Morgunblaðið - 13.03.2018, Page 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2018
✝ Beta Einars-dóttir fæddist
17. apríl 1923 á
Hvanneyri. Hún lést
2. mars 2018 á Skjóli
í Reykjavík.
Foreldrar hennar
voru Guðbjörg Lís-
bet Kristjánsdóttir, f.
12.1. 1887 á Norður-
Bár í Eyrarsveit, d.
1.9. 1979, og Einar
Jónsson, f. 21.4. 1885
í Sauðhaga á Völlum, d. 29.7. 1969.
Dætur Einars og Guðbjargar voru
níu talsins. Þóra, f. 1913, d. 2000,
Hulda, f. 1914, d. 1982, Þórdís, f.
1916, d. 1983, Guðlaug, f. 1918, d.
2004, Sigurlín, f. 1919, d. 2001,
Anna, f. 1921, d. 1998, Hildur, f.
1927, d. 2002, og Hjördís, f. 1930.
Beta bjó fyrstu fjögur árin á
Krossi í Innri-Akraneshreppi. Hún
fluttist svo á Akranes þar sem hún
dvaldi fram yfir unglingsár. Hún
stundaði tvo vetur nám við Hús-
mæðraskólann á Hallormsstað, frá
1941-1943. Hún lærði svo hjúkr-
unarfræði við Landspítalann 1943-
1946. Beta giftist eftirlifandi eigin-
manni sínum Fjalari Sigurjónssyni
14. júní 1947. Foreldrar hans voru
dór Gíslason, látinn 2002. c) Anna
Beta Gísladóttir. Sambýlismaður
hennar er Sigurjón Magnússon og
börn þeirra eru Baldur Gísli og
Fjalarr. 2) Máni Fjalarsson, f.
1954. Fyrrverandi kona hans er
Gunnþóra Gunnarsdóttir og börn
þeirra eru a) Guðrún Beta Mána-
dóttir b) Gunnar Steinn Mánason
og hans dóttir heitir Gunnþóra
Rós c) Fjalarr Páll Mánason. Sam-
býliskona hans er Alda Dröfn Guð-
björnsdóttir og sonur þeirra er
Guðbjörn Máni. Sonur Öldu úr
fyrra sambandi er Alexander Mar-
on. Máni er giftur Önnu Einars-
dóttur og eru börn hennar af
fyrra hjónabandi a) Sigrún Gylfa-
dóttir. Hún er gift Kristjáni
Haukssyni og börn þeirra eru
Björg og Daníel Borgar. Dóttir
hennar úr fyrra sambandi er
Emelía Anna b) Silja Gylfadóttir,
gift Birni Ásbjörnssyni. Þau eiga
saman Vigdísi Ylfu og Ými Hrafn.
Barn hennar úr fyrra sambandi er
Gylfi Maron. c) Gunnhild Gylfa-
dóttir. Hún er í sambúð með Ragn-
ari Ágústi Rúnarssyni og á hún
dótturina Önnu Marín úr fyrra
sambandi. d) Garðar Óli Gylfason,
giftur Kozhyn G. Rashid og þeirra
börn eru Adam og Mina.
Útför Betu fer fram frá Ás-
kirkju í dag, 13. mars 2018, klukk-
an 15.
Anna Þ. Sveins-
dóttir, f. 1894 á
Skatastöðum í Aust-
urdal í Skagafirði, d.
1990, og Sigurjón
Jónsson, prestur á
Kirkjubæ í Hróars-
tungu, f. 1881 á Há-
reksstöðum á Jökul-
dalsheiði, d. 1965.
Beta og Fjalarr
bjuggu í Reykjavík
fyrstu búskaparárin
og fluttust svo til Hríseyjar árið
1952 þar sem Fjalarr þjónaði sem
prestur í 11 ár. Árið 1963 fluttu
þau að prestsetrinu Kálfafellsstað
í Suðursveit og bjuggu þar til árs-
ins 1989 þar til þau fluttu að Lang-
holtsvegi 39 í Reykjavík. Þá starf-
aði Beta sem hjúkrunarfræðingur
á Hrafnistu í hátt í áratug. Eftir
það vann hún sem sjálfboðaliði á
vegum Rauða kross Íslands í
Kópavogi sem heimsóknarvinur.
