Morgunblaðið - 13.03.2018, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2018
Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700
Opið 11-18 virka daga og 11-16 laugardaga. www.alno.is
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
BL hefur opnað nýjar höfuðstöðvar
fyrir Jaguar og Land Rover á Hest-
hálsi í Reykjavík. Þar verða seldir
nýir og notaðir lúxusbílar í sérhönn-
uðu sýningarrými.
Íris B. Ansnes er framkvæmda-
stjóri Jaguar Land Rover á Íslandi.
„Stærstur hluti nýja hússins fer
undir sýningarsal fyrir Jaguar og
Land Rover. Nú gefst okkur í fyrsta
sinn kostur á að sýna allar gerðir í
einum sal, eða allt að 14 bíla. Hinn
hlutinn, sem er um þriðjungur af
jarðhæðinni, verður notaður fyrir
notaða lúxusbíla. Annars vegar upp-
runavottaða lúxusbíla frá Jaguar og
Land Rover, sem við yfirförum og
seljum með ábyrgð, en einnig aðra
notaða lúxusbíla sem við eignumst og
eru tiltölulega nýir og vel með farn-
ir,“ segir Íris.
Spurð um tilefni þess að BL opnar
nýjan sýningarsal segir Íris orðið
þröngt um BL á Sævarhöfða.
Bílarnir séu í sérhönnuðu rými
„Við erum með 10 tegundir frá
mismunandi framleiðendum. Eins
var það krafa frá Jaguar Land Rov-
er, sem hefur stækkað vörulínu sína
verulega á fáum árum, að vera með
bílana í sérhönnuðu sýningarrými.
Þetta var því sameiginleg ákvörðun
hjá BL og Jaguar Land Rover,“
segir Íris.
Uppbygging nýja sýningarsalarins
hefur gengið hratt. BL keypti fast-
eignina Hestháls 6-8 í nóvember 2016
en Frumherji var þar með skoð-
unarstöð. Leyfi til jarðvegs-
framkvæmda fékkst í júní í fyrra og
var fullt byggingarleyfi gefið út fyrir
aðeins um sjö mánuðum.
Húsið allt er hannað og byggt eftir
stöðlum Jaguar Land Rover og
undir þeirra eftirliti.
„Við þurftum að undirgangast
margvíslegar kröfur, til dæmis varð-
andi staðla í þjónustu og framsetn-
ingu á vörum,“ segir Íris og bendir á
leðurklædda sófa og sérhannaðar
innréttingar. „Upplifunin sem við
viljum skapa og umgjörðin um bílana
skiptir miklu máli,“ segir hún.
Verkstæðið líka eftir stöðlum
Sunnan við nýja húsið, fjær Vest-
urlandsvegi, er nýtt þjónustuverk-
stæði Jaguar Land Rover sem einnig
er byggt eftir stöðlum framleið-
andans. Þar er einnig standsetning
fyrir alla nýja bíla sem BL selur auk
miðlægs þjónustuvers.
Íris segir kynningu á nýjum Jag-
uar E-Pace að hefjast.
„Við sjáum gríðarleg tækifæri í
honum. Hann er minni en Jaguar F-
Pace og á mjög fínu verði. Síðan bíð-
um við spennt eftir Jaguar I-Pace,
100% rafmagnsbíl, sem er væntan-
legur í haust. Við erum að fá mikið af
nýjum og spennandi bílum sem nota
rafmagn sem orkugjafa og nægir þar
að nefna tengiltvinnbílana Range
Rover Sport og Range Rover sem
eru væntanlegir með vorinu.“
Íris reiknar með góðri aðsókn í
sýningarsalinn. „Það er gríðarlegur
áhugi. Við finnum það sérstaklega
þegar sól fer að hækka. Þá er meiri
áhugi á Jaguar en á vetrarmánuðum,
þegar Land Rover kemur sterkari
inn. Engu að síður eru Jaguar-bílar
flestir með fjórhjóladrifi og því góðir
við allar aðstæður.“
Salan á töluvert inni
Íris hóf störf hjá Bifreiðum og
landbúnaðarvélum, forvera BL, árið
2003. Spurð hvort búast megi við
jafnmikilli bílasölu næstu ár og árin
2005-8 segir Íris bílasölu til ein-
staklinga ekki orðna meiri en um-
rædd ár. Bílaleigur kaupi hins vegar
margfalt meira en á þessum árum.
„Með hliðsjón af hagsveiflunni
eiga einstaklingarnir töluvert inni.
Bílaflotinn er enn nokkuð gamall.
Því er mikil þörf á endurnýjun og
m.t.t. umhverfisáhrifa og þess að
nýir bílar menga margfalt minna en
gamlir er þörfin á endurnýjun svo
sannarlega fyrir hendi.“
Íris segir aðspurð að í ljósi góðs
kaupmáttar megi búast við góðri eft-
irspurn eftir vandaðri bílum.
„Við teljum að þetta ár verði mjög
gott í sölu lúxusbíla. Kaupmáttur er
góður sem og andinn í þjóðfélaginu.
Við teljum okkur því vera með rétta
vöru á réttum tíma,“ segir Íris.
Mælikvarði á hagsveifluna
Özur Lárusson, framkvæmda-
stjóri Bílgreinasambandsins, segir
það góðan mælikvarða á hagsveifl-
una að sala lúxusbíla sé að aukast.
