Morgunblaðið - 13.03.2018, Page 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2018
✝ Petrína Frans-iska Jónsson,
Ninna, fæddist í
Kvívík í Færeyjum
10. september
1920. Hún lést á
Sólvangi í Hafn-
arfirði 3. mars
2018.
Foreldrar Petr-
ínu voru Anna
Margretha Sofia
Dam Petersen, f.
12.12. 1886 í Kollafirði, Fær-
eyjum, d. 19.2. 1962, og Magnús
Antonius Petersen skipstjóri, f.
19.10. 1886 í Kvívík, d. 1.7.
1969. Systkini Petrínu: Nils
Holm Petersen, f. 24.10. 1911,
d. 2.8. 1999, Anna Kristina
Madsen, f. 3.9. 1914, d. 19.8.
2006, Hjördis Maria Gaard, f.
16.8. 1916, d. 6.12. 1953. Stúlka
fædd og dáin 1925.
Petrína giftist Inga Jónssyni,
f. 24.6. 1926 í Skálateigi í Norð-
firði, d. 4.11. 1995, bátsmanni á
seyðfirska togaranum Ísólfi,
síðar lögregluþjóni í Reykjavík
og sölustjóra og stjórnarfor-
manni heildverslunar Kristjáns
Ó. Skagfjörð, 11.7. 1948. Börn
þeirra eru tvíburarnir Gunnþór
Þorfinnur og Margrét Halldóra,
f. 9.9. 1948, og Hjördís María, f.
24.8. 1959. Gunnþór er kvæntur
Þórhildi Ólafs, f. 6.11. 1950.
mundur Flóki, f. 22.10. 2010.
Stjúpsonur: Jakob Rósant, f.
5.3. 2008. 3) Magnús Þór, f.
31.5. 1987.
Ninna, eins og hún var köll-
uð, ólst upp í Kvívík og fór ung
að liðsinna föðurömmu sinni
Petrínu sem var ljósmóðir, en
stríðsátök og herseta Færeyja
komu í veg fyrir að Ninna
kæmist út til náms í ljósmóð-
urfræðum. Ninna vann um
skeið á saumastofu systra sinna
í Þórshöfn en starfaði þar öll
stríðsárin í fataverslun Hans
Joensen. Eftir stríð fylgdi
Ninna Nils Holm bróður sínum
og Hjördísi systur sinni og fjöl-
skyldum þeirra til Norðfjarðar
og Seyðisfjarðar, en Nils Holm,
sem var menntaður skipa-
smiður, kom upp skipasmiðju á
Seyðisfirði. Þar eignuðust
Ninna og Ingi sitt fyrsta heimili
og vann hún í Apóteki Seyðis-
fjarðar. Þau settust síðar að í
Kópavogi og í vesturbæ
Reykjavíkur. Ninna festi góðar
rætur hér á landi en lagði jafn-
framt mikla rækt við fær-
eyskan uppruna sinn, dans og
kvæðasöng. Þau Ingi voru lengi
í sýningarhópi Dansskóla Her-
manns Ragnars. Þau létu sig
mjög varða færeyska sjómanna-
starfið hér á landi enda slysa-
vörn og umhyggja fyrir sjó-
mönnum báðum keppikefli og
voru virk í starfi Færeyinga-
félagsins á Íslandi. Ninna var
heiðursfélagi þess.
Útför Ninnu fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 13.
mars 2018, klukkan 13.
Synir þeirra: 1)
Finnur, f. 26.6.
1980. Kærasta:
Ragnheiður
Benónísdóttir. 2)
Þórður, f. 7.4.
1982. Maki: Car-
olina Araque. Dótt-
ir þeirra: Sofie
Þórunn, f. 4.6.
2011. 3) Bergur, f.
3.10. 1983. Maki:
Peter Mattaaq, f.
22.11. 1978. Dóttir Gunnþórs:
Ingibjörg, f. 18.7. 1974. Maki:
Ármann Agnarsson. Sonur
þeirra: Dagur, f. 16.2. 2006.
Synir Ingibjargar: Breki Ingi-
bergur, f. 30.9. 1994, og Hjalti
Sveinn, f. 18.9. 1998. Stjúpson-
ur: Sturla, f. 27.9. 1999. Mar-
grét Halldóra er gift Pétri Ingi-
mundarsyni, f. 2.5 1946. Synir
þeirra: Ingi Örn, f. 22.7. 1972,
og Pétur Már, f. 11.5. 1978.