Börn Betu og Fjalars eru: 1) Anna
Fjalarsdóttir, f. 1947. Eiginmaður
hennar er Gísli Skúlason, f. 1939,
og börn þeirra eru: a) Fjalarr
Gíslason og eiginkona hans er Elín
Björg Jónsdóttir. Þeirra börn eru
Arnþór, Hildur og Vera. b) Hall-
Nú er hún Beta mín, vörður og
verndari um sjötíu ár og gott betur,
farin í sína fyrstu heimsreisu.
Vegurinn til lífsins liggur um him-
indjúpin og þar einhvers staðar í ei-
lífðar útsæ vakir Eylendan allra,
sem á fósturjörð er ekki lengur
vært að lifa. Nú hefur hún fengið
botn í það sem ég var oft er færi
gafst að staglast á öðrum til ama og
leiðinda. Gáfulegra væri mér að
guma minna af sérvisku minni í ei-
lífðarmálunum og fara mér hægt og
bíða átekta í skjóli efans. Það næðir
vonandi ekki um mann á meðan.
Það eru orðin mörg árin frá
fyrstu kynnum. Þá vorum við að
greiða götu fólksins í þessu landi –
eins og fjöldi annarra í sömu iðju –
úr troðningum inn í nútímann. Sag-
an segir að austur á Gyðingalandi
boðaði Jóhannes vegabætur þjóð
sinni og þar var úr öðrum jarðvegi
að pæla en nánast á bökkum Jöklu.
Svo komu verkalok og leiðir skildi.
Beta kaus sinn menntaveg og ég
baukaði í mínum skóla til loka. Enn
urðu endurfundir og nú við Sundin
blá – hún komin í Hjúkrunarskól-
ann. Hún hafði fundið það sem í eðli
bjó að hjúkra þjáðum og verða að
liði að líkna og bera birtu inn í dapr-
an huga. Það fór nú svo að hún sat
uppi með mig – hálfráðvilltan á
torgum – ekki brást henni kjark-
urinn, það er hægt að móta eitthvað
nothæft úr röftum. Og svo krækti
ég mér í réttindi til að verða talinn
maður með mönnum. Við kvöddum
borgina í 37 ár. Þau reyndust okkur
engin nauðung þvert í mót. Beta
setti mark sitt á mannlífið hvar sem
við slógum tjöldum.
Heimilið var hennar verk og vé.
Hún vildi sjá lífið, gæfuna og
gleðina í hjörtum fólksins, í húsinu
heima og gróandann í varpanum.
Eftir að útivist lauk var haldið í bæ-
inn og nú héldu henni engin bönd.
Hún vann við hjúkrun á Hrafnistu
um nokkurt ára bil og sló ekki slöku
við. Lítil kveðja segir allt sem þarf.
Henni var þá eitt sinn lagður miði í
lófann af vistmanni:
„Um huga þinn glæðir og létt er þín lund,
þegar lífsins úr flækjum greiðir,
og á það leggur þú alla stund,
að opna nýjar og betri leiðir.“
Af ærnu er enn að taka en fellum
talið.
Á þriðja ár átti hún vist á Skjóli.
Þar var hlúð að henni af þeim sem
réðu á fimmtu hæð og starfsfólki
öðru sem meira mæddi á. Hugurinn
ber menn annað veifið heim – annað
væri undarlegt. Þar er þá einhvers
að minnast sem áður var. Hún
þakkar vistina og starfsliði öllu allt
sem gott var gert. Þar á andi kær-
leikans til að vernda húsið.
Börnin okkar Anna og Máni eiga
auð í sálu sinni – minningarnar um
móður sína Betu. Þar var skjólið að
finna og þau þakka það á sinn hátt.