„Salan fylgir hagsveiflunni. Þessi
markaður var mun lengur að taka
við sér en hinn almenni markaður.
Lúxusbílamarkaðurinn er ekki stór
markaður hér á landi. Hlutdeild
seldra lúxusbíla af mannfjölda er til
dæmis minni hér en annars staðar á
Norðurlöndunum. Það átti líka við
árin 2005-2008. Langflestir nýir bílar
sem seljast hér eru fjölskyldubílar.“
Özur tók að beiðni Morgunblaðs-
ins saman lista yfir sölu lúxusbíla frá
ársbyrjun 2015. Var salan í fyrra um
tvöfalt meiri en 2015. Tölurnar vísa
til heildarsölu. Sala til bílaleiga er
því meðtalin. Özur telur sölu til ein-
staklinga ráðandi í þessum flokki.
Miðað er við skilgreinda lúxusbíla
sem kosta frá átta milljónum. Þeir
eru á breiðu verðbili. Til dæmis nefn-
ir Özur að stærri útgáfan af Range
Rover kosti allt að 30 milljónir en
Range Rover Sport frá 12 millj-
ónum.
Özur segir þessa upptalningu
langt í frá tæmandi. Til dæmis geti
nýr Land Cruiser kostað yfir 11
milljónir. Það sé hins vegar ekki skil-
greint sem lúxusbílamerki.
Bílar frá 2007 í pressuna
Özur bendir á að langt sé liðið frá
þensluskeiðinu 2005-2008. Því séu
margir lúxusbílar frá því skeiði að
fara í förgun.
Hann spáir því að í ár seljist 20-22
þúsund nýir fólksbílar á Íslandi. Af
því leiðir að ef 600 lúxusbílar seljast í
ár verður það um 3% af heildinni.
„Lúxusbílamarkaðurinn er við-
kvæmasti markaðurinn. Um leið og
slæmar fréttir berast hrynur þessi
markaður,“ segir Özur.
Benedikt Eyjólfsson, forstjóri
Bílabúðar Benna, segir útlit fyrir
góða sölu á Porsche í ár.
„Við seldum yfir 100 Porsche-bíla í
fyrra, sem var mjög gott ár. Til að
setja það í samhengi eru það um 300
bílar á hverja milljón íbúa. Það er
mjög mikið miðað við flest ríki. Held
að það séu fyrst og fremst olíuríki
sem eru með meiri sölu miðað við
íbúafjölda,“ segir Benedikt.
Verðið aðeins frá níu milljónum
Hann segir nú hagstætt að kaupa
bíla í þessum gæðaflokki.
„Það er mikil uppsveifla í þjóð-
félaginu. Bílarnir eru líka á sögulega
lágu verði. Þótt þeir kunni að kosta
margar krónur er verðið frábært. Þá
til dæmis miðað við verðið fyrir tíu
árum. Að hægt sé að fá Porsche-
jeppa á rúmar níu milljónir er með
ólíkindum. Porsche-bílar eru til
dæmis ekki seldir án leðurs eða raf-
magns,“ segir Benedikt.
Hann segir tengiltvinnbíla – bíla
sem má tengja við rafmagns-
innstungu – hafa verið um 80% af
sölunni á Porsche á Íslandi í fyrra.
Það séu fullkomnustu Porsche-bílar
sem seldir hafa verið á Íslandi.
„Við erum afar bjartsýnir á söluna
í ár. Það er að koma ný útgáfa af
Porsche Cayenne sem er hægt að
hlaða með rafmagni. Vandamálið er
að framleiðandinn annar ekki eftir-
spurn. Við fáum því ekki nógu mik-
inn kvóta af bílum. Það er einkum
það sem er að stríða okkur. Við erum
því ekki vissir um að geta selt jafn-
marga bíla í ár og í fyrra. Undir
venjulegum kringumstæðum ætti ný
tegund að seljast meira.“
Sérhannaður salur fyrir lúxusbíla
Nýr sýningarsalur Jaguar og Land Rover BL býst við mikilli sölu Skortur á Porsche-bílum
Sala á algengum lúxusbílum 2015 til 2018*
2015 2016 2017 2018
*Frá 1. janúar til 10. mars 2018
Heimild: Bílgreinasambandið
Heildarsala 2015-2018*
2015 2016 2017 2018*
Sala á viku 2015-2018*
2015 2016 2017 2018*
562
103
524
297
10,310,810,1
5,7
10 algengir lúxusbílar 2015 til 2018: Land Rover Discovery Range Rover Sport Range Rover Audi Q7 Volvo XC90
Porsche Panamera Porsche Cayenne Mercedes Benz GLE Mercedes Benz E Lexus RX450H
83 88 115 36
23
27
5
16
10
0
65
64
8147
143 20
0 15
5
44
46
3
94
87 18
13 19 3
34 36 5
21
20
23
54
3
10
59
16 8
Morgunblaðið/Hari
Miklar kröfur Íris B. Ansnes, framkvæmdastjóri hjá BL, segir framleiðendur Jaguar og Land Rover hafa gert miklar kröfur um byggingu sýningarsalarins. Upplifun viðskiptavina sé mikilvæg.