Maki hans: Flore Isabelle Nicol-
as. Dóttir þeirra: Lóa Angéli-
que, f. 26.6. 2008. Börn Hjördís-
ar Maríu: 1) Svala Alice
Vilhelmina, f. 30.3. 1981. Maki
hennar: Per Erik Axel Walter-
son. Synir þeirra: Jón Melker
Axel, f. 7.11. 2006, og Kjell En-
ar Úlfur, f. 4.2. 2012. 2) Kría, f.
27.5. 1985. Maki: Andri Ás-
grímsson. Börn hennar: Frans-
iska Mirra, f. 4.4. 2005, og Guð-
Við flugum saman til Færeyja
en þekktumst ekki. Ég var í hópi
guðfræðinema. Hún var með syni
sínum sem var í mínum hópi. Á
leiðinni lentum við í 500 metra
lofttæmi, leið okkar lá niður á við
áður en við fengum aftur byr und-
ir vængi. Allt fór vel, við lentum
skekin á flugvellinum í Vogey.
Hún fór til ættmenna, ég á Hótel
Hafníu.
Ferðin varð ævintýraferð, ég
var svo uppnumin þegar ég kom
heim að amma Pía sagði: „Þú átt
eftir að giftast Færeyingi.“ Þó
mér þætti það ótrúlegt, varð sú
raunin, en hann er hálfur. Ég
minnist móður hans sem er nú
farinn hátt upp í himininn.
Petrína Fransiska Magnús-
dóttir, ferðafélagi minn, varð
tengdamóðir mín. Hún var stolt
af færeyskum uppruna sínum,
mér þótti það eðlilegt því ég hafði
lesið bókina Eyjarnar átján eftir
Hannes Pétursson skáld. Ninna
eins og hún var kölluð var fædd í
Kvívik á Straumey, þaðan sjást
eyjarnar Koltur og Hestur.
Ninna var nákomin foreldrum
sínum og systkinum þeim Önnu,
Hólm og Hjördísi. Hún kom hing-
að til þess að hjálpa Hjördísi í
Neskaupstað. Hjördís lést ung
frá eiginmanni og fjórum drengj-
um, sem Ninnu þótti vænt um og
liðsinnti.
Hér settist Ninna að. Hún kom
auga á myndarlegt mannsefni
sitt, Inga Jónsson austur á landi.
Hann átti fólkið sitt á Seyðisfirði,
þar áttu þau heima fyrstu sam-
leiðarárin. Þau fluttust suður með
tvíburana sína, Gunnþór og Mar-
gréti, sem fæddust í Neskaupstað
og eignuðust Hjördísi Maríu.
Ninna vann í fataverslun í
Þórshöfn áður en hún kom til Ís-
lands og í apótekinu fyrir austan.
Hún var dugmikil. Hingað komin
sinnti hún búi og börnum. Hún
var sterkur persónuleiki og lagði
niður fyrir sér hvernig hún vildi
haga heimilisstörfum og uppeldi.
Hún las sér til um Ísland og Fær-
eyjar, efni tengt náttúru og þjóð-
háttum. Hún fylgdist með pólitík
og hafði sterkar skoðanir. Henni
fannst gaman að segja frá.
Hún fylgdist með fólkinu sínu í
Færeyjum. Hún vissi hvað systk-
inabörn hennar tóku sér fyrir
hendur, var svo hreykin af þeim
og barnabörnum sínum, að ég
hafði á orði hvað hún væri heppin,
það fæddust bara undrabörn í
hennar fjölskyldu. Hún gladdist
þegar vel gekk.
Ég á henni margt að þakka.
Hún kenndi mér að borða fær-
eyskan mat, skerpukjöt og grind.
Ninna var hagleikskona. Ég
kunni henni ekki þakkir þegar ég
hafði prjónað síða tískupeysu á
eiginmann minn. Þá var Anna
systir hennar á landinu, þær
komu, sáu peysuna á manninum,
hrópuðu upp yfir sig og sögðu að
þetta þyrfti að laga. Þær voru öfl-
ugar og klipptu neðan af peys-
unni.
Vel kom í ljós hvað Ninna var
sjálfstæð eftir lát Inga. Þau höfðu
verið samrýnd, dansað til verð-
launa, ferðast og liðið best í Fær-
eyjum. Hún hélt ótrauð áfram,
seldi raðhúsið þeirra í Vestur-
bænum og fór til Hafnarfjarðar.
Ninna fluttist á Sólvangsveg-
inn. Eftir að kraftar dvínuðu átti
hún athvarf á Sólvangi. Hugurinn
var síkvikur, viljinn sterkur. Hún
var þakklát, þakklátust dætrum
sínum sem hugsuðu um hana eins
og sjáaldur augna sinna. Lokið er
langri og giftudrjúgri ævi, sem
ættingjar geta leitað fordæma í.
