Morgunblaðið - 13.03.2018, Síða 20

Morgunblaðið - 13.03.2018, Síða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2018 Sími 775 1832 | Happie furniture - húsgögn Sérsmíðuð húsgögn fyrir heimili og fyrirtæki Happie furniture Happie.is Fyrir komandi landsfund hefur und- irritaður lagt fram breytingartillögu á skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins. Leggur undirritaður til upptöku flokks- gjalda sem ákvörðuð verða af landsfundi að fengnum tillögum miðstjórnar. Til þess að styrkja félagsstarfið og einstök félög innan flokksins verður jafn- framt lagt til að hafi flokksmaður nú á sama ári greitt fjármuni til flokksins í formi félagsgjalda eða styrkja skuli sú fjárhæð koma til frádráttar flokksgjaldinu. Verði til- lagan samþykkt verður lagt til að fyrstu árlegu flokksgjöld verði þús- und krónur, eða um áttatíu krónur á mánuði. Ástæðan fyrir tillögu þessari er margþætt. Fyrst og fremst telur undirritaður hana efla félagsstarfið og félagsandann. Sjálfur hefur und- irritaður starfað og unnið fyrir flokkinn í tæplega áratug, m.a. gegnt formennsku í hverfafélagi sínu, setið í stjórn Varðar, situr í stjórn velferðarnefndar flokksins og situr og hefur setið í varastjórn SUS um árabil svo einhver dæmi séu nefnd. Hefur undirritaður orðið var við ákveðnar brotalamir í flokksstarfinu sem flokksgjöld gætu hæglega lagað. Miklar efasemdir eru nú í flokkn- um um prófkjör, þ.e. lýðræðislega aðkomu flokksmanna, þ.m.t. gras- rótarmanna, að vali á framboðslista. Fyrir borgarstjórnarkosningarnar nk. var prófkjörsleiðinni hafnað al- gjörlega af fulltrúaráðinu hér í Reykjavík. Í grunninn virðast menn ósáttir við það að óviðkomandi ein- staklingum, sem kannski ekki styðja flokkinn, sé smalað og þeir látnir kjósa í prófkjörum flokksins. Þetta er út af fyrir sig alveg rétt- mæt gagnrýni. Slík smölun er eins og illkynja krabbamein sem eitrar út frá sér. Einnig eru menn ósáttir við það að kjörsókn prófkjöra nær ómögulega upp í það sem þarf til að gera prófkjör bindandi. Er niður- stöðum prófkjöra því stundum hag- rætt eftir á sem dregur úr og gref- ur undan framtíðarkjörsókn, aukreitis við ósanngirnina gagnvart frambjóðendum og kjósendum. Var ákveðið að stilla upp á lista hér í Reykjavík, að oddvitasæti undan- skildu. Galli er þó á gjöf Njarðar. Uppstillingin er framkvæmd af til- tölulega fámennum hópi bak við luktar dyr en skv. skipulagsreglum skal algjör trúnaður ríkja um starf kjörnefndar. Ferlið verður m.ö.o. hvorki opið né gegnsætt. Ekki einu sinni er hægt að fá upplýsingar um hvað kjörnefndir leggja al- mennt til grundvallar fyrir sínu vali. Slíkt hefur mjög leiðinleg áhrif á félagsstarfið sem reiðir sig á sjálf- boðaliða og góðan fé- lagsanda. Breski íhaldsflokk- urinn er með mjög öfl- ugt félagsstarf og grundvöllurinn fyrir því öfluga félagsstarfi er að þeir sem vilja fá kjörgengi og at- kvæðisrétt innan flokksins greiði árleg flokksgjöld. Eðlilega! Af hverju á stjórnmálaflokkur að fá að reka sig með veski skattborgara og verða eins stjórnlaus og aðhaldslaus í rekstri og rekstur hins opinbera undir stjórn jafnaðarmanna? Styrkir til stjórnmálaflokka árið 2018 nema 650 milljónum króna. Hvorki meira né minna. Ekki einn stjórnmálaflokkur talar gegn þess- ari sjálftöku og illri meðferð á al- mannafé. Hvernig í ósköpunum