Morgunblaðið - 13.03.2018, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2018
JÓN BERGSSON EHF
RAFMAGNSPOTTAR
Við seljum þér betri heilsu og fleiri góðar stundir
og þú færð heitan pott með í kaupunum
Kletthálsi 15 | 110 Reykjavík | Sími 588 8881 | www.jonbergsson.is | jon@jonbergsson.is
40
ÁRA
reynsla
Theresa May, forsætisráðherra
Breta, sagði í gær afar líklegt að
rússnesk stjórnvöld bæru ábyrgð
á tilraun til að ráða rússneskan
fyrrverandi njósnara, Sergei Skri-
pal, af dögum í Salisbury í síðustu
viku.
May sagði í breska þinginu að
rússneskt taugaeitur, novitsjok,
hefði verið notað í árásinni. Sagði
May að Boris Johnson, utanríkis-
ráðherra Bretlands, hefði kallað
sendiherra Rússa í Bretlandi á
sinn fund í gær og tilkynnt honum
að ef rússnesk stjórnvöld gæfu
ekki trúverðugar skýringar á mál-
inu innan sólarhrings yrði litið svo
á að Rússar hefðu beitt ólöglegum
aðgerðum gegn Bretlandi.
Talsmaður rússneska utanríkis-
ráðuneytisins kallaði yfirlýsingu
May í þinginu sirkus-sýningu.
Rússar
krafðir
skýringa Kirkjugarður1,8 km
Skripal, 66 ára, og Julía, 33 ára
dóttir hans, alvarlega veik
Allt að 500 manns kunna að hafa
komist í snertingu við tauga-
eitrið og hefur verið ráðlagt að
þvo föt og aðrar eigur
Lögreglumaðurinn Nick Baily
alvarlega veikur í sjúkrahúsi
mældist
mengun
Tvennt sést
á myndum úr
öryggismynda-
vélum skömmu
áður en feðginin
fundust með-
vitundarlaus
Eiginkona og
sonur Skripals
voru jarðsett þar
2012 og 2017
mengun
21 hefur fengið læknismeð-
ferð frá því málið ko m upp
Lögregla rannsakar taugagasárás á Sergei Skripal og dóttur hans semmorðtilraun
Kráin Mill. Þar
mældist
Veitingahúsið
Zizzi’s. Þar
Markaðssvæði
Bekkurinn þar
sem Skripal og
dóttir hans
fundust 4. mars
Avon
Salisbury-
brautarstöðin
Manor Fields
grunnskólinn
Dómhúsið
í Salisbury
Ráðhúsið
Heimili
Skripals
London
BRETLAND
Salisbury
Árásin í Salisbury
Heimild : Breska lögreglan/fjölmiðlar 250 m
Guðmundur Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
Fjörutíu og níu létu lífið og 22 slös-
uðust, sumir lífshættulega þegar far-
þegaflugvél frá Bangladesh fórst ná-
lægt flugvellinum í Katmandú í
Nepal í gærmorgun.
Flugvélin var að koma frá Dhaka í
Bangladesh. Um borð voru 67 far-
þegar, flestir frá Nepal og Bangla-
desh, og fjögurra manna áhöfn.
Flugvélin brotlenti á knattspyrnu-
velli skammt frá flugvellinum. Orsök
slyssins er ekki ljós en stjórnvöld í
Nepal segja að vélin hafi verið
stjórnlaus þegar hún kom inn til
lendingar.
Komst út um glugga
Basanta Bohora, einn farþeganna,
sem komst lífs af, lýsti því í blaða-
viðtali að þegar flugvélin nálgaðist
Katmandú hefði hún byrjað að hrist-
ast og síðan hefði heyrst hár hvellur.
„Ég sat við glugga og tókst að
komast út um hann. Ég man ekkert
eftir að ég komst út úr vélinni, ein-
hver fór með mig á sjúkrahús. Ég er
slasaður á höfði og fótum en er hepp-
inn að vera á lífi.“
Þetta er mannskæðasta flugslys í
sögu Nepals frá árinu 1992 þegar
farþegaflugvél fórst í aðflugi til Kat-
mandú og 167 létu lífið. Flugslys eru
tíð í Nepal og eru orsakir oft raktar
til lélegs viðhalds flugvéla, óreyndra
flugmanna og illa rekinna flugfélaga.
