Morgunblaðið - 13.03.2018, Side 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2018
Sproti með viðarfótum - ýmsir litir í boði
STOFNAÐ 1956
Bæjarlind 8–10
201 Kópavogur
s: 510 7300
www.ag.is
Sproti 405
Hönnuður Erla Sólveig Óskarsdóttir
RAFVÖRUR
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Sorpkvarnir
í vaska
ICQC 2018-20
Það hefur líklega ekki fariðframhjá þeim sem fylgjastmeð kvikmyndum hér álandi að Ísold Uggadóttir,
leikstjóri Andið eðlilega, hlaut leik-
stjóraverðlaunin á síðustu Sun-
dance-hátíð í Bandaríkjunum.
Sundance er einver virtasta
kvikmyndahátíð í heimi, að koma
mynd á dagskrá hennar telst afrek
út af fyrir sig, en það heyrir svo
sannarlega til tíðinda að vinna þar
til verðlauna og einna helstu verð-
launa hátíðarinnar í þokkabót.
Verðlaun og viðurkenningar segja
kannski ekki alla söguna, enda er
kvikmyndagerð ekki kappakstur,
en þetta er a.m.k. mikið gleðiefni
fyrir aðstandendur og hlýtur að
koma sér vel við dreifingu og kynn-
ingu myndarinnar.
Andið eðlilega fjallar um tvær
konur, sem þrátt fyrir verulega
ólíkan bakgrunn eiga það sameig-
inlegt að vera á flæðiskeri staddar
og eiga sér engrar bjargar von.
Önnur þeirra er Lára, ung íslensk
kona sem býr á Ásbrú ásamt syni
sínum Eldari. Lára á ekki krónu
með gati, hún er að missa íbúðina og
það reynist henni mikil þraut að
fæða og klæða sjálfa sig og soninn.
Það er látið í veðri vaka að sitthvað
úr fortíð Láru hafði orðið til þess að
hún hafi brennt allar brýr að baki
sér og mæðginin geti því ekki leitað
til neins nákomins í þessari miklu
neyð. Það reynist því himnasending
þegar henni er boðið starf í
vegabréfaeftirlitinu uppi á velli.
Lára mætir í starfsþjálfun og legg-
ur sig alla fram. Dag einn veitir hún
því eftirtekt að eitthvað er bogið við
vegabréf konu sem er á leið í gegn-
um eftirlitið.
Sú kona heitir Adja og er hin að-
alpersónan í myndinni. Adja er tek-
in til hliðar og yfirheyrð, hún reyn-
ist vera frá Gíneu-Bissá og
vegabréfið hennar er falsað. Í kjöl-
far þess að hún er gómuð er hún
tekin föst og er umsvifalaust flækt í
net íslensks skrifræðis. Hún sækir
um hæli og fær herbergi í húsi fyrir
hælisleitendur í Keflavík. Smám
saman kynnumst við bæði Láru og
Ödju betur og leiðir þeirra skarast.
Sagan í Andið eðlilega er marg-
slungin og kemur víða við en hún er
ákaflega haganlega smíðuð og ljóst
að handritið hefur verið unnið af
mikilli kostgæfni. Það er góð stíg-
andi í kvikmyndinni, hún er spenn-
andi en fer sér að engu óðslega. Ótal
spurningar vakna og fjölbreytileg
vandamál verða á vegi persónanna
en þráðurinn er þétt spunninn og úr
verður rammsterkt drama. Sumir
atburðir gætu virst ofurlítið tilvilj-
anakenndir, sérstaklega í augum
þeirra sem ekki þekkja til hér-
lendis. Lára og Adja búa í smábæ,
þar sem er síður en svo ótrúlegt að
rekast á fólk af tilviljun, en það gæti
hugsast að áhorfendum sem ekki
þekkja til þyki ankannalegt að þær
gangi endurtekið í flasið á hvor ann-
arri. Þá má líka spyrja sig hvort
hvort það sé sannfærandi að Adja
rétti Láru hjálparhönd, þar sem
hún lagði líf hennar í rúst. Því fer þó
fjarri að þetta skemmi heildar-
myndina, sagan rígheldur og er
óvenjulega vönduð á íslenskan
mælikvarða.
Myndin fjallar um fólk sem á
bágt, fólk sem er minnimáttar, þarf
að berjast við ofurefli eða hefur
misstigið sig á lífsleiðinni. Þrátt fyr-
ir það er myndin ekki væmin og
gerist ekki sek um óþarfa vorkunn-
semi í garð persónanna. Hér er ein-
faldlega fjallað um fólk sem er í erf-
iðri stöðu (sumir myndu segja
vonlausri) sem reyna eftir bestu
getu að mjakast áfram í von um að
dagurinn á morgun verði kannski
ofurlítið skárri en dagurinn í dag.
Leikurinn er verulega góður, það
sést langar leiðir að Kristín Þóra og
Babedita hafa unnið heimavinnuna
sína til að gæða persónur sínar lífi.