Niðjar hennar, tengdabörnin Gísli
og Anna og venslafólk eru með
sama huga að mannbætandi væri
að eiga hana að. Hjördís er nú
merkisberi systranna níu frá Esju-
bergi á Akranesi.
Þó allt sé nú klárt á pappírnum,
þá eru þriðju endurfundir okkar
ekki enn bókaðir. Hún verður að
umbera það eins og annað ef slórið
endist fram úr hófi. Ef um semst
munum við rölta saman um sinn og
sjá meira af undrum veraldar.
Njóttu þess að vera til og láttu lífið
leika um vanga þinn. Kæra vina,
sjáumst síðar.
Fjalarr Sigurjónsson.
„Er ekki allt gott að frétta að
austan? var oftast með því fyrsta
sem hún Beta spurði mig síðustu
misserin þegar ég leit inn til þeirra
Fjalars uppi á Skjóli. Hún átti til að
gleyma svarinu, þá spurði hún bara
aftur því hún var sko ekki búin að
gleyma vinum sínum í Skaftafells-
ýslunni.
Fjalarr hefur setið hjá konu sinni
á hjúkrunarheimilinu alla daga síð-
ustu árin og sinnt henni af óbilandi
fórnfýsi og kærleika. Hún hélt reisn
sinni nánast til hins síðasta og þau
hjón höfðu lag á að gera heimsóknir
til þeirra á Skjól að hátíðastund,
rétt eins og að Kálfafellsstað og á
Langholtsveg áður, þar sem sam-
ræður voru ávallt líflegar yfir
veisluföngum um það sem efst var á
baugi hverju sinni. Nú var umræð-
an frekar sveigð að fortíðinni og þar
grafinn upp fróðleikur, ekki síður
áhugaverður.
Það er alltaf erfitt að kveðja þá
sem maður hefur notið samfylgdar
við. Beta var sterkur persónuleiki
og stórt númer í lífi sinna nánustu –
ég leyfi mér að telja mig til þeirra,
því þó svo að leiðir okkar Mána
skildu var alltaf óslítandi taug milli
mín og fyrrverandi tengdaforeldra.
Ég sá Betu fyrst fyrir 55 árum.
Það var haustið 1963 sem þau hjón
komu norðan úr Hrísey til að sinna
kristnihaldi sunnan jökla og settust
að á Kálfafellsstað. Mig óraði ekki
fyrir því þá að tengsl okkar og vin-
átta yrði með þeim hætti sem raun-
in varð síðar. Beta var félagslynd og
drífandi og þar, sem í öðru, voru
þau Fjalarr samhent. Alltaf fylgdi
hún honum í messuferðir að Hofi,
vel til höfð og glæsileg þó að komin
væri um malarveg yfir eyðisand og
óbrúuð fljót.
Ég man eftir tilþrifum Betu á
leiksviði á Hrollaugsstöðum en líka
á leiksviði lífsins. Hún var ræktun-
arkona, naut þess að hafa blóm í
kringum sig úti og inni og geta skot-
ist út í garð, eða sent Fjalar, eftir
hinum ýmsu grænmetistegundum í
súpuna eða salatið. Hverskonar
hannyrðir léku í höndum hennar,
heimili þeirra Fjalars ber afköstun-
um vott og barnabörnin fóru ekki
varhluta af þeim heldur, peysur og
vesti ultu af prjónunum og
prinsessukjólar urðu til úr
prestsfrúarkjólum. Alltaf var hún
líka fús að miðla kunnáttu sinni til
annarra.
Vinátta Betu hefur verið mér
ómetanleg og ég kveð hana með
virðingu og þakklæti fyrir allt sem
hún var mér og mínum. Um leið
votta ég Fjalari, Önnu, Mána,
barnabörnum, systur og öðrum ást-
vinum einlæga samúð.
Gunnþóra Gunnarsdóttir.
Beta Einarsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Betu Einarsdóttur bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
✝ Ingi Már fædd-ist í Reykjavík
11. júní 1954. Hann
lést af slysförum 28.
febrúar 2018.
