Morgunblaðið - 23.03.2018, Side 32

Morgunblaðið - 23.03.2018, Side 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2018 ✝ Kristjana Sig-ríður Pálsdótt- ir fæddist 7. mars 1931. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 15. mars 2018. Móðir hennar var Margrét Jóns- dóttir úr Reykja- vík, f. 18.10. 1908, d. 1.12. 1983, dóttir Hugborgar Helgu Ólafsdóttur, f. 11.5. 1880 á Núpi undir Eyjafjöllum, d. 4.1. 1948 í Reykjavík, og Jóns Nikulásson- ar frá Hamri í Flóa, f. 27.2. 1871, d. 14.11. 1918 í Reykjavík úr spænsku veikinni. Faðir hennar var Páll Gíslason vörubifreiðastjóri, f. 23.7. 1903 í Gíslahúsi á Vatneyri, d. 30.7. 1995 í Reykjavík, sonur Krist- jönu Sigríðar Pálsdóttur, f. 8.4. 1873 í Reykjavík, d. 11.6. 1955 í Reykjavík. Faðir Páls var Gísli Sigurðsson, trésmiður og um tíma kaupmaður á Vatneyri við Patreksfjörð, f. 11.10. 1870 í Vesturbotni, d. 4.8. 1952 í Reykjavík. Gísli var sonarsonur sr. Gísla Ólafssonar í Sauðlauks- dal. hann Valdimar, Kristjönu Sig- ríði og Helgu Dís. 2) Sigurður Svanberg, f. 11.4. 1954, kvæntur Kristrúnu Erlendsdóttur og eiga þau synina: Erlend, Daníel Gunnar og Sigurð Rúnar. 3) Guðrún, f. 21.6. 1958, gift Guð- brandi Ólafssyni og á hún börn- in Davíð Brá, Hönnu Siggu, Stefán Gunnar og Aldísi Ingu. 4) Margrét, f. 26.12. 1960, gift Kára Ólafssyni og eiga þau börnin Kolbrúnu Írisi, Vigni Rúnar og Kára Má. 5) Páll, f. 15.7. 1964, kvæntur Helgu Kristínu Sigurðardóttur og eiga þau börnin Sigurð Inga, Krist- jönu Sigríði, Helgu Lilju og Jó- hönnu Guðrúnu. 6) Ragnheiður Guðbjörg, f. 7.12. 1967, gift Ís- leifi Erlingssyni og eiga þau dæturnar Margréti, Andreu og Dagmar. Alls eru afkomendur hennar orðnir 56, 21 barnabarn, 28 langömmubörn og eitt langa- langömmubarn. Árið 2005 giftist hún Guð- mundi J. Þorsteinssyni, f. 25.7. 1932, d. 21.6. 2009. Stuttu fyrir lát Guðmundar höfðu þau tryggt sér íbúð á Njarðarvöllum 6 í Reykjanesbæ, þar sem hún bjó til dauðadags. Hún kynntist Valgeiri Borgarssyni í félags- starfi og voru þau vinir og fé- lagar æ síðan. Útför Kristjönu Sigríðar fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag, 23. mars 2018, og hefst at- höfnin klukkan 13. Yngri systkini Kristjönu Sigríðar eru: Guðjóna, f. 28.7. 1932,d. 31.7. 1988, Steingrímur Kári, f. 19.10. 1936, Stefán, f. 21.11. 1941, og Páll Reyn- ir, f. 18.6. 1947. Kristjana Sigríð- ur fæddist á Brá- vallagötu 8 í húsi Ólafs Ólafssonar skipstjóra, ömmubróður henn- ar, þar sem 2-3 kynslóðir bjuggu saman. Þar hófu foreldrar henn- ar búskap en byggðu síðan hús í Skipasundi 25 og bjuggu þar æ síðan. Sem ung stúlka vann hún við afgreiðslu í Ávaxtabúðinni á Týsgötu 8 hjá Sigurði föður- bróður sínum. Nítján ára gömul kynntist hún Jóhanni Valdimar Guðmundssyni úr Hrútafirði, f. 22.4. 1921, d. 12.9. 2002. Þau giftust 30.6. 1951 og hófu bú- skap í kjallara hjá foreldrum hennar í Skipasundinu og eign- uðust þar sín fyrstu börn. Börn þeirra eru sex: 1) Helgi Vilberg, f. 22.5. 