er hægt að tala fyrir ríkisstyrktu fé- lagsstarfi í einu orði en félagafrelsi í hinu? Í það minnsta er fyrir- komulag sóknargjalda trúfélaga á þann veg að menn hafa þá valið til þess að standa utan trúfélaga og rennur þá þeirra framlag inn í ríkis- sjóð. Menn geta mótmælt ef þeim er misboðið. Þar er skapaður hvati til aðhalds. Í tilfelli umræddra ríkis- styrkja til stjórnmálaflokka er að- haldið ekkert, kröfur engar og hinir og þessir örflokkar fara í framboð til þess eins að komast á fjárlög. Flokksgjöld eru notuð í öllum ríkjum í kringum okkur og það er kominn tími á að Sjálfstæðisflokk- urinn vinni að því að fjármagna rekstur flokksins þannig að ríkis- styrkir séu bara viðbót við reglu- lega starfsemi. Ótækt er til lengdar að stjórnmálaflokkar seilist dýpra og dýpra ofan í vasa hins vinnandi manns. Flokksgjöld Eftir Viðar Guðjohnsen Viðar Guðjohnsen » Það er kominn tími á að Sjálfstæðisflokk- urinn vinni að því að fjármagna rekstur flokksins þannig að rík- isstyrkir séu bara viðbót við reglulega starfsemi. Höfundur er fyrrv. formaður félags sjálfstæðismanna í Smáíbúða-, Bú- staða- og Fossvogshverfi. Atvinna Ég er ein af mörgum sjúklingum á biðlista Landspítalans fyrir aðgerð sem læknar hafa tíma og hæfni til að framkvæma en skortir fjármagn til að gera eins margar að- gerðir og þörf er á. Á biðtímanum fá sjúk- lingar lyf og bráða- birgðaráðstafanir sem í mínu tilviki kosta skattgreiðand- ann meira en aðgerðin sem ég fæ á endanum. Skortur á fjármögnun meðferðar þegar hennar er þörf eykur kostnað sem aftur kallar á meira fjármagn. Þegar sjúklingar sjá sjálfir hvernig skortur á fjár- mögnun hrindir af stað hringrás hnignunar í heilbrigðiskerfi þjóð- arinnar er kominn tími til að spyrja spurninga um framtíðina. Fjármögnun heilbrigðis- þjónustu okkar Hagdeild ASÍ hefur sýnt fram á (júní 2016) að hlutur heimila í út- gjöldum til heilbrigðismála hér á landi nálgast nú fimmtung. Eftir því sem beinn kostnaður sjúklinga eykst ár frá ári er eðlilegt að heil- brigðisráðherra kalli eftir umræðu um hvernig opinberu fé til heil- brigðismála skuli varið, ekki síst hvað varðar starfsemi einkastöðva. Hvað veldur því að einkastöðvar fjármagnaðar af almannafé eru orðnar jafn ríkur þáttur og raun ber vitni, þótt enginn stjórnmálaflokkur hafi barist fyrir einkavæðingu í heil- brigðiskerfinu og þótt flestir lands- menn séu henni andvígir? Er þetta śkrið́ einkavæðingar afleiðing póli- tískrar hugmyndafræði sem setur einkaeign ofar ábyrgð gagnvart skattgreiðendum? Þurfa samningar Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) við einkastöðvar ekki að ráðast af því hve mikið fæst fyrir peninginn sem til þeirra rennur? Ætti að binda í lög að heilbrigðisráðherra skuli jafnan krefjast þess að SÍ byggi samninga sína um fjármögnun á hagkvæmnimati sem sé aðgengilegt almenningi? Ríkisendurskoðun hefur bent á að frá árinu 2008 hafi fjármagn til einkastöðva aukist um 40% en minnkað um 10% til opinberrar heilbrigðisþjónustu. Þetta eru ískyggilegar tölur í ljósi þess að einkarekstur er ekki trygging fyrir betri læknisfræðilegri út- komu. Bandaríkin verja meira fjármagni til heilbrigðisþjónustu (sem að mestu er einkarekin) en öll önn- ur ríki heims, en sitja engu að síður í 34. sæti á heimslista Bloomberg yfir heilbrigði þjóða. Einkastöðvar