Veri tengdamóðir mín Guði falin
og fyrirheitum hans.
Þórhildur Ólafs.
Nú kveðjum við elskulega
ömmu Ninnu okkar hinstu
kveðju. Þessa stórkostlega
skemmtilegu ömmu sem aldrei
þraut sögur að segja okkur, held-
ur ekki háöldruð á Sólvangi í
Hafnarfirði. Þegar við komum í
pössun til hennar og afa Inga sem
litlir pjakkar stjanaði hún við
okkur í eldhúsinu á Kaplaskjóls-
veginum, leyfði okkur að hlusta á
ævintýrið um stígvélaða köttinn á
kassettu og smurði handa okkur
bananabrauð. Það voru dýrlegir
tímar, og oftar en ekki gaukaði
hún að okkur einhverjum glaðn-
ingi sem hún hafði tekið til handa
okkur að skilnaði. Amma Ninna
var engin venjuleg amma, enda
var hún frá Færeyjum og tungu-
tak hennar var allt annað en við
áttum að venjast, og því var það
ævintýri líkast að hlusta á hana
tala um æskuna í Kvívík, sem er
fögur byggð á Straumey í Fær-
eyjum, og ímynda sér frændgarð
okkar í landi sem var jafnvel forn-
sögulegra en sjálft Ísland. Hún
blandaði iðulega færeyskunni í
daglegt tal og er mikill söknuður
að því að eiga ekki í vændum fleiri
samræður við hana, enda var
amma Ninna lífsglöð og hlý og
frábær sendifulltrúi Færeyja á
Íslandi, og sérstaklega vel að sér í
sögu og menningu þeirra. Hún
dansaði færeyskan dans á
skemmtunum Færeyinga-
félagsins og leiddi kvæðasönginn.
Þau afi Ingi höfðu ánægju af öll-
um dansi og höfðu á árum áður
sýnt sígilda dansa á vegum Dans-
skóla Hermanns Ragnars. Ömmu
þótti afar vænt um okkur barna-
börnin sem samtals urðu níu tals-
ins, og sagði sögur af hverju okk-
ar og afrekum í hinum ýmsu
löndum heimsins. Þannig má
segja að amma hafi verið eins og
fréttaveita sem færði okkur heim
sanninn um lífsgleði, þrautir, ást-
ir, sorgir og hina ýmsu sigra
frænda okkar og frænkna löngu
áður en þeim gafst sjálfum tæki-
færi til þess í fjölskylduboðunum.
Þegar hún sagði sögur af barna-
börnunum og sérstaklega barna-
barnabörnum, sem eru þó nokkur
og vonandi er alltaf að bætast í
hópinn, varð hún eins og út-
sprungið blóm sem baðar sig í
heitri sól og öll sú elska sem hún
bar fyrir brjósti lýsti upp andlit
hennar. Amma Ninna var með
einstaklega falleg augu, glöggan
og tindrandi svip sem ekki breytt-
ist þótt árin færðust yfir. Þennan
sama svip sjáum við stundum
framan í pabba okkar og systrum
hans, frænkum okkar, og því er
amma ekki með öllu horfin þótt
jarðlíf hennar sé á enda.
Við biðjum góðan Guð að
blessa ömmu Ninnu, og þökkum
fyrir allar samverustundirnar.
Finnur Þ. Gunnþórsson,
Þórður Þ. Gunnþórsson,
Bergur Þ. Gunnþórsson.
Núna er amma farin frá okkur.
Sorgin er rík en minningarnar
ljúfar. Oft vorum við á Kapla-
skjólsveginum og alltaf leið okkur
vel. Þar var stjanað við mann en
einnig voru lagðar lífsreglurnar,
hvernig gott væri að lifa lífinu.
Lengi vel gátum við ekki hugsað
okkur að drekka áfengi vegna
þess að amma hafði sagt hversu
vitlaus maður yrði af slíkri iðju.
Amma gat verið sannfærandi.
Á skólaárunum vorum við mik-
ið heima hjá ömmu. Þá komumst
við að því að þar var dagleg helgi-
stund sem ekkert mátti trufla.
Þegar Leiðarljós var í sjónvarp-
inu varð þögn að ríkja. Fyrir utan
auðvitað sífelldar skýringar
ömmu á hinum ýmsu blæbrigðum
mannlífsins sem þar birtust.
Sem barn var maður vanur að
hlusta á færíslenskuna hennar
ömmu, bræðing úr færeysku og
íslensku. Þetta hafði viss áhrif á
tungutakið. Flest barnabörnin
báðu ekki um sósu með matnum
heldur sós. Afa var skemmt.