Foreldrar hans
voru hjónin Grétar
Aldan Sigurðsson
prentari, f. 4. desem-
ber 1926, d. 17. des-
ember 1994, og
Kristín Sigríður Sig-
urpálsdóttir starfs-
maður á Grund, f. 25. mars 1922,
d. 17. júní 2003.
Bróðir Inga Más er Guðmundur
Aldan Grétarsson, f. 1948.
son, f. 30. apríl 1979. 3) Maríanna
Ingadóttir, f. 11. október 1985,
gift Atla Dungal Sigurðssyni, f.
12. mars 1984. Dætur þeirra eru:
a) Viktoría Líf, f. 29. júlí 2005. b)
Gabríella Rein, f. 9. maí 2012. c)
Freyja Björk, f. 1. júlí 2016.
Að grunnskóla loknum nam
Ingi Már bílamálun við Iðnskól-
ann í Reykjavík og lauk þaðan
sveinsprófi og síðar meistara-
prófi. Hann starfaði við fagið í
rúma tvo áratugi og rak eigið
bílasprautunarfyrirtæki um
tíma. Ingi Már starfaði einnig
við fasteignasölu í nokkur ár
áður en hann snéri sér alfarið
að ferðaþjónustu. Hann var
sjálfstætt starfandi leið-
sögumaður allt þar til hann lést.
Útför Inga Más fer fram frá
Seljakirkju í dag, 13. mars
2018, og hefst athöfnin klukkan
15.
Hinn 14. júní 1974
kvæntist Ingi Már
Huldu Hjaltadóttur,
f. 19. ágúst 1955.
Börn þeirra eru: 1)
Atli Már Aldan Inga-
son, f. 10. október
1975. Dóttir Atla
Más og Ragnhildar
Bergþórsdóttur hár-
greiðslumeistara er
Magnea Ýr Atladótt-
ir, f. 17. ágúst 1999.
Sonur Atla Más og Margrétar
Unnar Þórarinsdóttur er Darri
Freyr Aldan Atlason, f. 2. júní
2012. 2) Magni Freyr Aldan Inga-
Kær vinur er fallinn frá.
Penninn er þungur í höndum
okkar þegar við skrifum þessi
minningarorð um Inga Má, kær-
an vin okkar sem fallinn er nú
frá, allt of snemma. Þungt högg,
sem mun taka langan tíma að
átta sig á og komast í gegnum
fyrir okkur öll sem hann þekktu.
Kippt í burtu frá lífinu svo
skyndilega. Kippt í burtu frá
fólkinu sínu sem hann elskaði og
sem elskaði hann.
Einhver hlýtur tilgangurinn að
vera, segjum við við okkur sjálf.
Það er örlítil huggun í sorgina að
hugsa þetta þannig.
Meiri öðling en Inga Má var
erfitt að finna. Alltaf ljúfur, yfir-
vegaður og með einstaklega góða
nærveru. Og sem gott var að leita
til sama hvað. Sem alltaf var til í
glens og grín. Mótorhjólatöffari
sem fannst nú ekki leiðinlegt að
þeysast um vegina með félögum
sínum í „Úrsér gengið“ með
Huldu sína sem hnakkskraut.
Ingi Már var fróður um svo
margt, sérstaklega hvað varðar
landið okkar, Ísland. Þar kom
enginn að tómum kofunum enda
naut hann þess að ferðast um
landið og sýna og fræða fólk um
okkar fallega land. Stór hluti í
hans lífi var að fara með íslenska
jafnt sem og erlenda ferðamenn
og sýna þeim fallega Ísland.
Þær eru ófáar útilegurnar og
utanlandsferðirnar sem við höf-
um farið í saman og ætluðum svo
sannarlega að fara í fleiri í fram-
tíðinni. Og öll notalegu matarboð-
in sem við áttum saman og eigum
eftir að sakna að ekki verði fleiri.
Okkur er sérstaklega minnis-
stæð verslunarmannahelgi fyrir
nokkrum árum í Sauðhúsaskógi
þar sem allir nutu sín í góðum fé-
lagsskap í fallegri náttúru Ís-
lands sem Inga má þótti svo vænt
um.
