Morgunblaðið - 23.03.2018, Síða 16

Morgunblaðið - 23.03.2018, Síða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2018 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Tveir dómkvaddir matsmenn sem falið var að meta tiltekið kröfusafn í eigu Íslandsbanka í maí 2014 hafa enn ekki lokið störfum. Verkefni hinna dómkvöddu matsmanna hefur verið að meta virði krafna sem fylgdu með í kaupunum þegar Íslandsbanki keypti árið 2011 Byr á 6,6 millj- arða króna. Seljendur voru slitabú Gamla Byrs, sem fékk 5,8 milljarða í sinn hlut og ríkissjóður Íslands sem fékk 765 milljónir í sinn hlut. Hefur Íslandsbanki lengi haldið því fram að virði þeirra krafna sem lágu m.a. til grundvallar kaupverð- inu hafi reynst haldlausari en lagt var upp með. Af þeim sökum fékk bankinn dómkvadda matsmenn að málinu í því skyni að kalla fram sönnunargagn í formi matsgerðar á fyrrnefndum kröfum. Hefur Ís- landsbanki samhliða matsbeiðninni lagt fram kröfu á hendur gamla Byr upp á 6,7 milljarða króna auk vaxta og 1 milljarð gegn ríkinu auk vaxta. Kröfugerð bankans hefur valdið því að slitabú Byrs hefur ekki getað, á grundvelli fyrirliggj- andi nauðasamnings, greitt hlut- höfum sínum og kröfuhöfum út þá fjármuni sem þar liggja inni. Sá mikli dráttur sem orðið hefur á framlagningu matsgerðarinnar veldur því að Gamli Byr hefur ósk- að eftir því við dómstóla að lúkn- ingu málsins verði hraðað sem fyrst og að ekki verði beðið frekari niðurstöðu matsmannanna tveggja. Geysilegur kostnaður Í svari Íslandsbanka við fyrir- spurn Morgunblaðsins kemur fram að kostnaður við matsgerðina stappi nú nærri 100 milljónum króna. Gestur Jónsson, lögmaður Gamla Byrs, segir töfina sem orðið hefur á málinu vegna vinnu mats- mannanna óþolandi. „Ég veit engin dæmi þess að matsvinna af þessu tagi hafi tekið svona langan tíma. Auk þess hefur komið fram að þóknanagreiðslur Íslandsbanka til matsmannanna séu orðnar um 100 milljónir króna þótt fyrir liggi í verkáætlun að sjálf matsvinnan er enn á undir- búningsstigi,“ segir Gestur. „Réttmætur vafi á óhæði“ Gestur segir að auk þess gríðar- lega tíma sem matsvinnan hafi tek- ið sé hann hugsi yfir þeim fjár- hæðum sem varið hefur verið til vinnunnar. „Það er ljóst að þessir tveir matsmenn hafa þegið að jafnaði um eina milljón króna á mánuði hvor þessi fjögur ár til þess að leggja mat á þau gögn sem Ís- landsbanki hefur lagt fyrir þau. Ég held að það sé ekki ósanngjarnt að segja að þetta valdi því að rétt- mætur vafi sé um óhæði þessa fólks gagnvart þeim aðila sem greitt hefur þeim viðlíka fjárhæð- ir.“ Segir Gestur að hann þekki eng- in dæmi þess að matsgerðir fyrir dómstólum hafi kostað eins mikið og hér um ræðir. Matsmennirnir tveir eru löggiltu endurskoðendurnir María Sól- bergsdóttir og Lúðvík Karl Tóm- asson. Í svari Íslandsbanka til Morgunblaðsins kemur fram að þau hafi nú kallað eftir frekari gögnum frá Reiknistofu bankanna sem varða kröfusafnið sem bank- inn keypti árið 2011. „Nú eru þeir [matsmennirnir] að vinna í greiningu þeirra gagna,“ segir í svari bankans. Þar kemur einnig fram að gert sé ráð fyrir að matsvinnunni ljúki „á seinni hluta ársins“. Íslandsbanki hefur greitt matsmönnum 100 milljónir Morgunblaðið/Ófeigur Kostnaður Gestur Jónsson segist aldrei hafa séð viðlíka kostnað við mat.  Matsvinnu vegna ágreinings við Byr enn ekki lokið  Stefnt að verklokum í haust stjóri sölusviðs BL, segir að það geti tekið allt að sjö mánuði að panta bíla frá framleiðanda. Jón Trausti telur að sala á bílum verði svipuð í ár og í fyrra. „Ég tel að einstaklingar og fyrirtæki vegi upp það sem munar hjá bílaleigunum,“ segir hann og rökstyður skoðunina með endurnýjunar- þörf. Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi, telur að salan verði minni í ár en í fyrra. „Fólk hef- ur keypt meira af bílum á síðustu árum og það er að koma mikið af nýlegum notuðum bílum á mark- aðinn. Þannig var það ekki fyrir 3-4 árum.