Amma var skörp til dauðadags.
Eitt sinn var spurt hvernig stæði
á þessum skarpleika. Kom í ljós
að amma var reglulegu í hugar-
leikfimi. Þegar hún lá í rúminu og
beið eftir svefninum fór hún yfir
daginn sem var á enda. Allar sam-
ræður voru skoðaðar og allt rann-
sakað. Einnig var hún dugleg við
að leggja ljóð á minnið og fara yfir
færeysku kvæðin. Amma var lif-
andi minningabrunnur og flest
mundi hún varðandi ættmenni
okkar.
Ömmu þótti mjög gaman að
segja sögur og einkum af sjálfri
sér. En eitt fannst okkur alltaf
merkilegt að amma, þessi kona
sem var nokkuð ráðrík og þrjósk,
birtist öðruvísi í sögunum af
sjálfri sér. Þá var amma iðulega í
hlutverki þeirrar sem veit en er
pollróleg og yfirveguð. Þetta
fannst okkur alltaf gaman að
heyra en þessa söguhetju hitti
maður nú aldrei.
Eina sögu sagði amma okkur
sem henni þótti merkileg. Hvít
hjón áttu von á barni en þegar
barnið kom í heiminn þá reyndist
það vera svart. Maðurinn var
ósáttur við þennan gang mála. En
þá kom í ljós, sagði amma, að
þetta hefði verið honum að kenna,
hann hefði legið með svartri
vændiskonu áður en hann lagðist
með sinni konu. Barnið hefði því
orðið svart. Ömmu var sagt að
svona virkaði þetta bara ekki. En
þá hafði amma á orði, ég las þetta
nú í dönsku blaði. Hvað gat mað-
ur sagt eftir það? Þetta orðatil-
tæki er enn notað, ég las það í
dönsku blaði.
Amma hélt sér á lífi með ein-
beittum viljastyrk og hefði verið
rúmliggjandi nema vegna þess
hversu viljug hún var að æfa bæði
líkama og huga. Amma kunni þá
list að láta sig hlakka til. Hún jók
eftirvæntingu með sjálfri sér á
markvissan hátt. Það gat verið til
barnabarns sem var væntanlegt
til landsins eða þá farar til Fær-
eyja.
Ömmu þótti vænt um okkur öll
og sinnti vel. Oft hafði hún nú á
orði að hún bæði fyrir okkur öll-
um. Það fundum við alltaf og vit-
um að hún blessar enn.
Amma og við spjölluðum oft um
dauðann. Ekki óttaðist amma það
að deyja. Hún vissi að dauðinn er
bara vistaskipti og getur komið
sem hinn besti vinur. Það er nefni-
lega það sem gerðist. Amma dó
fallegum dauða. Þar sem mörg
ættmenni gátu kvatt hana og þar
sem hún skildi enga óreiðu eftir.
Amma var ólm í að geta blessað
okkur og skilið eftir gjafir sínar til
okkar. Þetta tókst henni að gera á
fallegan hátt.
Nú ert þú farin, amman mín, en
þó ekki. Við vitum að blessum og
bænir koma ávallt frá þér.
Blessuð sé minning þín
Ingi Örn og Pétur
Már Péturssynir.
Elsku amma mín, minningarn-
ar um þig verða svo skýrar núna.
Það fyrsta sem mig langar að
segja frá er þegar ég bað þig um
að vera viðstödd fæðingu Breka
elsta sonar míns og fyrsta lang-
ömmubarnsins þíns. Ég hafði oft
heyrt þig segja sögur af því þegar
þú hafðir fylgt ömmu þinni í Fær-
eyjum við ljósmóðurstörf og
hvernig þín plön breyttust í stríð-
inu um að læra að verða ljósmóðir
í Danmörku. Ég man að þú leið-
beindir mér vel. Einnig var falleg
minningin hvernig ljóðsmóðirin
lýsti því fyrir mér eftir á, hvernig
þú hefðir setið með Breka í fang-
inu eftir að ég sofnaði eftir fæð-
inguna, og bara haldið á honum
og horft á hann þrátt fyrir að það
væri snemma morguns og þú bú-
in að vaka alla nóttina. Afi sagði
mér svo seinna að það hefði ekki
verið hægt að tala við þig næstu
tvo daga eftir að þú komst af fæð-
ingardeildinni.
