Morgunblaðið - 13.03.2018, Blaðsíða 19
Dánaraðstoð er þýð-
ing á gríska orðinu
euthanasia (góður
dauði/að deyja með
reisn) sem merkir að
binda enda á líf af ásetn-
ingi til þess að leysa við-
komandi undan óbæri-
legum sársauka eða
þjáningum. Oft á tíðum
hefur verið notast við
orðið líknardráp eða
sjálfsvíg með aðstoð.
Á umræða um dánar-
aðstoð erindi?
Umræða um dánaraðstoð eða líkn-
ardauða hefur reglulega komið upp í
íslensku samfélagi, og reyndar víða
um heim. Hollendingar eru ákveðnir
frumkvöðlar í þessum efnum en þeir
lögleiddu dánaraðstoð í kringum
aldamótin, Svisslendingar og Belgar
hafa fylgt þeim eftir og í sumum ríkj-
um Bandaríkjanna er dánaraðstoð
leyfð. Dánaraðstoð vekur eðlilega
margar siðfræðilegar spurningar.
Ekki eru allir sammála um hvort rétt
sé að veita slíka aðstoð og margir
hræðast hvað slíkt leyfi
gætti leitt af sér. Mun
fólk kjósa dánaraðstoð
af ótta við að vera byrði
á ættingjum og sam-
félaginu? Hverjir ættu
að taka slíka ákvörðun
og undir hvaða kring-
umstæðum gæti slíkt
verið réttlætanlegt, eða
er það yfirhöfuð ein-
hvern tímann réttlæt-
anlegt að velja dauðann
fram yfir lífið? Spurn-
ingarnar eru margar og
flóknar. Staðreyndin er
samt sú að ákveðin lönd leyfa dánarað-
stoð og Íslendingar hafa nýtt sér slíka
aðstoð. Ég tel því að hvort sem okkur
líki betur eða verr þá þurfi að taka
þessa umræðu. En umræðan þarf að
vera málefnaleg, byggð á rökum og
reynslu. Hún þarf að vera af yfirvegun
og það þarf aðhorfa til margar ólíkra
þátta.
Þingsályktun um dánaraðstoð
Í þeim tilgangi að fram geti farið yf-
irveguð umræða sem byggist á stað-
reyndum og reynslu annarra landa,
lagði ég ásamt fleiri þingmönnum ný-
verið fram þingsályktunartillögu um
dánaraðstoð. Þingsályktunartillagan
gengur út á að fela heilbrigðisráðherra
að taka saman upplýsingar um dán-
araðstoð og þróun lagaramma um
hana þar sem hún er leyfð, sem og
tíðni, ástæður og skilyrði dánarað-
stoðar og hver reynslan hefur verið.
Einnig viljum við að kannað sé hvort í
þeim löndum sem ekki heimila dán-
araðstoð sé umræða um að leyfa slíkt,
þá nefnum við sérstaklega Norður-
löndin, Þýskaland og Kanada. Ásamt
þessari samantekt um stöðu í öðrum
löndum viljum við að gerð verði skoð-
anakönnun meðal heilbrigðisstarfs-
manna um afstöðu þeirra til dánarað-
stoðar, annars vegar hvort starfsmenn
telji dánaraðstoð vera réttlætanlega í
ákveðnum tilfellum og hins vegar
hvort þeir væru tilbúnir að verða við
slíkri ósk að uppfylltum skilyrðum og
að því gefnu að það samræmdist ís-
lenskum lögum. Við óskum eftir því að
Hvað er dánaraðstoð?
Eftir Bryndísi
Haraldsdóttur »Dánaraðstoð vekur
fjölda siðfræðilegra
spurninga, spurninga
sem eiga erindi við okk-
ur öll.
Bryndís
Haraldsdóttir
Höfundur er þingmaður.
bryndish@althingi.is
þessar upplýsingar liggi fyrir í formi
skýrslu í lok ágúst 2018.