fjármagnaðar af al- mannafé – þjónusta eða viðskipti? Skattpeningar almennings eru notaðir til að fjármagna hið opinbera heilbrigðiskerfi og einnig einkastöðv- ar. Hið fyrrnefnda notar fjármuni til að veita þjónustu, ekki til að sýna ágóða. Fjármunir sem hið opinbera veitir til einkastöðva eru hinsvegar svo ríkulegir að þær ná að starfa með ágóða. Flest einkafyrirtæki sem sýna hagnað hækka laun starfs- manna sinna, fjárfesta í tækjabúnaði og jafnvel greiða hluthöfum arð. Greiða einkareknar stöðvar sem njóta opinberra fjármuna út arð, og ef svo er, telst það ekki auðgun ein- staklinga af fé skattborgaranna? Sjúklingum kann að reynast erfitt að greina hvort stöðin sem þeir heim- sækja er einkarekin eða í opinberum rekstri ef báðar gerðir innheimta sömu gjöld fyrir sömu meðferð. Þetta fyrirkomulag felur þá stað- reynd að í reynd greiða sjúklingar meira fyrir heimsókn á einkastöðvar vegna dulins viðbótarkostnaðar í formi skatta. Margir læknar starfa bæði í op- inbera heilbrigðiskerfinu og á einka- stöðvum sem fá opinberan stuðning, en hafa mun meiri tekjur af störfum í hinum síðarnefndu. Smám saman hlýtur það að leiða til þess að sér- þekking og hæfileikar sogast yfir í einkageirann með sívaxandi kostnaði fyrir skattgreiðendur. Læknar sem starfa í einkastöðvum hljóta að vilja byggja þar upp viðskipti við æ fleiri sjúklinga, en er sanngjarnt að þeir geti að vild notað opinbera heilbrigð- iskerfið sem vettvang fyrir tilvísanir sjúklinga í stöðvar sem skapa þeim sjálfum meiri fjármuni? Læknar sem starfa innan opinbera heil- brigðiskerfisins eru hlutar starfs- hópa sem búa við öflugt kerfi innra eftirlits, yfirsýnar og gegnsæis. Innan þess býðst sjúklingum ekki þjónusta án þess að hennar sé þörf, en verður sama aga beitt í einka- stöðvum þar sem ágóði kann að hvetja lækna til að framkvæma ónauðsynlega skoðun, ráðgjöf eða meðferð? Svo virðist sem við búum við tvö heilbrigðiskerfi sem þjóna ólíkum markmiðum. Hið opinbera kerfi veitir heilbrigðisþjónustu sam- kvæmt þörf, ekki forréttindum. Einkakerfið virðist gera hið gagn- stæða. Ef læknar njóta hærri launa en kollegar þeirra í opinbera kerf- inu, biðtími sjúklinga er styttri, og eigendur stöðvanna fá arð sem skattgreiðendur fjármagna, þjónar slíkt fyrirkomulag ekki sérrétt- indum? Og eru það ekki forréttindi einkastöðva ef þeim leyfist að hand- velja þjónustu sem þær bjóða, án þess að þurfa að fjármagna dýrar sólarhrings neyðarvaktir og sjúkra- flutninga sem hið opinbera verður að kosta? Framtíðin Læknar og hjúkrunarfólk leita fjárhagslegrar umbunar sem end- urspeglar sérhæfingu og þjálfun sem þau hafa aflað sér. En þau sækjast líka eftir að starfa í já- kvæðri, vel uppbyggðri heilbrigð- isþjónustu, sem þau geta verið stolt af. Heilbrigðiskerfið er hluti af þjóðarfjölskyldu okkar. Það nær að- eins að þróast í anda sanngirni og trausts ef því eru tryggðir nægir fjármunir til að skapa heildræna, framsækna heilbrigðisþjónustu, sem framtíð okkar þarf á að halda. Heilbrigðisþjónustan okkar Eftir Söndru B. Jónsdóttur » Þegar sjúklingar sjá hvernig fjárskortur hrindir af stað hringrás hnignunar í heilbrigðis- kerfinu er tímabært að spyrja spurninga um framtíðina. Sandra B. Jónsdóttir Höfundur er notandi heilbrigðisþjónustunnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.