Morgunblaðið - 23.03.2018, Side 24

Morgunblaðið - 23.03.2018, Side 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2018 velt á miðju jarðsprengjusvæði sem þá lá um þveran þingflokk sjálfstæðismanna. Í minningunni finnst mér sem hann hafi komist býsna vel frá því tvísýna hlut- verki. Eftir ríkisstjórnarskipti vorið 1983 tók hann við starfi iðn- aðarráðherra þar sem ég afhenti honum lykla að ráðuneytinu ásamt gildri skýrslu um málasvið orku- og iðnaðar. Í hans hlut kom þá að ganga frá samningum við Alusuisse um orkuverð til álvers- ins í Straumsvík á þeim grunni sem lagður hafði verið. Síðustu árin í Stjórnarráðinu 1985-1987 gegndi Sverrir starfi menntamálaráðherra, verkefni sem lá nær hans áhugasviði en iðnaðarmálin. Í þeim efnum vann hann það þjóðþrifaverk að fá rík- ið til að kaupa húsnæði Mjólkur- samsölunnar fyrir Þjóðskjalasafn Íslands sem enn og vonandi lengi fær að búa að þeim gjörningi. Undir hans handarjaðri fékk Jón Böðvarsson íslenskufræðingur næði til að ritstýra Iðnsögu Ís- lendinga, gott dæmi um að Sverr- ir lét málefni en ekki flokksskír- teini ráða verkefnavali. Þótt við hefðum ólíka sýn til stjórnmála og tækjumst á jafnt á Alþingi og í kjördæmi hef ég að- eins góðar minningar um sam- skiptin við Sverri Hermannsson. Börnum hans og öðrum afkom- endum sendi ég samúðarkveðjur. Hjörleifur Guttormsson. Sverrir Hermannsson var menntamálaráðherra frá því síðla árs 1985 til sumars 1987. Þegar litið er yfir feril hans í embætti menntamálaráðherra verður fyrst fyrir hve miklu hann kom í verk á skömmum tíma og hve mörg verka hans hafa reynst vel og verið samfélaginu til gagns. Sverrir fylgdist vel með undir- búningi að stofnun háskóla á Akureyri og skömmu eftir að hann tók við starfi menntamála- ráðherra ákvað hann að stefna að því að kennsla gæti hafist haustið 1987. Að fenginni fjárveitingu í fjárlögum árið 1987 var starf for- stöðumanns auglýst til umsóknar og í júní var tilkynnt að ákveðið hefði verið að háskóli á Akureyri hæfi störf haustið 1987 og það gekk allt eftir. Þótt hér hafi verið farið hratt af stað reyndist undir- búningurinn góður grunnur fyrir því ágæta starfi sem unnið hefur verið í Háskólanum á Akureyri þau rúmlega tuttugu ár sem liðin eru frá stofnun hans. Íslensk tunga og menning var helsta ástríða Sverris Her- mannssonar og honum sveið hve treglega gekk að koma Þjóðar- bókhlöðunni upp. Hann gekk með krafti í það mál og hafði for- göngu um gerð frumvarps til laga, sem samþykkt voru í apríl 1986, um þjóðarátak til bygging- ar þjóðarbókhlöðu. Kváðu þau á um álagningu sérstaks eignar- skatts í þrjú ár, 1987-1989, sem gera átti kleift að ljúka bygging- unni. Þessi ákvörðun Alþingis reyndist árangursrík fyrir áframhald byggingarinnar þótt ekki tækist að ljúka verkinu fyrr en árið 1994. Stofnun Sigurðar Nordals var einnig sett á laggirnar í tíð Sverris. Á hátíðarsamkomu í til- efni af aldarafmæli Sigurðar, 14. september 1986, tilkynnti menntamálaráðherra að sett hafi verið á fót menntastofnun við Há- skóla Íslands sem beri nafn Sig- urðar. Stofnunin var síðar sam- einuð Stofnun Árna Magnús- sonar í íslenskum fræðum og hefur sinnt hlutverki sínu af kost- gæfni. Af fleiri athyglisverðum emb- ættisverkum Sverris Her- mannssonar sem menntamála- ráðherra má nefna að hann gekk frá endanlegri skiptingu handrit- anna