Afstaða almennings
og afstaða fagfólks
Í skoðanakönnun sem Siðmennt
gerði í nóvember 2015 á lífsskoðunum
og trú Íslendinga var könnuð meðal
annars afstaða almennings til dánarað-
stoðar, spurningin var: „Ertu hlynnt/
ur eða andvíg/ur því að einstaklingur
geti fengið aðstoð við að binda enda á
líf sitt ef hann er haldinn ólæknandi
sjúkdómi (líknandi dauði)?“ 74,9% að-
spurðra voru mjög eða frekar hlynnt
því, 18% voru hvorki né en 7,1% mjög
eða frekar andvíg. Flestum kom á
óvart þessi mikli stuðningur almenn-
ings við dánaraðstoð. Í greinargerð
með þingsályktunartillögunni vísum
við í tvær eldri kannanir sem gerðar
hafa verið meðal heilbrigðisstarfs-
manna. Árið 1997 birtist grein í
Læknablaðinu þar sem fjallað var um
rannsókn þar sem aðeins 5% lækna og
9% hjúkrunarfræðinga töldu líkn-
ardráp réttlætanlegt undir einhverjum
kringumstæðum en einungis 2% svar-
enda gátu hugsað sér að verða við
slíkri ósk. Árið 2010 var gerð önnur
könnun og þá var niðurstaðan sú að
líknardráp þótti réttlætanlegt hjá 18%
lækna og 20% hjúkrunarfræðinga en
aðeins 3% vildu verða við slíkri ósk.
Þannig er ljóst að töluverð breyting
hafði átt sér stað meðal heilbrigð-
isstarfsfólks á árunum 1997 til 2010,
áhugavert er að vita hver afstaða heil-
brigðisfólks er í dag. Umtalsverður
munur er á afstöðu almennings og
heilbrigðisstarfsfólks, það kann að
vera skiljanlegt að einhverju leyti.
Umræða um dánaraðstoð innan heil-
brigðisgeirans er einhver þó að um-
ræða og áhersla á líknandi meðferð,
framþróun og gæði hennar fái eðlilega
meira rými. Umsagnir um þingsálykt-
unina eru mismunandi. Þannig virðist
mörgum rétt að skoða málið frekar en
fagstéttir telja umræðuna þegar til
staðar meðal þeirra og engin ástæða
sé til að færa hana inn á Alþingi. Þessu
er ég ósammála enda myndi það að
leyfa dánaraðstoð kalla á töluverða
breytingu á löggjöf, þess vegna tel ég
nauðsynlegt að umræðan um dánarað-
stoð sé ekki eingöngu meðal fagfólks
heldur líka meðal almennings. Hér er
um að ræða stórar siðfræðilegar
spurningar sem eiga erindi við okkur
öll.
19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2018
Á hálum ís Maður á göngu með hundum sínum á ísilögðu Rauðavatninu. Þótt gaman sé að ganga eða renna sér á skautum á ísnum er mikilvægt að fara varlega því ekki er víst að hann sé traustur.
Eggert
Í síðustu viku lagði
Miðflokkurinn fram
tímamótamál á Al-
þingi sem litla athygli
hefur fengið, nefnilega
frumvarp um að verð-
trygging lána taki
framvegis mið af
neysluvísitölu án hús-
næðisliðar. Þessi til-
högun hefði sparað ís-
lenskum heimilum
u.þ.b. 50 milljarða
króna einungis síðustu 12 mánuði
hefði hún gilt þann tíma. Ætla má
að frumvarpið snerti um hundrað
þúsund heimili og hefði því getað
sparað hverju íslensku heimili sem
ber verðtryggt lán um 500 þúsund
krónur á tímabilinu sem um ræðir
með sömu forsendum. Frumvarpið
er einnig gott fyrsta skref í því að
afnema vísitölubind-
ingu neytendalána.