Gætum sagt frá svo ótalmörg-
um skemmtilegum og notalegum
samverustundum með honum í
gegnum tíðina en stiklum á stóru
hér. Geymum allar hinar í hugum
okkar og hjörtum og munum rifja
upp reglulega þegar við minn-
umst hans. Dýrmætar minning-
ar.
Við óskum honum góðrar ferð-
ar til nýrra heimkynna þar sem
bíða hans ný ævintýri. Við treyst-
um á það að hann taki það verk-
efni að sér, þegar röðin kemur að
okkur, að fara að „guida“ með
okkur um nýja heima. Ef við
þekkjum Inga Má rétt verður
hann búinn að kynna sér hvern
krók og kima þar, tilbúinn að
fræða okkur um fallega staði.
Þangað til yljum við okkur við
hlýjar minningar um ljúfan mann
og þökkum fyrir samfylgdina og
allt það sem við höfum upplifað
saman í gegnum tíðina.
Elsku Hulda og fjölskylda, við
vottum ykkur okkar dýpstu sam-
úð á þessum erfiðu stundum.
Hvíl í friði, kæri vinur. Þín
verður sárt saknað.
Þínir vinir,
Pálmar, Steinunn
(Steina), Freyr og
Unnur.
Ingi Már Aldan
Grétarsson
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
JÓHANNESAR HERMANNS
ÖGMUNDSSONAR,
Ársölum 1, Kópavogi.
Hjördís Þorsteinsdóttir
Pétur Einar Jóhannesson Steve Rotherforth
Ögmundur Þór Jóhannesson Sigurlína Björg Hauksdóttir
Þorsteinn Lúther Jóhannes. Sigríður Guðrún Stefánsdóttir
Jón Már Jóhannesson Amelia Pando Garcia
Ólafur Geir Jóhannesson Sam Anurak Jansawek
Júlía Jóhannesdóttir Árni Júlíusson
afabörn og langafabörn
Okkar kæri bróðir, mágur og frændi,
JÓN STEINAR TRAUSTASON
frá Vestmannaeyjum,
lést á hjúkrunarheimilinu Árskógum,
Reykjavík, laugardaginn 24. febrúar.
Útförin fer fram frá Breiðholtskirkju
föstudaginn 16. mars klukkan 13.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartavernd eða aðrar
góðgerðarstofnanir.
Ágústa Traustadóttir Guðmundur B. Sigurgeirsson
Brynja Traustadóttir Sigurðar Hafsteinsson
Óli Ísfeld Traustason Bonny Harvey
Steinunn Traustadóttir
Ásta Traustadóttir Sigurður Stefánsson
og systkinabörnin
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐLAUG SÆMUNDSDÓTTIR
frá Heylæk,
áður til heimils á Hellu
og nú síðast Hvassaleiti 6,
Reykjavík,
sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, mánudaginn 5.
mars, verður jarðsungin frá Áskirkju í Reykjavík, föstudaginn 16.
mars klukkan 13.
Guðlaug Yngvadóttir Steinar Gíslason
Þorbjörg Yngvadóttir Davíð Sigurðsson
Elín Yngvadóttir Guðrún S. Helgadóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar ástkæri
GESTUR KRISTINSSON
pípulagningameistari,
Lambhaga 48,
Selfossi,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans að
morgni 10. mars. Útförin fer fram frá
Kópavogskirkju miðvikudaginn 21. mars klukkan 15.
Við þurfum ekki blessuð blómin en vitum að krabbameins-
lækningar og rannsóknir þarfnast alltaf styrkja.
Oddný Guðmundsdóttir
Gestheiður Þorgeirsdóttir
Ágúst Þór Berglind
Hjördís Bára Þórður Reyr
Heiðrún Harpa Þórður
Jón Ólafur Katrín Ásta
Eva Rán
stjúpbörn, barnabörn, barnabarnabörn og systkini