með lokasamningi við danskan kollega sinn árið 1986. Þá hafði hann frumkvæði að svo- kölluðum M-hátíðum, sem voru menningarhátíðir sem haldnar voru um allt land um nokkurra ára skeið og nutu mikilla vin- sælda. Árið 1986 var haldið upp á 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar og þá þurfti áræði Sverris einnig til að ákveða og ganga frá gjöf ríkisins til borgarinnar á þeim tímamótum. Að hans frumkvæði samþykkti Alþingi að ríkið færði Reykjavíkurborg eignarhluta sinn í eyjunni og var þar með til lykta leitt mál sem brunnið hafði á báðum aðilum um hríð. Mörgum er í minni andstaða Sverris við afnám z-unnar á sín- um tíma. Í því máli endurspegl- aðist áhugi hans og ástríða fyrir íslensku máli. Hann var afar vel máli farinn, frásagnarmaður af guðs náð og öll skrif hans bera því vott hve gott vald hann hafði á íslenskri tungu. Hans verður því einnig minnst sem varðar íslenskrar tungu og menningar auk annarra góðra verka sem hann kom til leiðar á löngum ferli sínum í stjórn- málum. Aðstandendum Sverris Her- mannssonar votta ég samúð mína. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Hann virkaði fremur stífur á mig þarna í fremsta bankastjóra- herberginu á þriðju hæð í Lands- bankahúsinu við Austurstræti. Árið var 1988. Hafði aldrei hitt hann áður. Augun bæði blá og grá í minningunni. Frekar þurr á manninn. Svona kom Sverrir Her- mannsson mér fyrir sjónir þegar ég fór fyrst á fund hans nýkom- inn til starfa í Landsbanka Ís- lands. Handtakið var samt hlýtt. Þegar ég kynntist honum varð mér líka ljóst hversu fráleitt var að tala um stífni af nokkru tagi þegar Sverrir átti í hlut. Hann var fróður, glöggur og skemmti- legur maður. Við áttum ánægju- legt samstarf næstu tíu árin í Landsbankanum. Sverrir var ekki hinn hefð- bundni bankamaður síns tíma. Virkaði hvatvís á marga, orð- hákur og snöggur til ákvarðana. Það gustaði um hann. Þegar horft er til baka og farið í huganum yfir störf Sverris sem bankastjóra Landsbankans hafa þau sennilega verið vanmetin. Líklega var það hann sem fyrstur bankastjóranna gerði sér grein fyrir þeim gríðarlega útlána- vanda sem blasti við bankanum upp úr 1990. Uppsafnaðs vanda sem náði mörg ár aftur í tímann. Hefði ekki verið gripið fast í taumana má ætla með nokkurri vissu að bankahrun hefði orðið hér á landi með skelfilegum af- leiðingum um miðjan tíunda ára- tug síðustu aldar. Við þessar aðstæður skipti reynsla Sverris, ákafi hans og eðlisgreind miklu máli. Fram- ganga hans á örlagastundu í sögu Landsbankans og raunar lands- ins alls gnæfir yfir annað á ferli hans sem bankastjóra Lands- banka Íslands. Mér þótti vænt um Sverri Hermannsson og sendi fjöl- skyldu hans mínar innilegustu samúðarkveðjur. Björn Líndal. Sverrir Hermannsson er til moldar borinn í dag. Hann er okkur minnisstæður sem honum kynntust. Skapstór og svipmikill, hreinskiptinn og einarður í skoð- unum. Hann var snjall ræðumað- ur, rökfastur og bjó yfir persónu- legum orðaforða sem sumpart átti rætur sínar við Djúp en líka kenndi þar áhrifa frá Laxness og þjóðsögunum. Skoðanir hans mótuðust af harðri baráttu sjó- sóknara fyrir vestan. Útgangs- punkturinn var einstaklingurinn, frelsi hans til orðs og athafna. Af þeim sökum átti hann erfitt með að sætta sig við kvótakerfið þeg- ar það var tekið upp. Honum þótti á Vestfirðinga og