1952, kvæntur Sigurdísi Þorláksdóttur og eiga börnin: Ingibjörgu Þóru, Jó- Hún er látin, elsku mamma mín sem alltaf hafði áhyggjur af okkur öllum og bað fyrir okkur á kvöldin. Hún nefndi það oft hve heppin hún væri að eiga öll sín börn heilbrigð. Þegar ég kom til hennar á Nesvöllum og á vegi okkar urðu aðrir vistmenn, þá kynnti hún mig sem stóra strák- inn sinn og örlaði á stolti. Hún sagði mér eitt sinn frá því þegar ég fæddist og lokaði ekki augunum í marga klukku- tíma eftir fæðinguna eins og ég þyrfti allt að skoða. Hún varð smeyk og hélt að eitthvað væri að, því ég var hennar fyrsta barn. En amma og afi gátu róað áhyggjur hennar þar sem þau bjuggu á efri hæðinni. Þegar við vorum ung heima öll saumaði hún allt á okkur og vildi hafa okkur bræður eins klædda. Það var mikilvægt. Fastur liður að sumrinu var að fara norður í Grænumýrartungu og hitta skyldfólkið og þá feng- um við gjarna ný ferðaföt saum- uð af mömmu og auðvitað allt í stíl. Einhvern tíma á þessum æskuárum ætlaði mamma í bingó hjá strætó þar sem pabbi vann og hún sjálf síðar. Ég vildi víst ekki að hún færi neitt og hélt í hana. En hún vann og kom heim með eplakassa. Þá varð ég svo glaður að ég sagði að hún mætti alveg fara þangað aftur. Epli voru nefnilega sjaldséð nema á jólum. Oft hefur hún rifj- að þessa sögu upp í gengum árin þegar við hittumst. Hún vann árum saman hjá SVR eins og pabbi og eignaðist marga góða vini þar, sem minn- ast hennar með hlýju í dag, enda velviljuð og félagslynd kona. Ef maður hringdi í hana til að spjalla eftir að hún kom að Nes- völlum lauk hún gjarna símtal- inu með orðunum „talaðu nú við Valla“. Það var svolítið skrítið fyrst, en vandist vel. Hann reyndist henni góður félagi og vinur allt til enda og það ber að þakka. Ég og fjölskylda mín munum varðveita minningu hennar og þökkum allar góðu stundirnar. Að lokum kveð ég móður mína með fyrstu bæninni sem hún kenndi mér. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti signaði Jesús mæti. (Höf. ókunnur) Helgi Vilberg Jóhannsson. Mamma mín er látin. Söknuðurinn er ekkert minni þó að maður eldist. Því maður á bara eina mömmu. Hún hló ekki alltaf að bröndurunum mínum en það gerði ekkert til því hún fattaði þá næsta dag. Við systk- inin grínuðumst stundum með að það væri langur „fattarinn á mömmu“. Ég var víst alltaf tal- inn prakkarinn í systkinahópn- um og hef eflaust verið það. Ég man þegar ég var ungur og hafði lent í slagsmálum við skóla- félaga minn sem gaf mér glóð- arauga að mamma fór upp á Langholtsveg og las mömmu stráksins pistilinn. Eins og ljón- ynja að verja ungann sinn. Kannski þurfti hún að hafa mest fyrir mér í æsku, ég veit það svo sem ekki, en við vorum miklir vinir, við mamma, og urðum sí- fellt nánari eftir því sem hún eltist. Hún sagði jafnan skoðun sína umbúðalaust, hvað svo sem manni fannst um það, en þá vissi maður líka alltaf allt sem þurfti að vita. Hún mundi alla afmælisdaga afkomenda sinna og átti það til að koma með afmælispakka fyr- ir hádegi fyrir börnin og hafði þá jafnan bingóið með töskunni. Allir fengu vinning, líka þó að þeir ynnu ekki. Þannig voru all- ir góðir og sáttir. Oftast var ömmubrjóstsykur í vinning úr veskinu hennar góða. Það verð- ur okkar hlutverk að skýra fyrir þeim yngstu af hverju langamma kemur ekki aftur að spila. Það er erfitt að kveðja for- eldri sitt með orðum en ég og fjölskylda mín munum sakna hennar og minnast hennar um alla framtíð. Takk fyrir allt, elsku mamma. Ó, mamma, elsku mamma, nú hugsa ég heim til þín, er næturmyrkrið nálgast og dagsins ylur dvín. – Ég ligg hér, lítill drengur, og les nú versin mín. Ég man þá vögguvísu, er söngstu mér í sál. Hún býr í brjósti mínu, sem heilagt huldumál; hún er það eina í heimi, sem aldrei reynist tál. Með barnslegt bros á vörum þá hjá þér hvíldi ég. – Ég man, hvað