Morgunblaðið - 13.03.2018, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.03.2018, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2018 Vísindadagur OR Hörpu miðvikudaginn 14. mars kl. 8.30–15.45 Á vísindadeginum í ár verða nítján stutt og snörp erindi um fjölbreytt og mikilvæg málefni: örplast, loftslagsmál, launajafnrétti, snjallvæðingu og ylstrendur, svo nokkuð sé nefnt. Boðið verður upp á morgunhressingu fyrir fund og léttan hádegisverð. Ef þú kemst ekki getur þú fylgst með streymi frá erindunum á www.or.is. Allir velkomnir | Aðgangur ókeypis Skráning og nánari upplýsingar á or.is. Taktu þátt í umræðunni á #orsamband Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Drög að ályktunum málefnanefnda Sjálfstæðisflokksins, sem lagðar verða fram á landsfundi flokksins, sem hefst á föstudag, eru nú komin inn á heimasíðu Sjálfstæðisflokks- ins. Þorkell Sigurlaugsson er formað- ur allsherjar- og menntamála- nefndar Sjálfstæðisflokksins. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að nefndin hefði lagt mikla vinnu í undirbúning ályktunarinnar. „Við leggjum mun meiri áherslu á menntamálin í ályktun okkar en áður hefur verið gert. Það er reyndar sam- merkt öllum flokkum um þessar mundir, sem er bara jákvætt,“ sagði Þorkell. Hann segir að í ályktuninni komi skýrt fram áhyggjur af kennara- menntuninni og hversu fáir velja að fara í kennaranám. „Lenging kenn- aranáms í fimm ár skapaði viss vandkvæði og við bendum á að rannsaka þurfi betur að kennara- námið verði þriggja ára nám plús tveggja ára meistaranám eins og í öðrum greinum á háskólastigi og eftir fyrstu þrjú árin hafi myndast ákveðin starfsréttindi,“ sagði Þor- kell. Hann segir að nefndin leggi áherslu á að gera þurfi kennara- menntunina meira aðlaðandi og áhugaverðari og að auka þurfi virð- ingu fyrir kennarastéttinni. Þá sé alveg ljóst að launakjör kennara hér á landi séu engan veginn í samræmi við það sem tengist lengd námsins og miðað við það sem tíðkist erlend- is. Það sé hluti af skýringunni á því að kennarar sæki í önnur störf. „Þá teljum við að einnig þurfi að skoða sérstaklega rekstur skóla- kerfisins. Við leggjum mikla áherslu á sjálfstætt starfandi skóla, sem þýðir að slíkur skóli getur metið kennara og launakjör meira tengt árangri en hægt er að gera í op- inbera skólakerfinu. Ég nefni sem dæmi að í Háskólanum í Reykjavík eru allt öðru vísi starfskjör kennara og samkomulag við þá en í öðrum skólum,“ sagði Þorkell. Hægt er kynna sér drögin á xd.is. Vilja að kennaranámi verði skipt upp  Lagt til á landsfundi Sjálfstæðisflokksins að kennaranám verði þrjú ár plús tvö ár í master Þorkell Sigurlaugsson Mikilar breytingar verða á bæjar- stjórn Stykkishólms á næsta kjör- tímabili. Enginn núverandi bæjar- fulltrúa gefur kost á sér til endur- kjörs og sama er með bæjarstjór- ann, Sturlu Böðvarsson. Um helgina var kynntur nýr H-listi, sem hefur farið með stjórn sveitar- félagsins á þessu kjörtimabili. Efstu sæti listans skipa Hrafnhildur Hall- varðsdóttir, Gunnlaugur Smárason, Þóra Stefánsdóttir, Steinunn Magn- úsdóttir og Ásmundur Guðmunds- son. Jakob Björgvin Jakobsson, lög- fræðingur og uppalinn Hólmari, er bæjarstjóraefni listans, hljóti hann meirihluta í kosningum í vor. Morunblaðið/Gunnlaugur Árnason Stykkishólmur Efstu frambjóðendur H- lista og Jakob Björgvin, fyrir miðju. Algjör endurnýjun í Stykkishólmi í vor Adda María Jó- hannsdóttir, bæj- arfulltrúi, verður oddviti lista Sam- fylkingarinnar í Hafnarfirði í sveitarstjórn- arkosningunum í vor. Framboðs- listi Samfylking- arinnar var sam- þykktur á félagsfundi Samfylkingarinnar um síðustu helgi. Tveir af þremur nú- verandi bæjarfulltrúum flokksins gefa ekki kost á sér. Friðþjófur Helgi Karlsson, skóla- stjóri og varabæjarfulltrúi, skipar 2. sætið og 3. sæti skipar Sigrún Sverrisdóttir, leiðbeinandi. Adda María leiðir S-lista í Hafnarfirði Adda María Jóhannsdóttir Margrét Júlía Rafnsdóttir, bæj- arfulltrúi, um- hverfisfræðingur og kennari, mun leiða lista Vinstri hreyfingarinnar – græns fram- boðs í Kópavogi fyrir sveitar- stjórnarkosning- arnar í vor. Listi VG í Kópavogi var sam- þykktur á félagsfundi nýverið. Annað sæti listans skipar Amid Derayat fiskifræðingur, 3. sætið skipar Rósa Björg Þorsteinsdóttir kennari, Pétur Fannberg Víglunds- son verslunarstjóri er í 4. sæti og 5. sætið skipar Ásta Kristín Guð- mundsdóttir, félagsráðgjafi. Margrét Júlía efst á lista VG í Kópavogi Margrét Júlía Rafnsdóttir 2018

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.