“ Að sögn Úlfars hefur minni sala til bílaleiga eng- in áhrif á endursölumarkað með notaða bíla því framboðið hafi verið mikið frá bílaleigum á síðustu árum. „En til lengri tíma litið gæti þetta hugs- anlega haft áhrif,“ segir hann. Skúli segir að bílaumboð verði að gæta þess að hafa hlutfall sölu til einstaklinga og fyrirtækja ávallt meira en til bílaleiga. „Eftir því sem hlut- fallið er minna til bílaleiga mun þeim ganga betur að selja notuðu bílana sína.“ Hann segir að gert sé ráð fyrir að hlutfallið hafi verið 37% í fyrra og verði um 30% í ár og stjórn- endur BL séu sáttir við það. „Það þarf að vera jafnvægi á markaðnum.“ Jón Trausti segir að hlut- fallið sé um þriðjungur hjá Öskju. Úlfar segir að undanfarin ár hafi 15% af heild- arsölu farið til bílaleiga. „Við höfum ekki viljað selja of mikið til þeirra því bílaleigur endurnýja bílana á eins til tveggja ára fresti en einstak- lingar og fyrirtæki á þremur til fimm árum. Of mikið magn á notaðrabílamarkaðnum hefur áhrif á verð viðkomandi tegundar.“ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Það var slæm ákvörðun að falla frá niðurfellingu vörugjalda af bílaleigubílum, sem tíðkast hefur ár- um saman, að sögn Jóns Trausta Ólafssonar, for- manns Bílgreinasambandsins og forstjóra Öskju. „Ísland er dýrt,“ segir hann og bendir á að ferða- menn þurfi bíl til að komast á milli landsvæða. Áður fyrr nam niðurfellingin allt að 1.250 þús- undum en sé komin í 250 þúsund og verði afnumin um næstu áramót. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að bílaleigur muni kaupa mun færri nýja bíla í ár en í fyrra. For- svarsmenn bílaumboða segjast hafa gert ráð fyrir minni sölu til bílaleiga í ár. BL gerði ráð fyrir 20% samdrætti í ár. Skúli K. Skúlason, framkvæmda- Kallar eftir niðurfellingu vörugjalda  Bílaumboð hafa gert ráð fyrir minni sölu til bílaleiga  Önnur sala vegur á móti ● Skipaður hefur verið starfshópur á veg- um samgöngustjóra Reykjavíkurborgar til að fjalla um hvernig haga megi vörudreif- ingu til veitingahúsa og hótela í mið- bænum. Hann mun leita sjónarmiða frá hagsmunaaðilum. Þetta segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags at- vinnurekenda. Eins og greint var frá í ViðskiptaMogg- anum funduðu Félag atvinnurekenda og Klúbbur matreiðslumeistara með Hjálmari Sveinssyni, formanni umhverfis- og skipu- lagsráðs, í gær vegna þess hve erfiðlega gangi að dreifa vörum til veitingastaða og hótela í miðbænum. „Þetta var góður fundur þar sem fram kom mikill skilningur á okkar sjónarmiðum,“ segir Ólafur. Starfshópur um vöru- dreifingu í miðbænum 23. mars 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 99.54 100.02 99.78 Sterlingspund 140.05 140.73 140.39 Kanadadalur 76.32 76.76 76.54 Dönsk króna 16.398 16.494 16.446 Norsk króna 12.849 12.925 12.887 Sænsk króna 12.11 12.18 12.145 Svissn. franki 104.33 104.91 104.62 Japanskt jen 0.9356 0.941 0.9383 SDR 144.34 145.2 144.77 Evra 122.16 122.84 122.5 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 148.3256 Hrávöruverð Gull 1328.85 ($/únsa) Ál 2056.0 ($/tonn) LME Hráolía 67.61 ($/fatið) Brent ● Álklasar Íslands og Kanada hafa gert með sér samn- ing um aukið sam- starf milli klasanna. Líkt og hérlendis er stærstur hluti kan- adískrar álfram- leiðslu drifinn áfram af endurnýj- anlegri orku og því er samhljómur milli þessara landa varðandi mikilvægi um- hverfisvænnar álframleiðslu. Með samn- ingnum er lögð áhersla á að efla sam- starf á sviði viðskiptatengsla, rann- sókna og fræðslu. Í tilkynningu segir að hér á landi sé kanadísk sendinefnd með fulltrúum frá kanadíska áliðnaðinum, sem heimsækir íslensk álver og iðnfyrirtæki. Guðbjörg Hrönn Óskarsdóttir er framkvæmdastjóri Álklasa Íslands. Álklasar Íslands og Kanada hefja samstarf Guðbjörg Hrönn Óskarsdóttir STUTT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.