móðurhöndin var næm og notaleg, og brennheit bænarorðin, sem bentu á lífsins veg. „Ó, Jesú, bróðir bezti,“ var aðstoð okkar þá. Og kærleik hans svo hreinan í svip þínum ég sá, er heitan lófann lagðir þú litla vangann á. Ég hjúfraði mig hræddur við blíða barminn þinn, ef pabbi einn var úti, og buldi bylurinn. – Þú veittir styrk, þó stundum þér streymdu tár um kinn. Ó, mamma, elsku mamma, ég hugsa heim til þín. „Ó, Jesú, bróðir bezti,“ þér sendi ljósin sín. – Og Guð þig gleðji, þegar þú grætur – vegna mín. (Jóhannes úr Kötlum) Sigurður Svanberg Jóhannsson. Í dag kveðjum við elskulega móður mína. Ég veit hvað það þýðir. Ég veit hvernig tímar eru fram und- an. Hvað hefði mamma sagt? Myndi mamma láta mig rekja þetta upp? Hún kenndi mér svo margt. Hún skildi mig alltaf, líka þegar ég gerði vitleysur og ég gerði fullt af þeim. Hún vissi alltaf hvað lá að baki og skildi hvers vegna. Við sem eftir lifum munum reyna hve sár söknuðurinn verð- ur, en vitum líka að þetta var best fyrir hana fyrst ekki var hægt að lækna hana lengur. Ég er svo þakklát fyrir að jafnmikil félagsvera og hún var fann sér góðan félaga sem henni þótti fjarska vænt um. Það var ótrú- lega krúttlegt að sjá þau Valla haldast í hendur án orða. Þannig hvíldist hún jafnan best í sinni sjúkralegu. Ég mun sakna hennar mömmu minnar. Takk fyrir allt. Blessuð vertu baugalín. Blíður Jesú gæti þín, elskulega móðir mín; mælir það hún dóttir þín. (Ágústína J. Eyjólfsdóttir) Guðrún Jóhannsdóttir. Elsku mamma, það er erfitt að kveðja þig. En ljúfu minningarnar munu lifa í hjarta mínu. Betri mömmu hefði ég ekki getað hugsað mér, þú vildir öllum allt svo vel. Hafð- ir áhyggjur ef einhver var veik- ur eða átti bágt. Gjafmildi þín var ótrúleg, maður passaði sig á að dást ekki of mikið að hlutum því þá vildir þú gefa manni þá, sama hvort þú áttir nóg eða ekki. Gjafmildari konu hef ég ekki kynnst. Alls staðar þar sem maður kom kynntir þú mig sem litlu stelpuna þína, þó svo að ég væri orðin fimmtug. Alltaf kom „þetta er litla stelpan mín“ og þykir mér óskaplega vænt um það. Þú varst alltaf svo stolt af þínum stóra afkomendahópi. Þú elskaðir að ferðast, áttir erfitt með að vera föst einhvers staðar lengi, þess vegna var erf- itt að horfa uppá þig veika. Þú varst orðin svo þreytt, en þú vildir ekki viðurkenna það, sagðist bara vera löt. Ég hef aldrei séð þig lata, þú varst allt- af svo dugleg og vildir alltaf vera að gera eitthvað. Þegar þú kvaddir leiddi ég hugann að því hvað lýsti þér best og datt mér þá í hug máls- hátturinn „Sælla er að gefa en þiggja“. Ég kveð þig mamma, en sé um svið að sólskin bjart þar er, sem opnar hlið að fögrum frið, og farsæld handa þér. Því lífs er stríði lokið nú, en leiðina þú gekkst í trú á allt sem gott og göfugt er og glæðir sálarhag. Það ljós sem ávallt lýsti þér, það lýsir mér í dag. Ég kveð þig, mamma, en mildur blær um minninganna lönd, um túnin nær og tinda fjær, mig tengir mjúkri hönd, sem litla stúlku leiddi um veg, sú litla stúlka – það var ég, og höndin – það var höndin þín, svo hlý og ljúf og blíð. Ég kveð þig, elsku mamma mín, en man þig alla tíð. (Rúnar Kristjánsson) Takk fyrir allt, elsku mamma. Þín Ragnheiður G. Jóhannsdóttir. Ein hjartahlýjasta manneskja sem ég hef kynnst er fallin frá. Hún var móðursystir mín og tók að sér að vera mamma mín eftir að móðir mín fell frá allt of ung. Hún Kristjana Sigríður, sem alltaf