Ég kallaði heimilið hjá ykkur
afa alltaf mathúsið. Þegar ég sett-
ist við eldhúsborðið hjá þér skarst
þú alltaf allar smurðar brauð-
sneiðar í litla bita og gafst mér
gaffal til að borða með. Einnig
átti ég fallegan myndskreyttan
bolla uppi í eldhússkáp hjá ykkur
afa. Þessi bolli skipti mig miklu
máli því þá vissi ég alltaf að ég átti
stað á heimilinu hjá ykkur afa og
á ég þennan bolla heima hjá mér í
dag. Færeyjaferðin með þér fyrir
nokkrum árum var mikil gjöf fyr-
ir mig. Það var greinilegt hvað þú
naust þess að vera í Færeyjum.
Ég kynntist þarna hlið á þér sem
ég sá vel að ég hafði erft frá þér
og hugsa ég oft um það í dag. Svo
var svo dásamlegt þegar við
gengum saman í kirkjugarðinum
og þú bentir mér á hin ýmsu nöfn
þar og sagðir mér sögur af göml-
um vonbiðlum í kirkjugarðinum.
Alltaf var gaman að ná í þig,
amma, og fá þig í heimsókn. Þá
fengu strákarnir mínir að kynn-
ast þér betur og þú sýndir þeim
alltaf mikinn áhuga. Þú kenndir
strákunum mínum að reikna og
ýmsar aðferðir til að muna betur.
Eitt skipti fyrir nokkrum árum
komstu í heimsókn. Þú þurftir
náttúrlega að horfa á einhverja
„sápuóperu“ kl. hálffimm á RÚV
en Breki elsti sonur minn kom
heim aðeins of snemma og ég átti
eftir að ná í Dag í leikskólann.
Breki þarf mikla umönnun en
getur stundum unað sér vel í
stutta stund og þú vildir bara að
hann myndi rölta um heima með-
an ég sækti Dag. Þegar við Dagur
komum heim sat Breki ofan á þér
í stólnum við sjónvarpið og þú
miklu minni en hann og alveg
föst. Breki var bara voða ánægð-
ur þarna hjá þér og þú í hláturs-
kasti yfir að lenda í þessu. Þú
tókst nú ekki hlutina of alvarlega,
bara með æðruleysið að leiðar-
ljósi og húmorinn nálægt.
Einnig man ég eftir því að ég
flutti heim til þín og afa og bjó
þar um tíma þegar ég var ung-
lingur í uppreisn og þið afi tókuð
mér opnum örmum. Takk fyrir
stundirnar annan í jólum þegar
ég lá í rúminu þínu og þú sast á
stól við hliðin á mér. Mér fannst
gott að fá að njóta þess að vera
nálægt þér og finna hlýjuna frá
þér þegar lífið virtist vera of mik-
il þrautaganga. Ég fann til jarð-
tengingar með þér, oft varstu
frekar hörð og ákveðin en svo
ljúf og hlý um leið.
Takk fyrir stundirnar með þér
núna síðustu dagana þína. Þótt
þú gætir ekki svarað með orðum
þá skynjaði ég nærveru þína og
ást.
Takk fyrir allar bænirnar þín-
ar til mín og barnanna minna yfir
árin og þegar þú signdir mig allt-
af þegar ég var lítil. Guð blessi
þig, elsku amma,
Ingibjörg Gunnþórsdóttir.
Petrína Fransiska
Jónsson
Ástkær systir okkar,
INGIBJÖRG SVERRISDÓTTIR
sjúkraliði
frá Höfn í Hornafirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 5. mars.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskapellu
þriðjudaginn 13. mars klukkan 11.
Ólöf Sverrisdóttir
Sveinbjörn Sverrisson
Svava Sverrisdóttir
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
SVERRIR HERMANNSSON,
fv. ráðherra og bankastjóri,
lést aðfaranótt 12. mars.
Bryndís Sverrisdóttir Guðni A. Jóhannesson
Kristján Sverrisson Erna Svala Ragnarsdóttir
Margrét Kr. Sverrisdóttir Pétur S. Hilmarsson
Ragnhildur Sverrisdóttir Hanna Katrín Friðriksson
Ásthildur Lind Sverrisdóttir Matthías Sveinsson
Greta Lind Kristjánsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur faðir minn
VILHJÁLMUR GEIRMUNDSSON,
Braut 1,
Hofsósi,
lést á öldrunarheimilinu Hlíð, Akureyri,
fimmtudaginn 8. mars.
Útför hans fer fram frá Hofsóskirkju laugardaginn 17. mars
klukkan 14.00.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Hulda Vilhjálmsdóttir
Ástkær faðir, afi, langafi og tengdafaðir,
GUÐMUNDUR SNORRASON,
Gnoðarvogi 76, Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Langholtskirkju
föstudaginn 16. mars klukkan 15.
Aðstandendur hins látna