Austfirð- inga hallað. Það átti baráttujaxl- inn erfitt með að sætta sig við. Ég kynntist Sverri náið eftir að ég settist á þing, fyrst sem varamaður og síðan kjörinn þing- maður. Með okkur tókst gróin vinátta. Það má kannski segja að hún hafi sprungið út á bökkum Hrútafjarðarár en þar var ég ásamt góðum vinum gestur hans síðustu veiðidagana á haustin um margra ára skeið. Þar naut Sverrir sín. Hann skálmaði eftir bökkum árinnar og fleygði flug- unni fyrir laxinn. Eða setti á sig svuntuna og reiddi fram dýrindis máltíð að veiðidegi loknum. Við Sverrir gerðum víðreist um landið, stundum var Pétur Sigurðsson með okkur og stund- um Egill á Seljavöllum. Stundum vorum við einir. Hvarvetna var atvinnulífið rauði þráðurinn í um- ræðunni, barátta landsbyggðar- innar fyrir jafnstöðu við þéttbýlið syðra og að sjálfsögðu bættar samgöngur. Og auðvitað setti svip á umræðuna, að þeir Pétur og Sverrir voru vaxnir upp í verkalýðshreyfingunni. Þegar ég hugsa til Sverris og okkar pólitíska samstarfs gnæfir stofnun Háskólans á Akureyri og baráttan fyrir honum upp úr eins og Herðubreið á mörkum Norður- og Austurlands. Hann var ekki fyrr orðinn menntamála- ráðherra árið 1985 en ég bar þetta mál upp við hann. Sverrir brást skjótt við og hafði samband við þann djúpvitra og reynda há- skólamann Harald Bessason en það var sannfæring þeirra að kennsla í sjávarútvegsfræðum ætti að vera ein af grunnstöðum hins nýja háskóla. Hinar voru iðnrekstrarfræði og fyrir áeggj- an Gauta Arnþórssonar hjúkr- unarfræðideildin. Við Sverrir höfðum samband við Margréti Tómasdóttur hjúkrunarfræðing sem tók að sér að veita hinni nýju hjúkrunarfræðideild forstöðu og var hún fljót að sanna gildi sitt. Hjúkrunarfræðingar að norðan settust fremur að úti á landi en í Reykjavík og leystu þannig úr miklum vanda. Það er margs að minnast. Oft kom ég á heimili þeirra Gretu og Sverris og ævinlega vel tekið. Hún stóð þétt við bakið á bónda sínum með þeirri hógværu einurð sem er einkennandi fyrir miklar konur og miklar húsmæður. Þegar ég rifja upp minn pólit- íska feril verður Sverrir Her- mannsson fyrirferðarmikill, störf hans og persónuleiki. Guð blessi minningu hans. Halldór Blöndal. Á löngum ferli í fjölmiðlum og við önnur viðfangsefni nálægt deiglu þjóðlífsins um allt land verða margir minnisverðir menn á vegi manns, gæddir hæfileikum og persónueinkennum, sem skara fram úr. Nú er einn sá allra eftirminnilegasti, Sverrir Her- mannsson, fallinn frá og má með sanni segja að sjónarsviptir er að honum. Það voru forréttindi að fá að kynnast þeim manni og bind- ast við hann órjúfanlegum vin- áttuböndum, sakir mannkosta hans og hæfileika. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er að hafa fengið að sitja við fótskör slíks meistara í meðferð íslensks máls, sem hann var. Átti það bæði við um orðfæri hans og stíl sem og málflutning og framsögn. Gilti einu hvort það voru tækifæris- ræður, blaðaskrif eða einfaldlega samræður á fundum, mannamót- um eða í einkasamtölum; hann hafði öll stórkostlegustu blæ- brigði tungunnar á valdi mælsku sinnar; – áhrifamikinn flutning, rökfimi, og jafnt beitta ádeilu sem dýrlegan húmor. Frásagnar- snilld hans, í ætt við fornbók- menntirnar, var einstök. Það var alltaf tilhlökkunarefni að fá að hitta slíkan mann og njóta þess sem hann hafði fram að færa, hvort