var kölluð Sigga, var af- rekskona sem öllum vildi vel. Ég á margar minningar um hana, ein af þeim fyrstu er úr Barða- voginum þegar hún rétti krökk- unum sem voru úti að leika, heimabakað brauð með osti eða kæfu út um eldhúsgluggann. Önnur þar sem hún situr með heklunál í hendi að hekla á unga- börn eða dúkkukjóla á dúkkur barnabarnanna. Það yrði langur listi ef telja ætti upp alla hennar mannkosti. Hún vann til skamms tíma á Hlemmi þar sem hún seldi miða í strætó. Þar var gott að koma og fá sér kaffi með henni. Þangað vöndu líka komur sínar vagnstjórar ásamt þeim sem máttu sín minna í þjóðfélag- inu. Allir voru jafn velkomnir til Siggu. Á þessari stundu verður mér hugsað til þess að hún sagði mér frá því að þegar hún hætti þar störfum vegna aldurs hefði hún fengið stóran blómvönd í þakk- lætisskyni frá þeim sem höfðu orðið undir í þjóðfélaginu. Þó að fjárhagurinn hjá þeim hafi verið lítill höfðu þeir tekið sig saman og keypt stóran blómvönd til að kveðja vinkonu sína á táknræn- an hátt í þakklætisskyni. Þetta lýsir því hvernig Sigga var, hún var góð við alla og og skipti þá engu staða þeirra. En hún Sigga var ákveðin og hafði fastar skoð- anir sem hún skaut að manni við minnsta tækifæri. Nú síðustu ár- in hefur hún búið í Njarðvíkum sem hefur gert það að verkum að ég hef sótt hana oftar heim en áður. Þar voru þau saman hún og Valgeir. Mér þótti gott að koma til þeirra og spjalla og fylgjast með þeim saman. Þau bökkuðu hvort annað upp, hún hress og talaði mikið, hann fá- máll en yndislegur vinur hennar. Vinátta þeirra var falleg. Með trega í hjarta kveð ég nú hana Siggu mína og vona að hún og mamma hafi það nú gott sam- an. Börnum, Valgeiri og öðum að- standendum sendi ég mínar bestu kveðjur. Guð blessi hana Siggu mína. Margrét Þórisdóttir. Mig langar að rita fáein minn- ingarorð um tengdamóður mína, Kristjönu Sigríði Pálsdóttur, sem jarðsungin er í dag. Sigga, eins og hún er kunnust af, bauð mig velkominn í fjölskyldu sína þegar við Gunna kynntumst og allar götur síðan var ég aufúsu- gestur á heimili hennar. Hún og Guðmundur, seinni maður henn- ar, tóku stundum að sér að passa híbýli og skepnur um sumardaga eftir sauðburð í Sólheimum þar sem við bjuggum, þegar við hjónin skruppum út fyrir land- steinana í frí. Þá sá hún um að passa hús og gætti þess að veiði- menn greiddu fyrir aðgang að vötnunum. Einnig sá hún um að gefa hundunum sem urðu mjög hændir að henni. Eftir andlát Guðmundar 2009 bjó hún að Njarðarvöllum 6 við Nesvelli, en á Nesvöllum kynnt- ist hún góðvini sínum, Valgeiri Borgarssyni frá Drangsnesi. Hafa þau ýmist búið saman heima hjá honum eða hvort á sínum stað. En ef þau fóru á ball gistu þau í hennar íbúð. Einn túr fór hún með okkur Gunnu og barnabörnunum, Al- exander og Hafdísi, til Tenerife. Þar lenti Sigga í mynd hjá Go- ogle-myndabíl þar sem hún sat á veitingahúsi við eina götuna og var sú mynd uppi á netinu um alllangan tíma. Ferð þessi var eftirminnileg fyrir margar sak- ir. Meðal annars fyrir úthald Siggu, en þrátt fyrir göngugrind og háan aldur lét hún ekkert aftra sér. Jafnvel langan göngu- túr og slatta af tröppum þegar við fórum út að borða eitt kvöld- ið. Þegar heim í hús kom á kvöldin fórum við stundum í bingó og var hún auðvitað hvað áköfust í spilamennskunni, enda vön. Síðastliðið sumar tókum við þau Valla með okkur í helgar- ferð á Borðeyri í hús okkar