Morgunblaðið - 13.03.2018, Side 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2018
TUDOR rafgeymar
TUDOR TUDOR
Er snjósleðinn tilbúinn
fyrir vetrarkuldann?
Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is
Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta
Veldu
öruggt
start með
TUDOR
Ég er úti á Spáni með manninum mínum, á Torrevieja á Alic-ante. Jú, það má segja að þetta sé afmælisferð,“ segir VigdisFuruseth sem á 50 ára afmæli í dag. Þau voru ekki búin að
ákveða hvað þau ætluðu að gera í dag í tilefni af afmælinu. „Það er
ekki mikið skipulag í gangi, við gerum það sem okkur dettur í hug, en
við förum örugglega fínt út að borða í kvöld.“
Vigdis er frá bóndabænum Løveng í hreppnum Stor-Elvdal í fylk-
inu Heiðmörk í Noregi. Hún kom fyrst til Íslands sumarið 1987 með
vinkonu sinni sem er hálfíslensk en alin upp í Noregi. „Ég fór síðan
heim, en hún varð eftir og giftist strák frá bóndabænum sem hún var
að vinna á. Ég kláraði verslunarskólann og ákvað svo að vera eitt ár á
Íslandi og læra íslensku. En þá kynntist ég manninum mínum og hef
verið hér síðan. Reyndar bjuggum við eitt ár í Noregi, við vorum að
spá í að taka við býlinu af foreldrum mínum, en ákváðum að það væri
ekki fyrir okkur.“
Eiginmaður Vigdisar, Snorri Freyr Jóhannesson, er frá Syðra-
Langholti í Hrunamannahreppi og þar hefur Vigdis búið síðan. Snorri
er rafvirki með eigið fyrirtæki og Vigdis starfar við garðyrkju hjá
Brún á Flúðum, auk þess sem þau leigja út einn sumarbústað til ferða-
manna á landinu sínu.
Aðaláhugamál Vigdisar er hestamennska og svo hefur hún líka
gaman af því að ganga á fjöll. „Íslenski hesturinn er bestur, ég hef
alltaf verið mikið í hestamennsku, en kynntist fyrst íslenska hestinum
þegar ég kom hingað.“
Börn Vigdisar og Snorra eru Birgit Ósk og Håkon Snær.
Afmælisbarnið Vigdis í fjallgöngu á Þríhyrningi.
Ætlaði að stoppa
í eitt ár á Íslandi
Vigdis Furuseth er fimmtug í dag
A
ri Teitsson fæddist á
Brún í Reykjadal 13.3.
1943 og ólst þar upp við
öll almenn sveitastörf.
Ari lauk landsprófi frá
Laugum 1960, búfræðiprófi frá
Hvanneyri 1961 og BSc-prófi í búvís-
indum frá Hvanneyri 1973.
Ari og eiginkona hans, Elín Magn-
úsdóttir, stofnuðu smábýlið Hrísa úr
landi Brúnar 1973, byggðu þar íbúð-
arhús og hafa haldið þar sauðfé síðan.
Auk þess stunduðu þau loðdýrarækt í
16 ár.
Ari var héraðsráðunautur og
mjólkureftirlitsmaður hjá Bún-
aðarsambandi Suður-Þingeyinga
1973-95. Hann var kjörinn fyrsti for-
maður sameinaðra Bændasamtaka
Íslands á Búnaðarþingi 1995 og
gegndi því starfi til 2004.
Ari var formaður samtaka nor-
rænna bænda NBC 1997-99. Hann
var kjörinn í stjórn Sparisjóðs Reyk-
dæla 1979 og hefur setið í stjórn spari-
sjóðs óslitið síðan og verið formaður
sameinaðs Sparisjóðs Suður-
Þingeyinga frá sameiningu 1990.
Hann var formaður Sambands ís-
lenskra sparisjóða frá 2011-2014
Ari hefur setið í fjölmörgum stjórn-
um, nefndum og ráðum, þar má m.a.
nefna háskólaráð Landbúnaðarhá-
skólans á Hvanneyri, stjórn ullar-
Ari Teitsson, fyrrv. formaður Bændasamtaka Íslands – 75 ára
Allur hópurinn Ari og Elín, ásamt börnum sínum, tengdabörnum og barnabörnum, við skírn Ara Teitssonar yngri.
Skeleggur málsvari
bænda og landbúnaðar
Afmælisbarnið á heimaslóðum Það er sko ekki ofbeitin í Reykjadalnum.Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
tir
ttir
r
n
en
on
á
ði-
ig-
á
.
el
51,
f.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu
mynd af nýjum borgara eða
mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í
einn mánuð.
Hægt er að senda mynd
og texta af slóðinnimbl.
is/islendingar eða á
islendingar@mbl.is
Á „Íslendinga“ síðum
Morgunblaðsins er
meðal annars sagt frá
merkum viðburðum
í lífi fólks, svo sem
hjónavígslum,
barnsfæðingum
eða öðrum
tímamótum.