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði við mbl.is í gær að hún vissi ekki hversu margir miðar færu í sölu í dag, en mikil eftirspurn hefur verið eftir miðum á meðal íslenskra stuðnings- manna og eflaust einhverjir svekktir nú þegar uppselt er orðið á fyrsta leik liðsins. Íslenska liðið spilar í borgunum Moskvu, Volgograd og Rostov gegn Argentínu, Nígeru og Króatíu dag- ana 16. til 26. júní. Glugginn sem opnast í dag er síð- asta úthlutunin í miðasölunni á HM. Ekki er þó öll von úti, því síðar verður opnaður endursölugluggi hjá FIFA fyrir þá sem eiga miða en hyggjast ekki nýta þá. Sú gátt verður eina leið- in til þess að kaupa og selja miða sem þegar hefur verið úthlutað, en miðar sem keyptir eru af miðahöfum án milligöngu FIFA verða ónothæfir þegar til Rússlands er komið. Uppselt á fyrsta leikinn í Rússlandi  Miðasölugluggi opnast kl. níu í dag  Endursölugátt FIFA opnuð síðar Morgunblaðið/Golli Rússland Aron Einar og Birkir fá að taka á Króötunum á ný í sumar. „Ég bíð bara eftir fréttum,“ segir Páll Kristjáns- son, lögmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, sem liggur enn á bæklunarspítala í Sevilla á Spáni. Þangað var hún flutt frá Malaga 23. febrúar síð- astliðinn. Íslenska lögreglan sendi spænskum lögregluyfirvöldum formlega réttarbeiðni um að mál sem Sunna tengist á Spáni yrði fært í hendur íslensku lögreglunnar. „Mál hennar virðist eitthvað hafa sofnað hjá hinu opinbera. Það hefur ekkert nýtt gerst þar,“ segir Páll í samtali við Morgunblaðið. Hann segist hafa sent fyrirspurn til ríkis- saksóknara um stöðuna, en lítil svör fengið. „Þetta virðist hafa sofnað svolítið eftir að hún komst undir betri læknishendur. Það er eins og pressunni hafi aðeins verið létt af spænskum yfirvöldum,“ segir Páll. Foreldrar Sunnu eru hjá henni í Se- villa og segir Páll að henni líði betur, en leggi þó mikla áherslu á að kom- ast heim sem fyrst. athi@mbl.is Sunna Elvira Þorkelsdóttir Sunna enn í Sevilla  Lögmaður segir málið hafa sofnað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.