sem slegið var á létta strengi eða verið að berjast fyrir háleitum baráttumálum, sem Sverrir hikaði aldrei við að leggja lið, því að auk hjálpsemi bjó hann yfir hlýju og í brjósti hans sló heitt hjarta. Í lok stjórnmála- ferils síns lagði hann mjög mikils- verðan skerf til Íslandshreyfing- arinnar – lifandi lands og skipaði heiðurssæti á framboðslista hennar í öðru Reykjavíkurkjör- dæmanna. Það er ekki síst fyrir brennandi áhuga hans og lið- veislu við stefnumál á sviði um- hverfismála og náttúruverndar svo lengi, sem líf hans entist, sem ljúft og skylt er að þakka í leiðar- lok og færa öllu hans fólki sam- úðarkveðjur. Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyf- ingarinnar – lifandi lands. Ögurvíkingurinn orðsnjalli er allur og hans er mér ljúft að minnast. Um hugann fara ótal minn- ingamyndir frá samfundum okkar. Samþingmenn vorum við í 16 ár, sátum saman í forsætisnefnd þingsins í fjögur ár undir stjórn hins prúða drengs Jóns Helga- sonar, Sverrir þá forseti neðri deildar þar sem hann stýrði með röggsemi og festu, en umfram allt mikilli lagni. Kynni okkar voru því mikil og fyrst og fremst ágæt og ekki sízt í ferðum um hið víðfeðma Austurlandskjördæmi þegar kosningar fóru fram og all- ir frambjóðendur voru saman á 14 framboðsfundum, stundum tveim á dag. Það var talsverð áraun, en Sverrir var ætíð hinn hressasti, gjarnan með gaman- yrði á vör. Ég reyndi hann að góðum drengskap í svo mörgum málum og þá ekki sízt málefnum sem vörðuðu kjördæmið. Það sópaði að Sverri hvort sem var í ræðustól þingsins eða á fundum í kjördæminu. Það var engin tæpi- tunga töluð, enda var Sverrir ein- stakur íslenzkumaður og sér- staklega vel að sér í fornsögum sem og fleiri góðum bókmennt- um. Oft var gaman að hlusta á hvernig honum léku orð á tungu af íþrótt snjallri. Hann var sókn- djarfur vel og hljóp gjarnan kapp í kinn, en hann var fyrst og fremst ötull talsmaður flokks síns og málefna hans og var hann þó ekki neinn flokksþræll, síður en svo. Sverrir var þess eðlis að hann lét engan eiga neitt hjá sér í kappræðum, en ákveðin sann- girni var honum eiginleg. Þótt vestfirzkur væri voru austfirzk málefni ævinlega sem rótgróin honum og hann kunni í hvívetna skil á þeim, allt frá Skeggjastaðahreppi í norðri suð- ur í Öræfi, það var samhentur hópur sem þar kom að málum, því við flestan erindrekstur fór- um við allir saman Austurlands- þingmenn og skilaði utan efa miklu oft á tíðum. Hann eignaðist lífsförunaut af beztu gerð, og þau einkar sam- hent í hvívetna, en hún Greta hans hvarf aðeins af sviði of fljótt. Þau áttu mikið og verðugt barna- lán, heimili Gretu og Sverris hið höfðinglegasta. Börnum þeirra Gretu og Sverris og öðru þeirra fólki send- um við Hanna einlægar samúðar- kveðjur. Þar fór framsækinn og viljaf- astur drengur um veg. Þá veg- ferð þakka margir og ég er svo sannarlega í þeirra hópi. Sverrir Hermannsson er kært kvaddur. Blessuð sé munabjört minning. Helgi Seljan. Með Sverri Hermannssyni er litríkur stjórnmálamaður og eftirminnilegur persónuleiki af velli genginn. Ég var honum samtíða sem þingmaður bæði á árunum 1983- 1988 og svo aftur 1999-2003. Kynni okkar framan af voru tak- mörkuð enda ég nýliði á þingi en Sverrir ráðherra og þjóðþekktur maður. Tvennt kemur þó upp í hugann. Við Sverrir urðum vel við kalli þegar skóframleiðsla á