Hinn ungi Patrekur er líka flottur í
hlutverki Eldars. Samtölin eru vel
skrifuð og flutt en gjarnan er kosið
að láta persónur segja fátt og frek-
ar brugðið á það ráð að láta líkams-
tjáningu og svipbrigði miðla skila-
boðum. Það er einungis á færi
úrvalsleikara að miðla svo miklu
innihaldi með látbragðinu einu sam-
an og í þessu tilfelli gefst þessi
tækni vel, þar sem hér er einmitt
um úrvalsleikara að ræða.
Öll tæknileg atriði eru í stakasta
lagi. Kvikmyndatakan er fín og hent-
ar viðfangsefninu vel. Sviðsmyndin er
sérlega skemmtileg og gaman að sjá
mynd sem kannar Suðurnes, Ásbrú
og flugvallarsvæðið í allri sinni harð-
neskjulegu dýrð. Búningar og gervi
eru vel unnin og ljá persónunum heil-
mikla vídd, sérstaklega í tilfelli Láru
en í útliti er persónan Lára gjörólík
leikkonunni Kristínu Þóru. Á heildina
litið var hljóðvinnsla góð, fyrir utan
stöku staði þar sem erfitt var að
greina hvað persónum fór á milli.
Andið eðlilega er stórfín mynd, hún
er vel skrifuð og leikstjórnin af-
bragðsgóð. Þetta er fyrsta verk Ísold-
ar í fullri lengd en það er enginn byrj-
endabragur á því og það stendur
jafnfætis myndum eftir þaulvant kvik-
myndagerðarfólk. Sagan er fersk og
talar beint inn í samtímann en er jafn-
framt sígild og tímalaus saga um bar-
áttuna fyrir mannsæmandi lífi.
Vel undirbúin Kristín Þóra og Patrekur í Andið eðlilega. „Leikurinn er verulega góður, það sést langar leiðir að
Kristín Þóra og Babedita hafa unnið heimavinnuna sína til að gæða persónur sínar lífi. Hinn ungi Patrekur er líka
flottur í hlutverki Eldars,“ segir meðal annars í gagnrýni um kvikmynd Ísoldar Uggadóttur.
Landamærin í lífinu
Smárabíó, Laugarásbíó, Borg-
arbíó og Háskólabíó.
Andið eðlilega bbbbm
Leikstjórn og handrit: Ísold Uggadóttir.
Kvikmyndataka: Ita Zbroniec-Zajt.
Klipping: Frédérique Broos. Tónlist:
Gísli Galdur. Aðalhlutverk: Babetida
Sadjo, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Patrik
Nökkvi Pétursson. 95 mín. Ísland, 2018.
BRYNJA
HJÁLMSDÓTTIR
KVIKMYNDIR
Isavia hefur boðið listamanninum
og sýningarstjóranum Kristínu
Scheving að setja upp röð sýninga í
Leifsstöð þar sem ljósakerfið í að-
albyggingu flugstöðvarinnar er
virkjað í samtali við vídeóverk í
miðrými byggingarinnar, eins og
segir í tilkynningu.
Sigrún Harðardóttir er fyrsti
listamaðurinn í röð sýnenda og
hófst sýning á verki hennar 8. febr-
úar sl. og stendur til og með 21.
mars. Nefnist það „Gaia Breathing
Variation lll“. Ásdís Sif Gunn-
arsdóttir sýnir næst, frá 22. mars til
3. maí og Haraldur Karlsson sýnir
frá 30. ágúst til
10. október verk-
ið „Brain“. „Þeir
sem sækja húsið
heim eru inni í
innsetningunni
frá því þeir
ganga upp á aðra
hæðina og alla
leið að versl-
unarsvæðinu,“
segir í tilkynn-
ingu og að sýningarnar séu til-
raunaverkefni þar sem valdir ís-
lenskir listamenn muni sýna verk
sín út árið 2018.
Listamenn sýna í Leifsstöð
Ásdís Sif
Gunnarsdóttir
Stockfish-kvikmyndahátíðinni
lauk í fyrradag í Bíó Paradís
og voru verðlaun afhent í stutt-
myndakeppninni Sprettfiski á
lokaathöfn hátíðarinnar.
Metfjöldi umsókna barst í
keppnina og voru sex myndir
valdar til þátttöku en í dóm-
nefnd sátu kvikmyndaleikstjór-
arnir Hafsteinn Gunnar Sig-
urðsson og Ísold Uggadóttir og
framleiðandinn Hlín Jóhann-
esdóttir.
Var það stuttmyndin Vikt-
oría eftir Brúsa Ólason sem
þótti sú besta en hún fjallar um
Viktoríu sem stritar við að
vera með búskap á ættaróðal-
inu þrátt fyrir breytta tíma,
eins og því er lýst í tilkynningu
frá skipuleggjendum hátíð-
arinnar.
Brúsi hlaut í verðlaun einnar
milljónar króna tækjaúttekt hjá
Kukli.
Í umsögn dómnefndar um
myndina segir: „Hér er á ferð
falleg og einföld saga, gædd
hlýrri og mannlegri aðal-
persónu sem ófeimin tekst á
við mótlæti upp á eigin spýtur
og hreyfir við áhorfendum.“
Brúsi hlaut Sprettfiskinn fyrir Viktoríu
Sigurvegarinn Brúsi hæstánægður
með verðlaunin Sprettfisk á Stockfish.
Ljósmynd/Patrik Ontkovic