Þá eru aðstæður á flugvellinum í
Katmandú oft erfiðar vegna
fjallanna í kring. Stundum þurfa
flugmenn að fljúga yfir fjöll og taka
síðan krappa dýfu í átt að flugvell-
inum.
Flugvélin sem fórst var af gerð-
inni Bombardier Dash 8 Q400 í eigu
flugfélagsins US-Bangla Airlines.
Vélin var upphaflega í eigu norræna
flugfélagsins SAS, sem árið 2007 tók
allar vélar sínar af þessari tegund
tímabundið úr umferð eftir að þrjár
slíkar lentu í óhöppum.
Tæknibilun
Önnur Bombardier-flugvél, af
gerðinni Challenger 604, fórst í Íran
síðdegis á sunnudag. Um var að
ræða einkaþotu sem dóttir tyrk-
nesks kaupsýslumanns hafði leigt til
að fljúga með sig og sjö vinkonur sín-
ar í „gæsapartí“ til Sameinuðu arab-
ísku furstadæmanna.
Vélin var á leið til baka til Istanbul
þegar hún brotlenti í Zagros-fjöllum,
um 400 km suður af Tehran. Allir
farþegarnir og þriggja manna áhöfn,
allt konur, létu lífið.
Íranska flugmálastjórnin sagði að
flugmaðurinn hefði óskað eftir því að
fá að lækka flugið vegna tæknilegrar
bilunar.
Hrapaði í East River
Þá létu fímm lífið þegar þyrla, í
eigu ferðaþjónustufyrirtækisins Li-
berty, hrapaði í East River á Man-
hattan í New York á sunnudags-
kvöld.
Talsmaður lögreglunnar í New
York sagði við AFP-fréttastofuna,
að allir fimm farþegarnir í þyrlunni
hefðu látist en flugmaðurinn komst
lífs af.
Margir sáu þegar þyrlan lenti í
vatninu og kafarar voru fljótir á vett-
vang. Tveir farþeganna voru úr-
skurðaðir látnir á staðnum en þrír
voru fluttir á sjúkrahús þar sem þeir
létust.
Liberty skipuleggur útsýnisflug
yfir New York. Lögreglan sagði að
ljósmyndarar hefðu tekið þyrluna,
sem fórst, á leigu. Ekki er vitað hvað
gerðist en bandarískir fjölmiðlar
sögðu að flugmaðurinn hefði tilkynnt
vélarbilun og sent frá sér neyðarkall
skömmu fyrir slysið.
Tugir létu lífið í þremur flugslysum
49 létu lífið og 22 slösuðust þegar farþegaflugvél frá Bangladesh fórst í Nepal Vélin áður í eigu
SAS og var kyrrsett árið 2007 vegna bilana í samskonar vélum 11 létust í slysi í Íran og 5 í New York
AFP
Á slysstað Björgunarmenn á slysstað þar sem farþegavél brotlenti skammt frá flugvellinum í Katmandú.
60 km
KATMANDÚ
INDLAND
KÍNA
Flugslys í Katmandú
Farþegaflugvél frá
Bangladesh brotlendir
skammt frá flugvellinum
NEPAL
Þingmenn repúblikana í rann-
sóknarnefnd bandaríska þingsins
hafa gert skýrsludrög sem segja að
eins árs rannsókn nefndarinnar á
rússneskum afskiptum af forseta-
kosningunum í Bandaríkjunum árið
2016 hafi ekki skilað neinum vís-
bendingum um samráð við kosninga-
baráttu Donalds Trumps.
Nefndin hafi rekist á dæmi um
dómgreindarleysi og óviðeigandi
fundi milli meðlima kosningateymis
Trumps og Rússa, en ekkert bendi
til samráðs, að sögn Mikes Cona-
ways, sem fer fyrir nefndinni. Þótt
Rússar hafi skipt sér af kosning-
unum með ýmsum hætti sýni ekkert
að þeir hafi viljað hjálpa Trump.
Drögin hafa enn ekki verið kynnt
demókrötum, en niðurstaðan er í
bága við rannsóknarskýrslu frá jan-
úar 2017, sem segir Rússlands-
forseta hafa fyrirskipað herferð til
að hafa áhrif á niðurstöðu kosning-
anna Trump í vil.
Engar vís-
bendingar
um samráð