Íslandi var að berjast fyrir lífi sínu og greip til þess að fá stjórn- málamenn í lið með sér til að aug- lýsa nýja framleiðslulínu. Birtust í framhaldinu ríkulega mynd- skreyttar auglýsingar þar sem iðnaðarráðherra og þingmaður lofuðu nýju skóna. Fengum við einhverjar ákúrur fyrir en töld- um málstaðinn góðan. Hið síðara snörp senna sem ég og fleiri þingmenn Norðurlandskjör- dæmis eystra tókum við Sverri sem menntamálráðherra. Mig minnir að þá hafi hann kallaði mig kjaftforan strákpjakk eða eitthvað viðlíka og manni þótti heldur upphefð að en hitt að slík- ur stórfiskur skyldi yfirhöfuð virða mann svars. Leiðir okkar liggja svo saman á ný á vordögum 1999. Þá skipast þannig að tveir nýir þingflokkar fá inni með sína starfsemi í því góða húsi Vonarstræti 12, nú Skúlahúsi við Kirkjustræti. Þar hófst sambýli þingmanna Vinstri grænna og Frjálslynda flokksins, varði í áratug og bar aldrei skugga á. Þeir koma þá til þings saman, Sverrir og Guðjón Arnar, og við sex þingmenn Vinstri grænna. Þar kynntumst við báðum þessum görpum og er sér- stakt til þess að hugsa að þeir hafa nú báðir kvatt með nokk- urra daga millibili. Mér er sérlega minnisstæð kvöldstund að vori, að loknum eldhúsdegi, um aldamótin. Sú hefð komst strax á hjá okkur Vinstri grænum að efna til smá teitis að loknum eldhúsdagsum- ræðum og að sjálfsögðu var vin- um okkar í Frjálslynda flokknum boðið með. Nokkrir ungliðar úr röðum Vinstri grænna höfðu einnig boðið sér í samkvæmið og hófst nú sögustund. Við borð- sendann sat Sverrir Her- mannsson og fór á þvílíkum kost- um í skemmtisögum og frá- sögnum ýmsum að vestan að ógleymanlegt er. Var þá ekki kynslóðabilinu fyrir að fara þeg- ar ungmennin horfðu í stjarfri aðdáun á hinn leiftrandi orð- snjalla sögumann fara með him- inskautum. Auðvitað féll stemm- ingin nokkuð þegar Sverrir hélt snemma til síns heima, en vel má vera að þá hafi verið komin nikka í hús, Guðjón Arnar rifið aftur upp gleðina og allt brostið í söng. Í Vonarstrætinu tókust þannig kynni með okkur Sverri að við fórum að ræða hin aðskiljanleg- ustu málefni, laxveiðar, hraðakst- ur í umferðinni, atvinnumál, þjóðlegan fróðleik eða bókmennt- ir. Sverrir hafði einstakt lag á að gæða lífi umræður um jafnvel hin hversdagslegustu mál með sínu leiftrandi tungutaki. Það var einnig lærdómsríkt og gefandi að kynnast að nokkru marki mann- inum sjálfum bak við hina hertu brynju langrar orrahríðar í stjórnmálum og opinberu lífi. Í því ljósi kom mér minna á óvart en ella það góða orð sem fór af Sverri sem liprum og farsælum forseta Neðri deildar við vanda- samar aðstæður á umbrota- tímum. Ég kveð Sverri Hermannsson með virðingu og votta aðstand- endum samúð. Steingrímur J. Sigfússon. Ég vil minnast vinar míns Sverris Hermannssonar með nokkrum orðum, en kynni okkar hafa staðið frá 1964. Aldrei voru samskipti okkar önnur en með vinsemd. Eitt sinn gerðist það að haft var samband við mig, var það er verið var að stofna ríkis- stjórn Gunnars Thoroddsen – hvort ég væri tilbúinn að koma suður og hafa áhrif á Sverri að koma í þá stjórn. Taldi ég það óþarft, ég gæti allt eins hringt í hann sem ég og gerði. Það símtal varð stutt og reyndi ég marg- sinnis að hringja áður en aftur var svarað, en þá hafði hann orðið svo reiður að hann skellti á og braut símtólið í leiðinni. Það var gott að eiga