þar, Sjónarhól. Þar gafst Valla tæki- færi til að hitta frænku sína á Fallandastöðum sem hann hafði ekki hitt í áratugi. Sigga var hrifnæm og mikil tilfinninga- vera og varð hálfklökk að koma loks aftur til Borðeyrar eftir svo mörg ár. Hún dvaldi hjá okkur í Nýja- bæ um síðustu jól í góðu yfirlæti og var þá vel frísk. Það var okk- ur fjölskyldunni mikilvægt í ljósi þess sem á eftir kom. Upp úr áramótum varð Kristjana Sigríður fyrir alvarlegri hjarta- bilun sem að lokum dró að markinu sem allra er að ganga um. Hún lést á Heilbrigðisstofn- un Suðurnesja 15. mars, umvaf- in börnum sínum öllum. Um leið og ég þakka Siggu viðkynninguna í gegnum árin vil ég senda börnum hennar og af- komendum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Guðbrandur Ólafsson. Mig langar að minnast elsku ömmu minnar. Hún var besta amma og langamma sem hægt er að hugsa sér. Hún var svo hjartahlý og góð og gjafmild. Ég á svo ótrúlega góðar og dýrmætar minningar um hana sem ég gleymi aldrei. Minning- arnar um öll árin sem við fórum í sumarbústað saman í Munað- arnesi. Hún elskaði að spila við barnabörnin sín og þá sérstak- lega bingó. Hún keypti fullt af bingóvinningum og fyllti veskið sitt af þeim, þá aðallega nammi og happaþrennur og það var spilað þangað til vinningarnir kláruðust. Hún bauð alltaf allri fjölskyldunni sinni með í bústað af því að hún vildi alltaf hafa alla hjá sér. Hún var alltaf með stórt og þungt veski og það var eins og að kíkja í fjársjóðskistu þegar maður kíkti í veskið hennar af því hún var með allt mögulegt þar. Það var alltaf svo gaman að fara í heimsókn til ömmu, hún var alltaf með einhverjar kræs- ingar á borðinu og hún laumaði alltaf nammi að mér þegar for- eldrar mínir sáu ekki til. Hún var svo ótrúlega gjafmild hún amma. Í hvert einasta skipti sem ég fór í heimsókn til hennar þá varð hún að gefa mér ein- hverja gjöf áður en ég fór heim, jafnvel þótt að hún hafi verið nýbúin að kaupa það handa sjálfri sér. Ég get ekki lýst því hversu mikið ég á eftir að sakna þín, elsku amma, en ég veit að þú ert á betri stað núna og að þér líður betur. Ég held fast í þessar dýr- Kristjana Sigríður Pálsdóttir Afi á Brekku er látinn. Þegar mér bárust þessar fregnir var ég staddur úti í Englandi, þar sem ég er í námi. Fyrst komu mér í Þorsteinn Þórðarson ✝ ÞorsteinnÞórðarson fæddist 4. desem- ber 1930. Hann lést 10. mars 2018. Þor- steinn var jarð- sunginn 17. mars 2018. hug allar góðu stundirnar sem við áttum á meðan þau amma voru enn með búskap á Brekku og hve margt ég lærði af þeim báðum, eins og mikilvægi kær- leika við dýr og menn og virðingu fyrir náttúrunni og fortíðinni. Þá mun ég sakna samræðnanna við afa mikið. Yfir áttatíu ára uppsöfnuð lífsreynsla er óþrjótandi upp- spretta umræðuefna. Hann bjó yfir mikilli þekkingu á arfi fyrri kynslóða, mönnum og málefnum sinnar tíðar, og auðvitað lífinu sjálfu. Þá er ég sannfærður um að hann hafi lesið hverja einustu ævisögu sem gefin hefur verið út á landinu. Hann fylgdist alltaf vel með pólitík – og var fram- sóknarmaður af gamla skólan- um. Hann hafði unun af því að rekja úr mér garnirnar með stjórnmálin, og sérstaklega eftir að ég sagði honum að ég ætlaði mér að læra stjórnmálasálfræði. Það leist honum vel á og taldi ekki vanþörf á sálfræðingum fyrir stjórnmálamenn. Elsku afi, við sjáumst síðar. Þinn, Bjarki.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.