Undanfarna áratugi
hefur áhættan af lán-
tökum alfarið verið
lántakandans. Það er
langt frá því að vera
sanngjarnt eins og öll-
um má ljóst vera. Um-
ræðan um málið á
þingi í síðustu viku var
vönduð og málefnaleg.
Athygli vakti að þátt-
taka tveggja rík-
isstjórnarflokka,
Framsóknar og Sjálf-
stæðisflokks takmarkaðist við örfá
andsvör. Sá þriðji, VG sem kallar
sig á tyllidögum málsvara verka-
lýðs tók ekki þátt í umræðunni.
Tveir stjórnarandstöðuflokkar
tóku heldur ekki þátt í umræðunni.
Ekki Píratar og ekki heldur Sam-
fylkingin sem einu sinni kallaði sig
Jafnaðarmannaflokk Íslands.
Áhugaleysið um bætt kjör hundr-
að þúsund heimila í landinu nær
einnig til fjölmiðla. Aðeins einn
þeirra, útvarpsstöðin Bylgjan, hef-
ur fjallað um frumvarpið og áhrif
þess. Nú er það ekki hlutverk
stjórnmálamanna að hafa áhrif á
umfjöllun fjölmiðla um einstök mál.
Ýmsir fjölmiðlar búa einnig við það
að þjóna lund eigenda sinna í ýms-
um málum og svo sem lítið um það
að segja. Stjórnmálamönnum hlýt-
ur hins vegar að vera leyfilegt að
hafa skoðun á áhugaleysi fjölmiðla
um kjör hundrað þúsund heimila í
landinu. Í því ljósi er athyglisvert
að gaumgæfa áhugaleysi eins
ákveðins fjölmiðils á fyrrnefndu
máli. Einn fjölmiðill á Íslandi hefur
nokkra sérstöðu. Sá fjölmiðill nýtur
fjögur þúsund milljóna framlags úr
ríkissjóði ár hvert auk þess að hafa
óheftan aðgang að auglýsinga-
markaði og hefur þess utan lög-
bundið hlutverk sem birtist í að
fjölmiðillinn skal m.a. hafa eftirfar-
andi í hávegum sbr. lög um fyr-
irtækið: „Veita víðtæka, áreið-
anlega, almenna og hlutlæga frétta-
og fréttaskýringarþjónustu um inn-
lend og erlend málefni líðandi
stundar.“ Umræddur fjölmiðill er
sem sagt RUV ohf. sem kallar sig
„okkar allra“ og „útvarp allra
landsmanna“ á hátíðlegum stund-
um og jafnvel dagsdaglega. Gæti
eins heitið RUV á kostnað okkar
allra. RUV ohf. hefur einnig í þjón-
ustu sinni sérstakan þingfréttarit-
ara sem tryggir að ávallt sé getið
helstu mála sem fram koma á þingi
í fréttum fyrirtækisins. Þegar
margumrætt þingmál sem snertir
hundrað þúsund heimili í landinu
kom fram í síðustu viku var RUV
ohf. hins vegar nokkur vandi á
höndum og verður að virða fyrir-
tækinu til vorkunnar að gleyma
umfjöllun um málið. Frá Kósóvó
bárust nefnilega þau válegu tíðindi
þennan dag að allmargar klukkur í
landinu höfðu seinkað sér vegna
ótryggs rafmagns. Um þessi tíðindi
var fluttur nokkur langhundur í
sexfréttum og til þess að tryggja að
þetta ótrygga ástand í Kósóvó færi
ekki fram hjá nokkrum manni var
ítarefni um þessa skelfingu í Tíu
fréttum sjónvarps sama kvöld.
Eftir Þorstein
Sæmundsson » Stjórnmálamönnum
hlýtur hins vegar að
vera leyfilegt að hafa
skoðun á áhugaleysi
fjölmiðla um kjör
hundrað þúsund heimila
í landinu.
Þorsteinn
Sæmundsson
Höfundur er þingmaður
Miðflokksins.
thorsteinns@althingi.is
Klukkurnar í Kósóvó