Sverri að og gaman að eiga með honum stundir. Hann var fróður um margt og vel lesinn. Sverrir var mikill veiðimaður og stundaði laxveiði þar sem hann bauð mér oft að vera með og gat ég endur- goldið það með því að bjóða hon- um austur í Selá í Vopnafirði, sem honum fannst mikið til koma. Hann lét gera upp bátinn Her- móð sem faðir hans hafði átt og réri hann á honum og saltaði og lét fisk hanga. Hann kallaði það að eiga vetrarforða. Rjúpna- og hreindýraveiðar voru hans yndi. Sverrir var vel kvæntur Gretu Lind Kristjánsdóttur sem bjó honum og fjölskyldunni gott heimili. Hún var merkiskona, vel gerð og skemmtileg. Munaði hana ekki um að taka á móti gest- um og átti ég margar góðar stundir á heimilinu. Það má segja að ég hafi að hluta alist upp með fjölskyldunni, svo mikið var ég á heimili þeirra. Ég var formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðis- flokksins nær allan tíma Sverris sem hann var þingmaður Austur- lands. Mér fannst hann afskap- lega duglegur að ferðast um kjör- dæmið. Oftar en ekki hafði hann með sér þingmenn annarra kjör- dæma og forustumenn flokksins, enda má segja að hann átti orðið góðan hóp sem fylgdi honum að málum. Fannst mörgum sem gott væri til hans að leita. Að leiðar- lokum viljum við hjón votta virð- ingu okkar og biðjum Guð að varðveita hann. Sendum börnum og fjölskyldum þeirra okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Þórunn og Albert Kemp. Látinn er Sverrir Her- mannsson óskoraður foringi okk- ar austfirskra sjálfstæðismanna til fjölda ára þá hann var upp á sitt besta. Leiðir okkar lágu strax saman þegar hann hóf þing- mennsku og svo aftur þegar hann var ráðinn bankastjóri en þá var ég útibússtjóri í Ólafsvík og varð þar með undirmaður hans og samstarfsmaður á nýjum vett- vangi hans. Þegar Sverrir undirbjó fram- boð sitt eystra hafði hann þann háttinn á að hann skrifaði okkur trúnaðarmönnum flokksins reglulega bréf til kynningar á sér og sínum málumefnum. Hans fyrsta bréfi svaraði ég með því að segja honum að ég styddi hann dyggilega, en kæmi fram kandí- dat austfirskur hugnaðist mér það frekar en „maður að sunnan“. Aldrei reyndi nú á þetta, enda varð okkur Sverri ágætlega vel til vina og bar aldrei skugga á okkar samstarf, hvorki í pólitík né í bankanum og kann ég honum miklar þakkir fyrir það allt. Sverrir var afar duglegur að koma austur til fundahalda um pólitísk málefni og vorum við svo sem ekki alltaf alveg sammála um leiðir að markinu. Einu sinni sem oftar er fundur í Neskaup- stað og Sverrir spyr okkur hvort við höfum ekki lesið grein hans í Mogga gærdagsins, en Sverrir skrifaði mikið í Mogga og mikla langhunda, sumir höfðu lesið greinina en ég sagði við Sverri: „Nei, Sverrir, ég nenni ekki að lesa svona langar greinar og ég er viss um að svo er um flest ungt fólk, það nennir ekki að lesa lang- hunda. Þú þarft að stytta grein- arnar í svona tvo í mesta lagi þrjá dálka.“ Sverrir tók þessari at- hugasemd vel eins og hans var vísa og upp frá því voru greinar hans stuttar og hnitmiðaðar og lesnar upp til agna, því maðurinn var góður penni og skemmtilegur auk þess sem efnið var áhuga- vert. Samstarf okkar í bankanum var með miklum ágætum og var afar gott til hans að leita með mál sem til úrlausnar voru hverju Sverrir Hermannsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.